Morgunblaðið - 06.12.1930, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 06.12.1930, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ 7 neitaði að leggja $amþykki sitt í' útsvarsálagninguna í fyrra, vegna þess, hve há hún var. Það er hægt að hækka útsvör in, segja sósíalistar. En þegar þau eru orðin svo há, að at- vinnufyrirtækin verða að taka lán til þess að greiða þau, er þá «kki eins gott, að bærinn taki lánið, og atvinnurekendur borgi þau er um hægist. Það verða þó altaf á endanum þeir, sem þorga þau. Það er gott, hve mikið af því, sem bærinn hefir látið gera til •varanlegra afnota fyrir almenn- ing, hefir verið greitt jafnóð- um. Um Vo af kostnaði við þarnaskólann nýja hafa bæjar- búar greitt þegar með útsvörum sínum. En það er ekki hægt að búast við því, í nýbygðum bæ sem Reykjavík, að allar fram- kvæmdir, svo stórfeldar, sem þær þurfa að vera nú um tíma, verði greiddar jafnóðum, og þeim brundið áfram án nokkurra* lán- taka í bili. Veikin (Möatoti. Heilabólga. Dr. Helgi Tómasson hefir nú ikomist að fullri vissu um það, hverrar tegundar veiki sú er, sem lagðist í fólkið í Móakoti á Vatnsleysuströnd; eftir því sem Magnús Pjetursson bæjarlæknir sagði Mgbl. í gærkvöldi. Það er heilabólga sem um er að ræða, sama teg. heilabólgu, sem tiefir stungið sjer niður hjer á landi við og við undanfarin ár. Veikin er ekki talin smitandi, svo að sóttvarnarráðstafanir sjeu neins staðar gerðar, enda þótt um sýklaveiki sje að ræða. — Smit- un ekki talin meiri en t. d. af lungnabólgu. Systkinin fjögur frá Móakoti voru flutt á farsóttahúsið, á með- an menn vissu ekki hve’rs kyns veikin var. Tvö af þeim voru veik. Þau eru bæði að verða frísk. Eitt var þegar orðið albata —* en eit.t Iiefir ekki fengið veikina. Leitin að „April“. Fimtudagsmorguninn þ. 27. nóv. kl. 10, lagði togarinn Apríl af stað frá Englandi áleiðis hing að heim. Sunnudagskvöldið 30. nóv. tafði togarinn Otur samband við Apríl. Þá sagði loftskeyta- maður Apríls, að þeir myndu vera 70—80 sjómílur undan V estmannaeyj um. Þetta sama kvöld var Nýi Þór — skipstjóri Pálmi Lofts- son — á sömu slóðum og Apríl. Skipverjar á Þór sáu til togara, er þeim sýndist vera íslenskur. En loftskeytasamband gátu þeir ekki haft við hann, vegna þess, að á Þór eru eigi loftskeyta- tæki. — Togarinn Þorgeir skorar- geir var á sömu slóðum, og má því vera, að það hafi verið hann. Otur var þetta kvöld um 170 sjómílur undan Vestmannaeyj- um. Hann kom hingað á mið- vikudag. Aðfaranótt mánudags skall á ofsai’okið, sem mönnum er í fersku minni. Á fimtudaginn var hafin leit að Apríl. Hafa varðskipin Ægir og Óðinn fyrst og fremst tekið þátt í henni. Allan tímann, síðan sunnan- rokið skall yfir, aðfaranótt 1. des, hefir sunnanátt haldist. Því er talið fullvíst, að ef Apríl hafi rekið frá þeim slóðum sem hann var á á sunnudagskvöldið, þá hafi hann rekið upp að suður- ströndinni. Ægir kom austan fyi’ir land. Fór hann vestur með ströndinni og sigldi grunt. En Óðinn kom vestan fyrir, og sigldi skipaleið þá, sem Apríl var á. Seinnipartinn í gær fóru bæði varðskipin með ströndum frarn. Togarinn Hannes ráðherra var í fyxy;adag á leið tii Eng- lands, sigldi fyrir austan land. Hann var fenginn til þess að taka þátt í leitinni. Arinbjörn hersir, sem einnig var á leið ti! Englands, hefir leitað. — Tveir togarar, sem eru á heim- leið, komu upp að landinu i nótt, þeir Max Pemberton og Baldur. Þeir leita einnig í dag, ennfremur togai’inn Geii’, er fór hjeðan í gæi’kvöldi. Síðan leitin hófst, hefir með vissu millibili verið sent útvarps kaD* til aDra skipa, og þau beð- in að segja til, ef þau yrðu ein- hvers vör, og sem bent gæti til þess, hvað orðið hefir af Apríl. Fjórir siglingafróðir menn hafa ráðgast um það, á hvaða svæði helst væii að leita að Apríl, og hefir leitin farið fram samkvæmt vísbendingu þeirra. Þeir líta svo á, að verið geti, að bilun hafi orðið með þeim hætti, að togarinn hafi getað haldið sjer frá landi, og hant sje því að leita lengra frá landi en venjuleg siglingaleið er. Á þess- um slóðum, sem þeir benda til, leita togarar þeir, er til þess hafa verið fengnir. Svo mikið dimmviðri var fyr- ir sunnan land fyrrihluta vik- unnar, að togai’arnir Bragi og Tryggvi. gamli, er komu hingað á fimtudagsmorguninn, hefðu ekki getað komist leiðar 'sinnar, ef togarinn Garðar, er var þeim samflota, hefði ekki getað leið- beint þeim, en hann hefir bæði miðunarstöð og sjálfvirkan dýpt ai’mæli. Pilsudskl myndar stiörn. Varsjá. 4. des. Lausnarbeiðni frönsku stlðinarinnar. United Press. — FB. Foi'seti lýðveldisins hefir út- nefnt nýtt ráðuneyti. Slavek er París, 5. des. United Press. — FB. forsætisráðherra og Pilsudski hei’- Doumergue forseti hefir tekið Skrifstolustttrl. Reikningsglögg stúlka eða piltur og vön bókfærslu óskast á bæj- arfógetaskrifstofu á Norðurlandi, helst eftir nýjárið. Umsóknir með upplýsingum og launakröfum sendist A. S. í. innan 16. þ. m. merkt Norðurland". Visan Sonny boy sungin af Pjetri Jónssyni óperusöngvara. Fangasöngurinn. Ástarsöngurinn. (Þessum tveimur fylgja íslenskir textar ókeypis, þýðandi Freysteinn Gunnarsson). With you. Dream lover. Drömmenes Vals. Har De kendt saadan tois (norsk gamanplata) og ótal ma'rgar nýjungar frá Nörðurlöndum, Englandi, Þýskalandi. | Melbafónnin frægi. kominn aftur, mjög lágt verð. Verðlaunamiðar fylgja hverjum 2 krónu kaupum í Útbúi Hljóð- færahússins og Hljóðfærahúsinu. H1 jóðf ær ahúsið. Útsölumaður í Hafnarfirði V. Long. og Akranesí. Jón Jónsson kaupm. Heimdallur. Fundur á morgun (sunnudag) kl. 2%, stundvíslega. DAGSRRÁ: 1. Carl D. Tulinius: JPascisminn. 2. Kr. Skagfjörð: Fjelagsmál. 3. Edward Frederiksen: Frásaga. Allir, sem sóttu um inngöngu í Heimdall á síðasta fundi, voru samþyktir og eru hjer með boðnir velkomnir í fjelagið. Allir Sjálfstæðismenn velkomnir á fundinn. Manndrðp í Moskva. Moakwa 5. des. United Pi’ess. — FB. Ki’ilenko hefir krafist þess, stð aDir þeir, átta talsins, sem kærðir eru fyrir landráð, verði :skotnir. — Lustu áheyrendur xjettax’salnum upp miklum fagn aðarlátum, er sækjandinn bar Tram þessa ki’öfu. málaráðherra. Kafför Wilkins í íshafi. Dömsmðiarððherra Oiöðveria segir af sier. Berlín 5. des. United Press. — FB. Hindenbui’g hef.ir tekið til ^reina lausnarbeiðni Johann Bredt dómsmálaráðherra. Baðst hann lausnar eftir að „ökono- mi“-flokkurinn hafði gengið í lið með stjórnarandstæðingum. Hindenbui’g hefir útnefnt Joel dómara eftirmann Bredts. Kliöfn, 5. des. United Press. — FB. Harald Sverdrup prófessor hefir lialdið fyrirlestur fyrir kaupsýslu- mannasambandið í Bergen. í fyrir- lestri sínum gat hann um hina fyrirhuguðu kafbátaferð Wilkins lim' norðurhöf og undir norður- pólinn, en Sverdrup er einn þeirra, sem þátt tekiu’ í förinni. Sverdrup kvaðst vera hlyntur því persónu- lega, að farið væri í stuttar rann- sóknarferðir frá Spitzbergen og Franz Jósefsland. og mundi vís- mdaárangurinn af slíkum ferðnm sennilega verða meiri. Að lokum kyað Syerdrup svo að orði, að ef í ljós kæmi, að áhöld og tæki kaf- bátsins væri ekki í fullkomnasta lagi, áskildi lxann sjer í’jett til þess að hætta við þátttöku í förinni. „Nýi“ Þór hefir vei’ið dreginn upp í fjöru til viðgerðar. Yið Súð- ina er gert erlendis. lausnarbeiði Tardieu-stjórnarinn- ar til greina.United Press hefir átt tal við Poincaré, sem kvað svo að orði: Jeg tek ekki að rnjer að mynda stjórn. Það er úti lokað Laval verkamálaráðlierra og Che ron, dómsmálaráðlierra, eru taldir líklegir eftirmenn Tardieu. Aðeins þrisv<ji’ sinnum hefir sá sögulegi atburður gerst í Frakltlandi, að stjórnin liafi beðið ósigur i efr Idtild þingsins. Það var senator Hery, sem harðast deildi á stjórn- 1 ina. Kvað hann hana hafa van- rækt að gefa þinginti fullnægjandi Iskýrslu um þýðingarmikla við iburði erlendis, sjerstaklega \ Þýskalandi. Frakkland væri iþann veginn að lenda í alvarlegi* kreppn en nokltru sinni fyr. „Þetta er í 17. sinni, síðan Clemenceau myndaði stríðstímastjórn sina, að Frakklánd eí i?tjórhla:tist“. Bxxist er við. að stjórnarmyndun taki I ! vikutima. Til drengsins á Hafnarfjarðar- spítala. Safnað af A. J.. Sandgerði, 88 kr., ónefndum 5 kr., H. H. 2 kr., t.veim vinum 3 kr. „OGGidental Brand" Eins og undanfarin haust, fengum við nú beint frá British Columbia 1000 kassa af eplum. og seljum þau beint til neytendanna, með nálega heildsölu- verði: Jonathan, „Occidental Brand“ 18.50 kassinn Mc. Intosh, „Occidental Brand“ 21.00 kassinn Delicious, „Occidental Brand“ 22.00 kassinn Þetta eru bestu eplin á heímsmarkaðinum og seld hjer jafn ódýr og stórum ljelegi tegundir. Kaupið jólaeplin nú þegar, þau halda sjer framyfir jól, því ekkert epli er skemmt. Þúsund kassar eru fljótir að fara. Það hefir sýnt sig und- anfarið, því að allir vilja það besta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.