Morgunblaðið - 28.12.1930, Side 3

Morgunblaðið - 28.12.1930, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ 3 ynnmuHnMiuuiuiuuDHHnBBmnnuuii THorsunblaHð ? waL: ftt imktr. awttwfli HUT-rr. «2iSSS55fc AlMlNtiwU L — «1n< M*. i stiért: B. Aactfsi mik rlMate: lietmtmtl ÍT. — Mai 1M. ffi ximuiM mr. tta. Taitfr f. m kr. 8.W * niaiH. ntaUaif kf. LM 4 ntaaM f laaaaoM* II ura ilitaMI. •I un Atvinnnleysi hjá stórþjóðunum. Atvinnuleysið í Englandi. London, 24. des. United Press. PB. Yerkamálaráðuneytið tilkynnir, að tala atvinnnleysingja um mið- bik desembermánaðar hafi verið tvær miljónir tvö hundruð og nítján þúsund fimm hundruð níu- tíu og tveir, eða sjö hundruð þús. þrjú hundruð og sjötíu minna en vikuna þar á undan, en 996.305 meira en á. sama t-íma í fyrra. Atvinnuleysið í Bandaríkj- unum. Washington, 24. des. United Press. PB. Ameríska verkamannasambandið Tiefir birt skýrslur um atvinnu- leysi í Bandaríkjunum þ. 15. des. Var tala atvinnuleysingja þá fimm miljónir og þrjú hundruð þiisund, eða þrjú hundruð þúsund meira en þ>. 30. nóv. s. 1. í skýrslunni er sagt, að vegna atvinnuleysisins •eigi fjöldi manna þegar við afar mikinn matarskort að stríða og Tdæðleysi, en fjöldi manna eigi og hvergi höfði sínu að að halla. Atvinnuleysið í Þýskalandi. Berlin 23. des. Mótt. 24. des. United Press. PB. Samkvæmt skýrslum frá aðal- miðstöð bjargráðastarfseminnar var tala atvinnuleysingja í Þýska- landi um miðbik desembermánað- ar þrjár miljónir níu hundruð níu- tíu og sjö þúsund. Kellogg og friðarverslun Nobels. New York, 23. des. United Press. FB. Kellogg, fyrverandi ráðherra í U S. A., sem lilaut friðarverðlaun Nobels í haust, kom hingað úr Evrópuför sinni í dag. Þrátt fyrir erfiðleika þá, sem Evrópuþjóðirnar ættu við að stríða, kvaðst Kellogg vera bjartsýnn um framtíð Ev- rópu. Nú verandi erfiðleikaástand kvað hann ekki mundu leiða til Styrjalda, stjórnmálamenn í Ev- rópu ynni af meira kappi að því en nokkru sinni fyr að koma í veg fyrir styrjaldir. Játaði Kellogg að vísu, að mikið væri um ófriðar- hættur skrifað, en helstu stjórn- málamenn álfunnar byggist ekki við ófriði. Stjórnmálamaður látinn. Bukarest, 23. des. United Press. PB. Fyrverandi forsætisráðherra Vin tila Bratianu andaðist í gærkvöldi ;af slagi. Bruni Eldsvoði í útbúi Útvegsbank- ans í Vestmannaeyjum. Vestmannaeyjum 26. des. PB. Á aðfangadag jóla kom upp eld- ur í húsi því, sem útbú Utvegs- banka íslands er í. Er útbúið niðri, en bankastjórinn býr uppi. Keypti bankinn hiis þetta fyrir nokkru. Eldurinn kom upp í eldhúsi, út frá steikarpönnu á eldavjel. Eld- urinn breiddist mikið út á efri hæðinni og var 'farið að loga út um þakið, er tókst að slökkva. Eldurinn náði ekki neitt niður, þar sem útbússkrifstofurnar eru. Alt var borið út úr húsinu. Veður var gott, austankaldi, en ef hvassviðri hefði verið, er hætt við, að ver hefði farið. Viuuustöðvuuin við garnastöðina. Tjónið af innbrotinu metið. Morgunblaðið hafði í gær tal af forstjóra Sambands íslenskra sam- vinnufjelaga, Sig. Kristinssyni, og spurði hann hvort nokkuð gerðist í garnastöðvar-málinu. Hann 1 jet lítið yfir því. Six fregn flaug um bæinn ný- lega, að Sambandið hefði stefnt Hjeðni Valdimarssyni, formanni Dagsbrúnar og e. t. v. fleirum. En Sigurður sagði, að svo væri ekki. En er liann var spurður að því, hvort rjett væri hermt, að tjón það, sem Sambandið hefði orðið fyrir í garnastöðinni, hefði verið metið, þá hvað hann svo hafa gert verið. Um tilganginn með því mati var ekki spurt. Eigi skýrði forstjórinn frá því, lxve tjónið væri metið hátt, en það er tvíþætt. Pyrst er tjónið af spellvirkjunum, þegar vatninu var lileypt í saltið, og þá tjónið af því, að eigi er hægt að fullhreinsa og ganga frá görnum þeim, sem voru í hreinsun, og liggja þær undir skemdum. Innbrotið. Enn fremur spurði Morgbl. lög- reglustjórann að því, hvort Sam- bandið hefði kært innbrotið í garnastöðina. Bein kæra hefir ekki komið frá því, sagði lögreglustjórinn, nema hvað hringt var á lögreglustöðina frá Sambandinu, daginn eftir inn- brotið, og lögreglan beðin að fara þangað, vegna þess að frjetst hefði að þar hefði verið framið húsbrot. En málið er undir rannsókn, alt fyrir það, segir lögreglustjóri. — Keynt verður að hafa upp á því, hver brotist hefir inn í húsið, og opnað fyrir vatnshanana. Heldur var dauft hljóðið í lög- reglustjóra. með það, að hægt yrði að finna innbrotsmennina; inn- brotið framið um nótt, og menn- irnir ekkert aðhafst, annað en opna fyrir vatnið. Prófessorsnafnbót. Guðmundur G. Bárðarson, náttúrufræðiskenn- ari, hefir af konungi verið sæmd- ur prófessorsnafnbót. Þiug- og hjoraðsmálafnBdiir N orður-ísf irðinga. Ríkisstjórnin vítt fyrir f járbruðlið. Tillögur samþ. á þing- og hjer- aðsmálafundi Norður-ísfirðinga: „Pundurinn telur alveg óverj- andi hve miklu fje hefir verið var- ið iir ríkissjóði þrjú síðustu ár, um fram það er fjárlög þess tíma- bils gera ráð fyrir og telur að slík- ar hóflausar umframgreiðslur skerði til muna fjárveitingarvald Alþingis og stofni þar með fjár- málum þjóðarinnar í hættu. (Sam- þykt með 18:4). Jafrframt vill fundurinn skoia á Alþingi að gæta hófs í fjárveitingum ríkíssjóðs og láta fjárveitingar til styrktar at- vinnuvegunum ganga fyrir (samþ. í e. hlj.). Ennfremur að Alþingi sjái um að ríkisstjórnin haldi sjer framvegis sem næst ákvæðum fjár- laga með greiðslur úr ríkissjóði. (Samþ. í e. hlj.)“. „Fundurinn lýsir fullu trausti sínu á þingmanni kjördæmisins“. (Samþ. með 21 shlj. atkv.). Vígahnöttur. San Pranciseo, 26. des. United Press. PB. Afar stór og bjartur vígahnött- ur sást falla til jarðar. Sást víga- hnötturinn á 50 mílna svæði. — Byggingar hristust sem í land- skjálfta í 12 borgum, er atburður þessi gerðist. Gullforði Frakklandsbanka. París 27. des. United Press. PB. Gullforði Frakklandsbanka var í dag 53 miljarðar 283 miljónir 850 þúsund og 425 frankar. — Hefir gullforði bankans aldrei ver- ið meiri en nú. Frakkland hefir nú ná.lægt því 20% af gullmynt heimsins. Áfengisólyfjan í New York. New York, 26. des. United Press, PB. 11 menn biðu bana, en 27 voru fluttir á spítala, fárveikir af völd- um eit.raðra drykkja, í New York jóladagana. Síðan bannlagaöldin hófst hafa þessar tölnr aldrei ver- ið jafn lágar og nú. Forvaxtalækkun. New York 23. des. United Press. PB. Móttekið 24. des. PB. Federal Reserve bankinn hefir lækkað forvöxtu Tir 2%% í 2%. Franska stjórnin. París 23. des. United Press. PB. Hvert sæti hefir nú verið skip- að í ráðuneyti Steegs. Maurice Iormann hefir verið skipaður eft- irlaunaráðherra. (Hann tók þátt í styrjöldinni og særðist. svo, að taka varð af honum báða fætur). Útvarpið. Sunnudaginn 28. desember 1930. Kl. 17: Barnamessa í Dómkirkj- unni (síra Friðrik Hallgrímsson). Kl. 19.25: Hljómleikar (grammó- fónn). Kl. 19.30: Veðurfregnir. Kl. 19.40: Lesinn kafli úr óprentaðri sögu (H. K. Laxness). Kl. 20: Barnasögur (Nikólína Árnadóttir). Kl. 20.10: Einsöngur með fiðlu og píanóspili (Sig. Birkis): Hándel: Largo. Brag'a: Englasöngur. Masse net: Elegie (saknaðarljóð). Gior- dano: Caro mio ben (Svo undur kær). Kl. 20.30: Hljómleikar (grammófónn). Kl. 20.40: Erindi: Isleifur biskup (Ásm. Guðmunds- son). Kl. 21: Prjettir. Kl. 21.10: Organleikur í Fríkirkjunni (Páll ísólfsson): Bach: Toccata í D- moll. Mendelsohn: Adagio. Bon- net: Variations de Consert op. 1. Mánudaginn 29. desember 1930. Kl. 19.25: Hljómleikar (grammó- fónn). Kl. 19.30: Veðurfregnir. Kl. 19.40: Einsöngur (Guðrún Ágústs- dóttir). Kl. 20: Barnasögur (Þorst. G. Sigurðsson). Kl. 20.10: Hljóm- leikar (Þór. Guðmundsson fiðla og Emil Thoroddsen slagharpa): Tar- tini: Sonata G-moll. Martini Krei- sler: Andante. Hándel: Largetto úr Sonata D-diir. Kl. 20.30: Hljóm- leikar (grammófónn). Kl. 20.40: Erindi: Þjóðabandalagið (Einar Arnórsson prófessor). Kl. 21: Frjet.tir. Kl. 21.10: Hljómleikar á píanó (Emil Thoroddsen): Ad. Henselt: Petit Walzer. M. Mosz- kowski: Guitarre. M. Moszkowski: Etincelles. Lionell Hymes: Noc- turne. Lionell Hymes: Serenade. Christian Sinding: Pruhlingsraus- chen. Mac Powell: Hexentanz. Dagbák. □ Edda 5931166 — Ht..-. & vst.:. Pyrirl. •. (RM. •.) Atkvgr. •. Listi í □ og hjá sm. •. til 593114. Veðrið (í gær kl. 5): Milli ís- lands og Skotlands er djúp lægð (undir 720 mm.), sem hreyfist nú fremur hægt í NA, og veldur A- átt um alt ísland. Á S- og SV- landi er áttin fremur hæg, en á N og NV-landi er veðurhæðin víða 7—8, og úti fyrir á V-fjörðum mun vera 'NA-stormur. Um alt land er 2—4 stiga hiti og rignir allmikið á N- og AJandi, og norð- an til á V-fjörðum, en á SV- og V-landi er úrkomulítið. Á morgun verður áttin NA-læg um alt land og kólnar nokkuð um leið. A V- fjörðum og N-landi má því búast við slyddu eða snjókomu, en á S- og V-landi verður úrkomulítið en frostlaust. Yfir NA-Grænlandi er loftþrýst- ing fremur há. Þar er alt að 27 stiga frost á ströndinni. Veðurútlit í Reykjavík í dag: NA-stinningskaldi. Urkomulítið en frost.laust. Skemtiklúbburinn Astoria held- ur dansleik í K. R. húsinu á gaml- árskvöld. Eins og aUglýst er í blaðinu í dag, verða aðgöngumiðar seldir í K. R. húsinu í dag kl. í—5. Sími er 2130. Nánari upp- lýsingar gefur Sveinbjörn Árna- son í versl. Har. Árnasonar. Póstþjófnaðurinn. Þess var ný- lega getið hjer í blaðinu, að fram- inn hefði verið póstþjófnaður á „Dr. Alexandrine", en ekkert upp- lýstist hjer um það, hver valdur væri að þjófnaðinum. Símaði því lólatriesskemtun fjelagsins fyrir börn fjelagsmanna verður haldin sunnudaginn 4. jan. kl. 5 síðd. í K. R. húsinu. Aðgöngumiðar eru seldir frá því á morgom og til 31. þ. m. hjá Erlendi Pjeturssyni á skrifstofu C. Zimsen. (Sameinaða). Stjórnin. * Flog- eldar Púðurkerlingar Púðurstrákar Flugeldar Púðurskessur o. m. fl. fæst í Verslnninni Ooðaf oss, Laugaveg 5. Sími 436. I. O. G. T. St. Dröfn, nr. 55. Fundur og jólaguðsþjónusta í kvöld kl. 4T/2- Síra Kristinn Dan- íelsson prjedikar. Hafið sálma- bækur. — Æ.t. póststjórnin til Kaupmannahafnar og óskaði þess, að málið yrði rann- sakað þar. Hefir nú póststjórn- inni borist skeyti frá Höfn, þar sem segir, að upp hafi komist hver sje valdur að þjófnaðinum. Nánari fregnir ókomnar. Dansskóli Rigmor Hanson. Jóla- dansskemtun heldur skólinn fyrir barna og unglinganemendur og gesti á morgun, mánudag, í Varð- arhúsinu þþ 5, Poreldrar barnanna frá ! vetur eru boðnir endurgjalds- laust. KI, 10 fyyir fullorðna frá í vetur og undanfarna vetur, ekki gestir. Barnaguðsþjónusta síra Friðriks Halgrímssonar (jólaguðsþjónusta) er í dag kl. 5, en ekki kl. 2, eins og venjulega. Þetta eru bömin beðin að athuga. Á Vífilsstöðum hefir ríkisstjóm- in látið setja upp viðtæki og lögn með heyrnartækjum að hverju sjúkrarúmi. Lagningar all- ar annaðist Júlíus Björnsson. Eru sjúklingar mjög þakklátir yfir þessari ágætu og dýrmætu jóla- gjöf. Hjónaefni. Aðfangadag jóla op- inberuðu trúlofun sína ungfrú Guðríður Bjarnadóttir, Skóla- vörðustíg 16 og Júlíus Bjarnason prentari, Fjölnisveg 15. Á aðfangadag jóla opinberuðu trúlofun sína ungfrú Friðmey Guðmundsdóttir og Magnús Gunn- laugsson. Bæði til heimilis á Akra- nesi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.