Morgunblaðið - 28.12.1930, Side 6

Morgunblaðið - 28.12.1930, Side 6
wn*tfrwmjKBm $ Með því að við höfum tekið að okkur umboð fyrir Chevrolet og fleiri tegundir bíla frá General Motors, yiljum við benda heiðruðum viðakiftavinum okkar á, að framvegis getum við ekki aðeins tekið að okkur bílaviðgerðir fyrir þá, heldur einnig selt þeim heppj- legustu bílategundimar, sem tii landsins flytjast að dómi allra sem til þekkja. Varahluti tilheyrandi bíl- unum munum yið hafa fyrirKggjandi svo að trygging er fyrir því að þeir verði til þegar á þarf að halda. Þeir, sem hafa í huga að kaupa bfla, eru vinsamlega beðnir að kynna sjer verð og skilmála okkar áður en þeir festa kaup hjá bðruxu. Fyririiggjandi er nú nýi 2 tonna Chevrolet vörubíil- inn fyrir kr. 3100.00, og aðrar tegundir vöru og fðlksbíla útvegaðar með stuttum fyrirvara. Sveian & fieiri. bifreið&umboð. Hverfisgöti 78, Keykjavík. SSmi 1906. Sími 1900. Silkiaærfðtin yðxr anáast itelmingi lengnr og ern ávait ný. Hversu lengi endast yður silki- nærfötin. — Séu þau þvegin úi LUX, haldast þau sem ný heltn ingi lengur en þér bjuggust við Pví þessir glæru, hvítu sápu apænir, sem þér notuðuð, eru algerlega öruggir. Þar eð LUX sápuspænir eru ein- göngu framleiddir fyrir fíngerð- an vefnað, þá eru þeir algerlega skaðlausir. Hið mjúka, hvita löður eyðir óhreinindunum — án þess að skemma hina fíngerðu þræði. - J. Notið ávalt LUX og sparið með ^ því nærfatnað yðar. i*a l MLOTHBR2 UMITEQ. PORT SUNUCHT. ENGLAND I Rannsúknir ( Grænlandi. Danir ætla að gera út þriggja ára rannsóknaleiðangur í Austur- Grænlandi. Laugardaginn fyrir jól gaf Stauning forsætisráðherra blöðun- um upplýsingar um fyrirhugaðar vísindalegar rannsóknir í Austur- Grænlandi. Að undanförnu hefir staðið í samningum milli stjórnar Carls- bergssjóðsins og forsætisráðherr- ans um það hvernig hægt mundi að íitvega fje til þess að gera út þriggja ára vísindaleiðangur til þess að rannsaka miðbik Austur- Grænlands, frá Scoreshysundi að Ðanmerkur höfn. Carlsbergsjóður- inn liefir nú veitt 300.000 krónur til þessa, en ríkið hefir heitið að leggja til fararinnar skipin „Gustav Holm“ og „Godthaab“. A næsta ári verður „Godthaab“ að minsta kosti látin annast sigl- iugarnar fyrir leiðangurinn. Til þess er ætlast að setja á fót tvær bækistöðvar, aðra í Ósk- arsfirði og hina í Hambesbay; auk þess verða reistar nokkrar mærri stöðvar fyrir vísindamenn- ina. En hiis ríkisins í Danmerk- urhöfn og Scoresbysund nýlendan eiga að vera aðalbækistöðvar þeirra, og eru þær á ystu mörkum þess svæðis, sem á að rannsaka. Á hverri stöð á að vera rúm fyrir 4 vísindamenn; hafa þeir með sjer vjelbáta til siglinga innan fjarða, en á landi verða Grænlendingar þeim til aðstoðar með hundasleða. Vísindamenn skiftast á um það að vera á hverri stöð eitt ár í xnn. Alls er gert ráð fyrir að 24 vísindamenn hafi þar vetur- setu á þessum þremur árum, og verða reistar loftskeytastöðvar handa þeim. Ætlast er til að dr. Lauge Koch ferðist á liverju ári til Grænlands til þess að stjórna rannsóknunum. Rannsóknir seinustu ára hafa ;ýnt hve lít.ið menn þekkja Austur- Grænland á þessu svæði. Ströndin ei óslitinn fjallgarður, en vestur- hluta þeirra fjalla þekkja menn lítt. Nú er ætlast til að farnar verði sleðaferðir inn í landið til bess að rannsaka þessi lítt þektu, eða óþektu hjeruð, og er búist við að árangurinn verði sá, að menn komist að raun um að jökullinn nái ekki líkt því eins langt austur og áður hefir verið talið. Jarðfræðirannsóknunum, sem Danir hafa haldið uppi í sumar, verður haldið áfram, og reynt að komast fyrir, hvort þarna sje nyt- samir eða dýrir málmar í jörð. En sjerstaklega verður lögð áhersla á að rannsaka breytingar á dýralífi þarna, og hvort það stendur í nokkru sambandi við þær, að þarna hefir fjölmenn Skrælingjaþjóð liðið undir lok fyrir svo sem 100 árum. Þessar rannsóknir, sem verða bæði tlýra- fræðilegs og fornfræðilegs eðlis, (;iga að leiða í Ljós hvort tiitæki- legt sje að flytja Skrælingja tii þessara hjeraða, skyldr svo fara, að of mikið þröngbýli yrði á vest- urströndinni, eða at.vinnuvegir bregðast þar. (Sendiherrafrjett). —.—---------------- i.i—■—, ...'i. r ... .... - TaAÁh. Fer ðapistlar. Eftir Gísla Sigurbjörnsson. Er á leiðinni til Pinnlands og hefi verið nokkra daga í Stokk- hólmi, sem er höfuðborg Svíþjóðar og fegursta borg á Norðurlöndum, af þeim, er jeg he^j sjeð. — Um morguninn fer jeg svo af stað til Finnlands xneð flugvjel yfir Á- landseyjar til Ábæjar á Finnlandi. Jeg valdi þessa leið, enda þótt hægara hefði verið fyrir mig að fara beina leið til Helsingfors, en mig langaði til að sjá Álandseyjar og hina frægu borg Abo, sem heitir á finsku Turku. — Leiðin frá Stokkhólmi til Kristineham á Álandseyjum er afar fögur, spegl- andi haf, margar eyjar, skip — og erum við ekki nema tæpan klukkutíma á leiðinni. 1 Kristine- ham er aðalbærinn á Álandseyjum. Þær teljast til Finnlands, enda þótt flestir íbúar eyjanna tali sænsku. Aðaleyjan heitir Fasta Áland og er rúmir 50 km. á lengd, en samtals eru eyjarnar yfír 100 að tölu. Þegar við komum til Kristineham, rendi flugvjelin sjer að bryggjunni og nokkrir menn komu til að taka á móti okkur. Voru vegabrjefin skoðuð en far- angur ekki, þar sem við vorum að halda áfram til Ábo. Heyrði jeg þá í fyrsta skifti finsku talaða og fanst m.jer hún afar lík ungversku, enda eru þau mál töluvert skyld. Eí'tir nokkra stund hjeldum við áfrain til Abo; er hún ein af frægustu borgum í sögu Finnlands og var áður höfuðborg landsins. Þar var og háskóli landsins þar til 1827, en þá brann mikill hluti horgarinnar og var þá háskólinn fiuttur til Helsingfors, sem er höf- uðborg landsins, og hefir verið þar síðan. Flugvjelin lenti töluverðan spöl frá borginni sjálfri við fall- ega vík. Komu tollþjónarnir á móti okkur og var ekkert að greiða toll af. Fór jeg svo með bif- reið fmgfjelagsins til borgarinnar, en samferðamaður minn (vorum aðeins tveir fyrir utan flugmenn- ina) fór í bifreið sinni, sem heið eftir honum. — Hafði ferðin geng- ið vel og vorum við ekki nema rúmar tvær stundir að fljúga til Finnlands, en með skipi hefði ferðin tekið um 18 stundir. í Ábo litaðist, jeg um á meðan jeg var að bíða eftir að lestin færi til Helsingfors. Varð jeg næstum oi'ðimi of seinn þar eð jeg gleymdi aS flýta úrinu mínu um eina stund. Leiðin frá Áho til Helsingfors er nokkuð löng en fremur falleg og skemtileg. Ekki sá jeg samt mikið af vötnum, sem Finnland er frægt fyrir og er talið að þar í landi sjeu yfir 30000 — þrjátíu þúsund vötn — svo að það er sann kallað þúsund vatna land. — Helsingfors, sem heitir á finsku Helsinki, er höfuðborg landsins og aðalverslunarborg. íhúar borgar- innar eru um 220 þúsund. Helsingfors er með fallegri borg um, sem jeg hefi sjeð og allsstað- ai er afar þrifalegt, svipað og í Bvíþjóð. Jeg var aðeins nokkra daga þar og hafði ekki mikinn tíma til að skoða mig um, en fal- legast fanst mjer úti við strönd- iria. Uti fyrir eru margar eyjar skógivaxnar, en nokkru utar sjer niaður sjö eyjar þar sem virkin Sveaborg eru reist, k finsku heita þau Suomenlinna. Virki þessi voru reist árið 1749 eftir að Wiborg var fallin í hendur Rússum. Var verið að reisa þau í marga áratugi, enda eru þau afar mikil og vel víggirt. í Iíelsingfors sá jeg og afar margar miklar byggingar t. d. járn brautarstöðina, Háskólann, Þjóð- minjasafnið, og margar kirkjur. Er nú verið að reisa nýtt þinghús, sem mun kosta um 30 miljónir finskra marka, er það alt reist úr granit og er afar stórt og mikil- fenglegt. Mest þótti mjer samt gaman að skoða rússnesku kirkj- una, sem er reist á hæð úti við höfnina og gnæfir hátt yfir horg- ’na. — Esplanade heitir aðaltorg eða gata borgarinnar. Er þar reist minnismerki Runebergs, sem sonur haiis Walter hefir gert — en finska þjóðin gaf. — Frá Helsingfors fór jeg með skipi til Estlands. Er það stutt leið og skemtileg. Var gaman að sigla frá Helsingfors milli eyjanna og horfa til lands. Voru með skip- iriu margir farþegar, flestir þýskir, enda ferðast Þjóðverjar mikið. Þó hitti jeg einn Englending. Hafði hann farið þessa leið tíu sinnum og virtist ekki vera orðinn þreytt- ui á henni. Við komum til Reval, sem er höfuðborg Estlands og liggur við Finska flóann. Voru burðarkarl- arnir þar afar aðsúgsmiklir rjett eins og í Italíu, en þar eru þeir einna. verstir — rífa af manni töskurnar og hlaupa af stað. Hjelt jeg oft að jeg myndi ekki sjá þá eða töskurnar aftur — en þeir eru allir mjög skilvísir — reyna að- eins að fá vinnu og fá sem mesta borgun fyrir. Frá Reval til Riga í Lettlandi er 12 tíma ferð með járn brant. Landið var flatt og tilbreyt- ingarlítið og var sem við fórum um það að næturlagi get jeg ekki mikið frá því sagt heldur mun jeg skýra nokkuð frá Lettlandi. Lettland, sem heitir á lettnesku Latvia, er stærst af nýju löndun- um þremur, Estlandi, Lettlandi og Lithauen, sem áðnr voru öll talin með Rússlandi, en fengu sjálfstæði eftir ófriðinn mikla. Stærð landsins er yfir 65000 km2 og það mest alt hæft til ræktunar, aðeins 6% eru sandar og ófrjóar heiðar. Skógar eru miklir í land- inu, enda er flutt út mikið af timhri, sjerstaklega frá Windau, sem er ein af aðalhafnarborgum iandsins. Aðalatvinnuvegur manna ei akuryrkja og landbúnaður. Þó er iðnaður töluverður. Vefnaðar- vörur, pappír, o. fl. t. d. mikið af skóhlífum og öðrum gúmmívörum er flutt úr landi. Ibúar landsins eru um tvær milj- ónir, og eru þeir allflestir Lettar, cn þó eru margir Þjóðverjar og Rússar. Eru öll málin töluð um landið, og eru t. d. kvikmyndir sýndar á þremur tungumálum. Lettland var áður „innlimað" í rússneska ríkið, en 18. nóv. 1918 lýsti lettneska þingið yfir sjálf- stæði landsins. Áttu Lettar lengi í vök að verjast. Iinnanlandsóeirðir voru miklar og svo áttu þeir í ó- friði við Rússa og Þjóðverja. — Komst þó friðnr á 1920 og 3(5.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.