Morgunblaðið - 31.12.1930, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 31.12.1930, Blaðsíða 5
Miðvikudag, 31. des. 1930. 5 0J ^ Gleöilegs nýárs óskar Morgunblaðið öllum og þakkar viðskiftin á llðna árlnu. GLEÐILEGS NtÁRS óskar öllum viðslciftavinum sínum G. Ólafsson & Sandholt. IXXXXXX GLEÐILEGS NÝÁRS óska jeg öllum viðskiftavinum mínum. Sveinn Þorkelsson. lói I nlðui fer I kírkiu. Eiiir Theodór Árnason. Það var jóladagsmorgun, og hann komst að orði. Og í því Jón í Klauf svaf eins og steinn. Að borða hressilega og sofa vel á eftir, — það voru nú hans ær og kýr. Jón var þurrabúðar- maður og bjó í koti, sem kallað var Klauf, í skjólríkri smávík einni út með firðinum. En hann reitidist altaf, ef hann var kall- aður þurrabúðarmaður, — eng- inn vissi hvers vegna. Hann sagði, að þeir gætu sjálfir ver- ið þurrabúðarmenn, hjá sjer væri ekkert þurrabú. Og það var satt. Því að þó að hann væri þungur til vinnu og hon- um þætti gott að sofa, — það kom fyrir, að hann sofnaði í byttunni sinni úti á firði, — þá sá hann þó um, að altaf væri eitthvað til matar í kotinu. Um hitt gaf hann minna, þó að heimilisfólkið gæti ekki altaf ■verið prúðbúið, og ekki hirti hann heldur um það, að búa í neinum „stáss-stofum“, — ef vel fór um hann og notalega í rúm- inu. Aldrei leið honum eins vel og á sunnudögum og helgi- dögum. Þá hjelt hann mest hyrru fyrir í rúminu, eða klæddi sig að minsta kosti lauslega, svo að hægt væri að halla sjer út af, ef til þess var friður fyrir krökkunum. Á aðfangadagskvöldið hafði hann fengið uppáhaldsmatinn sinn, hnausþykkan mjólkur- graut með rúsínum og hangið kjöt, og gert því hvorutveggja góð skil. Hann hafði líka átt „danskan rjóma“ á pöddu-greyi og verið að smádreypa á því um kvöldið, í mestu skikkanleg- heitum auðvitað, — rjett til að fá ofurlitla sólskinsglætu innan í sig. Og yfirleitt hafði þeim liðið aiveg prýðilega þarna í kotinu, um kvöldið. Hann hafði farið inn í kaupstað á Þorláks- messu og selt þar talsvert af fuglum, suma í pokum, — og keypt rausnarlega til búsins fyr- ir andvirðið. Fyrst og fremst mat, en auk þess svuntuefni handa henni Stínu, húsfreyj- unni, og ýmislegt leikfanga- skran handa krökkunum. Það hafði sem sje ekkert þurrabú verið i Klauf. Svo hafði hann keypt jólablað, — til þess að geta fylgst ofurlítið með því, sem gerist í heiminum. eins og höfðu verið sögur, sem Stma hafði lesið upphátt, þegar búið var að borða kvöldverð. Og eiginlega óskaði hann þess, að^ hann hefði aldrei bjánast til| þess, að kaupa þetta blað. Því að í því var saga um kotungs- fólk, alveg eins og þau þarna í Klauf, sem fóru í kirkju á jóladagsmorgun, hjónin og all- ir krakkamir, og höfðu heyrt; ákaflega merkilega og upp- j byggilega ,ræðu, og síðan lent í ýmsum æfintýrum á leiðinni heim. En þetta hafði orðið til þess, að Stína hafði farið að ympra á því, að nú skyldu þau einu sinni fara öll í kirkju, á jóladagsmorguninn, og hún jhafði haldið áfram að nauða um | þetta alt liðlangt kvöldið, — og j„danski rjóminn“ hafði verið jfarinn að verka á blíðu taug- arnar í honum innvortis, svo að hann hafði ekki getað annað en samsint henni. Og svo höfðu krakkarnir heyrt getið um það, I að þá ætti í fyrsta skifti að j spila á alveg spánnýtt orgel í j kirkjunni, sem einhverjir bur- j geisar í kaupstaðnum höfðu gefið. Og þau urðu alveg tromp- ^uð, þegar þau heyrðu, að þau mundu fá að fara í kirkjuna líka, svo að þau ætluðu aldrei að geta sofnað um kvöldið. Stína sneri sjer í rúminu og kveikti á eldspýtu. — Ja hjerna, elskurnar mín- ar góðu. Jeg held, að við sjeum ekki með öllum mjalla. Klukk- an orðin sjö, og enginn farinn að hreyfa sig. Og við ætlum öll í kirkju. Hún þreif i öxlina á Jóni og hristi hann. — Jón, Jón, — — vaknaðu, svefnpurkan þín. Klukkan er orðin sjö. Heyrirðu það, Jón. Við verðum að fara að klæða okkur, annars komumst við ekki í kirkjuna í tæka tíð, eins og skikkanlegt fólk. — Hvaða lifandi ósköp ganga á? Er kviknað í kofan- um? — Þú þarft að fara að klæða þig, og það upp á stundina. Við þurfum öll að flýta okkur á fætur. Þú ert þó ekki búinn að gleyma því, drengurinn þinn, e«« e « © GLEÐILEGT ||ÝÁR! Þökk fyrft^ viðskiftin á liðsifeaárir Rakarastojfyn í EimskipafjelaMhúsinu. GLEÐILEGT NÝÁR! Þökk fyrir viðskiftin á liðna árinu. Herbertsprent. Herbert M. Sigmundsson. GLEÐILEGS NÝÁRS • óskar öllum viðskiftavm- • um sínum I. C. Klein.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.