Morgunblaðið - 31.12.1930, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 31.12.1930, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ 11 Óskum öllum viðskfitavinum okk- ar góðs og gleðilegs nýjárs. Þökk- um viðskiftin á liðna árinu. Skóverslun B. Stefánssonar. Björgúlfur Stefánsson. GLEÐILEGT NÝÁR! Þökk fyrir viðskiftin á liðna árinu. Símon Jónsson. GLEÐILEGS NÝÁRS óskar öllum viðskiftavinum sínum M. Th. S. Blöndahl h.f. GLEÐILEGT NÝÁR! Þökk fyrir viðskiftin á liðna árinu. Verslunin Skógafoss, Laugaveg 10. GLEÐILEGT NÝÁR! Þökk fyrir viðskiftin á liðna árinu. Verslun Sig. Þ. Skjaldberg, « GLEÐILEGT NÝÁR! Eggert Kristjánsson & Co. & Þökk fyrir viðskiftin á liðna árinu. ^ 4Sr*] Wt GLEÐILEGT NÝÁR! Þökk fyrir viðskiftin á liðna árinu. Tóbaksverslun íslands h.f. <1 . Jensma JóasAóttir ljetst í gærmorgun að heimili sínu, Grettisgötu 63. Hún var ekkja Guðbjörns heit. Guðbrandssonar bókbindara, sem andaðist í júlímánuði 1927. Frú Jensínu verður nánar getið í blaðinu síðar. Siyvaldi Bjaraason sjötugur. Það hefir verið óvenjulega bjart og blítt yfir deginum í .dag, síðasta degi eins hins mesta merkisárs í sögu þjóðar vorrar, og hann minnir mig á æfi eins af hinum mætustu og merkustu borgara þessa bæjar, Sigvalda Bjarnasonar, trjesmíða meistara, sem er 70 ára í dag. Um æfidag Sigvalda má með sanni segja, að hann hefir verið sólbjartur blíðviðrisdagur, sem varpað hefir mörgum hlýjum ylgeislum inn í sálir annara manna, allra þeirra, sem nokkur kynni hafa við manninn haft, því að hann er framúrskarandi jafngeðja og góðlyndur maður, fróður um menn og málefni, staðfastur í lund, stiltur vel og trygðatröll hið mesta, maður, sem vill öllum vel og í engu vamm sitt vita. Af kynningu minni við Sigvalda, nú um 30 ára skeið, hefi jeg reynt hann að slíkum mannkostum, sem nú var lýst, og þori jeg að fullyrða, að það er ekkert oflof. Sigvaldi er fæddur að Fremsta- Gili í Langadal í Húnavatnssýslu, 31. des. 1860, sonur Bjarna hreppsstjóra Jónssonar, er lengi bjó að Ulfsgili í Engihlíðar- hreppi, og ólst Sigvaldi þar upp fram yfir tekt, en fluttist síðan til síra Eggerts Ó. Briem, að Höskuldsstöðum á Skaga- strönd; hjá síra Eggert Ó. Briem lærði Sigvaldi að skrifa og reikna, og naut tilsagnar hans í helstu undirstöðuatriðum þeirrar fræðslu, sem nauðsyn- legust voru, til þess að hann gæti notið hinna góðu hæfileika sinna og námfýsi sem best, enda hefir hann síðan af sjálfsdáð- um, aukið svo mjög við fræðslu sína á ýmsum sviðum, að hann má teljast mætavel að sjer, og betur en alment gerist um -al- þýðumenn á hans aldri; meðal annars er hann vel að sjer í sögu lands og þjóðar, og kunn- ugur mönnum og málefnum, bei ur en venja er til um flesta ólærða menn. Hann er sí-les- andi, og fylgist vel með öllum þeim málum, sem að almenn- ingsheill og atvinnuvegum þjóð arinnar lýtur. Trjesmíði lærði Sigvaldi hjá Magnúsi sál. Árnasyni hjer í bænum, sem á sinni tíð var einn besti og merkasti trjesmíða- meistari er þá var, og kendi fjölda efnilegra manna húsa- og húsgagnasmíði, svo vel, að orð var á gjört. Um 9 ára skeið vann Sig- valdi að húsasmíði hjá Pjetri sál. Thorsteinsson á Bíldudaþog höfðu þeir hinar mestu mætur hvor á öðrum, enda voru þeir eigi ólíkir að eðlisfari, þó ó- skyldir væri. Vann Sigvaldi þar að hinum miklu húsabygg- ingjum, sem Pjetur sál. Thor- steinsson ljet reisa vestur þar, og hefir, síðan hann fluttist hingað til bæjarins, staðið fyr- ir byggingum fjölda meiri hátt- ar húsa, þ. á. m. Fríkirkjunn- ar o. f 1., en nú á síðari árum unnið við húsabyggingar hjá hinum góðkunna húsameistara Kristni Sigurðssyni, og ásamt honum, Jóni Sveinssyni ti-jesmið og Hirti sál. Hjartarsyni trje- smið, verið brunabótavirðinga- maður bæjarins í 28 ár; auk þessa heifir Sigvaldi flestum mönnum oftar verið útnefndur virðingamaður við ýmsar aðr- ar virðingagjörðir af öðru tagi, og hefir rjettsýni hans og sarú- viskusemi jafnan verið viður- kend af með-virðingamönnum hans og öðrum hlutaðeigöndum. Kona Sigvalda Bjarnasonar er Guðrún Pjetursdóttir, mesta myndarkona, ættuð frá Bjarn- arhöfn á Snæfellsnesi, og er hún rúmum 10 árum eldri en hann, og nú fullra 80 ára að aldri. Ekki hefir þeim hjónum orðið barna auðið, en alið hafa þau upp Sigurð Snorrason, bankaritara í Vestmannaeyjum og gengið honum í foreldrastað. Að rúmum mánuði liðnum á Sigvaldi 30 ára afmæli, sem Oddfellow, og hefir jafnan haft mörgum og mikilsverðum trún- aðarstörfum þar að gegna, sem hann hefir rækt, sem öll önnui störf sín, með stakri trúmensku, enda nýtur hann fulls trausts og virðingar allra fjelaga sinna þar, sem annars staðar. Hugheilar hamingjuóskir veit jeg að nú muni berast þessum góða og grandvara manni á sjö- tugasta afmælisdegi hans, frá fjölda vina, samverka- og fje- lagsmanna, með árnun alls hin? besta, og innilegri ósk um, að hans megi sem lengst og best við njóta, öðrum mönnum til farsældar og fyrirmyndar. GLEÐILEGT NÝTT ÁR! 2 „Gleym mjer ei“. Z GLEÐILEGT NÝÁR! Þökk fyrir viðskiftin á liðna árinu. Versl. Foss. m —n---:inr=ir= .n H GLEÐILEGS NÝÁRS m óskar öllum viðskiftavin- | um sínum I Verslunin Vaðnes. ir=inr=---:ii= Q DQ GLEÐILEGT NÝÁR! Þökk fyrir viðskiftin á liðna árinu. Júlíus Bjömsson. ojojojojojojojpjojojojojojojojo GLEÐILEGT NÝÁR! Þökk fyrir viðskiftin á liðna árinu. Ásgarður. GLEÐILEGS NÝÁRS J óskar öllum viðskiftavin- 2 um sínum 2 Reykjavík, 31. des. 1930. Jón Pálsson. Versl. Bjöminn. Athniasemfl. f Morgunblaðinu er hinn 10. þ. m. rakin nokkur ummæli, sem Stauning forsætisráðherra á að hafa látið sjer um munn fara í fyrirlestri, sem hann hjelt í Tönd- er 22. nóvember, og höfð eftir blaðinu „Heimdal" í Aabenraa. Eftir að hafa leitað upplýsinga get jeg hjer með gefið eftirfarandi leiðrjettingar á því, sem blaðið „Heimdal" fer rangt með: 1. Fyrirlesturinn hjet: „Afstaða Danmerkur til íslands, Færeyja og Grænlands“. 2. „Það er ekki margt sameigin- ’egt lengur, (þ. e. í málum íslands og Danmerkur) en þó svo mikið, sem ætla má að eðlilegt sje fyrir þjóðir, sem búið hafa saman í mörg hundruð ár“ og 3. „Danska bræðraþjóðin ann ís- lensku þjóðinni sjálfstæðisins gremjulaust og þykir vænt um framfarir hennar. Jeg vona að skilningur og friðsamleg samvinna ! ráði einnig framvegis beggja meg- ir hafsins, er skilur hin t,vö lönd“. Þau ummæli sem „Heimdal“ hef iv eftir forsætisráðherranum, hefir blaðið því gert honum upp. Fr. de Fontenay.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.