Morgunblaðið - 30.01.1931, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 30.01.1931, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Fengum með Gullfoss: I. fl. Danskar Kartðflnr Litið óselt. i Haflð þjer reynt nýjasta „Smára“-smjörlíkið? Ef svo er ekki, þá vitið þjer ekki hve gott smjörlíki er hægt að búa til. Vandþekkjanlegt frá besta rjómabússmjöri. Sf ór húseign með tveimur verslunarbúðum til sölu. Liggur við bestu verslunar- gUtu bæjarins. Upplýsiíigar viðvíkjandi eigninni gefur. Hafsteinn Bergþórsson. Þingmálafundur á Akranesi. Þingmálafundur var haldinn á Akranesi, 27. jan. 1931. Fundar- stjóri kosinn ólafur B. Björns- sön. Ritari Oddur Sveinsson. Alþingismaður Pjetur Ottesen hóf fundinn með ræðu, og tal- aði á aðra klukkustund. Ræðuefnið var: 1. Nokkur mál, er afgreidd voru á síðasta ]>ingi. 2. Fjárhagshorfur ríkissjóðs. 3. Mál, sem sennilega kæmi til kasta næsta þings. 4. Innanhjeraðsmál. Eftirfarandi tillögur komu til unjræðu: 1. Fundurinn skorar á Al]>ingi að samþ. frv. það um hafnarlög fyrir Akranes, er borið var fram á. síðasta þingi, og enn fremur að veita á þessu ári styrk úr ríkis- sþðði til þeirra hafnarmann- virkja, er hjer var komið upp á síðastliðnu sumri. Samþ. með samhljóða atkv. 2. Fundurinn samþykkir að skora á Alþingi, að setja glögg ájcvæði í lögin um hafnargerð á Akranesi, þess efnis, að hafnar- sjóður eða hreppurinn hafi rjett til þess, að taka eignarnámi lönd og lóðir og lóðarrjettindi, er liggja að höfninni, en nauðsynleg vegna starfrækslu jhennar, eða fyrirsjáanlegt er, að hækki veru- lega í verði, vegna hafnargerðar- Innar. Feld með 47:30 atkv. 3. Fundurinn skorar á Alþingi koma eem fyrst á fót rekstr- arlánsdeild við fiskiveiðasjóð ís- lands fyrir bátaútvegsmenn. Samþ. með samhljóða atkv. 4. Fundurinn skorar á Alþingi að taka veginn af Akranesi og að Hvítárbrú vestan Hafnarfjalls upp í tölu þjóðvega. Samþ. með samhljóða atkv. 5. Fundurinn telur nauðsyn- legt, að komið verði upp innsigl- ingarvita við Krossvík á Akra- nesi. Samþ. með samhljóða atkv. 6. Fundurinn skorar á þing og stjórn, að vinna að því eftir ýtr- ustu getu, að fá landhelgina rýmk aða. — Samþ. með samhljóða atkv. 7. Fundurinn skorar á Alþingi að afgreiða sem fyrst lög um raf- veitu til almenningsþarfa utan kaupstaða. Samþ. með samhljóða atkv. 8. Fundurinn átelur stjórnina harðlega fyrir ]>á misnotkun á varðskipum ríkisins, sem liggur í því, að nota þau til ferðalaga sem eru landhelgisgætslunni óviðkom- andi. Enn fremur mótmælir fundur- inn því, að f je landhelgissjóðs sje varið til annars en þess, sem að landhelgisgæslunni lýtur. Samþ. með samhljóða atkv. 9. Fundurinn skorar á Alþingi að athuga, hvort ekki sje rjett, að fella alveg niður toll af síld til Flugmálasjóðs, eða að tollur- inn til hans sje lækkaður að minsta kosti um helming. Samþ. með samhljóða atkv. 10. Fundurinn lýsir eindregið óánægju sinni yfir framkvæmd- um síldareinkasölunnar á umliðn- um árum, en skorar jafnframt á Alþingi, að breyta ákvæðum um skipun stjórnar síldareinkasölunn ar þannig, að útvegsmenn og sjó- menn fái meiri íhlutun um hana en þeir hafa nú. Samþ. með samhljóða atkv. 11. Fundurinn samþykkir að skora á Albingi að setja lög um einkasölu á útfluttum fiski og gera fljóta og öfluga ráðstöfun til að leita eftir nýjum fisksölu- möguleikum. Feld með öllum þorra greiddra atkvæða. 12. Fundurinn skorar á Alþingi að sjá um, að haldið verði áfram tilraunum um sölu frysts fisks og styrkja þær. Samþ. með samhljóða atkv. Fundargjörð lesin upp og sam- þykt í einu hljóði. Akranesi, 28. jan. 1931. Ól. B. Björnsson. fundarstjóri. Oddur Sveinsson. fundarritari. Svar til T mans. Mjer hefir verið sagt, að í Tím- anum, sem út kom laugardaginn 24. þ. m., sje mjer borin á brýn allskonar óregla, og að jeg hafi orðið mjer til minknnar á Alþingis hátíðinni vegna hneykslanlegrar ölvunar. Þegar jeg tók að mjer verk það, sem gera átti á Þingvölum fyrir Alþingishátíðina, var mjer ljóst, að það þurfti góða stjórn til þess að því gæti verið lokið í tæka tíð. Þrátt fyrir mjög óhagstæða veðr- áttu, var það álit flestra, sem til þektu að verkið hefði gengið vel. Altaf kom nýtt og nýtt upp úr kafinu, sem Alþingishátíðarnefnd- in og fleiri þurftu að láta gera. Um 20. júní lá svo mikið verkefni fyrir, að jeg taldi nærri ómögu- legt að ljúka því fyrir hinn á- kveðna tíma. Jeg ákvað því að láta vinna nótt og dag, en skifti þó mönnum mínum í tvo flokka. Frá þeim tíma til 26. júní fór jeg aldrei úr fötum og get ekki sagt að jeg hafi sofnað nokkurn blund. En með því að leggja svo mikið á mig, tókst mjer ekki lakar að leysa verk mitt af liendi en svo, að hr. Alþingisforseti Ásgeir Ás- geirsson ljet þau orð falla við mig, eftir hátíðina, að jeg ætti þakkir skildar fyrir verk mitt, og hátíð- arnefndarmenn hældu mjer á hvert reipi. Jeg var orðinn svo þreyttur fyrsta liátíðardaginn, að eigi er óliugsandi að jeg liafi verið svo slæptur að sjá, að menn hafi dreg- ið þá ályktun, að jeg hafi verið ölvaður. En sannleikurinn er sá, að jeg neytti alls ekki neins víns nm hátíðardagana fyr en á laugar- dagskvöldið, að hr. framkvæmdar- stjóri, Magnús Kjaran, bauð mjer, ásamt fleirum, til kvöldverðar í veislusölunum í Yalhöll. Var þar veitt lítilsháttar af hvítvíni með mat. Yæri sjálfsagt hægt að fá marga af þeim, sem tóku þátt í þeirri veislu, til að votta það, hvort jeg hafi verið hneykslaníega ölvaður þar. Jeg þori óhikað að leggja það undir dóm allra þeirra mörgu, er jeg hefi unnið hjá eða unnið fyrir og þeirra ,sem hjá mjer hafa unnið eða jeg hefi liaft viðskifti við, hvort jeg hefi haft nokkurn tíma vanrækt mín störf eða skyldur vegna drykkjuskapar eða annarar óreglu. Nú vil jeg benda Tímaritstjóran- um á, hvort hann telji sjer ekki skylt að færa sönnur á ölvun mína eða hneykslanlega óreglu á Al- þingishátíðinni. Sýni hann enga til burði í þá átt, skoða jeg það svo sem hann telji sjer sæmilegast að nota blað sitt til að breiða út slík- an óhróður um mig, og kyngja síðan ummælum sínum. Einar Einarsson, trjesmiður. Söngskemtna Daníels Þorkelssonar. Það er orðið langt síðan Reyk- víkingar hafa átt kost á því, að sækja söngskemtun. Það er eins og söngmenn bæjarins hafi ver- ið að safna sjer nýjum kröftum eftir allan sönginn í vor, sem leið —■ á Þingvöllum og á söng- móti karlakóranna hjer í bæn- um. — Á sunnudaginn kemur, ætlar Daníel Þorkelsson, tvímælalaust einn af efnilegustu tenórsöngv- urum vorum, að láta til sín heyra í Nýja Bíó. Um undanfar- in ár hefir Daníel stundað söng- nám af kappi í hir.um ágæta söng kóla Sigurðar Birkis, og erþegar orðinn vinsæll af einsöng sínum á söngskemmtunum Karlakórs Reykjavíkur. Daníel Þorkelsson hefir valið sjer erfið, glæsileg og fjölbreytt viðfangsefni: Heiðbláa fjólan mín fríða, eftir Þórarinn Jóns- san. Vögguvísu, eftir Sigurð Þórðarson. Chio mai vi possa, eftir Hándel (mjög örðugt við- fangsefni). Auf Fliigchen des Gesanges, eftir Mendelssohn. Stándchen, eftir Schubert og Aria úr ópernnni Hugenotten, eftir Meyerbeer. Á söngskránni eru enn frem- ur nokkur íslensk og ítölsk lög, og c-r enginn vafi á því, að þau síðarnefndu munu einnig njóta sín vel í meðferð Daníels Þor- kelssonar. Má tvímælalaust gera ráð fyrir, að sön^vinir bæjarins fjölmenni, og fagni hinum efni- 'ega söngmanni, í fyrsta sinni, sem hann kemur opinberlega fram, einn síns liðs. Auditor. Hvor er slyngard? Kúlu-Ander- sen (sem menn raunar ekki vita hvort er eða hefir nokkurn tíma verið til) tókst á þeim mestu krepputímum, sem yfir landið hafa dunið á síðari árum, að útvega rík- inn stórlán, sem á engan hátt var með óhagkvæmari kjörum heldur en hinar norðurlandaþjóðirnar urðu að sætta sig við á sama tíma. Jónas ráðherra (sem því miður eru of margar sannanir fyrir að er til) tókst ekki með aðstoð allra sinna slyngustu fylgifiska, eftir margra ára góðæri í landinu, að útvega hagkvæmara lán en það, að „Tím- inn“ varð að vitna í lántökur gjaldþrota þjóða, til þess að fá hliðstæðan samanburð. Hvað veld- ur þessum mismun? Er það of- mikið góðæri eða of góð stjórn, eða er „Kiilu-Andersen“ slyngari en Jónas? X. (Austfirðingur). Guðspekifjelagið. — Reykjavík- urstúkan, fundur í kvöld kl. 8% stundvíslega. — Efni: Magnús Gíslason flytur erindi um kenni- menn og helgivenjur Gyðinga á dögum Krists o. fl. — Gestir. Notlð Allcocks plástnr el þjer hafið þrsntir. Það eru hinir dásamlegu brúuu plástrar, sem færa yður hlýju og fróun. Kraftur þeirra er svo mikill að þeir minka undir eins þján- ingarnar, hversn djúpt sem þœr kunna að liggja, og lækna þær áð fullu á skömmum tíma. Allcocks plástrar eru bcsthr allra meðala slíkrar tegundar, af því að þeir hjálpa yður allan tím- ann sem þjer notið þá. Þursabit (Lumbago), Isehias, gikt, bakverkur, hósti og kvel geta blátt áfram ekki staðist á- hrif plástranna. ALLCOCKS POROUS PLASTERS fást hjá öllum lyfsölum. Aðalumboðsmaður okkar fyrir Is- land er: Stefán Thorarensen, Reykjavík. Allcock Manufaotnring Company, Birkenhead. England. Hringnrinn. Þær fjelagskonur, sem vilja styrkja hlutaveltu „Hringsins** næstkomandi sunnudag, eru vifl- samlega beðnar að senda munina til frú Fossberg, Laugaveg 27, frú Sigríðar Jónsdóttur, Hafnarstræti 4, eða frú Ellingsen, Stýrimanna- stíg 10. — Sömuleiðis eru fjelagskonur beðnar að aðstoða við hlutavelt- una á sunnudaginn. Matbaunirnar gömlu, góðu, marg-eftirspurðu e*tt nú komnar aftur í Versl. Hamborg. Nýlenduvörudeild. Sanmakonn, vandvirka og smekklega, SÉm leikin er í að taka mál og sníða, vantar nú þegar. Upplýsingar I TísknaRðinni, Grundarstíg 2. Tll minnis. Nú og framvegis fáið þið besta þorskalýsið í bænum í Vtrsluninni Blrninum, Bergstaðastræti 35, Kími lft91

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.