Morgunblaðið - 04.02.1931, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 04.02.1931, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ S Ferðaáætlun Einsklpafielagsins Eftir Jón Þorláksson. $Biuimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuirjg Ötsref.: H.Í. Árvakur, Reykjavlk öiUtjCrar: Jðn KJartanaaon. Valtýr Stefánsaon. BUatjörn ogr afgrelösla: Auaturatrœtl 8. — Slml 600. AuglýalngaatJörl: E. Hafberg. Auglýplng-askrlfatofa: Aueturstrætl 17. — Sfmi 700. Heiaaaafmar: Jön Kjartanaaon nr. 742. 5 Valtýr Stefánaaon nr. 1220. = B. Hafberg nr. 770. E Áakrlftagj&kl: ee 1 Innanlanda kr. 2.00 á mánnTil. = tJtanlanda kr. 2.60 á mánuSi. t lauaaaölu 10 aura eintakiO. = 20 aura meö Lesbök. llUMmilllllllllllllUllllIlllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllfB Bæjarráðið. ^ndstjórnin vill hafa sjö manna bæjarráð. ^eysta I ramsóknarmenn ekki Hermanni Jónassyni. Kæjarstjórn Reykjavíkur hefir Sem kunnugt er orðið ásátt um að Setja hjer á fót 5 manna bæjarráð ^man bæjarstjórnarinnar, sem á hafa afgreiðslu ýmissa þeirra ^ala rneð liöndum, er nú verða leggjast fyrir bæjarstjórn í ^ild sinni. — Með því móti á -afgreiðsla ýmissa mála að verða -gieiðari og bétri. Bæjarráðsmenn e^ga að hafa skrifstofu og geta ^ynt sjer þar mál þau sem fyrir pggja. Þeir eiga að fá þóknun fyr- ir starf sitt. nú hefir landstjórnin neitað samþykkja reglugerð þessa, og Þer því við, að með því að hafa nð eins 5 menn í bæjarráðinu, sje í’ramsóknarflokknum eigi trygður fulltrúi í bæjarráðinu! Kemur hjer fram hinn alkunni úugsunarháttur landsstjórnarinn- ar, að miða alla s&apaða hluti við ®íua eigin flokkshagsmuni. Bendir ^Ugsunarháttur þessi á svo nagla- fegan vanþroska í stjómmálum, a® fáheyrt mun meðal siðaðra manna. Hvernig skyldi landsstjómin Tlija koma bæjarráðinu fyrir, þeg- ar Pramsókn hefir ekki nema einn fulltrúa í bæjarstjórninni? það spaugilegasta við söguna ei-' að Hermann Jónasson lögreglu- ^fjóri mun hafa gert ,hrossakaup‘ sósíalista í bæjarstjórninni. — Sermann kaus með þeim í niður- Jófnunamefnd, og átti fyrir það filvik að fá atkvæði þeirra, að í bæjarráðið. ®u nú hafa hxisbændur Her- ,l,anns í landstjórninni lýst van- þóknun sinni á hrossakaupum þess- aUa.> með því að neita að sam- f^ukja reglugerðina um bæjarráð- J • Bendir það til þess að traust Þuð sern landstjórnin hefir á Her- ^Uanni sje í talsverðri rjenun. Atvlnnnbætnr. Verk þau sem bærinn lætur gera 1 atvinnubótaskyni^ byrja í dag fá þar um 50 manns vinnu. ^yrjað verður á skurðgrefti í arónsstíg, gatnagerð í Pjeslags- fúui 0g vatnleiðsluskurði í Rauð- arárholti. Rúml. 300 manns at- v|uuulausir hafa gefið sig fram Vjð nefnd þá, sem á að athuga Verjir ættu að sitja fyrir vinnu. Niðurl. Hvað hafa Austfirðir að** flytja? Það er auðvitað talsvert atriði í þessu máli. Jeg hefi gert nokkra athugun á líkunum fyrir flutnings- magni hvers landshluta sjer í lagi, og finnst hún geta gefið tilefni til ýmsra gagnlegra hugleiðinga, því birti jeg hana hjer. Samanlagt verðmæti innfluttrar og útfluttrar vöru á hverjum stað er sæmilegur (ekki nákvæmur) mælikvarði til samanburðar á væntanlegu flutningsmagni. —• Nokkur hluti af útfluttum vör- u m fer auðvitað í heilum förm- um með leiguskipum, en það má gera ráð fyrir að áætlunar- skipin geti fengið nokkurn veginn hlutfallslegan fliitning á hverjum stað eftir áðurnefndu verðmæti. Eftir verslunarskýrslunum 1928 hefi jeg gert þetta upp. — Með Reykjavík tel jeg allar smáhafn- irnar við Faxaflóa, fsafjarðardjúp með ísafirði og Eyjafjörð allan með Akureyri. f hundraðshlutum af vörumagni alls landsms hefir: Reyk j avík 56.27% Altureyri 8.59% ísafjörður 6.68% Yestmannaeyjar 6.30% Siglufjörður 6.08% Samtals 83.92% Þetta eru samkeppnishafnirnar; Sameinaða siglir eingöngu á þess- ar hafnir, Bergenska á allar þess- ar, og fáeinar í viðbót. Þær hafa um 84% af öllu vörumagni lands- ins. ■— Þá koma hinir, sem Eimskip svo að segja eingöngu sinnir um, eftir landshlutum ,talið sólarsinnis frá Faxaflóa: Breiðifjörður 1.58% Vestfirði 2.45% Húnaflói 1.93% Skagafjörður 0.92*% Norðausturland 2.18% Austfirðir 6.36% Suðurströndin 0.66% Samtals 16.08% Norðausturland er hjer talið alt milli Eyjafjarðar og Seyðisfjarð- ar, Austfirðir frá Seyðisfirði til Djúpavogs, að báðum þeim höfn- um meðtöldum. Hin heitin munu ekki þarfnast skýringa. Þó þessar tölur geti breyttst eitthvað frá ári til árs, þá benda þær greinilega til þess, að Aust- firðir hafi um % af því vöru- magni, sem liggur fyrir utan hin- ar 5 eiginlegu samkeppnishafnir. Það er nærri því eins mikið eins og Vestur- og Norðurland milli Faxaflóa og Eyjafjarðar. Og þessi 6.36% liggja innan svæðis, sem er um 130 sjómílur, ef siglt er frá Seyðisfirði til Djúpavogar inn á hverja vík, sem verslunarskýrslur nefna. En hvar sem er annars stað ar á landinu þarf að sigla mörg hundruð sjómílur og koma á miklu fleiri hafnir tit þess að ná sama vörumagni, utan samkeppnishafn- anna. Sem stendur eru 11 gufuskip í föstum ferðum milli íslands og út- I landa (Eimskip 6, Sameinaða 3, Bergenska 2). Að meðaltali getur hvert þeirra fengið 9.1% af þeim flutningi, sem fer með áætlunar- skipum. Ef Eimskip gæti náð öllum viðskiftunum við Austfirði, 6.36%, þá ættu þau að nægja einu skipinu meir en til hálfs, alt að %. Mjer finst þetta vörumagn einmitt rjett læta uppástungu mína um að láta Austfirði fá eitt skip í samlögum við Rvík (og Vestmannaeyjar), með 11 viðkomum á uppleið og siglingum sunnanlands, sem Aust- fjörðum eru svo margfalt hent- ugri en viðkomur Norðurlands- skipa. En vörumagnið rjettlætir alls ekki 23 viðkomur á uppleið, eins og var í áætlun 1930. Breyt- ingar mínar fara í rauninni ekki frám á auknar siglingar á Aust- firði, heldur aðeins hentugri sigl- ingar fyrir þennan landshluta. Og jeg er ennþá þeirrar skoðunar, að breytingin sje líka héldur til hags- muna fyrir Eimskip, móts við þáð, sem nú er, og verið hefir. Ríkissítyrkurinn til Eimskips og framtíð fjelagsins. Sundurliðunin hjer að framan sýnir að 5 samkeppnishafnir hafa % af vöruflutningunum. Á 33 aðr- ar hafnir siglir Eimskip með síð- asta Ve klutann, ekki þó samkeppn islaust með öllu, því að Bergenska hefir líka skip í förum á nokkrar hinar bestu af þessum 33 höfnum. Það má nærri geta, að miklu kostn aðarsamari eru flutningarnir á þessum síðasta sjöttungi en hverj- um liinna. Flutningsgjöldin eru hin sömu á allar hafnirnar, og þá verður ríkissjóður að borga auka- kostnaðinn við flutningana á þess- ar 33 hafnir, öðrum aðila er þar eklti á að skipa, ef menn vilja halda sömu flutningsgjöldunum. Það mun vera auðvelt að sýna fram á, að styrkur sá, sem Eim- skip nýtur nú úr ríkissjóði, er langsamlega of lítill til að jafna þennan kostnaðarauka. Og þar að auki leggur Eimskip til mjög rriiklar ^ strandferðir, sem ekki er síður sanngjarnt að styrkja en strandferðir ríkisskipanna. Sjer- hver viðkoma Eimskips á smá- höfnunum hefir þrefalda þýðingu, ef hún er alt í einu, skipkoma frá útlöndum, skipsferð til útlanda og viðkoma í strandferð. — Þess vegna er því fje ríkissjóðs betur varið, sem lagt er til efl- ingar þessum ferðum, heldur en því, sem varið er til strandferða eingöngu. Hlutafje Eimskipafjelagsins hef- ir nú staðið óbreytt síðan í árslok 1917. Þá átti fjelagið 2 skip, og þau bókfærð fyrir litlu lægri upp- hæð en hlutafjenu. Síðan hefir fjelagið bætt við sig 4 skipum, án stofnfjáraukningar. Við þetta hefir fjelagið auðvitað hleypt sjer í skuldir. Þær námu í árslok 1929 árnóta upphæð og hlutafjeð, um 1% milj. kr. Síðan hefir Detti- ^ foss verið bygður, og skuldirnar líklega aukist um hátt upp í' 1 milj. kr. Það er sjáanlegt, að nú getur fjelagið ekki lengur haldið áfram að auka eða bæta verulega skipa- stólinn, án hlutaf járaukningar. Skipin eru of ósamstæð, og sum það gömul, að endurnýjun er mjög æskileg áður langt líður. Innan fárra ára verður aðkallandi nauðsyn að fá eitt eða tvö ný skip. Þá verður að vera grund- völl.ur fyrir hlutafjárútboði. Þess vegna veltur nú framtíð fjelagsins á því, að hlutafjeð sje gert arð- berandi, annars fæst ekki hluta- fjárauki^jngin þegar hennar þarf með. Stjórnarvöld landsins, * for- ráðamenn fjelagsins og landsmenn verða að vinna í sameiningu á þ ssum grundvelli. Jeg býst við að stjórn Eim- sldpafjelagsins hljóti að snúa sjer til næsta Alþingis með málaleitun um aukinn styrk. En hún ætti þá jafnframt að hafa undirbúnar til- lögur um þær umbætur á sigling- unum, sem unt er að fá án halla fyrir fjelagið, til framkvæmda á næsta ári. Þingmálafnndir. Vantraust á stjómina. Ólafur. Thors alþm. boðaði til funda í Sandgerði og Keflavík á mánudag (2. þ. m.). Var húsfyllir á báðum stöðunum. Á fundinum í Sandgerði hjelt Ólafur Thors langa og ýtarlega frumræðu, en síðan urðu nokkurar umræður. Engar tillögur komu fram á fundinum, en fundarmenn voru flestir Sjálfstæðismenn; fund arstjóri var Björn Halígrímsson, hreppstjóri. Á Keflavíkurfundinum var fund arstjórí kjörinn Guðmundur Guð- mundsson, oddviti. Þingmaðurinn flutti þar langt og snjallt erindi. Fyrst talaði hann um horfurnar í atvinnulífi þjóðarinnar, og benti á hvað helst væri tiltækilegt til vam ar þeirri kreppu, er nú væri að færast yfir. — Vjek hann því næst að dægurmálunum, skýrði einkum ýtarlega fjármálin og mintist að lokum á, hversu komið væri um íslenskt stjómmálalíf. Næstur talaði fundarstjóri, um stjórnarfarið í landinu og sýndi fram á, að þær vonir, sem menn hefðu gert sjer um ríkisstjórnina, hefðu allar gerbragðist. Svohljóðandi tillaga var því næst fram borin: „Fundurinn lýsir megnri van- þóknun á ríkisstjórninni, bæði fyr- ir meðferð hennar á ríkisfje Og margvíslegar misgerðir". Var tillaga þessi samþykt með öllum greiddum atkvæðum, og greiddu nær allir fundarmenn at- kvæði. Á fuúdinu voru á þriðja hundrað manns. Borgamesfundurinn. Úr Borgarnesi er blaðinu skrif- að: — Eigi er hjer nú um annað meira talað, en stjórnmálafundinn, sem hjer var haldinn á dögunum. Þýk- ir öllum, jafnt andstæðingum sem fylgismönnum, mikið til koma frammistöðu Pjeturs Ottesen alþm. á fundinum, og fara hinir betri og sanngjarnari stjórnarliðar eigi dult með það. Enda er Pjetur nú búinn að rótfesta það álit, að hann segir aldrei rangt frá. Hitt er og ró.mað, hversu fróður hann er um alt, er veit að þing- og stjórnmálasögu síðustu áratuga, svo að hvergi skeikar. Þótti mjög skilja á milli þeirra Bjama Ás- geirssonar og Pjeturs í þessúm efnum, enda er Bjarni yngri og óreyndari, og misvirða menn það ekki, þótt mikið skorti á, að hann hafi þekkingu á þjóðmálum á borð við Pjetur. Hitt sætta menn sig síður við, að liann skuli láta hafa sig til misjafnlega þrifalegra verka, sem kunnugir þó þykjast vita, að honum sje eigi geðfeld, og sje eins og leiksoppur milli ekki merkari manna en Vigfúsar „verts“ og Hervalds Bjömssonar. En af umræðunum er það skemst að segja, að svó ein- beitt og sköruleg var öll fraia- ganga Pjeturs, að svo gersam- lega kvað hann andstæðingana í kútinn, að þeir að lokum komu ekki við annari vörn en þeirri, að grípa til handa-aflsins og sam- þykkja með samansmöluðum meiri hluta að svart skuli vera hvítt! Tímaritstjórinn átti ,hjer ekki úr háum söðli að detta. Þó datt hann. Sjálfstæðismenn í Borgarnesi þakka Pjetri Ottesen komuna. t frú Rristfn Sigurðardóttir kona Helga Helgasonar verslunar- stjóra hjá Jes Zimsen, andaðist í fyrrinótt að heimili sínu Óðins- götu 2. Hafði hún lengi verið veik og þungt haldin. Dagbðk. Veðrið (þriðjudagskv. kl. 5): Djúp lægðarmiðja er nú við aust- urströnd Grænlands í norðvesur- átt frá Austfjörðum. Vindur er hvass sunnan um alt land nema Suðausturland, þar er að eins SV- kaldi. Skúra og hryðjuveður er um alt S- og V-land en nær lítið til Norðurlandsins og ekkert til Austfjarða. — Lægðin þokast norð austur eftir og mun áttin verða enn þá vestanstæðari þegar frá líður, og má búast við snjókomu, einkum á Vestfj. Hiti er 3 st. sunnanlands og vestan en 5—7 st. nyrðra og eystra. Veðurútlit í Rvík í dag: Mink- andi SV-átt. Nokkur snjójel, snýst sennil. aftur í SA-átt með kvöld- inu. — Dánarfregn. Frú Elín og Ásgeir1 Þorsteinsson verkfræðingur, hafa orðið fyrir þeirri sorg að missa tveggja ára dreng sinn, Þorstein, einkar efnilegt barn. Hann and- aðist í gær. Goðafoss fór hjeðan í gærkvöldi. Meðal farþega voru (til útlanda): ungfrúmar Hekla og Saga Jóseps- son, Sveinn Ingvarsson, Miss H. Lamb, Mr. Dowks, Mr. Shamber- lain, Mr. Blackmoore, Mr. Peek, Laufey Jörgensdóttir og fjöldi vermanna til Vestmannaéyja. Dansskóli Rigmor Hanson, 2. æfing næstkomandi mánudag, sjá auglýsingu. Hjálparstöð Líknar fyrir herkla- veilca, Bárugötu 2. Læknir við- staddur á mánudögum og mið- vikudögum kl. 3—4. Lyra kom til Bergen kl. 11 á mánudagskvöld. ísfisksala. Á' laugardaginn seldi Venus fyrir 2000 Stpd. Á mánu- daginn Jupiter fyrir 1701 Stpd, Walpole 1730 Stpd og Geir 830 Stpd. í gær seldi Ólafur fyrir 722 Stpd.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.