Morgunblaðið - 04.02.1931, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 04.02.1931, Blaðsíða 4
4 M O RGU N BLÁÐIT) BLÓM & ÁVEXTIR Hafnarstræti 5. Nýkomið: Pálmar (3 teg.). Aspe- distra (2 teg.). Burkni (2 teg.). Myrta. Clivia (með knúppum). Aucuba. Auracaria. Aronsskegg. Blómstrandi plöntur: Primula. Azalea. Ceneraria o. fl. Túlipanar í mökgum litum. Asparagus (af- skorið). Reykt ýsa, kjötfars og fisk- fars, nýlagað. Kjöt- & Fiskmet- isgerðin, Grettisgötu 64. Sími 1467. Vöruflutn’ugabifreið til sölu í ágætu standi, nýum aftur- gúmmíum. yfirstærð, selst með tækifærisverði, ef samið er strax. Upplýsingar hjá Sveini og Geira. Sími 1906. ---— , .. ........ » ... ■--- Fallega Tulipana, Hyasintur Tarsettur og Páskaliljur fáið þjer á Klapparstíg 29. Vald Poulsen. Sími 24. Ættarskrá síra Bjarna Þor- steinssonar. Þeii% sem hafa pantað bókina, en ekki fengið hana enn, eru beðnir að vitja hennar sem allra fyrst í prent- sfniðjuna Acta. Nýkomið nýtt íslenskt smjör á 2 kr. .Y2 kg. Barinn harðfiskur á 1 kr. Y> kg. Góð kæfa á 1 kr. '/2 kg. Ósa:tí kex 1,25 Vá kg Saft 35 aura pelinn. Verslun Einars Eyjólfrsonar. Sími 5S6. Fallegir túlipanar og fleiri lauk- (>!óm fást í ÍTellusundi 6, sími 230. Einnig selt í Austurstræti 10 B hjá V. Knudsen (uppi yfir Brauns- verslun). Sent, heim ef óskað er. E’óniaversl. ..Gleytn mjer ei“. Nýkomið fallegt úrval af pálmum i.ir hlómstrandi hlómum í pottum. Uáglega túbpanar og hyacintur. Fyrirliggjandi kransar úr lifandi "g gervihlómum. Alt til skreyting- nr á kisfum. Sömuleiðis annast versiunin um skreytingar á kistum fyrir sanngjarnt verð. Bankastræti 4 Sími 330. Áva ít best f t KaupiC MarrunblaCSI. Togaramir. Egill Skallagríms- son kom frá Englandi í gær. Hilm- ir og Barðinn komu af veiðum, báð ir með fullfermi af fiski. erfðafestu, en nú er í ráði að bær- inn taki það. Lanuið er 29800 fer- metrar að stærð. Tveir skipaðir- mátsmenn hafa metið land og Dánarfregn. Jón Sveinsson cand. phil frá Norðfirði ljetst í Landa- kotsspítala í fyrrakvöld, eftir langa legu og vanheilsu. Hann var hróðir Sigfúss kaupmanns Sveinssonar í Norðfirði *og frú Ólafar Sveinsdóttur, komi dr. Ól- afs Daníelssonar. Skíðafjelagið fór skemtiferð npp um fjöll og firnindi á sunnu- daginn. Var áttatíu manns í hópn- um, og fleira af konum en körl- um. Þarna voru tveir Svíar, einn Englendingur, sex Þjóðverjar, sex Norðmenn og ein dönsk stúlka. Fyrst var farið í bílum 25 km. leið. Þar var stigið á skíðin og far- ið í allar áttir, upp í Skálafell, Grímmannsfell, að Tröllafossi upp í Borgarhóla og víðar. Alls staðar voru góðar brekkur og veður og útsýni dásamlegt fyrri hluta dags. En er fram á daginn kom tók að hvessa og gerði skafrenning. Varð þá ýmsum kalt, vegna þess að þeir höfðu ekki búið sig nógu vel. Samt munu allir hafa haft mikla ánægju af förinni, Nýjar byggingalóðir. Bráðum verður farið að úthluta nýjum byggingalóðum við Barónsstíg, Freyjugötn og í Fjelagsgarðstúni. Lántökur bæjarins. Bæjarstjórn- in í Vestmannaeyjum hefir farið fram á það við bæjarstjórn Reykja víkur, að Vestmannáeyjakaupstað- ur fái að taka þátt í væntanlegri lántÖku Reykjavíkur — fái 100 þús. kr. Fjárhagsnefnd vill ekki mæla með þessu. Aftnr á mót-i hefir hún falið borgarstjóra að reyna mi þegar að fá 500 þús. kr. lán t-il bráðabirgða, svo að byrja megi á ýmsum framkvæmdum, sem gert- er ráð fyrir í fjárhags- áætlun hæjarins 1931. Enn fremur hefir hún falið borgarstjóra að útvega lán til vatnsveitunnar og annara fyrirhugaðra framkvæmda. Nú stóð ekki á því! Atvinnu- málaráðherra hefir með brjefi dags. 20. jan tilkynt borgarstjóra að jafna megi niður 2.154.713.59 kr. í útsvörum 1931 og bænum sje lieimilt- að taka þau lán, sem ráð er fyrir gert í fjárhagsáætlun. Nú stóð ekki á því að fjárhagsáætl- unin fengist staðfest, en það eru ekki heldur kosningar fyrir dyr- um núna eins og í fyrra. Minjagrip ætla Ungmennafje- lögin að láta Guðmund Einarsson frá Miðdal gera um aldarfjórð- ungsstarf sitt. Verður það mynd,- gerð úr íslenskum leir, hrendnm í leirbrenslu Guðmundar. Skinfaxi er nýlega kominn út, og er að mestu helgaður minningu 25 ára starfsemi Ungmennafjelag- anna hjer á landi. Ársrit Ræktunarfjelags Norð- urlands, 27. árgangur, er komið út. Flytur það reikninga og skýrsl- ur fjelagsins fyrir árið sem leið. Því fylgir löng ritgerð eftir Ólaf Jónsson framkvæmdarstjóra um sáðsljettur og er þún með mörg- um myndum. Er þar gerður sam- anburður á ræktunaraðferðum, hygður á raunverulegum niður- st.öðum, og niðurstaðan verður sú, að best.a ræktunaraðferðin sje að gera sáðsljettur. Þóroddsstaðiir. Guðmundur Jóns- son í .Nýjabæ hefir boðið bænum forkaupsrjett að húseigninni Þór- oddsstöðum við Reykjanesbraut, ásamt Norðurmýrarblettnm XIII. og I fyrir 55 þús. krónur. Meiri hluti fasteignanefndar vill hafna forkaupsrjett-i. Selsmýri héítir lánd, sem sjera Jóhann Þorkelsson hefir haft á mannvirki. Meta þeir mannvirkin 600 kr. en landið 68 aura hvern fermetra. Hafa báðir aðiljar, erfða- festuhafi og bærinn sætt sig við matið. Ef bærinn tekur landið er í ráði að reisa þar verkamanna- bi'istaði. Forkaupsrjetti hafnað. Páll Ó. Lárusson hefir boðið bænum for- kaupsrjett á Sogamýrarblettum IV. og XX., íbúðarhúsi. fjósi, hlöðu og öðrum mannvirkjum fyr- ir 30.500 kr. Vilh. O. Bern- höft býður forkaupsrjett að Þvottalaugabletti XII. fyrir 18.000 i kr. Fasteignanefnd leggur til að báðum tilbóðum sje hafnað. Til Strandairkirkju: Frá ónefnd- um (gamalt áheit) 10 kr., Þ. H. 5 kr., ónefndum 2 kr., M. Ó. 5 kr., S. Á. S. 10 kr., S. P. 5 kr., A. J. 10 kr., S. 10kr., ónefndum kr. 1.50. Kvenfjelag Þjóðkirkjusafnaðar- ins í Hafnarfirði heldur fund í K. F. U. M. húsinu kl. 8% í kvöld. Að gefnu tilefni skal það tekið fram að auglýsing frá Nýja-Bíó hafði aflagast í setningunni í gær, þannig að fyrsta línan var tekin úr annari auglýsingu sem átti að st-anda í blaðinu á öðrum stað. K. R. Fimleikaæfing hjá 1., 2. og 3. flokki karla í kvöld kl. 9. — Fimleikaæfing drengja í barna- skólanum kl. 8—9 og glímuæfing drengja á sama stað kl. 9—10. Grænlandsmyndin (Dóttir skræl- ingjans), sem sýnd er í Gamla-Bíó þessa daga, veltur mikla eftirtekt. Fer þar saman ágætur leikur, skýrt og 'skilmerkilegt tal, á norsku og merkilegar lýsingar á daglegu lífi skrælingja, og ein- kennilegum háttum þeirra. Jafn- framt gefur að líta liina stórfeng- legu fjallanáttúru Grænlands. En alt er þetta umgerð um tilþrifa- mikið og skemtilegt efni leikrits- ins. Útrarpið f fe Miðvikudagur. Kl. 19.25 Hljómleikar (grammó- fónn). Kl. 19.30 Veðurfregnir. Kl. 19.40 Barnasögur (Arngrímur Krist.jánssory kennari). Kl. 19.50 Hljómleikar (Þór. Guðmundsson, fiðla, Eggert Gilfer, harmonium, Emil Thoroddsen, slagharpa). Kl. 20 Enskukensla í 1. flokki (Anna Bjarnadóttir, kennari). Kl. 20.20 Hljómleikar (Þór. Guðmundsson, fiðla, Eggert Gilfer, harmonium, Emil Thoroddsen, slagharpa). Kl. 20.35 Erindi um viðtöku útvarps (Gunnl. Briem, verkfr.). KI. 20.55 Óákveðið. Kl. 21 Frjettir. Kl. 21.20—25 Einsöngur (frú Elísahet Waage): Sigv. Kaldalóns: Þú eina hjartans yndið mitt og Betlikerl- ingin, A. Bácker—Gröndahl: Mot kveH, Edv. Grieg: Jeg elsker dig, Páll ísólfsson: í dag skein sól. Mannfellir í Bandaríkjum. Washington, 3. febr. United Press. FB. Carraway, þingmaður öld- ungadeildar þjóðþingsins, hefir haldið ræðu og ásakað st.jórnina harðlega fyrir að hafa dregið að veita þeim aðstoð, sem eiga við skort að stríða vegna at- vinnuleysis og uppskerubrests. Carraway heldur því fram, að 1000 mannp verði hungurmorða daglega í Bandaríkjunum. Fnndnr verður haldinn í Varðarhúsinu fimtudaginn 5. þ. m. kl. 8^4 síðdegis. — Þangað eru boðnir allir þeir húseigendur, sem hafa geíið skýrslu um vatnsíeysi hjá sjer og ennfremur allir þeir, er ekki hafa gefið skýrslu. — Menn eru beðnir að fjöl- menna. Nokkrir borgarar. Þessi góða (norska) mjólk fœst nú í mörgum sölubúðum og í Heildrerslan Garðars Gíslasonar. Verðið er lækkað. Nýkomið: Appelsínur 240 og 300 stk. Epli, Delecious. Laukur í kössum. Kartöflur, ágætis teg. Eff®ert Kristjánsson & Co. Hmtotw Footwear Company Birgðir í Kaupmannahöfn hjá Bernhard Kjnr Gothersgade 49. Möntergaarden. Köbenhavn. K. Símnefni Holmstrom. Egta Gúmmísjóstígyjel með hvitum sóL Utanyfirstígujel, Skóhlifar og fl. Aðalumboðsmaður á íslandi Th. Benjaminsson Garðastræti 8. — Reykjavik. Egta gúmrníviiinuskór med hvitum eóium Jarðskjálftar á Nýja Sjálandi. Auckland, 3. febr. United Press. FB. Miklir landskjálftar stóðu yf- ir í Napier og hjeruðunum um- hvcrfis á þriðjudagsmorgun. Óttast menn, að margt manna hafi farist. Borgin Napier hefir eyðilagst að miklu leyti, skrið- ur fjellu á borgina, en flóð- hylgjur hentust á land. Allar múrsteinsbyggingar í borginni hrundu, en brunar urðu víða í borginni. Einnig kviknaði í olíu- lindum í hjeraðinu. Eimskipin, sem í höfninni voru, hjeldu úr höfn sem hraðast þau máttu, því menn óttuðust, að breyting- ar kynnu að verða á sjávarbotn- inum í grend við borgina, sem leiddi það af sjer, að skipin i kæmist ekki úr höfn. — í Gis- j borne er sagt, að hvert einasta | hús sje stórskemt. Mikil skriða^ fjell í ána Rangitalci. — Her- skip hafa verið send frá Auck- ’nnd. með lækna, hjúkrunarkon- ur og nauðsynlegustu hluti til hjálpar. ooelslnur. nýkomnar, ágæt tegund á 0.10 stk. Mitlkurfielag Reyklavfkur Vinnuf öt góð og ódýr, fást hjá Vald. Ptnltii Sími 24. Klapparstíg 23:. LandráSamál. Madrid 1. febr. United Press. FB. Hinir handteknu Ieiðtogar- þeirra sem þátt tóku í mishepn- uðu Stjórnarbyltingartilrauninni á- dögunum hafa verið kærðir fyrir landráð. Mál þeirra verða tekim fyrir rjett þ. 10.—15. febrúar..

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.