Morgunblaðið - 12.02.1931, Page 2

Morgunblaðið - 12.02.1931, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Hæstð jeftard mur 6. febrúar 1931. Biðjið kanpmann yðar nm þessar vörur. Msitið fiækiSædð til að kaupa ódýrar bækur. Lítið inn í Hö&averslOB Isalaidar. SÍMI 361. Þcrour Sveinsson og Magn- ús Jónsson gegn stjórn Landsbanka fslands. Hinn 7. nóvember 1925 var þriðja og síðasta nauðungarupp- boð haldið í lifrarbræðslustöð h.f. Hrogn og Lýsi í Skildinganesi, af Magnúsi Jónssyni sýslumanni í Gullbringu- og Kjósarsýslu, eftir kröfu lögreglustjórans í Reykja- vík til lúkningar tekju og eign- arskatti fjelagsins að upphæð kr. 8640.00. Fór uppboðið þannig, að hæstbjóðandi varð Pjetur Magmis- son hrm. f.h. Þórðar læknis Sveins- sonar, er átti 3. veðrjett í eign- inni, og bauð hann kr. 21.300.00 og gerði þá kröfu, að umbj. sínum yrði lögð eignin út sem ófullnægð- um veðhafa, en ekkert kom upp í kröfu þá, sem uppboðs var beiðst fyrir. Uppboðsheimildin var lögtak í eigninni, sem liggur fyrir utan lögsagnarumdæmi Reykjavíkur, framkvæmt af fulltrúa bæjarfóget- Það er nú rúmur mánuður síðan h.f. Svanur tók til starfa, og tjyrjaði fram- leiðsluna af Svanasmjörlíki- Það má með sanni segja að á þessum stutta tíma hefir .Svana-smjörlíkið átt meiri ■vinsældum að fagna og náð meiri útbreiðslu en algengt er um nýjar vörur, sem koma á markaðinn. — Enda Jiefir reynslan orðið sú, að svo að sep-ja allir, sem hafa reynt þetta smjörlíki, hafa verið sammála um það, að það' væri betra og líkara góðu smjöri en nokkurt ann- að smjörlíki sem þeir hefðu bragðað. Til leiðbeinin.ear fyrir þá, sem ekki hafa reynt Svana- smjörlíki, skal hjer stuttlega skýrt frá því hvað ein af þektustu matreiðslukonum þessa bæjar, ungfrú Helga Sigurðardóttir kenslukona í matreiðslu við nýja barna- skólann í Reykjavík segir um Svana-smjörlíki eftir að hafa notað það síðan það kom á markaðinn: Svana-smjörlíkið er svo líkt góðu smjöri að mjög lít- inn eða engan mun er að finna á því ofan á brauð. Til að steikja og brúna úr því er það sjerstaklega gott, það verður fljótt og fallega brúnt án þess að brenna við. Fiskur brúnast jafnt og vel og með fallegum gljáa eins og úr góðu smjöri, og sama er að segja um kjöt það brúnast jafnt og fljótt. Kartöflur: Ætli maður að brúna kartöflur sjerlega vel, hefir mjer reynst nauðsyn- legt hingað til að nota smjör til þess, en úr Svana-smjör- líki eintómu reyndust mjer kartöflurnar brúnast jafnvel «eins og úr smjöri. Brætí með fiski, hafði það greinilegan smjörkeim og undir ’^p.ð safnast svo að segja enginn sori eða botn- fall. Til baksturs reyndist.mjer það sjerlega vel, sjerstaklega í hnoðað fínt brauð og kök- ur. Það er sjerlega gott að hnoða úr því, og þar af leið- andi eins ljett að breiða beig- ið út eins og smjör væri í því. Sjerstaklega finst mjer þó eftirtektarvert, hve vel það reyndist í „smjörkremi“. — Mjer hefir aldrei tekist að búa til verulega gott smjör- krem úr smjörlíki fyr en jeg reyndi Svana-smjörlíki. — Smjörkrem úr því varð svo gott að rnínum og margra annara dómi var ekki hægt p.ð finna annað en smjör- kremið væri úr besta smjöri- Yfirleitt get jeg sagt að Svaná-smjörlíki hefir reynst mjer miklu betur, og að vera líkara góðu smjöri, en annað srnjörlíki, sem jeg hefi notað hjer heima. Þetta segir þessi kunna kenslukona í matreiðslu um Svana-smjörlíkið, og sama hafa fjöld'amargar húsmæð- ur sagt, sem reynt hafa þetta ágæta smjörlíki. Svana-smjörlíki er líka framleitt eftir nýjustu vís- indalegum rannsóknum og inniheldur efni, sem eru mjög auðug af A og B f jör- efnum og auk þess (kloro- phyl) blaðgrænuefni, sem gefa gróðrarsmjöri sinn sjerstaka góða keim og nær- ingargildi, og þessi efni eru það sem meðal annars gefa Svana-smjörlíki sinn sjer- staka smjörkeim. Inc. ans í Reykjavík 19. febrúar 1925. Á eigninni hvíldi á uppboðsdegi á undan veðrjetti Þórðar Sveins- sonar kr. 21.170.00 til Landsbank- ans og var af hálfu hans mætt á uppboðinu og engum andmælurn hreyft gegn útlagningarkröfunni. Síðan fór Landsbankinn í mál og stefndi þeim báðum Þórði og Magnúsi Jónssyni. Hjelt bankinn_ því fram, að hafi boði hæstbjóð- anda verið tekið og eignin út- lögð honum sem ófullnægðum veð- hafa, þá beri honum að standa skil á áðurgreindri veðskuld með 7i/2% vöxtum frá uppboðsdegi. — En hafi boð hans ekki verið sam- þykt í tæka tíð, þá sje vangæslu uppboðshaldarans að kenna, að veðskuldin hafi ekki fengist greidd hjá hæstbjóðanda og beri honum að standa skil á henni. Stefndir heldu því fram að upp- boðið hafi verið ógilt, vegna þess að lögtakið sem það bygðist á, hafi ekki verið framkvæmt af rjettum embættismanni. Og Þórð- ur bygði sýknunarkröfu sína á því að boð hans hefði eigi verið sam- þykt innan tiRekins tíma. Magnúá hjelt því fram, að sjer hafi ekki borið skylda til gagnvart Lands- bankanum að samþykkja boð hæst bjóðanda, því að uppboðið hefði ekki ,farið fram eftir kröfu hans, nje heldur hafi hann á uppboðinu gert neina kröfu í þá átt, að út- lagningarkrafan yrði samþykt, og sje því ekki um neina vanrækslu hjá sjer að ræða. Kvaðst iíka hafa samþykt boð hæstbjóðanda í tæka tíð. Undirrjettur leit svo á að upp- boðið hefði verið löglegt, og fjell dómur hans svo/ að ef Magnús Jónsson ynni eið að því að hann hefði dagana 7.—15. nóv. 1925 tilkynt Pjetri Magnússyni að hann samþykti boð hans fyrir liönd Þórðar Sveinssonar, þá skyldi bann sýkn af kröfum Landsbank- ans-, en Þórður skyldi greiða bank- anum kr. 21.170.00 með 7!/2% árs- vöxtum frá uppboðsdegi og kr. 400.00 í málskostnað. En ef Magn- ús vildi ekki vinna eiðinn, skyldi hann greiða bankanum ofannefnd- ar upphæðir, en Þórður vera sýkn saka. Þessum dómi áfj'ý n ðu þeir 'J íslensk viyna, &r af öllum gerðum, smíðaðir eftir pöntun. Márgar gerðir auk þess fyrirliggjandi til sýnis og sölu. Smíða einnig girðingar utan um leiði, með og án ramma. Gamlir Legsteinar endurnýjaðir. Mjmdir af steinum og girðingum ásamt upplýsingum um verð og fleira, sent þeim, sem þess óska. Yfír 40 ára reynsla í legsteinasmíði. Vönðnð smíði. Magnðs G. Guinsson Grettisgöt i 29. Sími 1254. fSamigjariit verð. SnsefelUngamðt og Hiaappdælðia§a í Iðnó n. k. föstudag kl. 8*4 síðdegis. — Aðgöngumiðar afhentir á morgun í Skóbúð Reykjavíkur. Landssmiðja Éslands. Símí 2033. Þórður og Magnús til Hæstarjett- ar og fjell dómur þar 6. febrúar síðastliðinn. — Hæstirjettur telur að upp- boðið liafi hvílt á ólöglegum grund velli, en þar sem því hafi ekki verið áfrýjað þá verði það ekki felt úr gildi. — Á uppboðinu var ekki hoðið svo hátt í eignina, að uppboðsbeið- andi fengi nokkuð greitt upp í sína kröfu. Uppboðið varð því árangurslaust, og öllum frekari að- gerðum uppboðshaldara átti þar með að vera lokið. Útlagning til liæstb.jóðanda (Þ. Sv.) var því óheimil, samkvæmt gildandi rjett- arreglum. Tilkynning Tippboðs- haldara til umboðsmanns Þ. Sv. um samþykki uppboðsheiðanda skiftir ekki máli um þetta atriði. Samkomulagstilraunir, gerðar af hendi umboðsmanns Þ. Sv. við Landsbankann, leiddu heldur ekki til að Þ. Sv. tæki að sjer greiðslu skulda þeirra er Landsbankinn átti trygðar með 1. og 2. veðrjetti, og Landsbankinn hafði ekki lield- ur fengið neina heimild til að veita Þ. Sv. eignarrjett á eign þessari, og því vantaði þann grundvöll undir samninga þessa að Þ. Sv. fengi óvefengjanlegan eignarrjett að umræddri eign, og því á Lands- bankinn ekki kröfu á hendur hon- um nú, að hann greiði veðskuld- irnar. Þótt uppboðshaldari Magnús Jónsson, tæki þá ákvörðun að legg.ja eignina út til hæstbjóð- anda, enda þótt skilyrði til þess væri ekki fyrir hendi, verður ekki sjeð að hann hafi bakað Lands- bankanum tjón, því að bankanum var jafnheimilt eftir sem áður að láta selja eignina til lúkningar kröfum sínum, sem fallnar voru í gjalddaga. Eins verður að ætla að uppboðshaldari hafi tilkynt um- boðsmanni Þ. -Sv. innan tilskilins 8 daga frests, samþykki uppboðs- beiðanda á útlagningu eignarinn- ar. Verður því ekki talið að Lands- bankinn eigi nokkura kröfuáhend ur Magnúsi Jónssyni til greiðslu áðurgreindra veðskulda, nje til skaðabóta fyrir afskifti hans af uppboðssölu þessari. Því dæmist rjett vera: Afrýjendur þessa máls, Þórður Sveinsson og Magnús Jónsson, eiga að vera sýknir af kröfum stefnda, stjórnar Landsbankans. Málskostnaður, bæði í hjeraði og fyrir hæstarjetti, falli niðnr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.