Morgunblaðið - 04.03.1931, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.03.1931, Blaðsíða 2
2 MORGtJNBLAÐIÐ ■;/ llisalan (versl. Ben. S. Mrarinssonar heldnr áfram fyrst nm sinn. Afsláttnr 10—50% og þar á milli. Fjö'di vara seldnr með 15%, 20%, 25% og 30%. Hvergi i borgínní iást Jafn góð kanp. Vörnrnar áðnr ódýrari en í öðrnm versi- nnnm. — „Reynslan er sannleikr“. Sore Husholdnitvi :ole Statsanerkendt med Barneplejeafdeling. Qrundig praktisk og teoretisk Undervtsning i alle Husmoderarbejder. Skolen udvidet bl. a. med elektrisk Kekken. Nyt Kursus begynder 4. Novembcr og 4. Maj. Pris 115 Kr. mdL Program sendes. Statsunderstottelse kan soges. Telf. Sore 102 ogr 442. E. Vesiergaard, Forstanderinde. Hvað gera útgerðarmenn nú? Sýnist þeim tiltök að gera út skipin sín stóru og dýru á salt- fiskveiðar, með öllum liinum sama kostnaði sem að undanfömu, og að óbreyttum markaði? Sjá ekki útgerðarmenn það vel, að þeir geta ekki gert út, með tug- ,um þúsunda tapi ár eftir ár? Sjá ekki yfirmenn skipanna og hásetar allir það, að eftir 1 eða 2 ár missa þeir atvinnu sína, ef •slíku er haldið áfram? Sjá ekki uppskipunarmenn það, og fiskverkunarfólk, að eins fer fyrir þeim — því fiskurinn hleyp- tir ekki sjálfur á land. Sjá ekki bæjastjórnir, að þær ráða ekkert við manngrviann at- vinnulausa? Þær halda ekki lengi lífi í mannfjöldanum, með því að rnoka snjó og pjakka klaka, þegar atvinna bregst og arður er horf- inn. Nauðugir ef ekki viljugir, hljóta menn þá að horfast í augu við bardaga og eignarán, hungur og' dauða. Sjer ekki þjóðin öll, hvaða voði ■ steðjar nú að henni? Sjá ekki ,,bolsar“, að ístra þeirra verður dýrkeypt, fyrir >áhörmungar allar og hungurdauða ]æirra, sem þeir þykjast vera að vinna fyrir? ISjer ekki jafnvel ríkisstjórnin, fjárhagsblinda, að hún muni hafa minna gaman á varðskipum og veislufagnaði, þegar hungurvofan apnar augnatóftir og sækir að úr i öllum áttum? eða svo nærri lagi, sem mjer er kostur að vita. Síðastliðið ár voru greiddir bein- ir skattar í ríkissjóð og bæjar- sjóð, kr. 37256.56. Ef þar við væri bætt óbeinu, sköttunum, tollunum af lcolum, salti, veiðarfærum, mat- vörum, viðgerðarefnum og öðrum nauðsynjum, þá hygg jeg, að skatt 1 urinn allur yrði ekki langt fyrir ; neðan 50000 kr. á einu ári, af einu skipi. í skatta þessa fór allur á- vinningur ársins, og meira til, svo ekki varð nægilegt eftir til fyrn- ingar skips, húsa, og áhalda eða í varasjóð, og þá því síður svo mikið sem 4% í vexti af hlutafjenu. Af sama skipi var síðastl. ár greitt í pen. kaup til verkamanna á sjó og landi, ásamt fæði á sjó 214022 kr. Þ. e. bjarglegt viður- væri fyrir 60—70 heimili (3057 til 3567 kr. handa hverju þeirra). Af þessum 214 þús. kr. verka- launum, voru á árinu greiddar alls og alls í framkvæmdar og stjórnar kostnað, skrifstofukostnað og fyr- ir endurskoðun 7586 kr. — Sýni þeir það gasprararnir, rógberarnir, öfundarmennirnir, sem eyðileggja vilja atvinnuvegina og þjóðnýta þá, að þeir geti int af hendi önn- ur eins störf, og fyrir ekki meira endurgjald. Pram eftir liðnu áti, var hæsta fiskiverðið um og yfir 100 kr. skpd., og var þá selt eftir því sem kostur var, af því að duglegir ráð- deildarmenn fóru með söluna. En veiðið lækkaði bráðlega, og komát að lokum niður að 70 kr. og þar fyrir neðan. Verðið á saltfiskinum, er nú orð ið eins lágt og það var fyrir stríð- ið. En verkunarkostnaðiir er orð- inn ferfalt meiri en þá, og margs- konar annar kostnaður við útgerð- ina liefir hækkað litlu minna -— svo ekki er von að vel fari. Hjá fjelaginu, sem hjer er um talað, seldist þorskur nr. 1 á s. 1. ári, lítið fyrir neðan 90 kr. að jafnaði. (Samt er útkoman ekki betri en sagt var, og munu þó mörg fjelög hafa lakari sögu að segja). Nú um sinn, selst besti fiskur ekki einu sinni fyrir 70 kr. skpd. Geri maður samt ráð fyrir, að méðal sala á þessu ári verði 70 kr. .fyrir nr. 1, þá er fljótsjeð, að með sama tilkostnaði, bætist við nýr halli, er nemur við það 40000 kr. á 2000 skpd. Þó fiskiverðið hækki nú eitthvað aftur — sem því miður munu litlar líkur til — og maður geri ekki ráð fyrir meiri lækkun á jafnað- ar sölu, en 10 kr. á hverju skpd., þá nemur það samt fyrir þetta eina skip 45000 kr. Þ. e. a. s. ef skipið gæti aflað jafnmikið og s. 1. ár. En til þess eru nú engar líkur, mest vegna þess, að í fyrra byrjaði veiði í salt með febrúar. En hver getur sagt, hvenær hún byrjar nú? Verði aflinn miklu minni, þá verð- ur og þeim mun meira tapið. Með því einu móti verður — eins og nii er komið — sjálfstæði þjóð- ar vorrar bjargað, og einstakling- lim hennar frá hungurdauða. V. G. Allur fjöldi verkamanna við sjó- inn, bæði „á eyri“ og við verslun, hefir hirigað til lifað, jafnt bein- línis og óbeinlínis af sjávaraflan- um, langmest af stórútgerðinni. Frá henni hafa komið flestar milj- Önimar í ríkissjóðinn. Frá henni — frá „bröskumm“ og „Grímsbýj- arlýð“ -— og upp úr sjónum, hafa runnið út um alt landið vegir, brýr >og verklegar framkvæmdir. Þó hjerlendu fiskiskipin, sem eru stór og afar dýr í rekstri, skifti nú mörgum hundruðum, er mjer ekki kunnugt um rekstur nema eins þeirra. En þó þetta eina skip (togari), sje ekki nema lítið brot úr hundraði af allri útgerð- inni, held jeg samt að verkefni þess í þjóðarþágu og núverandi hagur þessa útgerðarfjelags, gefi bending í umrædda átt og geri hugsandi mönnum auðveldari margföldunina, og skiljanlegra gildi alls fiskiflotans. Vegna þess set jeg hjer fáeinar sannar tölur, Árið sem leið var meiri afli en áður, bæði á hjer um töluðu skipi og öðrum en þegar síst skyldi, verst gegndi fyrir útgerðina, mest var atvinnan og ]>ví minst þörfin hjá almenningi, þá gripu þær fram í, eins og oftar, ábyrgðarlausu slettirekurnar. Æsingabelgirnir, ó- hyggnustu og óþörfustu menn þjóð arinnar, gintu þá spakláta og dygga verkamenn — sem velferð þjóðarinnar veltur á — til þess að hækka kaupið um 16 aura á klst. Þetta nemur mörgum þúsundum kr. á hvert hinna stærri skipa. Og m. a. vegna þess, geta verkamenn nú ekki fengið sömu atvinnu, eins og venjul. á þessum tíma, þó miklu sje meiri þörfin nú fyrir atvinn- una. — Svona reynist h ún hald- góð „hjálpin“ angurgapanna. Fyrir útgerðina reið ]>að svo baggamuninn alveg yfir um, hversu mjög saltfiskur allur lækk- aði í verði. Verðlækkunin nemur nokkrum þús. kr. á skip. Nú verða því útgerðarfjelögin að hækka lán sín og skuldir, í stað þess að þau hafa öll getað lækkað þær eitt- hvað áður, í mestu aflaárunum. Er nú vit í ]>ví fyrir útgerðar- menn, að láta skip sín fara á salt- fiskiveiðar, með sömu horfum og sama tilkostnaði? Er það á viti bygt hjá yfirmönn um skipa, hásetum og verkamönn- um á landi, að heimta svo hátt kaup þegar erfiðast gengur, að þeir fyrir þær sakir hljóti að liafa mikið skemri atvinnu tíma, og margir tapi þeirri atvinnu al- gerlega? Er ekki von, að skylduræknar bankastjórnir, sjeu hikandi við það, að lána fje annara í hundr. þús. og miljónum króna í fyrir- sjáanlegt tap, og svoleiðis, að það getur aldrei komið alt aftur? — Þó vitanlega verði þjóðartapið meira, af atvinnuleysinu. Er nokkur fjármálavitglóra til í þeirri ríkisstjórn, sem afrækir, ófrægir og níðir annan, aðalat- vinnuveg þjóðarinnar? Þann at- vinnuveginn, sem er máttarstoð allra framkvæmda í- landinu, og ausið hefir flestum miljónunum í lekahrip landssjóðsins. Ef stórútgerðin gétur ekki hald ið áfram, stórslysalaust í þetta sinn, þá verður Reykjavíkurbær, og þá verður ríkissjóðurinn ger- samlega gjaldþrota á þessu eða næsta ári. Það er því lífs nauðsyn og helg- asta skylda allra aðstandenda, og allra er í því efni geta einhver áhrif haft á framleiðsluna, að hjálpa henni yfir örðugleikana. Enginn aðili má vera svo eigin- gjarn að skerast úr leik. Allir verða að vera samtaka og taka á sínar herðar eitthvað af byrðinni. Athngasemd. í síðasta hefti ,Ganglera‘ standa í grein eftir frú Kr. Mattliíasson þessi orð: „Stjörnuútgáfufjelagið er í raun og veru Stjörnufjelagið gamla. Nafninu hefir aðeins verið breytt og fundum fækkað. Það starfar nú sem áður að tímarits og bókaútgáfu og fundaliöldum. Það lifir nú sem áður af frjálsum gjöfum frá öllum löndum. Þó hefir sú breyting orðið á nú, að umboðsmenn fjelagsins sneiða nú hjá að snúa sjer til sumra manna um styrkbeiðni, sem verið hafa styrktarmenn fjelagsins eftir sinni getu, um mörg ár, og vilja gjarnan vera það áfram. Ókunn- ugt. er mjer um ástæðu fyrir þessu.“ Frásögn þessa má stórlega mis- skilja. Eftir henni mætti t. d. draga þá álykt.un að fjelagsmenn Stjörnufjelagsins gamla væru yf- irleitt fjelagar í Stjörnufjelaginu. Sannleikurinn er sá, að lijer er eingöngu um framkvæmdariefndir að ræða,, eru þær aðallega þrjár og hafa bjer í EArrópu bækistöð sína að Eerde í Hollandi. Þessar framk.væmdanefndir útvega sjer svo fulltrúa í hinum ýmsu löndum, aðeins einn liver í hverju landi, þó aiiðvitað geti þeir tekið sjer fólk til hjálpar í starfi sínu. Fram kvæmdarnefndir þessar eru: 1. Súi sem stendur fyrir útgáfum á öllum ritum Kristnamurtis víðsvegar urn lieim. 2. Nefnd sú sem stendur fyr- ir al])jóðafundunum í Ommen og 3. Nefnd, sem sjer um fjársöfriun til starfsins. Auðvitað geta menn ekki sótt um inntöku í þessar nefndir, eins og menn sækja um upptöku í fje- lag. Falli einhver nefndarmaður frá, velur nefndin sjer sjálf mann í skarðið og nefndirnir velja sjer fulltrúa í hinum ýmsu löndum. Á milli nefndanna og fulltruanna eru gerðir samningar til ákveðins tíma bils og uppsegjanlegir frá beggja hálfu með vissum fyrirvara. Samn- ingar þessir ræða aðeins um starfið og starfsaðferðir, án þess að skoð- anir á andlegum málum sjeu nefnd ar með einu einasta orði; sjer því hver heilvita maður, að hjer er að eins um hagnýtt starf að ræða en ekki andlegan fjelagsskap. Hvað því viðvíkur að „fundum hafi verið fækkað“, eins og frú Kristín segir, þá veit jeg ekki hvað hún meinar með því. Ef hún meinar hina árlegu jalþjóðafundi, þá hefir þeim ekki verið fækkað fyr en nú í vetur, að Krishna- murti fór ekki til Indlands og Ame ríku til fundahalda, eins og hann hefir áður gert.. Alþjóðafundirnir eru opnir fyrir alla á meðan rúm leyfir, svo það er einkennilegt að tala um þá, sem fundi í fjelagi, eins og næst liggur við að skilja orð frúarinnar, þeir komast. þá lík lega næst því að vera majinfje- lagsfundir. Um aðra fundi en þessa er mjer ekki kunnugt, geri þó sjálfsagt ráð fyrir að fram- kvæmdarnefndirnar, eins pg aðrar stjórnir stórra fyrirtækja hafi með sjer marga fundi til þess að ræða framkvæmdir á starfinu. Hversu margir þeir fundir eru vitum við frú Kristín víst báðar jafnlítið um, hitf mtinuín við aftur á móti báðar vita, að slíkir starfsfundir eru alt annars eðlis, en fundir gamla Stjörnufjelagsins voru. Fje til alþjóðasjóðsins var safn- að síðastliðið ár á þann hátt, að samskotabrjef voru send kaupend- um „The Star Bulletin“ og nokkr- um Öðrum, sem kunnugt er um að voru hlyntir Krishnamurti og boð- skap hans. Skal jeg síst fyrir það þræta, að einhverir kunni að hafa orðið út undan, sem málefriinu unna, um slíkt er aldrei svo gott að dæma. Er mjer því ánægja að geta notað þetta tækifæri til að lýsa því yfir, að gjafir til þessa máls eru fúslega þegnar frá hverj- um sem er. Má senda þær annað hvort til mín eða beina leið til gjaldkerans, Mr. D. Rajagopol, Eerde, Ommen, Hollandi. Jafn- framt vil jeg þakka fyrir hönd sjóðsins öllum þeim, sem þegar liafa senf gjafir,. sumir mjög höfð- inglegar, svo að framlagið frá ís- laudi hefir orðið til sóma gefend- unum. Lauganesi, 26. janúar 1931. Aðalbjörg Sigurðardóttir. Ný þinginá!. Frú Guðrún Lárusdóttir flytur frv.. uni að teknar verði í þjóðvega- tölu: Vegur frá Sauðárkróki um Vesturhjeraðsvatnabrú yfir Haga- nes, um Austurhjeraðsvatnabrú um Hofstaðapláss. og Blönduhlíð að aðalpóstvegi lijá Mið-Grund, og frá Austurhjeraðsvatnabrú um Viðvíkursveit, yfir Hjaltadalsár- brú hjá Langhúsum inn Hjaltadal um Hóla að Reykjum. Frá Hofsósi út. HöfðastrÖnd og Sljettuhlíð, um Fljót til Siglufjarðar. Pjetur Magnússon flytur frv. um að taka í þjóðvegatölu: Veg frá. Hvítárbrú vestan Hafnarfjalls að Akranesi. Og veg frá Kláffoss- brú um Reykholtsdal og Hálsa- sveit að Húsafelli. Stjórnin leggur aftur fyrir þingið frv. það um Háskólabygg- ingu, sem fyrir þinginu lá í fyrra. Er það heimild til að reisa megi hús fyrir Háskólann einhvern- tíma á árunum 1934 til 1940. Mentamálanefnd ud. endurflyt- ur óbreytt í'rumvarp sitt frá í fyrra um Kirkjuráð. Magnús Jónsscm og Ásgeir Ás- geirsson endurflytja frv. um breyt ingar á lögum um iðju og iðnað. Fylgir því ítarleg greinargerð í brjefi frá Iðnráði Re.ykjavíkur. Erlingur Friðjónsson flytur frv. um vjelstjóraskóla & Akureyri. Rnnsitt-ús bbutmn shrd cmf vbgz Sex og hálfan kílómeter á mínútu. Campbell setti nýlega hraðamet í kappakstri. í bíl sínúm „Blái fuglinn“, fór hann 245,7 enskar mílur á klukkustund, eða tæpa 400 km. Á mínútu fór hann þann- ig rúma 6,5 kílómetra, eða eins og frá, Reykjavík að Árbæ. Metið setti liann á hinni breiðu kapp- akstursbraut á Daytonströnd á Flóridaskaga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.