Morgunblaðið - 04.03.1931, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 04.03.1931, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIg gwiiimnmnntitttmwtmHnmntHniiiiiimiiiimiiiiiiim E Útcaf.: H-f. Árvakur, Reykjavlk j= Rltatjðrar: Jön KJartanaaon. Valtýr Stefánaaon. E Rltatjörn og afcrelöala: Auaturatrœtl 8. — Slml 600. H Aucl^atncaatjörl: B. Hafberg. g Auslýrlncaekrlfatofa: Auaturstrætl 1T. — Slml 700. B Heiaaaalmar: .Tön KJartanaaon nr. 742. Valtýr Stefánaaon nr. 1220. H. Hafberg nr. 770. S Áakrlftasjald: Innanlanda kr. 2.00 á aiánuöl. Utanlanda kr. 2.60 á mánuOl. H f lauaaaölu 10 aura elntaklö, 20 aura meö Lesbök. ■UIIIIIIIIIIIIIIIII(IIIIIIIUIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIimilllllllll[r = Eyrn þjóðarinnar. Þegar rætt var um vexti bank- anna í ’Neðri deild, talaði fjár- málaráðherra allfjálglega um að jnn. Dalamanna hampaði því æði- oft, að hann lieyrði raddir almenn- ings um ýmis efni. Yildi liann þrýsta sjer inn í eyru þjóðarinnar, en færri myndi heyra en hann hjeldi. Sigurður Eggerz svaraði á þá leið, að svo virtist sem stjórnin vildi helst skera eyrun af þjóðinni svo hiín heyrði ekki neitt. A. m. k. mætti þjóðin ekki heyra neitt, nema skjall stjórnarblaðanna og stjórnardilkanna um stjórnina. Stjórnin talaði mikið um að verkin töluðu, en ætli að tölurnar fari ekki bráðum að tala. Ætli að 42 miljónirnar, ríkisskuldirnar, ljeti ekki bráðum heyra til sín. Hann benti á, að þegar íslands- banki var stöðvaður, skuldaði hann Landsbankanum hjer um bil 3.8 miljónir, en mundi skuldin ekki vera nú á níundu miljón? Enginn er að finna að því, en *tli að mismunurinn tali eltki sínu máli? Stjórnin er hrædd við að þjóð- in hlusti, en Sjálfstæðismenn óska •að hún hlusti sem best. Ef hún hlustar nógu vel, þá er sögu þess- arar stjórnar lokið fyrr en varir. Fjármálaráðherrann fór svo að tala um kjördæmi Sigurðar Egg- erz, en Sigurður sagði að liann mætti vera viss um, að stjórnin gæti ekki lokað eyrum Dalamanna. Þeir heyrðu vel og vissu, hvað væri að gjörast í stjórnmálunum. Svinhufvnd tekur við völdum Helsingfors 3. mars. United Press. FB. Svinhufvud var í gær settur í forsetaembættið, í stað Relanders. í ræðu sinni í þinginu kvaðst Svinliufvud þegar hafa byrjað starfsemi í þá átt, að efla vinfengi og samvinnu Finna víð aðrar þjóð- Enn fremur kvað hann nauð- :S3m bera til þess að gæta sem mest sparsemi í ríkisbúskapnum og tagði að þingmönnum að sameinast um að vinna að því að ráða bót a fjárhagsvandræðunum. — Kallio fyrverandi forsætisráðherra, for- seti þingsins, er talinn líklegastur þess að taka að sjer forsæti í ®ýrri stjórn. Hármeðalið. Hakari mælir með fyrirtaks bármeðali við sköllóttan mann. Sá sköllótti: Þjer segið að með- alið sje óbrigðult. Látið mig þá fá ljósjarpt liár, snoðklippið mig í bnakkanum og í vöngunum, og skiftið þjer því hægra megin, en fijótur nú; því jeg fer með járn- brautarlestinni kL 5 og 15 mín. Innheimta ntsvara í Reykjavik. Frumvarp til laga um það efni liggur fyrir næsta bæjarstjórnar- fundi til athugunar. Þar er svo fyrir mælt, að gjalddagi útsvars- ins eigi að vera sem hjer segir: Hinn fyrsti virkur dagur mán- aðanna júlí, ágúst, september, október og nóyember, og fellur einn fimti hluti hvers útsvars í gjalddaga um liver þessara mán- aðarmóta. Dráttarvextir af hverjum þeim hluta útsvara, sem ekki eru greidd ir í síðasta lagi mánuði eftir gjald- daga, skulu vera 1 af hundraði á mánuði, talið frá gjalddaga og þar til greitt er. Þegar liðinn er liálfur mánuður frá gjalddaga, má taka hvern þann hluta útsvara, sem í gjald- daga er fallinn, lögtaki, enda er engrar sjerstakrar birtingar fyrir skuldunautum eða opinberrar aug- lýsingar þörf. í greinargerð sem fylgir frum- varpinu er þess getið, að sjerstök ástæða sje til þess að hækka drátt- arvextina, því að nú sjeu þeir lægri en bankavextir, og því geti menn blátt áfram talið sjer hag í því að draga það .að borga útsvar sitt. Enn fremur er þess getið, að svo virðist sem auglýsingar um lögtak sjeu gagnslausar, og því sje rjett- að sleppa þeim. BlðmsTeigasióðnr Þorbjargar Sveinsdóttnr er stofnaður árið 1903 til styrktar fátækum sængurkonum í Reykja- vík, og er hann fyrsti sjóðurinn, sem tekið hefir við dánarminning- argjöfum, er komi í stað blóm- sveiga við útfarir. Stofnfje sjóðs- ins var 1500 krónur, er gáfust við iitför Þorbjargar ljósmóður Sveins dóttur, en nú á hann um 28 þús- und krónur. Síðastliðið ár var veittur 1635 króna styrkur úr sjóðnum til 37 sængurkvenna. Sjóðurinn hefir nú gefið út eink ar snotur minningarspjöld og ættu þeir, sem gefa dánarminningar að minnast þessa þarflega og elsta blómsveigasjóðs. Stjórn sjóðsins skipa frú As- laug Ágústsdóttir, Lækjargötu 12 B, frú Ólöf Björnsdóttir, Túngötu 38 og frú Emilía Sighvatsdóttir, Breiðabólstað í Skildinganesi. Hjá þeim fást minningarspjöldin, svo og í Hljóðfæraverslun Katrínar Viðar, Lækjargötu 2. Örþrifaráð vegna kaupgjalds. Skipafjelag eitt í Hamborg er nýlega farið að láta tvö af skip- um sínum sigla undir fána Pan- amaríkisins, til þess á þann hátt að lækka launin til skipshafnar- innar, þar sem engin siglingalög eru til í Panama. Stjórn fjelagsins tekur það fram að hún hafi neyðst til að taka til þessara örþrifaráðstafana, þar sem laun til sjómanna sjeu orðin svo há, að fjelagið fái eklti undir þeim risið. Þingsetningin og útvarpið. Yegna blaðaummæla, þar sem gefið hefir verið í skyn, að af ásettu ráði liafi verið rofið út- varpssambandið, er þingmenn tóku að hrópa húrra þingsetningardag- inn, hefir útvarpsstjóri beðið blað- ið að birta eftirfarandi umsögn verkfræðings útvarpsins, herra Gunnl. Briem: „Örsökin til þess að stöðin þagn aði var sú, að skyndilega bilaði einangrun eins þjettis (condenser) í senditækjunum á útvarpsstöðinni einmitt þegar húrrahrópin voru að byrja, eða um kl. 14, og varð stöðin þá að hætta útvarpi í 5 mín- útur, meðan verið var að koma henni í lag aftur. Hins vegar var ekki lokað fyrir magnarana í Reykjavík fyr en kl. 14.10, eða nokkru eftir að þing- fundi var lokið. Til frekari staðfestingar læt jeg fylgja frumritað blað úr aðaldag- bók útvarpsstöðvarinnar, er Mr. Oliver, verkfræðingur Marconifje- lagsins, hefir skráð umræddan dag. (Saturday Febr. 14tli 12,45 Run up for prograrnme, 1,25 Pump room O. K. 2.00 Insulation of condenser across Intermediate feed meter breaks down. 2.05 Start up again. 2.10 Shut down). Ennfremur frumritað blað úr aðaldagbók magnarasalsins í Reykjavík, er hr. Davíð Árnason, magnaravörður, hefir skráð. (Laugardag 14. febr. kl. 13,00 dagskráin hefst. Kl. 14,00 stöðin hæ'ttir er húrrahróp byrja í þing- inu. Kl. 14,06 stöðin aftur í gangi, en þá var þingfundi þegar lokið. Tilkynnt hvenær næst yrði útvarp- að. Kl. 14.10 dagskrá lokið.) Aths. Mikið er útvarpsstjóra um- hugað um að fá það staðfest, að það hafi ekki verið af ásettu ráði að húrrahrópin í Jóni Baldvins- syni heyrðust ekki út um landið við þingsetninguna. Hjer í blaðinu var þess getið til, að um tilviljun hafi verið að ræða, að útvarpið lokaðist í sömu andránni sem Jón Baldvinsson opnaði munninn. En ekkert var hægf að fullyrða um það efni að óreyndu máli. Hitt gat eins vel hafa átt sjer stað að for- sjónin hafi tekið í taumana eins og Tr. Þ. kemst að orði. Þetta hefir Jóni Baldvinssyni sennilega mislík að. Ofanritað sakleysisvottorð frá Undirjónasi er ekki annað en und- irgefnisleg tilgerð framan í Jón Baldvinsson, sem Mbl. flytur til þess að sýna í hvers hÖndum hús- bóndarjetturinn er í stjórnarlið- inu. Frá aðalráði Fascista. Rómaborg 3. mars. United Press. FB. Mussolini var sjálfur forseti á fyrsta fundi aðalráðs Fascista- flokksins á þessu ári. Var fundur- inn settur í dag. Giuanti flutti skýrslu um flokksframfarir á und- anförnum fimm mánuðum. Grandi og Sirianni skýra frá samkomulaginu í flotamálunum á fundinum í kvöld. Þlngtíðindi. Ábyrgð fyrir Rnssa 5 miliónir. Efri deild. Á dagskrá var till. Erlings um að ríkissjóður ábyrgist alt að 5 milj. króna viðskifti við Rússa. Erlingur mælti með tillögunni. Sagði meðal annars að menn mundu ekki alment skilja hvernig stæði á þessum örðugleikum á við- skiftum við Rússa. Þetta sagðist hann geta skýrt. Það kæmi af því að Rússar nytu meira lánstrausts en aðrar þjóðir af því viðskifti við þá væru svo trygg! Um gróðavonina af viðskiftun- um við Rússa sagði hann, að ef einkasalan seldi þeim í sumar 200 þiis. tn. af saltsíld (sem ætlað væri) mundi græðast á því 1 milj. og 700 þús. kr. fram yfir það að setja í bræðslu. H. Steinsson sagði að ríkissjóð- ur hefði gengið lengra en góðu hófi gegndi í því að ganga í á- byrgðir. Hjer væri farið fram á alt. að 5 milj. kr. ábyrgð. Væri það allmikil uppliæð, en þá væri hitt enn varhugaverðara, að hjer væri farið inn á nýja braut í ábyrgð- um, þar sem ætlast væri til að ríkið færi að ábyrgjast áhættuvið- skifti í verslun. Nú væru örðug- leikar á sölu fleiri ísl. afurða svo sem fiski, ull og gærum. Gæti svo farið að menn leituðu sölu á þess- um vörum með gjaldfresti og beiddust svo ríkisábyrgðar á greiðslunni. Bað hann væntanl. nefnd að athuga gaumgæfilega að hjer væri stefnt lit á hálan ís. Jón Þorláksson tók í sama streng og Halld. St. með ríkisá- byrgðirnar. Mættu menn ekki ætla að þær væru bara áhættulaus greiði. Þó væri hjer alt öðru máli að gegna, en með ábyrgð fyrir innlenda menn, eða fyrirtæki. Hjer væri farið fram á að ísl. ríkið ábyrgðist. fyrir annað ríki, Rússland, skrifaði sem ábyrgðar- maður á víxla, sem rússneska stjómin ætti að greiða. Þá minntist ræðumaður á þá áætlun flm. að græðast mundi á hverri síldartunnu, sem seld yrði til Rússa næsta sumar, kr. 8,50 fram yfir bræðslusíldarverð. Sýnd- ist það ekki í góðu samræmi við söluna til þeirra s. 1. sumar. Erlingur ætlaði fyrstað mótmæla því að 17 deilt með 2 væri 8,50, en fjell brátt frá því og fór að reikna á aðra lund. Sagði hann að á verk- un græddust 4 kr. á tunnu. Þar gleymdi hann bæði því, að nokkur vinna væri við síldarbræðslu og því sem bagalegra var, að vinnan væri peninga virði. Þá sagði hann að græddist kr. 1.05 í toll t.il ríkis- sjóð. Þar gleymdi hann alveg að tollur væri af útfl. lýsi og pær sagði hann að sjómenn græddu. En hvaðan þær 3 kr. ættu að koma var og er hans leyndarmál. Ekki sást annað en að frsm. væri í betra lagi ánægður með frammistöðu sína. Tillögunni var vísað til síðari umr. og fjárhagsnefndar. Á dagskrá var: Br. á lögum um hlutafjelög. Frv. er um það, að forkaupsrjettur eða aðrar höml ur á sölu eða veðsetningu hluta- brjefa, skuli ekki gilda gagnvart banka, sveitabanka eða sparisjóði. Jón Bald. mælti nokkur orð mcð frv. og fór það síðan til nefndar. f Neðri deild fór allur fundartíminn í orða- sennu út af tillögunni um vaxta- lækkunina. Tóku margir til máls og voru hvassyrtir með köflnm. Verður síðar vikið að þessuta vesælmannlega skrípaleik stjórn- arliðsins. Málinu var visað til fjárhags- nefndar. ÚtTaritS. Miðvikudagur. Kl. 18 Utvarpsguðsþjónusta (sr. Fr. Hallgrímsson). Kl. 19,25 Hljóm leikar (grammófónn). Kl. 19^30 Veðurfregnir. Kl. 19,40 Barnasög- ur (frk. Sigrún Ogmundsdóttjý). Kl. 19,50 Hljómleikar (Þór. Guð- mundsson, Emil Thoroddsen). KJ. 20 Enskukensla í 1. flokki (Anna Bjarnadóttir kennari). Kl. 20,20 Hljómleikar (Þór. Guðm., E. Tþ.). Kl. 20,30 Erindi: Frá Breiðafirði (Olína Andrjesdóttir skáldkona). Kl. 20,50 Óákveðið. Kl. 21 Frjett- ir. Kl. 21,30 Grammófónhljómleik- ar (kórsöngur). Daghík. Veðrið (þriðjudagskvöld kl. 5) : Áttin er nú orðin SA-læg um alt land og hefir snjóað talsvert á Vesturlandi, en á A-landi hefir engin snjókoma orðið, og vart telj andi á Norðurlandi, í Vestm.eyjum er SSA-stormur, eða veðurhæð 9, og hiti 1 st. í Rvk og Stykkishólmi er 0 st. hiti, en á N- og A-landi er 9 st. frost. , Lægðin fyrir suðvestan landið er mjög víðáttumikil og þokast hægt norður eftir. Um 1000 km. snður af Reykjanesi er hæg S-átt með þoku og 10 st. hita. Er þess að vænta, að S-áttin haldist fyrst um sinn og smáhlýni í veðri. Veðurútlit í Rvík í dag: All- hvast á SA. Frostlaust og slydda eða rigning með köflum. Ofærð er nú svo mikil hjer um slóðir, að bílferðir teptust alveg í gær, nema rjett um götur bæjar- ins, þræluðust bílar gegn um fönn- ina við illan leik. Ekki var reynt að komast til Hafnarfjarðar með bíla í gær, en ráðgert var að byrja skyldi snjómokstur á Hafnarfjarð- arveginum í dag. Til Lauganess varð heldur ekki komist með bíl, eftir því sem sagt var á Litlu- bílastöðinni, en sú stöð heldur annars uppi áætlunarferðum þang- að. Mjólkurflutningar teptust áð nokkru leyti til bæjarins í gær, eftir því sem Mjólkurfjelag Reykjavíkur skýrði frá. Flutt var mjólk í sleðum úr Mosfellssveit- inni og af Álftanesi. Kjalnesingar bjuggust til að hefja snjómokstur snemma í morgun og er búist við að mjólk af Kjalarnesi verði kom- in hingað um hádegi. Tíu þingmenn höfðu boðað veik- indaforföll í gær í Efri deild. Þeir Pjetur Magnússon, Guðm. í Ási og Jónas ráðherra. í Neðri deild Hjeð inn," Bernharð, Magnús Jónsson, Magnús Guðmundsson, Sigurjón Ólafsson, Tryggvi Þórhallsson og Ásgeir. Fiskveiðar Noorðmanna. Samkv. síðustu skýrslu um fiskveiðar Norðmanna við Lofoten, er afK þar með minna móti, mun minni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.