Morgunblaðið - 05.03.1931, Síða 2

Morgunblaðið - 05.03.1931, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ 'fti ... ... Hfifnm fyrlrligg|aadi & Smjörsalt Borðsalt Gerobos Kartöflumjöl Sagogrjón Victoriubaunir og dönsku Kartöflurnar viðurkendu. Munið að bermannaregnkápuínar ágætn, kosta að eins 15 króanr hjá HARALDl. Úr sveitinni. „Nffif vissir þá svo heimskan < hest, að hann myndi fyrir sverja, þegar framknúinn másar mest, að menn sjeri til sem berja. En vorrar aldar vitringar, vita af djöflum ekki par, nær á þeim Iielst þeir erja“. Svo kvað Jón gamli Þorláksson, «r hann furðaði á því að sumir ■aamtíðarmanna hans neituðu til- veru satans, þar sem það þó væri hann, er þrælaði þeim iit í það „Syssiíosar erfiði“ að strika út úr kenningu kirkjiinnar í þá tíð alt það, er ekki verður rannsakað með ytri skynfærunum. Enn betur finst mjer vísa þessi -eiga heima hjá bændupi þeim, sem áfram ætla að styðja, stjórn þá, er nú hangir yið völd af náð „jafn- aðarmanna“. Því það er margsann að, að því sem þeir vilja fá fram- gengt, verður stjórnin að láta þá ná, að því leyti sem í hennar valdi hefir staðið! Má sem dæmi nefna Hafnarf jarðarkjördæmið. Fram- sóknarstjórnin hefir auk þess unn- ið sjer til óhelgis með því að prett-' ast um flest loforð sín við kjós- endur, er hún gaf þeim fyrir síð- ustu kosningar, nema það að bit-. IfrTga vissa flokksmenn sína til fylgis sjer, en vitanlega á kostnað almennings. Hún hefir einnig sökt landinu í botnlausar skuldir, og eytt fje þess í alls konar hófleysu ng ráðleysu, sbr. skipakaupin o. fl. Pyrir forkólfum Framsóknar vakir ekki annað en að ná alveldi ( fyrir sig og „jafnaðarmenn“ með ; svo skitnum meðulum sem rógur, | lygar og nnitur eru. Þetta sannar .„Tíminn“, þetta illgresi, sem sáð j *er út um allan akur þjóðlífsins, istjóminni til skammar, lesendun- uin til andlegs tjóns og öllum ;góðum mönnum til ama og „ergels- is“. „Verkin tala“. Bændur þurfa ekki síður að muna „jafnaðarmenn“, sem virð- ast helst vilja eyðileggja atvinnu- vegina, eða a. m. k. þá, sem at- vinnuna skapa; kemur það í einn stáð. íeir Jiámrá sífelt á því, að útvegsmenn græði svo mikið, og að gróða þeim sje rænt frá vinnuiýðn- nm. En hvers vegna sanna þeir ekki máJ sitt, með því að kaupa og gera út 1—2 togara — með danska styrknum t. d. — svo ekki sje Iiægt að þrátta um hvernig út- gerðin berí sig? — Eða er það svo í rauninni, að forkólfar „jafnaðar- manna“ trúi ekki sínum eigin há- vaða ? Jeg liefi það fyrir satt, ef þeir sanna mál skt með öðru en að skrafa hátt. Er ekki allur liá- vaði’nn gerður í því skyni, að villa vinnulýðnum sýn, broddunum tiJ hagsmuna ? Eða hví kaupa „jafn- aðarmenn“ ekki eitthvað af jörð- um, sem verið er að bjóða, stofna þar bú, og reka biiið með verka- íólki með 80 aura óg kr. 1.36 kau'pi á klst. með 7—-8 stunda vinnutíma? Ef sá búskapur ber 'sig vel, væri sannað að svona kaup væri ekki of liátt. — En þa$ ér sþá mín að það dragist að ]>eir leggi fram sönnun- ina. 1 þess stað munu þeir láta nægja, að æsa upp unglinga og aðra fávísa menn til að ráðast á sjálfsbjargarfyrirtæki aðþrengdra bænda, sem miða að því að skapa atyinnu og gera vörur Jandsins verðmætari, sbr. árásina á Gefjun á Akureyri og garnaverkunarstöð Sambandsins í Reykjavík o. m. fl. Þessa spellvirkja telur Tíminn með hægfara umbótamönnum á þjóðarrjettarlegum grundvelli(!) Lítilli dómgreind gerir Tíminn ráð fyrir hjá lesendum sínum! Ef bændur styðja „jafnaðar- menn“, og einn þeÍTra er flugu- maðúrinn sem Jæddist inn í bænda flokkinn á árunum, eftir því seni flokksbróðir hans Jón sál. Thor- oddsen skýrði frá —'þá eru þeir heimskari en hestarnir, sem Jón Þörláksson spyr um í versinu. En vónandi er, að bændur eftirleiðis verði hyggnari en „vorrar aldar vitringar“, sem hann nefnir í síð- ara lilutanum. Bændur ættu að muna það, að ritstjóri Alþýðu- blaðsins hefir látið ótvírætt í ljós, í áheyrn fjölda vitna, að stefna „jafnaðarmanna“ væri sú, að taka jarðirnar af bændum. Halda bænd- u* að ábuðin á betri jörðunum yrði ekki nokkuð ótrygg fyrir þá^ sem að einhverjú léyti ekki væri að skapi valdhafanna? (Sbr. síra Ólaf Stephénsen). Aúðvitað yrðu pólitískir þefarar hafðir út um alt, svo að hægra sje áð gfeina sauði frá höfrum þegar þess þætti við þnrfa. Má þá nærri geta hvernig færi um einstaklingsfrelsið, þegar hlutdrægnin sæti í liásætinu, eins og núna á sjer stað. Eða þá trú- 'frelsið? -— „Jafnaðarmenn11 eru alment andvígir kristindómi; næg- ir .hjer að bénda á síta Gunnar Benediktsson og þann sem því rjeð, að kommúnisti var gerður að rektor Mentaskólans, til að fá „nýjan anda“ inn í skólann, að sagt var: Anda antikristsins, eða hvað? Að minsta kosti var jafn- framt vísað frá kenslu og áhrifum á skólann einum best kristna manni þjóðarinnar, síra Priðrik Priðrikssyni. Þessi þjóð, með nýfenginni sjálf- stjóm, gat og átti að sanna öllurn heimi að liún með sóma skipaði sess meðal frjálsra og siðaðra þjóða. Þjóð, sem gæti látið land sitt og þjóðarhag blómgast í skjóli friðarins, þar sem hver stjett með ljósum skilningi og viðurkenningu á mikilvægi hverrar annarar þfeirra fyrir landið, gátu gert þjóð- ina að fyrirmyndar þjóð .lieimsins, og áunnið henni virðingu ])eirra og aðdáun; en það hefði verið besta tryggingin gegn því að tapa fengnu frelsi — éina tryggingin, ásamt varlégri fjármálastefnu. — Þetta væri fögur hugsjón og veg- legt hlutverk að hafa að stefnu- miði og vinna að. Um þessa hug- sjón eiga bændur að fylkja sjer og taka höndum saman við þá, sem líklegastir eru til að vilja bera hana fram til sigurs, en það eru Sjálfstæðismenn framar öllum öðr- um. Nægir í því efni að minna á hlutdeild þeirra í ræktunarsjóðs- lögunum, rafmagnsmálið, vinnu- dómstillöguna og f jármálastjórn þeirra. — Framsóknarstjórnin er ólklegri til þess, fyrst og fremst af því hve háð hún er „jafnaðar- mönnum“, eins og best sýndi sig í andstöðu Framsóknar gegn vinnu dómstillögunni, og ýmsu dékri við jafnaðarmenn. Blaðamenska Pram- sóknar (og ,,jafnaðarmanna“) hef ir líka með illkvitnislegum árásum og æsingum valdið þeirri spillingu 4í blaðamenskunni sem örðin er að þjóðarplágu. Blöð Sjálfstæðis- -flokksins hafa því neyðst til að kveða stundum nokkuð fast að !orði gegn hlutdrægninni og ill- kvittninni. í annan stað þurfa bændur og aðrir atvinnurekendur að vera í einum flokki til að veita „jafnað- armönnum“ og öðrum skemdar- mönnum viðnám. Þó bændur væri í flokki með öðrum atvinnurekend- um, er þeim innan handar að láta taka, hæfilegt tillit- til sín, ef þeir eru óskiftir. Enda brestur forystu- menn Sjálfstæðisflokksins síst skilning á mikilvægi bændastjett- arinnar og landbúnaðarins, enda eru þeir uppaldir og fæddir í sveit, og bæði víðsýnir og ágætlega ment aðir. - Það skal skýrt tekið fram, að þó að hjer sje farið nokkuð hörð- um orðum um ,gafnáðarmeriú“ eíns óg þeir haga sjer hjer á landi, þá er mjög fjarri því að jeg beri þungan hug til verkamannastjett- arinnar sem slíkrar, heldur tel sam tök þeirra til að gæta hagsmuna sinna fyllilega rjettmæt, ef gætt er skynsemi og sanngirrii. — En verkamenn þurfa ekki og eiga ekki að vera sosíalistar. Skal hjer bent því til stuðnings á ágæta rit- gerð um það efni í 1. h. 2. árg. Stefnis. — Jeg er þess fullviss, að mörgu verkafólki getst illa að gauragangi uppivöðsluseggjanna. Fn þá ætti það að fylgja þeim sem efla vilja almenna hagsæld á frið- samlegan liátt. En éf þeir, sem blása að eldi stjettahatursins eru látnir ráða éftirleiðis, þá má reiða sig á, að þjððinni í heild sinni mun'illa farnast, og sjálfsforræðið verður henni hefndargjöf. Er það hryggileg tilhugsun nú í upphafi nýrrar þúsund ára aldar. Gamall Bændaflokksmaður. Jdn H. Þorberysson: Landnám. Með því að nú er, sem betur fer, vaknaður nokkur áhugi hjer á landi fyrir jarðrækt og ástæður ýmsar gera nýtt búskaparlag ó- hjákvæmilegt vil jeg ráða mönn- um til að lesa nýja bók eftir Jón H. Þorbergsson bónda á Laxa- mýri. Bókin heitir Landnám og er gefin út á Akureyri síðastl. ár. Jón er einn af fjölfömustu og á- hugamestu búmönnum landsins og er óþreytandi að hugsa, tala og rita um okkar gamla og góða atvinnuveg — landbúnaðinn — og þá einkum það sem til framfara og framtíðar horfir. Bókinni er skift í 14 kafla. Fyrst er talað um gamla búskap- arlagið og hvernig það hlaut að breytast smátt og smátt bæði af manna og náttúrunnar völdum og þegar aðrir bættir eða nýir at- vinnuvegir ruddu sjer til rúms. Höf. bendir á hvar nú sje komið: bændur flestir að verða einyrkjar og því þörf á gagngerðri breyt- ingu búnaðarhátta. Sagt er frá því hvernig fjöldi jarða hefir lagst í eyði vegna eldsumbrota eða ann- ara ókjara af náttúrunnar hálfu, eða af því að bóndanum hefir þótt æfin daufleg fram til afdala og kosið að flytja sig í kauptún eða kaupstað og taka upp nýja at- vinnu. Ameríkuferðirnar áttu líka, á sínum tíma, mikinn þátt í tæm- ingu sveitanna. Fróðlegt er að lesa í bókinni brjef hinna ýmsu hrepps- stjóra til höf. um eyðingu jarð- anna. Eins og nafn bókarinnar ber með sjer er það, að vissu leyti nýtt landnám sem fyrir höfundin- um vakir og er aðaláherslan lögð á nýrækt og nýbýli og teikningar sýndar af nýju húsunum. Höf. hvetur til að reisa nýbýli, smærri og stærri, flest mundu þau samt ætluð einyrkjum eftir því sem nú hqrfir. Til þess að stofna nýbýli segir hann að þurfi: Land, fólk, þekkingu, starfsfje, góðan mark- að ©g opinbera aðstoð, bendir svo á livernig alt þetta megi fá. Sem drjúgan þátt hins síðast talda nefnir hann upplýsingar og hvatningar er skólarnir eigi að veita og þá einkum sveitaskólarn- ir. „Eigi skólar þessir að ala upp góða Islendinga, verða þeir fyrst og fremst að glæða ást nemend- anna á landi og þjóð“. Þann 23. mars 1924 var fjelagið „Landnám“ stofnað í Reykjavík af mörgum góðum og áhugasömum mönnnrn, Fjelagi þ.essu hefir orðið nokkuð ágengt — stofnað nokkur nýbýli í nánd við Reykjavík eða, en erfiðleikarnir hafa ýérið níikUr^ é fjárhagur þröngur, lítill styrkur frá því opinbera og almennur á- hugi ekki nægilega mikill. Mjög lærdómsríkt er þáð sein höf. segir á bls. 104—106 um til- svarandi fjelagsskap í Noregi og sömuL bendir hann á ágæta grein um þetta mál eftir Sigurð Sigurðs- son búnaðarmálastjóra í 27. ár- gangi Búnaðarritsins og er nafn greinarinnar: „Nýbýli og rækt- un“. 10. kafli bókarinnar, „Land- nám“, er um ,myndun nýrra býlaL Segir þar frá allmörgum smábýl- um, sem reist hafa verið víðsveg- ar á landinu og einnig nokkrum stórbýlnm. 11. kafli heitir: „Hvað næst liggur fyrir að gera í nýbýlamál- inu“ og verður það nú auðvitað mergurinn málsins; þennan kafla og yfirleitt alla bókina ættu þeir að kynna sjer, sem vilja, á einn eða annan hátt stuðla að endur- reisn og eflingu landbimaðarins. Jeg var á ferð um Reykholts- dalinn í gær, frost var úti en fun- heitt inni í húsunum af lögnum fnllum af hveravatni eða grifu þar er ótæmandi hverahiti. Allan dalinn mætti rækta og byggja þ'ar skipulegt sveitaþorp, þar sem flest, eða öll hús hefðu nokkra grasnyt og garða; bílvegur heim á hlað alls staðar, öll hús hituð með vatni eða gufu, rafmagn til Ijósa og suðu — aflið mætti fá úr Reykja- dalsá eða Kljáfossi — og öllum nútímaþægindum yrði þarna við- komið. Þetta mætti framkvæma ef voldugt fjelag tæki það að sjer og líkt mætti segja um ótal aðra staði á landinu. t Borgarnesi, 12. febrúar 1931. Ing. Gíslason. „Tíðindalaust frá HBSturvígstiðvunum'*. . Talmyndin væntanleg hingað. 1 allan vetur hafa bíógéstir í Reykjavík beðið með eftirvænt- ingu eftir talmyndinni frægu ,Tíð- iridalaust á Vestur-vígstöðvunum'. Kom eitt eintak af myndinni til landsins í vetur, en við reynslu- sýninguna reyndist hún svo slit- in og óskýr, að senda varð hana út aftur. Sá galli var einnig á því eintaki myndarinnar, að tal alt fór fram á ensku. Var mynd- in uppruriálega tekin með ensku- tali og vakti það víðsvegar tals- verða gremju, þar sem myndin er í eðli sínu svo þýsk sem htm getur verið. Nú hefir verið ráðin bót á þessu og ný hljóðræma tekin, með sömu leikurum, en að þessu sinni fer alt tal fram á þýsku... Hefir nokkuð verið felt burt ur myndinni við þessa breytingu, þó það sjeu smámunir einir. Myndin verður sýnd bráðlega í þessari útgáfu í Nýja Bíó. Andrée pólfari og fjelagar hans, heitir snotur bæklingur sem Ár- sæll Árnason hefir ritað (sjerpr. úr Vfsi) og gefið út. Er þar ratin ferð Andrée eftir bestu heimildum., og skýrt frá fundinum á Hvíteyju í sumar. Er öll frásögnin hin greinilegasta, og skemtilega rituð, eins og höf. er von og vísa. Áll- margar myndir eru í bæklingnum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.