Morgunblaðið - 17.03.1931, Side 2

Morgunblaðið - 17.03.1931, Side 2
MORGTJNBLAÐIÐ HJR EIMSKIPAFJELAG ÍSLANDS „Onllless" fer til Breiðafjarðar í kvöld klukkan 11. Vörur afhendist fyrir kl. 2 í dag, og farseðlar óskast sóttir. STkipið fer 21. mars til Kaup- mannahafnar. Tækifærisverð! V etr arkápuef ni Kvenkjólar Morgunkjólaefni Svuntur Regnhlífar Golftreyjur Allar þessar vörur verða seldar með miklum afslætti næstu viku. Verslnn Gnðbj. Bergþórsd. Sími 1199. Laugaveg 11. G.s. Island fer annað kvöld klukkan 8 tpl Kaupmannahafnar (um Vestmannaeyjar og Thors- havn). Farþegar sæki farseðla í dag. Fylgibrjef yfir vörur komi aem fyrst. C. Zimsen. 25% afsláttur verður gefinn af öllum speglum verslunar innar þessa viku. Lndrig Storr. Laugaveg 15. Bratirekstnr dr. Helga Tómassonar. 32 alþingiskjósendur á Hólmavík skora á Alþingi, að hlutast til um, að dr. Helgi Tómasson verði tafar- laust skipaður yfirlæknir á Nýja Kleppi. III Hellavikflr Vegna jarðarfarar Ólafs V. Ófeigssonar, verður farið til Kefla- TÍkur á morgun (miðvikudag) kl. 9y2 árd. frá Bifreiðastöð Kristins 0g Gunnars. Símar 847 og 1214. Barnasokknr. UHar, silki og baðmullar- sokkar, sjerstaklega sterkar og góðar tegundir nýkomnar Verslun flolbjirgsr lergþðrsdðttflr. •*" Láugaveg 11. 32 alþingiskjósendur á Hólma- vík hafa sent Alþingi svohljóðandi áskorun: „Vjer undirritaðir alþingiskjós- endur á Ilólmavík, skorum hjer með eindregið á hið háa Alþingi, að það hlutist til um, að dr. Helgi Tómasson geðveikral. verði taf- arlaust skipaður yfirlæknir sjiikra hússinsNýi-Kleppur í Reykjavík. Það er álit vort, að allir lands- menn eigi kröfu til, að forstaða þess sje aðeins falin þeim hæfasta manni, en það teljum vjer dr. Helga Tómasson vera, og að hann hafi verið beittur megnasta órjetti, er honum var vikið frá. Viljum vjer og víta það, að forstaða sjúkrahússins skyldi falin manni, sem að dómi lækna hefir ekki þá sjerþekkingu til að bera, sem nauð synieg er til að hið vandaða sjúkra hiis komi að tilætluðum notum“. (Undirskrift 32 alþingiskjósenda á Hólmavík). Árekstnr milli Ægis og togari. Hinn 12. þ. m. tók Ægir enska togarann „Nebris“ að veiðum í landhelgi, suður hjá Reykjanesi og fór með hann hingað til Reykja víkur. Ægir var á norðurleið er hann hitti togarann við Reykjanes. Um leið og hann sá togarann, stefndi hann beint á hann. En togarinn sem hafði siglt beint í austanvind, og færst nær og nær landinu, sneri þá til stjórnborða og segir Ægir að hann hafi verið á tölu- verðri ferð, en því næst stöðvast. Varðskipið segir, að þegar að það átti eftir rúma sjómílu að togaranum, hafi hann byrjað að síga áfram í stefnu S. S. V. Togaranum var þá tvisvar gefið merki um að nema staðar, en hann sinnti því ekki, og byrjaði í þess stáð að snúa til stýórnborða, og gaf ekkert merki. Ekki sá Ægir nein fiskimerki á skipinu, og ekki merki um það að varpa hans væri föst í botni. Þegar togarinn sneri á stjórn borða, sneri varðskipið líka á stjórnborða og sá þá, að botn- vörpustangir lágu béint í sjóinn niður með stjórnborðssíðu skips- ins. Litlu seinna voru skipin kom- in svo nærri hvort öðru, að hætta var á árekstri, og gaf Ægir þá merki um að fara fulla ferð aftur á bak. En þrátt fyrir það varð | árekstur milli skipanna og rann togarinn með þungu skriði á bak- borðshlið Ægis, rjett undan bjarg- bátnum, og olli talsverðum skenid- um 4 skipinu. 1 gær voru rjettarhöld í þessu máli í Sjórjetti Reykjavíkur. Skip- stjórinn á „Nebris“ hefir viður- kent að hann hafi verið í land- helgi, og samþykt sektargreiðslu fyrir það, fulla sekt. En málið í gær var út af árekstrínum, sem enski togarinn telur sig saklausan af og Ægir beri alla ábyrgð á. Skipstjórinn á „Nebris“ segir að varpan hafi verið föst í botni hjá sjer og þess vegna hafi sitt skip verið ferðlaust og Ægir rekist á það, er hann seig aftur á. Skemdirnar á Ægi út af árekstr- inum eru metnar af þar til dóm- kvöddum mönnum 4—5000 kr. ----- .—„wrjCgg;.-,--,- --- Hadakór U I M. fer sennilega til Danmerkur í vor. Briand hræddur. Þektasti karlakór Dana „Bel canto“ í Kaupmannahöfn á 25 ára afmæli í vor. Verður þess rninst á þann hátt, að haldið verður norrænt karlakóra söng mót í Kaupmannahöfn, dagana 29.-31. maí. Hefir Karlakór K. F. U. M. í Reykjavík verið boðið að söngmótinu fyrir hönd Islend- inga. Mun boðið verða þegið, cf nægilegt fje fæst til farar- kostnaðar, en um það hefir kór- inn sent erindi til Alþingis að hann yrði styrktur af ríkissjóði til fararinnar. Karlakórar þeir, sem koma fram á söngmóti þessu frá hin- um norrænu löndum eru: Guld- bergs Akademiske Kör (frá Noregi), Orphei Dránger (frá Svíþjóð) og De muntre Musi- kantama (frá Finnlandi). Þeir, sem til þekkja, vita, að þetta er úrval bestu söngmanna á Norðurlöndum. — Kórar þessir eru víðfrægir og hafa lengi ver ið. „Orphei Dránger“ var t. d. stofnað 1853 og De muntra itusikantarna 1878. Allir þess- ir kórar hafa ferðast víðsvegar um álfuna og getið sjer mikinn orðstír fyrir söng sinn. Má því kalla það nokkura dirfsku hjá ungum, íslenskum kór að heyja svo að segja hólmgöngu við þá. En því má óhætt treysta, að Karlakór K. F. U. M. verði sjer og þjóð sinni þar til sóma. Að öðru leyti er þessi fyrirhugaða för og æskileg, því að þarna eiga söngmenn vorir kost á því að kynnast hinu besta sem til eru í söngment Norðurlanda. Er því vonandi, að fjárhagsörð- ugleikar verði ekki til þess að hindra förina. Eitruð þoka í Belgíu. Um seinustu máháðamót kom aftur eitruð þoka í hjeraðið um- hverfis Liege. í þorpunum Tilleur og Schlessiu veiktust 30 menn af gaseitrun.' Vfirvöldin í Liege gerðu þegar allar nauðsynlegar ráðstaf- ’anir^ til þess að ekki skyldi fara jafn illa og í haust, þegar eitur- þokan var þama á ferðinni. Einkaskrifari Stresemanns, fyr- verandi utanríkisráðlierra Þjóð- verja, hefir að undanförnu verið að búa endurminningar hans undir prentun. Nú hefir Briand utanrík- isráðherra Frakka sniiið sjer til ekkju Stresemanns og heðið hana um það að láta endurminningarn- ar ekki koma út fyrst um sinn. Þykist hann vita að í þeim sje ýmislegt, sem ekki sje heppilegt fyrir stjórnmálaafstöðu hans í svipinn, og þá einkum það, sem Stresemann kann að hafa skrifað um fund þeirra í Thoiry. — Sum- ir álíta að Briand geri þetta vegna þess, að hann hugsi sje að verða forseti, þegar kjörtímabil Doumer- gue er útrunnið. En það er talið áreiðanlegt að Doumergue muni ekki gefa kost á sjer aftur. Tvöfalt met í flugi. Um seinustu mánaðamót settu frönsku flugmennirnir Rossi og Bossoutrot met í þolflugi og lang- flugi í einu. Áður hafði Maddalena bæði þessi'met, sett í júní í sumar sem leið. Frönsku flugmennirnir voru 75 klst. og 22 mín. á flugi og höfðu þá flogið 8805 km. Yar þeim tekið með kost.um og kynjum þeg- ar þeir lentu í París. Plugmennimir Doret og Le Brix reyndu um sama leyti að setja met í þolflugi, en gáfust upp. Ætlar Umberto að skilja við María José? í janúarmánuði í fyrra kvænt- ist Umberto ríkiserfingi Itala María José, dóttur Alberts Belga- konungs. Var þá sagt að þau hefði verið trúlofuð sín á milli síðan þau voru böm. En ekki ætl- ar ástin að verða jafn haldgóð í hjónabandinu, því að nú er sagt að Umberto vilji skilja við kon- una og sje hlaúpinn frá henni og afsegi að taka saman við hana aftur. Báðar konungsættirnar, sú ítalska óg sú belgíska, hafa beðið páfa að veita þeim skilnað, en Mussolini er á móti því. Tvö rafmagnsfjelög slá sjer saman. Tvö stærstu rafmagnsfjelögin í Bandaríkjum og þau sem búa til flest raftæki, Westinghouse og Géneral Electric, hafa nýlega gert samning sín á milli um samvinnu í utanríkisverslun, þessi samning- ur gengur í gildi jafnskjótt sem verslunarráð Bandaríkjanna hefir samþykt hann. Stofna þá þessi tvö fjelög nýtt útflutningsfirma, sem á að heita „Eleetrical Apparatus Export Assoeiation", og verður sennilega skammstafað E. A. E. A. Diisseldorfmorðinginn. Rannsókn málsins er nú lolrið fyrir nokkru og er Kúrten kærð- ur fyrir níu morð og sjö morS- tilraunir. Hýtt grænmeti. Hvítkál. Ranðkál. Gnlrætnr. Ranðbeðnr. Citrónnr. Versl. Foss. Laugaveg 12. Sími 2031. Kapok fiður og dún kaupið þjer best í Vöruhúsinu. Nýkomið s íslenskt smjðr og Lnðnrlklingnr. PáM Hallbiðrns, Laugaveg 62. — Sími 858. Til Hellavikur fara bifreiðar kl. 10 árd. á morg- un, vegna jarðarfarar Ólafs V. Ófeigssonar kaupm. (Sæti laus.) Bifreiðastðð Steindórs. Þakkarorð. Innilegt hjartans þakklæti fær- um við öllum þeim mörgu fjær og nær, sem sýndu okkur samúð og hluttekningu, með fjegjöfum og á. annan hátt, í hinum erfiðu að- stæðum okkar, eftir hinn ægi- lega húshruna 25. f. m. Við getum ekki nafngreint hina mörgu, seítt þar eiga hlut að máli, enda gerist þess ekki þörf. Guð þekkir alla þá sem hafa sýnt okkur göfug- lyndi og sent okkur gjafir, og við biðjum hann að launa þeim af rík- dómi náðar sinnar þegar þeim liggur mest á. Hafnarfirði, 16. mars 1931. Margrjet Elísdóttir. Ágúst Filippusson. F. í. L. Fjelag íslenskra loftskeyta manna. Fundur verður haldinn að Hótel Borg í dág' kí. 2. Ýms áríðandi fjelagsmál. Fjöl- mennið. STJÓKNTN.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.