Morgunblaðið - 17.03.1931, Blaðsíða 5
Þriðjudaginn 17. mars 1931.
Barnahælið Sólhdmar
I Grímsnesi.
Austur í Grímsnesi, skamt þaðan
er Brúará kemur í Hvítá,.er bær
sem beitir Hverakot. Dregur hann
nafn að liver miklum, sem þar er
í túninu. Br vatnið í honum alveg
tært og laust við kísil, og alt að
90 stiga heitt.
Þessa jörð keypti Prestafjelagið
fyrir tveimur árum og hefir af-
hent hana ungfrú Sesselju Sig-
mundsdóttur Sveinssonar, sem nú
er dyravörður gamla barnaskólans
hjer í Reykjavík, til þess að hún
hafi þar barnahæli, rekið eftir
bestu fyrirmyndum erlendis.
í sumar hefir verið bygt þarna
stórt timburhús, rjett hjá hvernum
og er hverinn látinn hita það alt
Barhahælið Sólheimar
(myndin er tekin í vetur rjett eft-
ir að húsið var komið undir þak.
Berið saman stærðarhlutföllin á
liúsinu og manninum, sem stendui'
f'uiman undir því, eða stúlkunni í
glugganum, sem opinn er).
og leggja til heitt vatn í mat og
til þvotta. Húsið er 8X19 metra
tvílyft með kvisti og háalofti. en
hár kjallari undir því öllu. Ekki
er, það fullgert enn og eru þar
fjórir smiðir að vinna. Mun hælið
verða tilbúið að taka á móti börn-
um.í vor, og verður þar þá rúm
fyrir 30 börn. Á það að starfa all-
an ársins hring, vetur jafnt og
sumar, og taka að sjer börn, sem
fólk lijer í Reykjavík er í vand-
ræðum með. Hefir bæjarstjórn
Reykjavíkur því stutt með
fjárframlögum byggingu hælis
þessa, sem á að heita „Sólheimar“,
og hefir svo þess vegna forgangs-
rjett að því að koma þar fyrir
börnum, sem þurfa að komast
burtu úr bæjarsollinum. Nú eru
þar fimm börn úr Reykjavík, þrjú
systkin, sitt á hverju árinu, og
tvíburar, sem 17 ára stúlka eign-
aðist. Bru börnin öll fjai^kalega
frjálsleg og siðprúð, þótt ung sje
og aldrei hefir þeim orðið misdæg-
urt síðan þau komu þangað austur
í sumar sem leið. Voru þau látin
sofa í tjaldi þangað til hægt var
að flytja í húsið, en það var ekki
fyr en í nóvembyrjun. Gamli bær-
inn, sem áður hafði verið búið í,
Var svo hrörlegur, og loft þar svo
slæmt, að ekki þótti viðlit að hafa
börn þar.
Þegar barnahælið er fullgert
verður í kjallara þess „straustofa' ‘,
baðherbergi, þvottahús, smíðastofa
vefstóll, mjólkurbúr með skilvindu
og strokk og geymsluherbergi. Á
neðra lofti er eldhús og stór borð-
stofa, sem jafnframt á að nota
fyrir skólastofu, svefnherbergi
yngstu barnanna og sjúkrastofa,
en á milli þeirra er svefnherbergi
forstöðukonunnar, og eru minstu
börnin og þau, sem sjúk kunna að
verða þess vegna undir verndar-
væng hennar nótt og dag. Þar er
Jjlfforgttttfel
og dagstofa, svefnherbergi og fata
geymsla.
A efra lofti eru sveínstofur
stálpaðra barna og starísíólks o.
fi. Bru svefnstofur barnanna mjög
skemtilegar, sjerstaklega herbergi
sem búið er út eins og baðstofa
með 6 rúmum. Undir rúmbotnun-
um eru skúffur, þar sem börnin
eiga að geyma sokkaplögg sín og
öiium eru ætlaðir sjerstakir skáp-
ar til fatageymslu. Er þetta eiti.
með öðru til þess gert að venja
börnin sjálf á reglusemi og vera
hirtin um eigur sínar og fara vei
með þær.
Það er talsverður búskapur
þarna: um hundrað fjár, tvær kýr
og 3 hestar. Túnið gefur af sjer
um 150 kapla í meðalári og auk
þess má á útengjum heyja 300 th
350 kapla og landrými er talsvert
mikið. En er fram í sækir verður
sennilega hætt við sauðfjárrækt-
ina, en kúm fjölgað, enda er það
nauðsynlegt þegar mörg börn eru
þangað komin.
Það er mikill framkvæmdahug-
ur í ungfrú Sesselja og er vonand.
að hún sjái óskir sínar rætast um
það að korna þarna upp fyrirmyno
ar búskap og fyrirmyndar barna-
hæli. Hún hefir dvalið lengi suðui
í Þýskalandi og Sviss og kynst þai
liinni miklu grænmetisrækt. Ætl-
ar hún því að leggja kapp á fram-
leiðslu garðávaxta og grænmetis,
gera stóra kartöflugarða og græn-
metisreiti. 1 sambandi við hverinn
ætlar hún að liafa vermihús, og
bráðum ætlar hún að fara að sá i
baltkana, þar sem lækurinn rennui
frá hvernum, enda þótt klakabrún
sje á næstu grösum. En bakkarnii
sjálfir eru altaf þýðir og volgir ai
jarðhitanum. Svo ætlar hún í sum-
ar að brjóta stórt land til túnræki
ar með þúfnabana eða dráttarvjel,
og er áburði öllum vandlega tii
haga haldið, bæði handa nýrækt-
inni og gamla túninu. Það er um
að gera að framleiða sem mest
þarna handa barnahælinu, sjerstak
lega af þeim fæðutegundum, sem
börnum eru hollastar, svo sem
grænmeti og mjólk. En jafnframt
á að hugsa um að fegra og prýða.
Fyrir sunnan barnahælið á að
koma stór blóma og trjágarður.
Hefir Sesselja kynt sjer vel blóma
og trjárækt, og hún hefir t. d.
flutt hingað til Reykjavíknr kirsi-
berjatrje frá Þýskalandi og gróður
sett hjer, og hefir það borið þrosk
aða ávexti. Nú ætlar hún að gera
tilraunir þarna með alls konar
trjárækt.
í fallegri hárri brekku, sem
snýr móti suðri og er skamt vest-
an við hiisið, hefir verið gerð all
stór girðing úr vírni'ti. Þarna var
sáð blómum ög trjáplöntum í sum-
ar, og auk þess sprettur þarna
mikið af íslenskum blómum. Þarna
er leikvölur barnanna, og getur
varla skemtilegri stað fyrir þau.
Þar undu þau sjer tímunum sam-
an í sumar, þegar gott var veður.
Þar nutu þau sólskins og skjóls
fyrir vindum, innan um blómskrúð
og frjóvkvisti í dökkgrænni gras-
brekkunni. Þar eiga þau að iæra
að elska náttúruna og njóta henn-
ar. Og yfirleitt mun Sesselja
leggja alt kapp á að glæða feg-
urðartilfinningu þeirra á þann
hátt, að láta þau verða börn nátt-
úrunnar. Þar á að verða skóli
þeirra á sumrin, en á vetrum fá
þaú bóklega þekkingu í skóla hæl
isins. Yfirleitt á líf barnanne
þarna að vera skóli, sem gerir þa'
íð góðum mönnum, sem von ei
um að verði nýtir borgarar í þjóð-
fjelaginu, þegar þau vaxa upp.
Frjettaritari Morgunblaðsins brá
sjer á sunnudaginn ásamt fleirum
austur að Hverakoti til þess að
skoða barnaheimilið. Er þetta löng
leiðjdíklega alt að 90 km., en versl
?r að vegur er ekki þangað allc
eið. Má heita svo, áð frá Minni
3org sje vegleysa ein yfir vondai
mýrar, en nú gerði það ekkert til.
því að svell var yfir allar mýrarn-
ar og ók bíllinn á ísum alla leið
frá Brjámstöðum að Hverakoti og
er það alllöng leið, og illfær á
sumrum vegna þess þarna liggu
alls staðar í keldum og uppætum.
Er því mauðsynlegt að vegur fáist
innan skams að Barnaliælinu, og
mun þegar vera ákveðið að leggja
iýslu- og hreppaveg um austanvert
Grímsnesið og næði hann þá þang-
að, en óákveðið mun með öllu hvar
hann á að liggja og nokkur reip
dráttur milli bænda um það.
Ungfrú Sesseljá hefir framúr-
skarandi áhuga fyrir þessu fyrir-
tæki sínu, sem hún mun telja að
sje lífsköllun sín, og hefir búið sig
undir í mörg ár með ærnum kostn-
aði. Fyrir henni vakir ekki það að
betta verði gróðafyrirtæki, lieldur
að það verði þjóðþrifafyrirtæki
og landinu til blessunar, svo langt
sem það getur náð. Hún er bjart-
sýn og djarfhuga, og munu sumir
máske segja, að fjárhagsl. hafi hún
reist sjer hurðarás um öxl, því að
stofnun hælisins hefir reynst dýr
Húsið kostar aldrei minna en 30
til 40 þús. króna og svo bætist þar
við allur rekstrarkostnaður. En
Sesselja treystir því að sinn mál-
staður sje góður og að góður mál-
staður og viljí sje altaf sigursæll
Hún treystir því, að sjer muni
leggjast einhver hjálp meðan á
frumbýlisárunum stendur t. d. að
bingið veiti sjer einhvern styrk á
næstu fjárlögum.
Helena prinsessa ætlar að
gifta sig.
Helena prinsessa, hin fráskilda
kona Carols Rúmenakonungs, hef-
ir nú fyrir fult og alt afsagt að
g'iftast honum aftur og gerast
drottning í Rúmeníu. Er hún al-
farin frá Búkarest. Samkvæmt sím
fregnum þaðan að sunnan hefir
hún gilda ástæðu til þess að afsala
sjer drottningartigninni, því að
hún hefir fest ást á rúmenskum
herforingja, Skeletti að nafni, og
ætlar að giftast honum bráðlega.
Ný stjórn í Eistlandi.
í Eistlandi fóru fram stjórnar-
skifti í fyrra mánuði. Sá heitir
Konstantin Páts, sem er forsætis-
ráðherra, en utanríkisráðherrann
heitir Jaan Tönisson. Þetta er sam-
steypustjórn og hefir hún 61 atkv.
af 100, sem í þinginu eru. í and-
stöðu við hana er bændaflokkur,
og verkamannaflokkur (ekki jafn-
aðarmenn). Samkvæmt st.jórnar-
skrá Eistlands er forsætisráðherr-
ann jafnframt fo'rseti.
Hestahafrar.
Maísmjöl.
Heill maís.
’Hænsnafóður blandað.
Haframjöl, það ódýrasta í bænum, o. fl. o. fl., að ógleymd
um dönsku kartöflunum, sem aldrei kemur nóg af. —
t nawaCTianftr • ittía———iœserji n ~ r •
Báter tilsalgs.
Aabne Motorbáter foj Linefiske 20’ til 26’ lengde med 3 til 3
lik Maskin. Samt stort lager af Sjægter.
Fiskekuttere bygges efter bestilling.
Serdeles rimelige priser.
Driftig Agent ansettes. Bátbyggeriet Svásand, Strandebarm,
Hardanger.
L U D 0.
Taflmenn. — Taflborð. — Spil. — Spilapeningar o. fl.
Bókaverslnn Isafoldfar.
Timbupwei*siun
P.W.Jacobsea & SSa.
Stofnuð 1824
Simnefnli Granfuru — Cari- Lunesgadc, Kfi enhawn C.
Selur timbur í stærri og smærri sendingum frá Kaupmhöfn.
Eik til skipasmíða. — Einnig heila skipsfarma frá Svíþjóð.
y
• •
::
• •
I!
• •
• •
::
• •
• •
• •
• •
• •
Hefi verslað við ísland í 80 ár. ;;
• •
• •
••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••
•••••••••••••••••••••••••••••••••••••••«••••••••••••
Stndebaker.
iLaugferðaMll „RntnMll".
Hvers vegna selst meira af Studebaker vörubílum en öðrum tegund-
um ? Það er af því að Studebaker skarar nú langt fram úr öðrum
bifreiðaframleiðendum, enda bílarnir mikið aflmeiri og sterkari en
aðrir sambærilegir. IV2 tonn burðarmagn brúttó 2350 kg. 2 tonna
burðarmagn brúttó 3102 kg. fást í þessum lengdum milli hjóla: 130,
136, 148 og 160 þumlungar fást einnig með 4 afturhjólum. Komið og
sjáið sjálfir, berið saman við aðra bíla, og þá munið þjer kaupa
Studebaker.
Hagkvæmir greiðsluskilmálar.
Aðalumboðsmaður Studebaker
Eglll Vilhiálmsson.
Grettisgötu 16—18. Símí 1717.
Frosln beltnsild
til sölu, frítt um borð á Siglufirði Leitið tilboða hjá
Tðmasi Bjtfrnssyni
Sími 155. Akureyri. Símnefni: Tjebje.
Allir mnna A. S. I.