Morgunblaðið - 17.03.1931, Side 3

Morgunblaðið - 17.03.1931, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ eiiiimmsiiiiiimiiiiimiiiiiiiiiiiiiitiiiiiniiiiiiiiiiiniiiiiiiiir LH § s= = i Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavík = Ritstjórar: Jón Kjartansson. E= Valtýr títelánsson. Ritstjórn og afgreiSsla: — = Austurstræti 8. — Simi 500. i i Auglýsingastjóri: E. Hafberg. eé Auglýsingaskrif stof a: = = Austurstræti 17. — Simi 700. = g= Heimasímar: Jón ICjartansson nr. 742. = |= Valtýr Stefánsson nr. 1220. = H E. Hafberg nr. 770. = i Áskriftagjald: EE 1 Innanlands kr. 2.00 á mánuCi. = Utanlands kr. 2.50 á mánuSi. ee í lausasölu 10 aura eintakis. = 20 aura rneiS Lesbók Jiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiini Frá Keflavík. Keflavík, FB 16. mars. Ágætur afli. Róið í gær. Afli frá 10 og upp í 18 skpd. Yfirleitt ágætur fiskur. Bátar róa í kvöld. Gæftir hafa verið góðar að undan- förnu, nema norðanáttin nú, tók frá tvo daga. Menn ætla, að meiri fiskur sje kominn á land hjer nú en á sama t-íma í fyrra. Inflúensan hefir verið að stinga sjer hjer niður og hafa bátar taf- ist frá róðrum af völdum hennar. I>annig teptust tveir bátar í tvo daga, vegna þess að sjómennirnir voru veikir af inflúensunni. Bru 1>Ó nú búnir að fá menn í stað þeirra, sem eru veikir. Inflúensan er nú í rjenun og búið að opna skólann; afljett samkomubaun- ánu. Frð Vestmannaeyium. Vestmannaeyjum PB 16. mars. Bátar voru ekki á sjó á laugar- ðag, eða í dag. Afli annars góður, þegar gefur á sjó. — Þýskn botn- vörpungarnir, sem um gat í síðasta skeyti, hafa mi fengið nær filtl- íermi af nýjum fiski, til útflutn- -ings. Atvinnuleysi í Berlín. Berlín 16. mars. United Press. PB. Seinustu opinberar skýrslur ðeiða í ljós, að 475.349 menn eru •átvinnulausir í Berlín, þar af fá 482.777 atvinnuleysisstyrki, en 104.706 menn fá bráðabirgða- ’Styrk á meðan mestu kreppuvand- væðunum linnir ekki. Hcimssýning í Buenos Aires London 15. mars. Prinsinn af Wales opnaði bresku sðnaðarsýninguna í Buenos Aires 1 gær. Ræðu hans var útvarpað Vm heim allan. Vatnavextir í Bolivia. Seint í febrúar komu ákaflegir Vatuavextir í norðurhluta Bolivia. Ar þær, sem renna í Amazon flæddu yfir bakka sína og stór landflæmi voru eins og úthaf. — í’lóðið fór inn í frumskógana og hrakti þaðan alls konar villudýr, Svo sem Ijebarða og jagúara og leituðu þessi dýr þangað, sem hærra var. Komu þau hópum sam- aa til borgarinnar Riveralto, ■ sem stendur nokkuð hátt, en var alger- ^®&a umflotin og eins og á eyju. ^srgadýrin rjeðust þar á fólk og _ •drápu milli 10 og 20 manns áður hafin var regluleg herferð gegn Þingtíðindi. Tekjn- og eignarskatiar Neðri cleild. Meiri hluti fjhn. Nd. mælti með því, að frv. stjórnarinnar um tekju- og eignarskatt yrði samþykt með smávægil. breyting- um, en einn nefndarmanna (H. V.) vildi fella frv. Við 2. umr. málsins komu nokkrar brtt. fram við frv. Má t. d. nefna brtt. frá Sig. Eggerz um, að aukaútsvör og tekju- og eignarskattur skuli dregið frá tekjum, áður en skattur er á l.igður; samkv. frv. má aðeins draga frá helming þessa skatts. S. Eggerz benti rjettilega á, hví- lík fjarstæða það væri, að heimta skatt af skatti, svo sem frv. færi fram á. Varð það að samkomu- lagi, að þessi brtt. yrði látin bíða til 3. umr. — Þá mintist S. E. á ákvæði 8. gr. og 17. gr. frv., þar sem segir, að með fjár- lagaákvæði megi hækka eða lækka tekju- og eignarskatt um 25%. Taldi hann vafasamt, að á- kvæði þessi væru í samræmi við stjórnarskrána, og óskaði úr- skurðar forseta þar um. Mintist hann í því sambandi á rök þau, sem Einar próf. Arnórsson hefði dregið fram í brjefi frá Skatt- þegnasambandinu um þetta at- riði. Forseti (Jör. Br.) kvað því næst upp úrkurð um þetta atriði, og úrskurðaði, að ákvæði greina þessara kæmi í bága við stjórn- arskrána, og yrðu þar með að hverfa úr frv. Vafalaust er þessi úrskurður forseta rjettur, því að stjórnarskráin segir berum orð- um, að engan skatt megi á leggja, nje breyta, nje af taka „nema með Vigum“. Og „með lögum“ á stjórn arskráin við önnur lög en fjár- lög. — Frv. var því næst afgr. ti; 3. umr. Fimtardðmnr. Efri deild. í efri deild var fimtardómur- inn til umr. í gær. Stóðu umr. í yfir 3 stundir og voru allsnarp- ar með köflum. Aðalræðuna flutti Pjetur Magnússon. Var hún á- gætlega samin og flutt. Snerist hún að nokkru leyti um einstök ákvæði frumvarpsins, en var að Öðru leyti mjög hvöss gagnrýni og ádeila á greinargerð frumv., „þetta einstaka plagg, sem er stærsti smánarbletturinn á 1000 ára þingsögu íslendinga“, eins og Pjetur Magnússon komst að oiði, en greinargerðina hefir Jón- &*> dómsmálaráðherra samið. — Verður ræða Pjeturs birt hjer í blaðinu innan skamms. Jón Þorláksson talaði í þessu máli og var allþungorður í garð c'ómsmálaráðherra. — í upphafi íæðu sinnar mintist hann á á- kvæði 8. gr. 4. liðs í frv. viðvíkj- andi aldurstakmarki dómara i fimtardómi. Þar væri svo álíVeð- ið, að dómarar mættu eigi yngri vera en þrítugir og eigi eldri en sextugir. Ef ákvæði þetta ætti að skilja svo, að dómarar mættu ekki eiga sæti í rjettinum, ef eldri (væru en sextugir, ]iá væri þetta t'úmælalaust stjórnarskrárbrot. Þá sneri J. Þorl. sjer að nafni dómsins, fimtardómsnafninu. — Dómsmálaráðherra þættist með þessari nafnbreyting vera að sameina fornöldina og nútímann. Þetta ætti reyndar ekki við hér, ])ví að hinn forni fimtardómur hefði verið mjög annars eðlis, en fimtardómur dómsmálaráðherr- ans, svo sem P. M. hefði sýnt fram á. Þó mætti ef til vill minna á eitt atriði, sem gæti verið hlið- stætt í þessum tveim dqmstólum. Svo sem kunnugt væri af Njálu, hefði fimtardómur hinn forni átt að dæma um þingsafglöpun og mút ur. Nú væri það eigi alls kostar óviðeigandi, að upp úr þessu frv. risi dómstóll hliðstæður hinum forna, er ætlað væri það hlutverk, að dæma um þingsafglöp dóms- málaráðherrans, sem hvergi hefði skýrar komið í ljós en í fyrra, er þetta frv. var lagt fram á Alþingi, þótt í því hefði verið mörg stjórnarskrárbrot. Þá mintist J. Þorl. á greinar- gerð frv. Gat hann þess, áð þeg- ar frv. þetta hefði nú verið lagt fyrir Alþingi, þá hefði hann lagt það til hliðar, án þess að lesa grg. þess. En þegar hann kom út í bæ, hefðu menn spurt sig um grg. frv., hvort nokkurn tíma hefði sjest hneykslanlegra skjal á Alþingi. Kvaðst ræðum. ekki hafa lagt mikið upp úr þessu, því að ýmislegt hefði hann nú sjeð síðan dómsmálaráðh. kom á þing. Þó kvaðst ræðumaður verða að játa það nú, eftir að hafa lesið giæinargerðina, að hjer væri geng ið skör lengra. 1 grg. væru ekki aðeins dylgjur og svívirðingar um æðsta dómstól okkar, heldur væri farið mjög niðrandi ummælum um æðstu dómstóla annara ríkja. Þetta væri brot á almennu vel- sæmi. Þá minstu kröfu yrði að gera til ráðherra, að þeir vissu ].að, að það væri gersamlega ó- sæmilegt og óleyfilegt, að fara niðrandi orðum um æðstu stofn- un vinsamlegra ríkja. Auðvitað vissi núverandi dómsmálaráðh. ekki, hvað væri leyfilegt í þessu efni. En það setti á þjóð vora stimpil smánar og lítilmensku, að stærsti flokkur þingsins skyldi ekki hafa völ á hæfari ráðherra. Þá mintist ræðum. á ummælin í grg. um Pál Halldórsson skóla- stjóra. Þessi ummæli væru einnig brot á velsæmi, þar sem gerð væri persónuleg árás á nafngreindan heiðursmann. Og hver er vörn dómsmálaráðh. í þessu máli?, spyr J. Þorl. — Jú, hún er sú, að ef Páll Halldórsson vill ekki ;:ætta sig'við ummælin, þá býost ráðh. til að endurtaka svívirðing- ‘irnar opinberlega í blaði; en jafnframt segir ráðh., að P. H megi vara sig, og minnir á, hver hafi völdin og hvar ákæruvald rjettvísinnar sje! Ráðherrann vcit vafalaust, að Páll HallJórs- son er embættismaður rík'sins, og heyrir undir dómsmá!a',áðherr ann. Jeg veit ekki hve langt má komast til að misbjóða velsæm- inu. Frv. var vísað til 2. umr. og allshn. * ....... 1 ■■ — . DigbjL á sama stað — kaupþingssalnum — og er öllum heimill aðgangur. Veðrið (í gær kl. 5): Um mestan hluta landsins liggur nxx hlýr S- lægur loftstraumur, sem kemur sunnan af hafinu og vestur af Bretlandseyjum og norðaustur um Pæreyjar. Sunnanlands hefir rignt dálítið í dag, og hitinn er þar um 6 stig, en 1—5 st. í öðrum lands- 'hlutum. Uti fyrir Vestfjörðum er snjókoma eða bleytuhríð. Á morgun mun veður haldast fremur hlýtt að minsta kosti á S og A-landi. Veðurútlit í Reykjavík í dag: SA-gola. Þíðviðri. ísfisksala. Seinustu daga liafa selt afla sinn í Englandi: Gylfi (14. mars) 1150 stpd. (3300 körf- ur), Hilmir (16. mars) 709 stpÖ. (3000 körfur). Surprise (16. mars) 933 stpd. (1309 körfur), Þorgeir Skorargeir (16. mars) 375 stpd. Kristileg samkoma á Njálsgötu 1 kl. 8 í kvöld. Allir velkomnir. Áttræðisafmæli á á morgun hús- frú Katrín Byjólfsdóttir, Vestur- götu 59. 82 ára. Jónas Jónsson, Suður- götu 5, Hafnarfirði, verður 82 ára í dag. Pjöldi fullorðinna Reyk- víkinga mun kannast við gamla manninn, hann Jónas „vaktara“, sem hann var ætíð nefndur. Það er gaman að sjá live em og hress hann er. Hann heggur steina ög múrar, eins og fyr, en í skamm- deginu styttir hann sjer stundir með því að hirða nokkrar kindur) sem hann á. Hann er síkvikur af áhuga, er talað er um búskap eða hverskonar verklegar fram- kvæmdir. Hann kveðst ekki kenna giktar eða annars lasleika enn. Hann fylgist að öllu með því er gerist og hefir yndi af að ræða um þau áhugamál sem efst eru á baugi með þjóðinni. Guð blessi gamla „vaktarann.“ I. Á Akureyri reyndust ibúar vera 4 þúsund við síðasta manntal, er framkvæmt var í vetur. Jarðarför Guðlaugs heitins Guð- mundssonar prests og skálds fór fram í gær frá dómkirkjunni — Hófst jarðarförin með húskveðju að heimili hins látna, Óðinsgötu 20 A, og safnaðist þar saman fjöldi fólks, vina og kunningja, vandamanna og annara, sem vildu heiðra gamla manninn með návist sinni í síðasta skifti. Frá heima- húsi báru synir og tengdasynir hins látna kistuna, inn í kirkju sambekkingar, og út úr kirkju prestar og inn í kirkjugarð og að gröf báru kistuna stúdentar, sambekkingar Kristjáns sonar skáldsins. Húskveðju flutti síra Priðrik Hallgrímsson, en ræðu í kirkjunni flutti síra Bjarni Jóns- son. Blandaður kór söng í heima- húsum, í kirkjunni og við gröf- ina. Fjelag íslenskra loftskeytamanna heldur fund í Hótel Borg í dag kl. 2 (Sjá augl.) Námsferð bænda. Prá því er sagt í síðasta Ársriti Ræktunar- fjelags Norðurlands, að þ. 16. júní síðastliðið vor liafi 20 manns úr Pramfarafjelagi Grýtubakkahrepps heimsótt gróðrarstöð Ræktunarfje- lagsins á Akureyri. Skoðuðu gesÞ irnir tilraunareiti stöðvarinnar, sem þá voru í blóma, og fengu allan þann fróðleik sem þar var að fá., Segir svo í ritinu: „Væri það fallegur siður, ef hann kæmist á, að meðlimir hjer í nágrenni Ak- ureyrar hefðu samtök um að heixn sækja gróðrarstöðina einu sinni á hverju vori, til að kynnast og sjá með eigin augum árangur þeirra tilrauna sem þar er verið að gera“. Síldarleit úr loftinu. — í „Ny svensk Piskaritidskrift“ birtist 15. febrúar forystugrein um síldarleit úr loftinu, og er hún eftir dr. Alex ander Jóhannesson. Segir hann þar frá reynslunni hjer undanfar- in sumur. Þar segir liann meðal annars: „Menn vita ekki hvaðan síldin kemur í júnílok eða hvert hún fer þá er hún hverfur frá. landinu í september mánuði. En athuganir þær, sem gerðar hafa verið tir loftinu virðast benda til þess að göngumar sje tvær, önnur vestan með landi frá Vestfjörðnm og færist smám saman austur & bóginn að Langanesi, en hin komi frá Austfjörðum og færist smátt og smátt norður á bóginn þangað til hún mætir hinni göngunni hjá Langaiiesi. Sennilega halda svo )báðar göngumar áfram til norð- austurs, og styrkir það þá skoðun, að haustið 1929 hvarf næstum því öll síldin frá Islandi um 20. ágúst, en hálfum mánuði seinna var ó- hemju síldarganga hjá Jan Mayen. Það er því margt, sem enn er eftir að athuga í þessu máli. Heppi- legásti tími til síldarleitar er kvölds og morgna, síður um miðj- an dag. Flogið er þá í 4—800 metra hæð og eftir því sem hærra kemur takast athuganir betur, sje veður gott. Einu sinni gat jeg úr S00 metra hæð ta.lið rúmlega 100 síldarhnappa á víð og dreif um Húnaflóa. Óg þegár hver hnappur nægir til þess að fylla togara (t. d. 1500 mál, 135 kg. = 202.500 kg.), þá geta menn sjeð live mikið gagn getur orðið að síldarleit í flugvjel“. Morgunblaðið er 6 síður í dag. Gæsarækt. Gunnl. Þorsteinssoni læknir ritar fróðlega grein í ársrii Búnaðarsambands Vesturlands um gæsarækt. Lýsir hann lifnaðarhátt- um gæsanna, og skýrir frá hvílíkir „útigangsklárar“ þær eru, vilji helst ekki í hxis koma, nema í ai» tökum, þegar þær fá ekki í sig & venjulegri hagagöngu, geti þær*;, notfært sjer fjönibeit. Mælir hann mjög með því að landsmenn taki. upp þann forria sið að hafa gæsir á búum sínum. í ritgerðinni eru nákvæmar leiðbeiningar um allar meðferð á gæsum og um það gagn sem þær gera. Þeir sem búa við^ sjó eða stöðuvötn, og geta þvi Próf. Erik Abrahamsen hóf fyr- irlestra sína um tónment í gær- dag 'Og var kaupþingssalurinn fullskipaður áheyrendum. Áður en prófessorinn tók til máls, bauð rektor Háskólans próf. Magnús Jónsson hinn erlenda gest velkom- inn hingað, með stuttri inngangs- ræðu. Fyrirlestur próf. Abraham- sen var hinn fróðlegasti og átti erindi til allra þeirra, er láta sig tónlist- nokkru skifta, hvort sem þeir iðka hana sjálfir eða ekki. Næsti fyrirlestrir er í 'dag kl. 6 komið sjér upp gæsastofni, ættu; að notfæra sjer leiðbeiningar Gunn.- láugs læknis. v Því ekki hreindýr? Nú höfum við fengið sariðnaut að Gunnarsholtl' og Skorradal. Bjartsýnir menn sjá í framtíðinni sauðnautahjarðir á sveimi upp um fjÖTl og firnindÍ. 1 150 ár hafa hreindýr lifað á landi voru, án þess þau hafi þurft nokkura hirðingu. Svo mikið harð- gerðari eru þau en sauðkindin. Sauðnautiri verða naúmast tamin. Hreindýr er hægt áð temja. Hrein-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.