Morgunblaðið - 17.03.1931, Side 4
4
morgunblaðið
BLÓM & ÁVEXTIR
Hafnarstræti 5.
Nýkomið: Rósastönglar, Keramik-
vörur, Blómfrœ, Matjurtafræ, Fræ-
skálar, Blómstrandi Cliviur.
Fallegir túlipanar og fleiri lauk-
falóm fást í Hellusundi 6, sími 230.
Einnig Belt í Austurstræti 10 B hjá
V. Knudsen (uppi yfir Brauns-
verslun). Sent heim ef óskað er.
Blómaversl. „Gleym mjer ei“.
Nýkomið fallegt úrval af pálmum
og blómstrandi blómum í pottum.
Daglega túlípanar og hyacintur.
Fyrirliggjandi kransar úr lifandi
©g gerviblómum. Alt til skreyting-
ar á kistum. Sömuleiðis annast
▼arslunin um skreytingar á kistum
fyrir sanngjamt verð. Bankastræti
4. Sími 330.
-----:----l------------------
Tapast hefir púðurdós úr skel-
böku. Finnandi vinsamlega beðinn
að skila henni gegn fundarlaunum
í Skólastræti 5.
Herbergi með sjerinngangi ósk-
ast strax fyrir einhleypan. Tilboð
sendist A.S.Í. merkt ,Herbergi‘.
Alúðar þakkár fyrir auðsýnda
vináttu á sextugs afmæli mínu.
Hafnarfirði 14 mars 1931.
Halldór Friðriksson.
Þú ert Þreytt.
dauf og döpur í skapi. Þetta
er vissulega í sambandi við
slit tauganna. Sellur líkam-
ans þarfnast endurnýjunar.
Þú. þarft strax að byrja að
nota Fersól. — Þá færðu nýj-
an lífskraft, sem endurlífgar
Iíkamsstarfsemina.
Fersól herðir taugaraar,
Styrkír hjartað og eykur lík-
aiulegan kraft og lífsmagn.
Fæst í flestum lyfjabúðum og
Laagave s Hpöteki.
Besta eignln
barni hverju er Iífsábyrgð í
Ltfsábyrgðarf'el. Rndvaka
Lækjartorgi 1. Sími 1250.
Foreldrar, baraið yðar á að hafa
fengið allar framtennurnar þegar
það er ársgamalt. Kaupið mæðra-
|>ókina eftir prófessor Monrad.
dýr er hægt að hafa í stórum hjörð
um og láta þau lifa á útigangi.
Reynslan sannar að þau þrífast,
hjer. Efnaðir hreindýrabændur í
Lapplandi eiga 2—3000 hreindýr.
Fyrir 40 árum voru flutt 170 hrein
dýr til Alaska. Árið 1929 voru
hreindýr þar á 2. miljón. Því ekki
að fá hingað tamin hreindýr og
vana hjarðmenn með þeim og
lcoma hjer upp hreindýrarækt í
stórum stýl?
Samskot vegna Hafnarfjarðar-
brunans frá N. N. 10 kr. Siggu 10
kr. Ekkju 10 kr. Ásu og Ingu 5
kr. Ferðamanni 10 kr. í. Þ. 5 kr.
Til gamaUatr konu til kaupa á
viðtæki frá L. Á. 15 krónur. B. J.
10 kr. N. N. 5 kr. M. og K. 2 kr.
Ónefndum 5 kr. H. G. 5 kr.
Samskotin til útvarpstækjanna
hjá gömlu og blindu konunni hafa
gengið svo vel, að nú hefir hún
getað fengið sjer viðtæki af
góðri tegund. Er samskotum til
þessa því lokið hjer með hjá blað-
inu, og þakkar blaðið góðar undir-
tektir.
Til gamallar konu til kaupa á
útvarpstæki (seinustu samskot):
Ónefndur 5 kr., Smiður 5 kr. Þ. 5
kr. Viðtækjaverslunin gaf 40 kr.
í viðtækinu.
81 árs verður í dag (17. mars)
Margrjet Kláusdóttir. Suðurgötu
6, hjer í bænum.
Kveðja. Rjett fyrir andlát sitt
bað síra Guðlaugur Guðmundsson
son sinn að skrifa vini sínum og
gömlum bekkjarbróður brjef. Stíl-
aði hann brjefið sjálfur og bað við
takanda að skila hinstu kveðju
sinni til allra kunningja og vina.
Svo fylgdi þessi vísa:
Frjáls er andinn ferðbúinn,
förina Iítið heftir;
bráðum sinar, bein og skinn
í bólinu skil jeg eftir.
Um sveitirnar hjer fyrir austan,
Ölfus, Flóa, Skeið, Grafning og
Grímsnes, er sama sem enginn
snór, en áfrerar miklir og ísar. Má
víða kalla jarðlaust, en þar sem
autt er, er jörðin þur, víða mold-
rokin, og óholl skepnum.
Aftakaveður af austri var hjer
á sunnudaginn og náði langt aust-
ur eftir. Á Kolviðarhóli mátti
heita óstandandi veður um tíma
og blindbylur svo að ekki var
ratandi. Svo var hvast, að ekki
festi snjóinn — skóf hann af jafn
harðan.
Skóhljóð heitir kver, sem nýlega
er komið út. Höf. þess er Steindór
Sigurðsson. Eru þar fyrst eigin
ljóð, þá nokkrar þýðingar og sein-
ast „riss“, sem Þorsteinn Gíslason
kallar svo. — Steindór er nú far-
inn til Noregs og ætlar að spreyta
sig á því að skrifa fyrir stærri
þjóð en íslendingar eru.
Innflutningurinn. Fjármálaráðu-
neytið tilkynnir að í febrúar hafi
verið flutt inn vörur fyrir kr.
2.309.755, þar af til Reykjavíkur
fyrir br. 1.800.598.00 (FB).
Farsótitir og manndauði í Rvík.
Vikan 1.—7. mars. (í svigum tölur
næstu viku á undan). Hálsbólga 59
(64). Kvefsótt 39 (39). Kvef-
lungnabólga 28 (15). Gigtsótt 1
(2). Iðrakvef 4 (13). Inflúensa
1008 (1284). Hettusótt 0 (1). Tak-
sótt 5 (2). Eryth. nod. 0 (1). Stom.
apht. 2 (1). EQaupabóla 1 (2).
Umferðargula 0 (1). Impetigo 0
(1). Mannslát 9 (8). Landlæknis-
sbrifstofan.
Októberdagur var leikinn á
sunnudagskvöld fyrir fullu húsi.
Næst verður leikið á fimtudags-
kvöldið.
V.b. Reynir hjet bátur sá, er
sökk hjá Akranesi um daginn.
Nú hefir honum verið náð upp,
og var komið með hann hingað
til Reykjavíkur í fyrrakvöld. Kaf-
ari var sendur frá Hlutafjelaginu
„Hamar“ í Reykjavík, Þórður
Stefánsson, laugardagsmorgun kl.
5 með mótorbát sem kom frá
Akranesi til þess að sækja hann.
SIó hann festum á bátinn þar sem
hann lá á sjávarbotninum á 9
faðma dýpi. Þór kom upp á Skaga
kl. 3 e. h., sama dag, og kom
bátnum upp í fjöru um kvöldið.
Næsta morgun, var fiskurinn, er
var óskemdur, tekinn upp úr bátn-
um, þar á eftir þjettaði kafarinn
bátinn og kom Þór með hann
hingað á sunnudagskvöld kl. 6* á
ytri höfnina, en vegna storms var
ekki hægt að draga hann inn á
innri höfn fyr en kl. 4 á mánu-
dagsmorgun.
Það besta er altaf óflýrast.
VOLVO-vðrubilar.
Vörnbílaeigendur!
Hafið hugfast, að VOLVO eru traustustu og end-
ingarbestu vörubílarnir sem völ er á, enda búnir
til í Svíþjóð, úr hinu alkunna sænska efni.
VOLVO vörubílarnir eru nú einróma lofaðir af
þeim sem reynt hafa, og það jafnt í snjóahjer-
uðum Norður-Svíþjóðar, á fjallvegum Noregs,
sem annarstaðar á Norðurlöndum.
VOLVO vörubíll með bílstjórabúsi er nú til sýnis
og sölu hjer á staðnum.
Halldór Eiriksson,
Hafnarstræti 22. Reykjavík. Sími 175.
Jarðarför Andrjesar hreppstjóra
Ólafssonar á Neðra-Hálsi fer fram
að Reynivöllum miðviðudag 18. þ.
m. og hefst með húskveðju að
heimili hins látna kl. 10 árd.
Frá -Njarðvíkum FB. 16. mars.
M.b. Svanur liggur hjer. Er á leið
frá Siglufirði til Vestmannaeyja
með frosna síld. Msk. Skeljungur
liggur hjer og, einnig á leið til
Vestmannaeyja.
1 gott sbriistofnhorbergi
í Anstnrstræti, móti sól, er til leign irá 14. maí o. k.
A. S. f. vfsar á.
Fyrirliggf andi s
ÚtvarpiS í dag: Kl. 19.05 Þing-
frjettir. Kl. 19.25 Hljómleikar
(Grammófón). Kl. 19.30 Veður-
fregnir. Kl. 19,35 Upplestur (Sra.
Árni Sigurðsson). KI. 19.55 Óá-
kveðið. Kl. 20 Þýskukensla í 1.
fl. (Jón Ófeigsson yfirkennari).
Kl. 20,20 Hljómleikar: (Hljóm-
sveit Rvíkur.Stjómandi Dr. Mixa)
Kl. 21 Frjettir. Kl. 21,20—25 Er-
indi: Um Faust. III. (Ág. H.
Bjarnason próf.)
Hvéiti: Seuta í 50 kg. pokum. Hveiti Clinaux í 5|^
kg. pokum. Hveiti Snowbal í 5 kg. pk. Hrísgrjón pól.
/
Eggert Kristjánsson & Go.
HtvlnnBlevslð í Hevkisvfk.
Inllnensan.
Að hlýða góðum ráðum.
Já, einmitt það; svo þú hefir
fengið flensuna. Farðu heim og
fáðu þjer koníakstár. Jeg var eitt-
hvað slæptur hjer um daginn, og
drakk slenið blátt áfram úr mjer.
Já, einmitt; þú hefir inflúens-
una. Gættu. að þjer að bragða
ekbi vín. Jcg var eitthvað lasinn
um daginn. Jeg bragðaði ekki tár.
Þvert á móti. Jeg svolgraði í mig
flóaðri mjólk. —
Já, einmitt; þú hefir inflúensu.
Vertu brattur, gakktu úti í góða
loftinu. Sóttkveikjurnar þola ekki
útiloftið. Hafðu opna glugga dag
og nótt. Þannig batnaði mjer um
daginn. —
Já, einmitt; þú hefir inflúensu.
Farðu í rúmið. Gættu þess að þjer
verði ekki kalt. Sjáðu um að eng-
inn sje dragsúgur í herberginu.
Farðu varlega með þig. Vefðu
vinstri sokknum þínum um hálsinn
á þjer. Þannig læknaði jeg mig
um daginn.
Já, einmitt; þú hefir fengið in-
flúensuna. Náðu þjer straxílækni.
Það á að vera manns fyrsta verk.
Læknirinn bjargaði mjer um dag-
inn. —
Já, einmitt; svo þú hefir inflú-
ensu. Gættu þess að láta engan
lækni ná í þig. Læknar gera aldrei
neitt. Inflúensa læknast af sjálfu
sjer — ef hún læknast.
(Lauslega þýtt).
I Reykjavík er nú mikið atvinnuleysi og ekki horfuu
á, að mikil atvinna sje framundan handa þeim, sem hjeU
eru búsettir og nauðsynlegt að bæjarmenn fái að sitjk
fyrir þeirri vinnu, sem til fellur í bænum.
Fyrir því eru allir atvinnurekendur í Reykjavík beðn-
ir að taka ekki í þjónustu sína menn, sem ekki eru hjer
heimilisfastir og menn úr öðrum hjeruðum eru alvarlegá
aðvaraðir um, að koma ekki til Reykjavíkur í atvinnuleit.
Borgarstjórinn í Reykjavík 16. mars 1931.
Músagangur.
Frá Melbourne x Ástralíu er
isímað að stefnuvargur af músum
hafi sprottið upp á. sljettunum
meðfram járnbrautinni yfir álf-
una. Era þær í miljónahópum og
eyðileggja alt, sem verður á vegi
þeirra. J árnbrautarstöð varst j ór-
inn í Leongatha skýrir frá því, að
þessi ófögnuður hafi komið þang-
að á meðan hann var að af-
greiða járnbrautarlest. Mýsnar
þustu inn á skrifstofu lians og
tættu þar alt í sig, sem tönn á
festi. Meðal annars voru þær að
rífa í sig stóran bunka af 100
punda seðlum, þegar hann kom
að. Öll liús þar í nágrenninu fylt-
ust af músum og eyðilögðu þær
húsgögn, sængurfatnað o. s. frv.
Á margra mílna svæði var ekki
neinn friðnr fyrir þessum litlu
rándýrum.
K. Zimsen.
|hinn nýi stjórnarforseti savjet í
jRússlandi, sem tók við af Rykow,
iþegar Stalin ljet taka hann fastan.
Kona Wilkins, pólfarans, sem
ætlar til norðurheimskautsins í kaf
báti í sumar, verður með í förinni
og ætlar að skemta bátshöfninni
með dansi og hljófæraslætti á leið-
inni. Hún lieitir Susanae Bennet
er er kvikmyndaleikkona. .