Morgunblaðið - 17.03.1931, Page 6
MÖRGUNBLAÐIÐ
Skóhlífar
eru bestar.
Hvannliergslsræðar.
br anð,
Það er þjóðarhagnaður að nota
Ilreins vörur. Kaupið Hreins Sáp
ur, Þvottaefni, Skóáburð, Gólfá
burð, Vagnáburð, Pægilög, Kerti
og Baðlyf.
Stitesmai
•r stðra orfilft
kr. 1.25
á borfiið.
H9komið:
Karliíiannsúr á 6.00
Vekjaraklukkur á 5.60
Ávaxtasett 6 manna á 5.00
Skálasett 6 stk. á 5.00
Borðhnífar ryðfríir á 0.75
Bamaboltar frá 0.35
Munnhörpur Mýndarammar.
Búsáhöld o. fl.
I Eiin i Etfn
Bankastræti 11.
Hálshfiiðnnarbeiðni
á hendnr dómsmálaráöherra.
Páll HaHdórsson skólastjcai fer
þess á Jeit við efri deild Alþing-
is, að hún veiti sjer leyfi til þess
að stefna Jónasi Jónssyni dóms-
málaráðherra.
Páll Halldórsson skólastjóri
stýrimannaskólans hefir sltrifað
efri deild Alþingis svohljóðandi
brjef:
„í frv. til laga, sem lagt hefir
verið fram í efri deild Alþingis
um fimtardóm, er m. a. komist
þannig að orði í greinargerð um
frumvarpið:
„Pram að þessu mun hæstirjett-
ur hafa í slíkum málum leitað til
skólastjóra stýrimannaskólans,
Páls Halldórssonar. Á leiðbeining-
um hans hefir rjetturinn orðið að
byggja niðurstöður í mörgum tog-
aramálum. Bn nú er fokið í þetta
skjól líka, því að hr. Páll. Hall-
dórsson hefir tekið að sjer síðast-
liðið ár að verja mál íslensks
togara, sem dæmdur hefir verið í
undirrjetti fyrir einsýnt landhelg-
isbrot'1.
Framangreind ummæli munu
lúta að hinu svonefnda Belgaums-
máli.
Afskifti mín af því máli eru
þau, að verjandi máls þessa í
hæstarjetti bað mig að afmarka á
sjókort og landkort staðarpunkta
varðskipsins Ægis samkv. frum-
skýrslu skipherrans á því skipi,
út af kæru á hendur Aðalsteini
Pálssyni skipstjóra á togaranum
Belgaum, fyrir meint landhelgis-
brot 17. mars f. á.
Verjandinn baðst þess og, að jeg
ljeti skriflega í ljós álit mitt um
kæru þessa svo og um það, hvort
Belgaum mundi hafa verið í land-
helgi samkvæmt nefndri kæru.
Eftir tilgreindum hornmæling-
um skipherrans markaði jeg bæði
á sjókort og landkort staðar-
punkta varðskipsins, en komst í
verulegum atriðum að alt annari
■niðurstöðu en skipherrann. Áleit
jeg að mælingar þessar væru svo
varhugaverðar, að ekki mundi unt
samkvæmt þeim að sakfella Bel-
gaum. Þetta álit mitt styrkti og
sjerstaklega önnur atriði, sem jeg
álít óþarft að greina í þessu brjefi.
Geta vil jeg þess, að mjög færir
siglingafróðir menn hafa athugað
afmarkanir mínar á kortunum, og
komist að sömu niðurstöðu..
Af þessu verður ljóst, að í grein
argerð frumvarpsins er því drótt-
að að mjer, að jeg hafi vísvitandi
gefið ranga skýrslu fyrir rjetti og
þar með gerst brotlegur við hegn-
ingarlög. En þar sem jeg tel slíka
aðdróttun freklega árás á mannorð
mitt, leyfi jeg mjer að beiðastþess,
að e. d. Alþingis veiti mjer leyfi
til að stefna dómsmálaráðherra ís-
lands, eða til vara flutningsmanni
frumvarpsins, hr. alþm. Ingvari
Pálmasyni til ábyrgðar fyrir um-
mæli þau, sem að framan getur.
Vænti jeg fastlega að háttvirt
deild veiti mjer umbeðið leyfi.
Virðingarfylst,
Páll Halldórsson.
Til efri deildar Alþingis".
—-—----------------
9lBiO Bill“ kosinn
borgarstjciri í Chicago.
Nýlegu fóru fram borgarstjóra-
kosningar í Chicago og var
Thompson, sem nefndur er Big
Bill kosinn í fjórða sinn. Pjekk
hann 45.000 atkvæði fram yfir
keppinaut sinn Lyle dómara.
Það var A1 Capone og hinir
smyglarakónagarnir í Chicago sem
komu Thomson að enn einu sinni.
Hefir hann, jafnan verið þeim
liinn þægasti, enda víst fengið
sæmileg laun fyrir snúð sinn hjá
smyglurunum. En borgarstjórnin
hefir farið honum frámunalega
illa úr hendi, og lá við sjálft að
hann gerði borgina gjaldþrota.
í kosningabaráttunni, sem var
mjög hörð hafði Lyle dómari í
hótunum um það, að hann skyldi
koma á betri reglu og skxpulagi 1
borginni heldur en verið hefir,
ef hann yrði kosinn, en það kæra
Chicagobúar sig sýnilega ekkert
um.
------—
lljtt bannhneyksli
\
í New York.
Mörg eru nú orðin bannlaga-
hneykslin í Ameríku, en sumir
segja, að nú hafi komist upp um
stærsta launsalafjelagið í New
York, og telja þetta mesta hneyksl-
ið, vegna þess að um 1000 lækn-
ar og 500 lyfjabúðir lenda í mál-
inu. Það er talið, að fjelag þetta
hafi ’ grætt 20 miljónir dollara á
launverslun með áfengi. Lögregl-
an hefir látið greipar sópa um
borgina og hefir náð í 30 helstu
forsprakka fjelagsskaparins, þar
á meðal Sweetster, sem' er önnur
hönd smyglarakonungsins Kessl-
ers, sem talinn er „einn af þeim
fimm stóru“ í Bandaríkjunum. Til
dæmis um það hverja verslun
Kessler rekur með áfengi, er, að
stjórnin hefir gert honum að
greiða 7y2 miljón dollara í „tekju-
skatt.“
í leit sinni um boigina fann lög-
reglan t. d. í borgarhlutanum
Bronx 1500 vínseðla útgefna af
læknum,-en stærð skamtsins ekki
skrifað á þá. Árið sem leið liafa
læknar þar í borg gefið út 1.200,-
000 slíka vínseðla, og tóku einn
dollar fyrir hvern.
Stalin rekur Rjasanoff.
Rjasanoff hjet einn af helstu
mönnum bolsa. Hann var kenni-
maður þeirra og forstjóri Marx-
Eungels-stofnunarinnar í Moskva.
Hann var elsti maður í flokknum,
því að árið 1889 gekk hann í jafn-
aðarmannaflokkinn rússneska, sem
þá var við lýði, og fyrir tveimur
árum var 40 ára afniæli hans sem
flokksbróður haldið við „pomp
og pragt“ í Moska. En nú hefir
Stalin rekin hann úr flokknum
og fyrirboðið honum að koma
nærri Marx-Eungels-stofnuninni. -
Ástæðan er sú, að talið er að hann
hafi v.erið í einhverju makki við
menzhivika, og þar með gerst
flokkssvikari.
Friöun dýra.
Víðkunnur sænskur dýrawnur
og vísindamaður, Bengt Berg að
nafni, kemur fram með þá uppá-
stungu að Þjóðverjar gefi frið-
land þeim viltum dýrum í Evrópu,
sem nú eru að verða aldauða. Vill
hann að skaginn Darss í Pomm-
ern, sem er gegnt eynni Riigen,
verði afgirtur og f>ar gerður dýra-
garður í líkingu við Yellowstone-
Park í Ameríku. Þarna er skógur
mikill, um 6800 hektarar og gæti
dýrin verið þar frjáls og frið-
helg. Aðallega leggur hann kapp
á að þangað sje fluttir elgir frá
Þýskalandi (sem hann segir að
sje af miklu betra kyni heldur en
elgir í Svíþjóð og Noregi), enn
fr mur vísundar og fleiri skógar-
dýr.
Iíann hefir borið mál þetta upp
fyrir þýskum yfirvöldum, og hafa
þau tekið því vel, til dæmis fixll-
trúi stjórnarinnar í Stralsund,
prússneska stjórnin og forstjóri
dýragarðsins í Berlín, Heck.
Sprenging
í jafnaðarmannaflokknum breska.
Um seinustu mánaðamót sagði
Sir Charles Trevelyan kenslumála-
ráðheri-a Breta af sjer. Um leið
skx-ifaði hann Mac Donald harð-
ort brjef, og segir þar, að það
komi æ betur og betur í ljós að
stjórnin triú alls ekki á „social-
ismann“ að hann geti orðið
Sir Oswald Mosley.
landinu ,til bjargar. Kveðst hann
eigi lengur vilja vera samábyrg-
ur gerðum stjórnarinnar, sem ekki
sje annað en kák. í hans stað hefir
Lees-Smith póstmálaráðherra verið
skipaður kenslumálaráðherra, en
Atlee gerður að póstmálaráðherra.
Stjórnin hefir nú beðið hvern
ósigurinn eftir annan í þinginu, og
er það álit manna að hún missi
aðeins álit við það, að hanga
fast við völdin, þrátt fyrir það,
í stað þess að sýna af sjer hug-
rekki og láta nýjar kosningar
fara fram. 7
Uin sama leyti og Trevelyan
sagði af sjer, sagði Sir Oswald
Mosley að ýmsir aðrir merkir
menn sig úr jafna^ðarmannaflokkn-
um. Sir Oswald var í fyrra ráðu-
neyti Mac Donalds. Jafnframt
stofnaði hann sjerstakan flokk
og æt.lar sá flokkur að berjast
með hnúum og hnefum á móti
stjórninni. Hygst hann að hafa
að minsta kosti 400 frambjóðend-
ur við næstu kosningar. Hefir Sir
Nýkomið mikið ai
Blóma- og
Jurtafræ.
Valfl PoBÍseu.
Sími 24.
fiiænii egg,
18 anra.
Á. i
Allir
sem gera vilja g'óð kaup, eiga
erindi í
ilaiGhester.
Dilkakjöt.
KLEIN,
SÍmi 73.
Slyriuhrogn
(kaviar)
í g'lerkrukkum, nýkomin. —
Sjerstakle^a Ijúffeng.
Mjðlkurfielag Reykjaalkur
Kolasalan u.
Sími 1514.
Oswald skorað á þjóðina að
styrkja flokkinn bæði með ý'jár-
framlögum og við kosningar.
Samgöngumál Rússa
Stalin hefir beðið Charles Hill,,
einn af kxmnustu járnbrautarfor-
stjói’um í Ameríku og miljóna-
mæi’ing, urn það að koma til
Rússlands og hafa umsjón með
framkvæmd þeirra samgöngubóta
sem gert er ráð fyrir í fimm ára
áætluninni. Var gert ráð fyrir að
Hill legði af stað frá Ameríku
í febrúarmánaðarlok. Honum verð-
ur fengið fullkomið einveldi í öll-
xxm samgöngumálum Rússlands
meðan hann er þar.
Kai p'ö bók dr. Ð C.t>.
Mataræði og þjóöþrif