Morgunblaðið - 18.03.1931, Síða 2

Morgunblaðið - 18.03.1931, Síða 2
2 MORGITNBLAÐÍÍ) c fr H* EðMSKIPAFJELAGfll ÍSLANDS Y REYKJAVÍK Dettifoss11 n fer hjeðan á föstudagskvöld (20. mars) klukkan 8 til Hull opf Hamborgar. Farseðlar óskast sóttir fyr- ir hádegi sama dag. Hýkomið: Sagomjöl •i Toppasyknr olitwrfxxif^ I Málverkasýning Kristjáns Magnússonar í Goodtemplarahúsinu. Opin daglega frá kl 1—9. k i 2025 m. mitar á góðn standi, óskast keyptur. Til- boð merkt „101“ afhendist A .S. í. fyrir 20. þ. m. Bæiarins bestu larðarber kg. &tB á 2,75 SNARA-SNiBRLIKI Það er áreiðanlega eagin tilviljnn ,Smári“ bregst yður aldrei. að einmitt nú biðja húsmæður um „SMÁRA“-smjörIíki. Það er löngu öllum ljóst, að „Smári“ hefir alt af verið fremstur í sinni grein og’ ekkert verður sparað til þess að tryggja það einnig í framtíðinnl — Nemendasýning ..igrnor Hanson Nærfötin ágætu eru kom- in aftur, allar stærðir. Verðið lækkað. Á sunnudaginn var hjelt ungfrú Rigmor Hanson nemendasýningu í Nýja Bíó. Var þar hvert sæti skip- að og voru áhorfendur stórhrifnir. Var hjer og uiti stærri danssýningu að ræða en nokkurn tíma hefir sjest hjer áður. Þarna voru sýndir um 30 listdansar og samkvæmis- dansar og tóku þátt í þeim um 120 nemendur ungfrúarinuar. — Auk þessa sýndi hún einkadansa, scm hún er hreinn og beinn snillingur í. Bæði er það að hún hefir notið góðra kenuara,. og hefir sjálf sjer- staka hæfiíeika um að gera dans- inn unaðsþrunginn og heillandí. Þess vegna verður henni svo vel ágengt um kenslu nemenda sinna, og gerir þá að listamönnum áður en nokkur veit af. En svo að við snúum ökkur aft- ur að sýningunni á sunnudaginn: Hún Ása litla systir hennar Rigmors dansaði þar yndislega. Þá var sýnd- baraaleikfimi, skemtileg og listræn. Og fyrir þá, sem íþróttum unna, er það gleði- legt að sjá hve stýlkveðnar, falleg- ar og liprar hreyfingar. Og það er gaman að sjá, bæði frá íþrótta og listrænu sjónarmiði, hver tök ungfrú Rigmor hefir á neméndum sínum, körlum jafnt sem konum. TTm það báru vitni fimdansar (Plastik-Seria) hennar og 10 'stádkna. Það var eins og hinar hugfögtu og héillátidi álfameyjar þjóðsagnanna fyltu þá leiksviðið. Ekki voru heidur síðri datisarnir, sem 14 ungir menn sýndu. Þarna sýndu enn fremur 60 börn nýja og gamla samkvæmisdansa; voru þau öll svo vel samæfð að aðdáun á- horfénda vakti. Mirtnast má og á nýtískudansinn „Les Jockeys", sem 12 ungar stúlkur sýndu, alveg prýðilega. Og ekki má gleyma „Baby BalletÁ, sem 8 litlar stúlk-- ur dönsuðu á tánum, og var sú yngsta aðeins 4 ára. Er það gull- fallegt að sjá hreyfingar þessara smábarna og hve vel þeim hefir verið kent. í stuttu máli: Sýningin fór prýðilega fram og bar vott um hve þjálfaður kennari ungfrú Han son er. Og svo hefir hún margt til að bera þar að auki, sem vert er að taka fram: fegurð og yndis- þokka, og „mimik“, samfara ljett- um og unaðslegum hreyfingum, og hæfileika til þess að kenna öðr- um að ná þeim stýl, sem hún sjálf hefir náð. Þess skal að endingu getið að nemendasýningin verður endurtek in á sunnudaginn kemur í Nýja Bíó, og hefst kl. 2. Efalaust verður þar fult hús og er mönnum ráð- lagt að ná sjer í aðgönguiniða tím- 'anlega. Á. t Andrjes ðlafsson hreppstjóri andaðist hjer í bæ 3. þ. m. Er þar mætur maður í valinn hniginn. Segir æfisaga hans frá kjarki, áræði og karlmensku. Er að vonum sár harmur kveðinn að ástvinum hans, og sæti hans autt í fögru sveitabýíi, og mjög nýtum manni á bak að sjá í bygðarlagi hans, því að það ber öllum saman um, að hreppstjórinn á Neðra Hálsi í Kjós'hafi verið sveit sinni betri en enginn. Æfi alla dvaldi Andrjes í Kjós- inni. Þar fæddist hann 26. jtiní 1869, og ólst upp á fæðingarstað sínum, Bæ í Kjós. Það var lán þessa manns, að vera alinn upp -á góðu sveitaheimili, og það er æfisaga hans og starfssaga, að ! hann stjórnaði með dugnaði og ' sæmd rausnarheimili, og var þar j-studdur í góðu verki af ágætri ; konu sinni, Ólöfu Gestsdóttur, en | þau giftust 18. okt. 1902, eignuð- i ust þau 14 börn, og af þeim eru 13 á lífi, 3 dætur eru giftar, en heima í foreldrahúsnm eru 7 synir og 3 dætur. Það skýrir sig sjálft, að hjer dugði ekki að sofa eða ! sitja auðum liöndum. Hjer varð að vaka og vinna. Starfsgleðin átti þá einnig heima hjá ötulum | dugnaðarmanni, sem vann með höndum sínum, en leitaði einnig fróðleiks og þekkingar, og veittist þess vegna auðveldara að greiða úr vandamálum sjálfum sjer og , öðrum til heilla. Þar sem Andrjes var, mátti líta heimilisrækinn mann, sem bjó fyrirmyndarbúi, ] fyrst í Bæ og síðar á Neðra Hálsi. En hann var einnig kirkjrn ækinn, og ljet sjer ekki nægja að koma þangað sem áheyrandi, en kom þangað, til þess að starfa. Um fjölda mörg ár var Andrjes í sóknamefnd, og söngstjóri var hann í Reynivalla og Saurbæjar- kirkju um 40 ára skeið. Andrjes heit. leitaði af heilum ; huga hins helga og háa, hins sanna og rjetta. Er ekki eðlilegt, að slíkra manna verði leitað, að eftir þeim verði spurt? Það var spurt eftir Andrjesi. Það var spurt eftir honum í sveitinni, og mörg voru trúnaðarstörfin, sem honum voru falin. í hreppsnefnd var hann í fjölda mörg ár, og hreppstjóri síðustu 10 árin. Hann starfaði af alhug að velferðarmál- um sveitarinnar. Sjálfur treysti hann sigri góðs málefnis. En slík- um mönnum er einmitt óhætt að treysta. Menn fundu, að óhætt var að treysta Andrjesi, hann brást ekki traustinu. Þess vegna er minningin blessuð um nýtan sæmdarmann. Geymd verður minning göfngs stórhónda í blessun hjá hömum j búenda lands. Þegar hið rjetta og ■ sanna fær að festa rætur á heim- iíunum, þá streymir blessun til bygðarlagsins, og þannig fer hið rjetta eldi um landið. Það þarf að leggja áherslu á slíkt landnám. Því má ekki gleyma, að „bóndi er hústólpi og bú er landstólpi". Því skal þá heldur ekki gleýmt, að Andrjes hreppstjóri elskaði þjóð sína, og skoðanir hans vom ekki í þokn, en ákveðinn var hann í sannfæring sinni og það var* hon- nm hjartans mál að fylgja rjettu máli, vildi hann af alhug vinna að því, að dagsbirta væri yfir | liinni íslensku þjóð. | Þegar vjer minnumst Andrjesar j lireppstjóra Ólafssonar, þá veri sú | minning oss hvöt til þess að biðja. um sanna, heita menn, er vilja heill fósturjarðarinnar. Sigri sannindi og samheldi; ást guðs öllum hlifi. Blessun veitist heimili og ást-; vinum Andrjesar, og bjart sje yfir sveit hans og sveitungum. Þá væri vel, ef margir líktust Andrjesi Ólafssyni. Þá yrði bjart- ara yfir landi voru. Veit þá engí, að eyjan hvíta á sjer enn vor, ef fólkið þorir guðí að treysta, hlekki hrista, hlýða rjettu, góðs að bíða? Sje minning Andrjesar hrepp- stjóra blessuð. Frá Siglaflrði. Siglufirði, 17. mars. Skíðaæfingar halda áfram undir stjórn Torvö með góðum árangri. Ákveðið er, að kappmót fari frans dagana 27. til 28 mars og verður kept um verðlaun, en að þess« sinni verður ekki hægt að keppa um skíðabikar Sigluf jarðar. Keppa karlar í 3 flokkum, í loftstökki og- 10 km. göngu. Konur keppa í ein- um flokki. Mótið er ákveðið me5 hliðsjón af skipaferðum að sunn- an. Torvö skíðakennari er 24 ára gamall og hefir staðið lengst loft- stökk 63 m. Var hann annar á Hol menkoHenmótinu. Tíð óstilt og snjóasöm. Fann- fergi mikið. Ekki gefið á sjó síð- ustu daga, en allgott veður í landi í gær og í dag. Inflúensu er farið að verða vart í bænum. Tilfellin væg og frem- ur fá. Breska stjórnin verður undhr í atkvæðagreiðslu. London 16. mars. United Press. FB. Ríkisstjómin beið ósigur í neðri málstofunni í dag er feld var breytingartillaga við kosningalög- in, þess efnis, að Lnndúnaháskólr sendi eigi framv. fulltrúa á þingi. Úrslit atkvæðagreiðslnnnar voru 246:242. Ólíklegt er talið, að af- leiðing ósigursins verði sá, a5 stjómin fari frá. Atvinnuleysi Dana. Khöfn 17 .mars. Tala atvinnuleysingja í Dan- mörku var í febrúarlok 75.613. J

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.