Morgunblaðið - 18.03.1931, Blaðsíða 3
mmmiwmiiiiiimimiimwiiiimtnnniinmnminihmj
MORGUNBLAÐIÐ
3
Útgeí.: H.f. Árvakur, Reykjavlk =|
Ritstjórar: Jón Kjartansson.
Valtýr Stefánsson.
Ritstjórn og afgreitSsla:
Austurstræti 8. — Simi 500. =
Auglýsingastjóri: E. Hafberg. ||
Auglýsingaskrifstofa:
Austurstræti 17. — Simi 700. ^
Heimasimar:
Jón Kjartansson nr. 742.
Valtýr Stefánsson nr. 1220. =
E. Hafberg nr. 770.
Áskriftagjald:
Innanlands kr. 2.00 á mánutSi. =
Utanlands kr. 2.50 á mánutii. =
í lausasöiu 10 aura eintakltS.
20 aura metS Lesbók. =
JllllllllllillllllllllilIIIIIIIllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllÍH
Zeppelin greifi
kemur til íslands 1. júlí.
(Binkaskeyti).
Kaupmannahöfn 17. mars 1931.
•Zeppelinfjelagið þýska tilkynn-
ir, að loftskipið Beppelin greifi
komi til íslands 1. júlí næstkom-
;íandi.
* • • • —•ornmtf- • * • *
Skipstraaá.
Majmbjörg.
Höfðabrekku 17. mars PB.
Um klukkan fjögur í morgun
'strandaði færeysk skonnorta á
JVIeðallandi. Heitir hún Queen ViC-
toria og er frá Vestmanhavn. —
Skipsmenn, nítján að tölu, björg-
^úðust allir. Komust þeir í verslun-
-arhús kaupfjelagsins þar á sand-
iaum, en þar er sími, og gátu þeir
því gert vart við sig, en annars
iafði sjest til þeirra og höfðu
toenn búist til að koma þeim til
’aðstoðar. Munu strandmennimir
®ú komnir til bygða.
Mari í dag og gær. Eru komnir
agœtir hagar. Heyskortur enginn
^•íer um slóðir.
Þýski ríkiskanslarinn
V veikur.
Berlín 17. mars.
Miiller ríkiskanslari er alvarlega
Veikur eftir uppskurð við innvort-
*smeihsemd.
Fjárlög Dana.
United Press. PB.
-^Íárlaganefnd fólksþingsins hef-
,p borið fram 448 breytingartillög-
við fjárlögin, sem nú koma til
• umr. Breytingartillögumar eru
estar frambornar til iitgjalda-
^kkunar. Nemnr lækkuD útgjald-
sem till. fara fram á, yfir
^Jlj. kr.
Þingtíðindi
SíldareinokBUin.
Neðri deild.
Þrír Sjálfstæðismenn í Neðri
deild, þeir Jóh. Þ. Jósefsson, Pjet-
ur Ottesen og Ólafur Thors flytja
frv. um breyting á lögum um
einkasölu á síld. — Framvarp
þetta fer fram á, að breyta til um
yfirstjórn Síldareinka.sölunnar. —
Samkvæmt uppástungu frum-
varpsins, skulu fimm menn eiga
sæfi í íitflutningsnefnd, og kosn-
ir á aðalfundi einkasöiunnar. Að-
alfund skulu sækja 24 fuiltrúar, 13
kosnir af síldarútgerðarmönnum,
8 af sjómannafjelögunum og 3 af
skipstjóra- og stýrimannafjelög-
unum, eftir reglum, er atviúnu-
málaráðherra setur. Útflutnings-
nefnd ræður framkvæmdarstjóra,
einn eða fleiri. — Svo sem sjá má
á þessu, fer frv. fram á, að
tryggja eigendum síldarinnar,
sjómönnum og útgerðarmönnum
óskorinn rjett til að ráða því,
hvernig einkasölunni skuli stjóra-
að. Er breyting þessi í fullu sam-
ræmi við háværar kröfur sjó-
manna og útgerðarmanna um alt
land.
Jóh. Jós. mælti fyrir frv. með
ítarlegri og skörulegri ræðu, þar
sem hann rakti í stórum dráttúm
Kneykslissögu einkasölunnar. Hef-
ir margt af því, sem hann sagði,
komið fram opinberlega áður, en
síðar gefst e. t. v. tækifæri tii, að
bæta ýmsu við það langa synda-
registur, er ræðumaður dró fram
í dagsljósið.
Haraldur Guðmundsson and-
mælti frv., vill hann auðsjáanlega
halda óstjórninni áfram, svo að
bitlingasjúkir flokksbræður missi
ekki bita. Umræður urðu allmiklar
um þetta mál, og tóku þátt í
þeim, auk þeirra er nefndir voru,
Jón Auðun, P. Ottesen, Sigurður
Eggerz og Magnús Jónsson. Að
lokum var frv. vísað til 2. umr.
og sjútvn.
. Efri deild.
Á dagskrá voru þrjú mál, öll
fyrirferðarlítil. 1. var frv. um
breytingu á lögum u» tilbúinn
ábnrð. Pjetur Magnússon og Páll
Hermannsson báru fram þær
breytingar við frv. að greiða
skyldi úr ríkissjóði flutningskostn-
að áburðar á landi, um veglengd
er færi fram úr 30 km. Og að
álagning á áburðinn skyldi vera
4% í stað 2%. Pyrri brtill. var
feld en hin síðari þá tekin aftur.
Frv. síðan samþykt og vísað
til 3. umr.
Næsta mál var frv. Erlings fyr-
ir bæi og sveitafjel. og til að taka
einkasölu á fiski, brauði, mjólk,
salti .kolum, sementi og trjávið.
Þetta frv. er afturganga frá í
fyrra. Tók enginn til máls nema
Erlingur. Prv. gekk til 2. umr.
og allsherjarnefndar.
Þriðja málið var frv. um bóka-
söfn prestakalla. Pór það umræðu-
laust til 2. umr.
Snowden sjúkur.
London 17. mars.
United Press. PB.
Frá Grensham í Surrey er sím-
að, að Sir John Thomson "Walker
hafi gert uppskurð á Snowden
fjármálaráðherra, sem líður eftir
atvikum vel eftir uppskurðinn.
Slys
20 menn farast.
St. Johns 17. mars.
United Press. FB.
Ketilsprenging varð á laugar-
dagskvöld í selsveiðaskipinu „Vik-
ing“ skamt frá Horse Island, Ný-
fundalandi. Sprengingin orsakaði
þegar svo miklar skemdir á skip-
inu, að það tók þegar að sökkva
vegna leka. Ætlað er, að helming-
ur skipshafnar hafi f'arist. Er víst,
að margir drukknuðu, er menn
reyndu að bjargast upp á ísjaka
sem flutu fram lijá skipinu, er
það var að sökkva.
Síðar: Samkvæmt seinustu fregn-
um fórust tuttugu menn, er „Vik-
ing“ sökk. 16 skipsmenn liafa
bjargast á land, samkvæmt skeyti
til eigenda skipsins í Newyork.
Frá I. S. I.
PB. 14. mars.
17. júní 1931. Eins og undan-
farin ár verður háð hjer í Reykja-
vík íþróttamót, sem hefst 17. júní.
ÖUum fjelögum innan 1. S. 1. er
heimil þátttaka. Sambandsstjórn-
in hefir falið glímufjel. Ármann,
Iþróttafjelagi Reykjavíkur og
Knattspyrnufjelagi Reykjavíkur
að standa fyrir þessu landsmóti í
sameiningu. Verður mótið nánar
auglýst síðar.
Íslandsglíman verðnr háð í júní-
mánuði n.k. Sambandsfjelögin eru
beðin að senda nöfn væntanlegra
keppenda fyrir 1. júní til glímu-
fjel. Ármann, Rvík, sem hefir ver-
ið falið að standa fyrir glímumót-
inu. Keppt er um glímubelti í. S. í.
Handhafi þess er nú Sigurður Gr.
Thorarensen. Einnig verður keppt
um Stefnuhornið. Handhafi þess
er nú Þorsteinn Kristjánsson. Báð-
ir í Ármann.
Einmenningsfimleikakeppni verð
ur háð hjer eins og undanfarin ár,
samkvæmt reglugerðinni um fim-
leikabikar 1. S. í. — Handhafi
T^yggvi Magníisson (í. R.). í-
þróttafjelagi Reykjavíkur hefir
verið falið að halda mótið og slculu
væntanlegir keppendur tilkynna
fjelaginu þátttöku sína.
Plokkskeppni í fimleikum fyrir
öll fjelög innan 1. S. í. verður háð
samkvæmt reglugerðinni um far-
andbikar Oslo Turnforening. Hand
hafi bikarsins er glímufjelagið Ár-
mann, Rvík, sem falið hefir verið
að standa fyrir mótinu.
SkíðaJjelag Siglufjairðar hefir,
eins og getið hefir verið í skeyt-
um til PB„ ráðið til sín norskan
skíðakennara, Helge Tomö að
nafni. Hann er 24 ára að aldri og
hefir stokkið 63 metra í „Bærum“
hengjunni í Oslo. Er hann talinn
mjög fær skíðakennari. í. S. I. vill
alvarlega skora á alla skíðamenn
að nota þessa kenslu, sem Skíða-
fjelag Siglufjarðar veitir ókeypis.
En ferðir og fæði verða nemendur
að greiða. Allar upplýsingar um
skíðanámsskeiðið fá menn hjá for-
se.ta í. S. 1. og hr. Guðmundi
Skarphjeðinssyni, skólastjóra á
Siglufirði. Skíðaganga er ein af
hinum nytsömustu íþróttum og því
er þess að vænta, að menn láti
þe’tta góða tækifæri ekki ganga
úr greipum sjer.
Alþingishátíðin. Allir þeir, sem
’Sjómenn og verkamenn!
Leðuraxlabönd o. m. fl.
Maskínuskór
Hrosshárstátiljur
Trjeskóstígvjel
Klossar
Sjóvetlingar
Kuldahúfur
Ullartreflar
Nærfatnaður fjölda teg.
Olíustakkar fjölda teg.
Olíufatnaður alskonar
Trawldoppur
Trawlbuxur
Peysur alskonar
Sjósokkar
Kuldajakkar fóðraðir með
loðskinni
Skinnvesti
Skinnjakkar
Vinnuvetlingar fjölda teg.
Gúmmístígvjel, V. A. C„
allar stærðir
Vattteppi fjölda teg.
Ullarteppi
Baðmullarteppi, madressur
Nankinsfatnaður
allar stærðir
Fatapokar
Patapokalásar
Vasahnífar
Strigaskyrtur
Enskar húfur
Sjóhattar
Samfestingar
Við höfum stærst og f j ölbreyttast úrval af
öllum þessum vörum.
Verðið ávait þið lægsta.
Komið því lyrst til okkar.
Veiðarfæraverslunin „Geysir".
Orfmooansleikor
glímuf jelagsins Ármann verður haklinn í Iðnú laugardag-
inn 28. mars kl. 9 síðd .
Tvær hljómsveitir.
Aðgöngumiða fá fjelagsmenn fyrir sig og gesti sina
hjá Áslaugu Þorsteinsdóttur í Efnalaug Reykjavikur,
Laugaveg 84. Sala hefst fimtudag 19. mars.
STJÓRN ÁRMANNS.
Mifiikurhtt fliveslnoa
hefir útsölu fyrir vesturbæinn, á Vestnrgötu 29,
S í M 1 2 3 4 2
Fæst þar Nýmjólk, rjómi, skyr, smjör
og hin viðurkenda
Heilsumjólk. — Einnig brauð og Kökur frá
Björnsbakaríi. Sent heim til kaupenda.
Kemur daglega nýtt á markaðinn.
1 FISKBURST AR 1
• •
• besta tegund fyrirliggjandi, í heildsölu, ódýrast S •
• •
VeiðarfæraverslBBiBBt „Geysi“. :
• •