Morgunblaðið - 18.03.1931, Side 5
Miðvikudaginn 18. mars 1931.
Verkin tala
ii
Alþingi 1926 afgreiddi lög um
útsvör, og gerði þá breytingu á
áfrýjunar-rjetti gjaldenda, að í
stað þess að sýslunefndir og bæj-
arstjórnir feldu fullnaðar-úrskurð
um ltærur yfir útsvörum, ganga
kærur nú alls ekki til sýslunefnda
og bæjarstjórna, heldur til yfir-
skattanefnda, en úrskurði þeirra
má enn áfrýja til stjórnarráðsins,
er þá fellir fullnaðarúrskurð um
málið.
Margir litu svo á, að í breytingu
þessári fælist aukið öryggi fyrir
gjaldendur. í bæjarstjórnum að
minsta kosti, var þá orðin harð-
snúin pólitík flokkaskifting. Þess-
ar bæjarstjórnir kusu pólitískar
niðurjöfnunarnefndir, og báru ó-
beinlínis ábyrgð á gjörðum þeirra.
En ákvörðun niðurjöfnunarnefnda
varð ekki áfrýjað til annara en
þeirra sömu bæjarstjórna, sem
kosið höfðu niðurjöfnunaraefnd-
irnar.
1 sveitafjelögum mun pólitísk
niðurjöfnun síður hafa átt sjer
stað, og minnist jeg ekki að hafa
heyrt neinu slíku haidið fram um
úrskurði sýslunefnda í útsvars-
málum- ,.
En Alþingi hefir sýnilega ekki
athugað, er breyting þessi var
gerð, að ríkisstjórnir eru líka póli-
ískar, eða þá að minsta kosti geng-
ið út frá því, að staðan legði bönd
á hvatir þeirra. Var því víst vor-
kunn.
En nú liefir reynslan í þessu efni
sannað það, að til er svo sterk
ranglætishvöt að henni halda eng-
in bönd, jafnvel ekki þau bönd,
sem þó oft hefta gerspilta afbrota-
menn, sem sje þau, er mönnum er
sýnd mikil tiltrú.
Ef þingmenn skyldu ekki hafa
veitt þessu eftirtekt, þykir mjer
rjett að birta tvö dæmi, er að mínu
viti sýna, að áfrýjunarrjetti út-
svarsgreiðenda verður að breyta
frá því, sem nú er.
Hjer, eins og annars staðar, þar
sem kaupfjelög hafa risið upp, og
eðlilega náð umdir sig talsverðu af
þeirri verslun, sem iitsvör voru
áður lögð á, hefir þó orðið að fara
mjög vægilega í álagningu á kaup-
fjelagið. Eigi að síður kærði kaup-
fjelagið útsvar sitt, strax og nú-
verandi stjórn kcrm til valda, og
gekk svo tvö skifti. Var í annað
skiftið krafist 1400 kr. lækkunar,
en í liitt skiftið 1000 kr. lækkunar
Hreppsnefnd áleit kærurnar á
engum rjetti bygðar, og yfir-
skattanefnd sá sjer ekki heldur
fært að sinna þeim, svo neinu veru
legu næmi. En Tryggvi Þórhalls-
son lækkaði bæði útsvörin þegar,
eins og um var beðþð. Þurfti kær-
andi ekki annað en að nefna upp-
hæðina, því úrskurðurinn var öll-
um bersýnilega rangur, enda órök-
studdur.
Þessi úrskurður gat þó verið
sprottinn af því, að Tr. Þórhalls-
son h-efði ekki staðist þá freistingu
að gera kaupfjelaginu greiða, þótt
liann með því bakaði hreppnum
ranglega 2400 kr. tjón og tekju-
halla, tjón, sem auðvitað var
hreppnum mjög tilfinnanlegt. En
annað dæmi sýnir, að sú hvöt að
gera öðrum ilt, er ekki óríkari hjá
ráðherranum. Bera eftirfarandi úr-
skurðir í útsvarskærumáli Tang
& Riis verslunar á Sandi fullljós
vitni um það.
Til þess að fyrirbyggja allan
misskilning skal það tekið fram, að
báðir yfirskattanefndarmennirnir,
sem úrskurðinn feldu, með
sýslumanninum eru skipaðir
af Tryggva Þórhallssyni, og því
auðvitað framsóknarmenn ,svo að
hlutdrægni Tang &Riis í vil af
pólitískum ástæðum, kemur ekki
til mála:
Útskrift úr gerðabók jdirskatta-
nefndar í Snæfellsness- og Hnappa-
dalssýslu.
Ár 1930, laugardaginn 20. sept-
ember, var yfirskattanefndarfund-
ur Snæfellsness og Hnappadalss.
settur á skrifstofu sýslunnar í
Stykkishólmi.
A fundinum voru allir þrír aðal-
menn í yfirskattanefndinni, Páll
V. Bjarnason sýslumaður, Sigurð-
ur Steinþórsson kaupfjelagsstjóri
og Hallur sýslunefndarmaður
Kristjánsson á Gríshóli.
Verkefni fundarins er að úr-
skurða kærur þær, er yfirskatta-
tiefndinni hafa borist yfir útsvör-
um álögðum í vor.
Utsvarskærurnar með fylgiskjöl-
um þeirra voru framlagðar.
Var fyrst tekin til meðferðar
kærn verslunar Tang & Riis á
Sandi og úrskurðuð þannig af yfir
skattanefndinni
1. Kæra verslunar Tang & Riis,
Sandi:
Árið 1929 var niðurjafnað í Nes
hreppi utan Ennis útsvörum að
upphæð samtals 14.650 kr. Það ár
lagði hreppsnefnd tjeðs hrepps
á kæranda, verslun Tang & Riis,
Sandi 4200 kr, útsvar, sem fýrst
var lækkað af lireppsnefnd um
200 kr. niður í 4000 kr. og svo af
yfirskattanefnd sýslunnar með úr-
skurði uppkveðnum 26. sept. f. á.
niður í 3600 kr. Árið 1930 hefir
verið niðurjafnað í hreppnum út-
svörum á 166 gjaldendur samtals
15740 kr. og þar af á verslun Tang
& Riis 5.200 kr., en er verslunin
kærði íitsvarið, hækkaði hrepps-
nefndin útsvarið frá sinni fyrri
álagningu, án nánari rökstuðnings,
að því er sjeð verður, upp í 6000
kr. Útsvaraliæð hreppsins í ár
verður því alls 16540 krónur og
útsvar kæranda rúm 36% af öllum
útsvörum hreppsins í ár.
Kærandi skýrir frá í kæruskjöl-
unum, að hagur verslunarinnar
hafi þrengst að miklum mun í ár,
því að bæði hafi verslunin orðið
fyrir miklu tapi á saltfiski frá því
að innkaup fiskjarins fór fram á
síðastliðinni vetrarvertíð, og einn
ig hafi vöruvelta verslunarinnar
með útlendar vörur verið miklu
minni í ár en undanfarið; enn-
fremur hafi útistandandi skuldir
hækkað að mun. Yfirskattanefnd-
ipni er kunnugt um að þeitta er
rjett hermt hjá kæranda.
Útsvörin á Sandi samkvæmt nið-
urjöfnunarskrá 1930 hafa hækkað
um ca. 10% frá niðurjöfnunar
skrá 1929, en útsvar kæranda hefir
hreppsnefndin hækkað úr 3600 kr,
upp í 6000 kr. eða um 66%%
þrátt fyrir það þótt verslunin hafi
gengið allmikið saman og hagur
hennar versnað frá í fyrra. Þessa
miklu hækkun á útsvari kæranda
verður yfirskattanefnd að telja
órjettmæta,
Með tilliti til hækkunar útsvara
alment í Neshreppi utan Ennis í
ár, um ca. 10% frá í fyrra, þykir
útsvar kæranda, sem var í fyrra
3600 kr. hæfilega ákveðið í ár
4000 kr., og þykir útsvarið ekki
mega hærra vera með tilliti til
versnandi hags verslunarinnar. —
Yfirskattanefndin úrskurðar því
hjer með, að útsvar kæranda skuli
lækka úr 6000 kr. niður í 4000 kr.
Gerðabók lesin upp og samþykt.
Fundi slitið.
P. V. Bjarnason.
Sigurður Steinþórsson.
Hallur Kristjánsson.
Til Tang & Riis verslunar á
Sandi.
Rjetta útskrift staðfestir.
Skrifstofu Snæfellsness- og
Hnappadalssýslu.
Stykkishólmi 11. nóv. 1930.
Jón Steingrímsson-
Atvinnu- og samgöngumálaráðu-
neytið.
Reykjavík, 23. desember 1930.
Ráðuneytið hefir í dag ritað
hreppsnefnd Neshrepps utan Ennis
„Ráðuneytið hefir athugað kæru
hreppsnefndarinnar ,dags. 15 októ
ber þ. á., yfir útsvari Tang & Riis
verslunar á Sandi fyrir árið 1930
og virðist því rjett að útsvarið
skuli vera 6000 krónur, svo sem
upphaflega var ákveðið.
Úrskurðast því samkvæmt 24.
gr. útsvarslaga 15. júní 1926, að
útsvar verslunar Tang & Riis á
Sandi skuli fyrir árið 1930 vera
6000 krónur' *.
Þetta tilkynnist versluninni hjer
með.
F. h. r.
E. u-
(Sign.) Páll Pálmason.
Til verslunar Tang & Riis,
Sandi.
(Allar leturbr. mínar Á. Þ.).
Eftirtektarvert er það, að ráð-
herranum liggur svo mikið á að
fella rangan úrskurð, að hann les
ekki einu sinni skjöl málsins, og
fer því með rakalaus ósannindi í
úrskurðinum, sbr. orðin: „svo sem
upphaflega var ákveðið“, því út-
svarið var alls ekki upphaflega
6000 kr., heldur 5200 kr., eins og
skýrt er framtekið í úrskurði yfir-
skattanefndar.
Varla mun þó rjett að kalla
þessa úrskurði ráðherrans „rjett-
armorð“. Vantar sýnilega eitt^eða
tvö stáfgólf í hið andlega lireysti
mannsins, sem sje þau, er ætluð
voru rjettarvitund og blygðunar-
semi, eða þá að saltvíkurtýra skyn-
seminnar hefir ekki náð að lýsa
þar upp.
En Alþingi hlýtur að sjá, að ef
áður var þörf að tryggja gjald-
endur fyrir hlutdrægni sýslu
nefnda og bæjarstjórna, sem jeg
að sönnu ekki veit til að þurft
hafi, þá hefir þó verið skift um
til hins verra. Sýna þau dæmi, sem
jeg hefi til fært, að hjá núverandi
stjórn og hennar líkum, sem von
andi eru fáir, geta flokksmenn
pantað ranga úrskurði eftir vild
sinni.
Slíkt ástand er óþolandi.
Ágúst Þórarinsson
Nýbomlð:
Rngmiðl „Biegdamsmölleu“
HáUsigtimifil
Hrísmiðl
Tirestone
Footwear f Company
Birgðir í Kaupmannahöin hjá
Bernhard Kjær
Gothersgade 49. Möntergaarden.
Köbenhavn. K.
Simnetni Hoimstrom.
Ekta gráir og hvítir
Strigaskór
með
hrágnmmisóla.
Aðalumboðsmaður á íslandi
Th. Benjaminsson
Garðastræti 8. — Reykjavík.
HvBlkoktrl tiisalos.
Moderne utstyret hvalkokeri, kapasitet 25000 fat, og
tre hvalbaater tilsalgs paa rimelige vilkaar. Nærmere
under bill. mrk. „7818“ til Heroldens Annoncebureau A.S.
Oslo, Norge.
Stai-íanprkendt med Barneplejeafdeling.
Grundig praktisk og teoretisk Undervisning i alle Husmoderarbejðer.
Skolen udv'det bl. a. med elektrisk Kekken. Nyt Kursus begynder
4. Koveinker og 4. Maj. Pris llð Kr. mdL Program sendes.
statsunderstettelse kan seges.
Telf. Sora 102 og 442. E. Vestergaard, Forstanderlnde.
L U D 0.
Taflmenn. — Taflborð. — Spil. — Spilapeningar o. fl.
Bákaverslnn ísafoldar.
Fyrirliggf andi:
Hve'iti: Seuta í 50 kg. pokum. Hveiti Clinaux i 50
kg. pokum. Hveiti Snowbal í 5 kg. pk. Hrísgrjón pól.
Eggert Kristjánsson & Co.
Silvo
silfurfægilögur
er óviðjafnan-
legur á silfur,
plet, nickel og
alumineum
Fæst i öllum
helstu verslun^
um.
Til Heftavíkur,
Sandgerðis og Grinda-
víkur daglegar ferðir
frá
Steindóri,
Sími 581.