Morgunblaðið - 20.03.1931, Blaðsíða 6
líORGUNBLAÐIÐ
L U D 0.
Taflmenn. — Taflborð. — Spil. — Spilapeningar o. fl.
Bókaverslnn ísafoldar.
MlðlkurhO Blveslnoa
hefir útsölu fyrir vesturbæinn, á Öldugötu 29,
S í M I 2 3 4 2
Fæst þar Nýmjólk, rjómi, skyr, smjör
og hin viðurkenda
Heilsumjólk. — Einnig brauð og Kökur frá
Björnsbakaríi. Sent heim til kaupenda.
Kemur daglega nýtt á markaðinn.
MeialaHsi.
Tilboð óskast í 170 föt og 250 blikktunnur af með-
alalýsi, af þessa árs framleiðslu H.f. Bræðslufjelags
Keflavíkur.
Verðið sje miðað við f. o. b. Keflavík.
Tilboðin sendist undirrituðum fyrir 22. þ. m.
Friðrik Dorsteinsson
Keflavík.
Fyrirmyndar iieimili.
Á ísafirði er heimili eitt, sem
ekki mun eiga marga sína líka á
íslandi. Það er húsmæðraskóli, sem
kvenfjelagið Ósk hefir haldið þar
í 12 ár.
Jeg veitti því eftirtekt á síðasta
landsreikningi, að árið 1929 hefir
verið greitt til húsmæðraskóla og
húsmæðrafræðslu á Laugum í Þing
eyjarsýslu kr. 31 þúsund.
Þetta er ekki lítil upphæð fyrir
eina einustu sýslu á landinu. En
þegar það er athugað, hve afskap-
lega mikið þjóðin á undir því fjár-
hagslega, heilsufarslega og menn-
ingarlega, að heimilunum sje
stjórnað af hagsýni, þekkingu, og
menningarlegum göfugleika, þá
hverfur allur efi um það, að vei
sje ávaxtað fje það, sem varið er
til þess að menta íslenskar lms-
freyjur og húsfreyjuefni.
En jeg rakst á nokkuð annað
við lestur þessa landsreiknings,
nokkuð, sem minti mig á það, að
ekki er nóg að lesa upphaf hverrar
hókar, til þess að fella um hana
dóm. Skilningur Alþingis íslend-
inga á mentun húsmæðra er lík-
lega ekki rjett lesinn í línunum
um húsmæðrafræðslu í Þingeyjar-
sýslu, og líklega ekki heldur í
næstu línu, sem er um húsmæðra-
skólann á'lsafirði, því þar standa
aðeins 5 þúsund krónur.
Jeg undraðist mjög þennan
mikla styrkmun, og jeg ásetti mjer
að kynna mjer ástæðurnar.
Skólanum á ísafirði var jeg
nokkuð kunnur, og vissi að hann
var í miklu áliti, því aðsókn að
honum er úr öllum landshlutum og
svo mikil, að hann hefir stundum
ekki rúmað helming umsækjand-
anna. Jeg gerði mjer því erindi
þangað, er jeg var á ísafirði síð-
ast, og skoðaði þetta heimili hátt
og lágt.
Jeg kom fyrst í eldhúsið. — 1
fljótu bragði sjeð líktist það mest
smekklegum litlum sýningarsal, og
aldrei hefði jeg haldið að andrúms
loft í eldhúsi gæti verið svo tært,
og laust við íblöndun krydds og
seyddra efna. Síðar fjekk jeg færi
á að reyna rjetti þá, er þarna eru
búnir til. Þykír mjer ólíklegt að
mörg eldhús á Islandi sjeu full-
komnari en þetta, eða búi til
kræsilegri rjetti úr jafn einföldu
efni.
Jeg kom í kenslustofurnar. Var
þar sniðið og saumað, en nokkrár
af námsmeyjunum sátu að vef í
kjallarahæð hússins. Þar stóðu 7
vefstólar, og var uppi vefur í 5
þeirra, ýmist einfaldir en smekk-
legir tvist- eða ullardúkar, marg-
faldur glitvefnaður, ofinn með 8
höföldum, eða flosaður skrautvefn-
aður. Þarna er ofið fjölmargt til
klæðnaðar, glugga- og dyratjöld,
teppi og allskonar dúkar.
Þessi heinravefnaður ‘setur svip
á alt heimilið. Tjöld, dúkar, teppi
og svæflar, ' alt er gnægt, og
virðist svo íburðarmikið, sem væri
það verk ættliða, og sprottið upp
af fornu auði. En þegar spurt
er um, hvað þetta kpsti, þá undr-
ast maður svarið. Að sönnu er
vinna ekki talin til kostnaðar, en
þetta er líka svo ótrúlega ódýrt,
miklu ódýrara en útlenda „kram-
Mjólkurbú Flóamanna
Týsgötu 1 og Vestur0ötu 17.
Sími 1287. Sími 864.
Daglega nýjar mjólkurafurðir. —
Sent heim.
ið“ sem við þekkjum að hangir
saman á hjegómanum, svo maður
þorir vaila að líta á það.
Öll heimili á íslandi ættu að
vera lík þessu að umgengni og
vinnubrögðum.
Kennarar skólans eru þrír. For-
stöðukonan, ungfrú Gyða Marías-
dóttir, kennir matreiðslu og heim-
ilisstjórn. Ungfrú Hólmfríður
Kristinsdóttir frá Núpi í Dýrafirði
.kennir vefnað og klæðagerð, og
fni Kristín Ólafsdóttir læknir
kennir heilsufræði og margt það,
er mæðrum er þarflegt að vita. AU
ir eru kennararnir stórvel að sjer
í sínum fræðum, og kensla þeirra
hin fullkomnasta.
En einn er sá hlutur, sem mjög
er skóla þessum t-il baga: Hann
býr við mjög þröngan fjárhag.
Stjórn skólans hefir sett sjer
það mark, að hafa hann svo ódýr-
an að fátækar stúlkur væru ekki
frá honum lokaðar. Skólagjaldið
hefir því ekki verið liaft nema 75
kr. á mánuði fyrir alt: heimavist-
ir, fæði og kenslu, — og ekkert
inntökugjald. En húsnæði er afar-
dýrt og ]>ó of lítið, svo skólinn
getur aldrei sint nema nokkru af
umsóknum, en ýmiss. kostnaður
verður jafn hár, hvort námsmeyj-
ar eru fleiri eða færri.
Ef þingmenn ættu þess kost- að
sjá skóla þennan og kynnast
rekstri hans, myndu þeir án efa
allir verða samtaka um að hækka
að mun styrkinn til bans. Þeir
myndu ekki vilja verða þess vald-
andi að landið bíði það tjón, að
slíkt fyrirmyndarheimili þyrfti að
leggjast niður.
Sigurður Kristjánsson.
Matreiðsla.
býning og námskedð í því að hag-
nýta íslenskt grænmeti.
1 dag ætlar ungfrú Helga
Thorlacius að hafa sýningu í mat-
reiðslu á Skólavörðustíg 23, og er
sú nýlunda við þá sýningu, að
þar verður látið sjá hvernig hægt
er að gera afbragðs mat úr inn-
lendu grænmeti, svo sem fjalla-
grösum, skarfakáli o. s. frv.
Á seinni árum hefir nautn græn-
metis mjög farið í vöxt, vegna
þess að fólk er farið að skilja hve
holt það er. Hingað til Islands
hefir verið flutt miliið af græn-
meti frá útlöndum, og er ekki
nema gott um það að segja. En við
eigum hjer talsvert af slíku, svo
sem fjallagrös, skarfakál, geitna-
skóf o. fl. sem er indælis manneldi
(sbr. bók dr. Bjargar C. Þorláks-
son: Mataræði og þjóðþrif).
Ungfrú Helga Thorlacius hefir
sem sagt sýningu í dag í meðferð
þessara rjetta. En upp úr helginni
ætlar hún að hafa námskeið, sem
verður framhald af sýningunni.
Verður námskeiðið í viku fyrir
hverja, þrír tímar á dag, og alt
að 12 stúlkum (eða húsmæðrum)
geta tekið þátt í hverjum flokki.
Að vísu er þarna ekki aðeins kend
matreiðsla grænmetis, heldur einn-
ig annara daglegra fæðutegunda,
svo sem meðferð og matreiðsla á
kjöti og fiski, framreiðsla brauð
með smjöri og áleggi, tilbúningur
á ýmsum siipum o. fl.
Frk. Thorlacius liefir haidið
nokkur slík námskeið hjer í bæn-
um áður, og liefir verið frá þeiir
sagt í Morgunbl. Mun leitun á
konu, sem aflað hefir sjer jafn
víðtækrar þekkingar á matreiðslu
eins og hún, og fengið hefir jafn
góða þekkingu á því sviði.
Sjioítvöriihús Reykjavíknr
Þegar þið kaupið blautsápu
munið þá að biðja um Hreins
krystalsápu Hún fæst altaf
ný tilbúin, úr bestu efnum,
og hennar góðu þvottaeigin-
leikar eru löngu viðurkendir.
íslensk sápa fyrir íslendinga.
Siliurtært
þerskalýsi
selur
Verslnnin
BjðruiBn.
Jergstaðastræti 35, Sími 1091
Hvennagullið.
hve óviturlegt það var og ljet
mjer nægja að spyrja: — Þekkið
þjer hann?
— Það veit hamingjan, jú, hróp-
aði hann. Hann er frændi minn.
*
Báðir erum við Mironsac. Hann
er Mironsac Castervar, en jeg er,
eins og þjer kannske munið að
jeg sagði yður, Mironsac Castei-
roux. Hann kallar sig Mironsac,
en jeg mig Castelroux, til þess að
hægt sje að aðgreina okkur. Skoll-
inn hafi það, það er þó ekki ein-
asti munurinn á okkur, því að með
an hann baðar sig í rósum meðal
stórmennisins í París — þeir eru
efnaðir Mironsacarnir frá Castél-
vert — verð jeg, fátæklingurinn
að vinna allskonar sorpvinnu hjer
suður í Languedoc.
Jeg virti hann nákvæmlega fyrir
mjer ennþá einu sinni. Með því að
minnast á hinn ástúðlega Miron-
sac, dró hann fram í huga mjer
endurminninguna um nóttina
frægu, þegar jeg gerði veðmáljð
illu heilli, og ósjálfrátt var jeg
farinn/ að hugsa um hvernig þessi
göfuglyndi æskumaður — ó, það
var um seinan þá — hefði reynt
að fá mig til að ’ sleppa þessum
áformum mínum, með því að leiða
mjer fyrir sjónir, hve honum, þess-
um heiðarlega unga manni, fyndist
þetta ósæmilegt og í alla staði ó-
göfugmannlegt athæfi.
Yið töluðum mikið um frækni
hans og jeg tók jafnvel svo djúpt
í árinni að jeg játaði að jeg mæti
þenna náunga sjerstaklega mikils
og hældi honum á hvert reipi.
Þetta stuðlaði að því að auka enn
frekar vinarþel það sem hann
hafði viljð sýna mjer, frá því
fyrsta er hann tók mig fastan, svo
að jeg gerðist brátt svo djarfur að
biðja hann að auka því við allan
þanp greiða, er jeg ætti honum
að þakka, að fá mjer aftur mynd-
ina, sem menn hans höfðu tekið
úr vasa mínum. Mig langaði til að
íá Marsac hana, og sagði að hún
myndi stuðla enn frekar að því að
hann tryði því, sem jeg ætlaði að
scgja honum.
Castelroux kom ekki með nein-
ai mótbárur.
— Já, auðvitað, svaraði hann og
tók hana upp úr vasa sínum. —
sem á að biðja yður fyrirgeíning-
ar á að jeg hafi ekki gert, það fyr
ótilkvaddur. Hvaða gagn skyldi
lögreglustjóranum vera að þessari
mynd.
Jeg þakkaði honum og stakk
nistinu x vasann.
— Yeslings ’ungfrúin, sagði
hann hann og kinkaði kolli fullur
samúðar. — Fjandinn hafi það
Lesperon, þetta er laglegt starf
fyrir hermann að inna af hendi,
þetta hjerna, eða hvað finst yður?
Skrattinn sjálfur! Mjer þykir mik-
ið að það gerir manni ekki ilt í
skapi það sem eftir er af lífinu
og reki mann inn í skúmaskot ti1
að forða sjer undan augnatilliti
lieiðarlegra manna. Bara að mig
hefði órað fyrir að starf hermanns-
ins væri svona, því að þá hefði
jeg hugsað mig tvisvar um, áðixr
en jeg ákvað að velja þenna starfa
mjer til lífsviðurværis, heiðarleg-
um manni. Nokkuð heldur vildi
jeg heldixr vera heima í Gascogne
nú og rækta jörð mína, en að láta
misbrúka mig til starfa sem þess-
ara.
— Elskulegi ungi vinur, sagði
jeg hlæjandi, það sem þjer gerið,
gerið þjer í nafni konungsins.
----Það gerir líka sjerhver aum-
asti þorpslögregluþjónn, svaraði
hann með óþreyju og yfirskegg
hans titraði vegna háðsbross þess
sem ljek um varir hans. — Hvílík
hörmung að jeg skuli eiga að
stuðla að því að tára þessa ungu
stúlku. Hvílík hneisa! Almáttugi
guð, hvílík andstygð.
Jeg gat, ekki að mjer gert að
hlæja að þessari örvæntingu, sem
hann ljet svona hreinskilnislega í
ljós. Hann leit undrandi á mig og j
svip hans var talsverð aðdáun, því
áð maður sem gat hlegið jafn-
hjartanlega meðan svo stóð á, sem
mi, átt-i skilið að að honxxrn væri
dáðst, — að minsta kosti sam-
kvæmt skilningi þessa ágæta unga
manns.
10. kapítuli.
Örkumlamaðurinn.
Klukkan var tæplega tíu þegar
við hjeldum innreið okkar í bak-
hússgarðinn hjá Couronne kránnx
í Grenade.