Morgunblaðið - 12.04.1931, Qupperneq 9
'Sunnudaginn 12. apríl 1931.
9
Hugnsbliksmynd af beim lystarlausu.
Þeir kíma þegar Jónas hefir ekki annað en rekjur
og gálfskán að bera á bolsajötuna.
Rógnrinn
um dr. Helga Tómasson.
Ritstjórí Tímans dæmdur í 4ö0
.króna seðct, eða til vara 20 daga
fangelsí og 100 kr. í máls-
kostnað.
Nýlega yar hjer í blaðinu
skýrt frá úrslitum nokkurra
mála, sem dr. Helgi Tómasson
hafði höfðað gegn ýmsum mönn
nm í stjórnarkjlkunni, er voru
að þóknast stjórninni með því,
að rægja hann og svívirða í
sorpblöðum stjórnarinnar. Úr-
slit þeirra mála urðu þau, að
sex undirtyllur stjórnarinnar
voru ©f lögmanninum í Reykja-
vík dæmdar í sekt og máls-1
kostnað fyrir meiðyrði, og sví-
virðingamar ómerktar með dómi.
Á fimtudaginn var kvað dr.
Björn Þórðarson lögmaður upp
dóm í máli því, er dr. Helgi
Tómasson höfðaði gegn Gísla
Guðmundssyni, ritstjóra Tím-
ans. Voru hin umstefndu um-
mæli dæmd dauð og ómerk, og
Gísli dæmdur í 400 kr. sekt, eða
til vara 20 daga einfalt fang-
elsi; ennfremur var hann dæmd
ur tii að greiða dr. Helga 100
krónur í málskostnað.
Svo fór um sjóferð þá.
v «• ’4 { ' i.' ÍJh * 0 '
Ferðafjelagió. !
Aðalfundur.
Aðalfundur Ferðafjelagsins'
var haldinn á.fö8tudagskvöldið.
Formaður fjelagsins, Björn Ól-
afsson, skýrði frá störfum þess
og fyrirætlunum.
Fer hagur þess batnandi og
álit vaxandi eftir því, sem það
vinnur lengur. Merkasti viðburð
urinn í sögu fjelagsins árið sem
leið, var bygging ferðamanna-
skálans við Hvítárvatn, sem von
andi á eftir að koma mörgum
ferðamönnum og útilegumönn-
um að góðu liði.
í ráði er, að fjelagið gangist
fyrir skemtiferðum á 'næsta
sumri hjeðan úr bænum, —
taki 1—3 daga. Farið verði t.
d. upp í Hvalfjörð, vestur á
Snæfellsnes, út á Reykjanes,
suður í Selvog (Strandarkirkja)
að Hvítárvatni, að Torfajökli
og e. t. v. víðar. Fjelagsmenn
einir geta tekið þátt í ferðum
þessum.
Næsta Árbók fjelagsins fjall-
ar um Fljótshlíð, Þórsmörk og
F.yj af j all asveit.
Á aðalfundinum flutti Guðm.
Einarsson frá Miðdal fyrirlest-
ur um fjallgöngur, og hve ó-
metanlegt gagn menn geti af
þeim haft. Guðm. Einarsson var
kosinn í stjórn fjelagsins í stað
Jóns Baldvinssonar bankastj.
Flokkagllman.
Hín stærsta glíma, er sögur
fara af, þar sem einn glímir við
alla, og allir við einn, hefst kl.
3 í dag í Iðnó. Þarna verða 27
glímumenn í tveimur flokkum.
í fyrri flokknum eru 16, og
ættu þar því að verða glímdar
120 glímur. 1 seinni flokknum
eru 11, og ætti þar að verða
glímdar 55 glímur, eða alls 175
glímur. En sennilega verða þær
ekki svo margar. Menn verða
látnir ganga úr leik smám sam-
an, þegar þeir hafa fengið á-
kveðinn byltufjölda.
Það má ganga að því vísu,
þar sem svo margir menn keppa
— og úr ýmsum fjelögum, að
meiri fjölbreytni verði í glím-
unni, heldur en þegar menn,
sem vanir eru að glíma saman,
eigast við. Hjer er líka ósýnna
um úrslitin, því að komið getur
það fyrir, að besti glímumað-
urinn falli fyrir þeim, sem lje-
legri eru, vegna þess, að hann
þekkir ekki glímuaðferðir
þeirra. Eru þess mörg dæmi, og
eitt| þó ríkast í minni, þegar
Guðni lagði glímukongana á ís-
landsglímunni, og hlaut þar af
nafnið kóngabani.
í fyrsta flokki glíma þessir
Ármenningar: Ágúst Kristjáns-
son, Georg Þorsteinsson, Jörg-
en Þorbergsson, Lárus Salómons
(son, Ólafur Jónsson, |Stefán
Bjarnason og Þorsteinn Einars^
sön. Frá ,,K.-R.“ keppa: Hin-
rik Þórðarson, Jóhannes Bjarna
son, Marino Norðkvist, Reynir
Gíslason, Sigurjón Hallvarðs-
aon og Tómas Guðmundsson. —
frá ,,I.-R.“ keppa: Bjarni Jóns
son, Leó Sveinsson og Yiggó
Jónsson.
í öðrum flokki keppa frá K.-
R.“: Björgvin, Jónsson, Eyjóif-
ur Þorsteinsson, Hallgrímui
Oddsson, Jóhann Inyvarsson,
Ólafur Þorleifsson og Sigurður
Einarsson. — Frá ,,Ármanni“
keppa: Axel Oddsson, Ásgeir
Einarsson, Jón Egilsson og Jón-
as Jónsson. Frá „Í.-R.“ keppir:
Sigfús Sigurðsson.
Er hjer mannval mikið sam-
ankomið í báðunr flokkum, og
illt er nú að hafa ekki stærra
samkomuhús en Iðnó, því að
það , rúmar áreiðanlega ekki
nema svo sem helming, þeirra,
sem á þessa stórkostlegu kapp-
glímu vilja horfa.
„HIatleysi“
Alþýðaflokksius.
Alþýðublaðið birtir í gær svo
hljóðandi brjef frá þingmönn-
um Alþýðuflokksins, til forsæt-
isráðherra:
„Reykjavík, 9. apríl 1931.
Vjer undirritaðir alþingis-
menn Alþýðuflokksins á Alþingi
1931 tilkynnum yður hjer með,
herra forsætisráðherra, að eins
og yður áður er kunnugt, er
hlutleysi Alþýðuflokksins gagn-
vart ríkisstjórn Alþýðuflokks-
ins lokið, og erum vjer nú í and
stöðu við ríkisstjórnina.
Jón Balctvinsson, Hjeðinn Valditnars-
son, Sigurjón Á. Ólafsson, Erlingnr
Friðjónsson, Tfaraldur Guðinúndsson“.
Ekki verður sjeð, að forsæt-
isráðherrann hafi tekið brjef
þetta alvarlega. Brjefið er sent
forsætisrh. fimtudaginn 9. þ. n\.
Svo leið sá dagur, einnig föstu-
dagur og laugardagur, án þess
að forsætisráðherrann skýrði
Alþingi frá þessu. Nú lilýtur for
sætisráðherranum að vera það
ljóst, að ef alvara fylgir þess-
ari tilkynningu þingmanna Al-
þýðuflokksins, þá er stjórnin
ekki lengur þingræðisstjórn. —
Var það því skylda forsælisráð-
herra, að skýra Alþingi frá
þessu. Vanræksla hans í þessu
efni virðist benda til þess, að
hann taki þá ekki alvarlega.
þingmenn Alþýðuflokksins. —
„Fyrirkomulagsatriði".
Tíminn liefir verið æði hljóður
um tekjuhallann mikla. Síðan Ein-
ar á Litla-Eyrarlandi var látinn
„svara“ fyrirspurn Jóns Þorláks-
sonar, hefir Tíminn ekkert sagt
í því máli. Svarið birti hann puk-
nrlega á afviknum stað — stakk
byrjuninni inn í fjármálahugleið-
ingar skepnulœknisins og ljet skott
ið hverfa á næstu síðu.
Þó uokkuð sje um liðið. er ekki
rjett að láta þetta ein&taka „svar“
búa eilíflega að grafarfriðnum.
í fyrirspurn sinni sakar .1. Þ.
fj ármá 1 aráðlierra um:
1. að hann hafi talið gjöícl til
vega og síma 550 þ\xs. kr. lægri en
hmnvm var vitánlegt, aðrþau höfðu
ofðið á árinu. >
Fra þetta þurfti eltki neitt að
efast, því fyrir lágu skýrslur um
þessar greiðslur, bæði ft-á vega
málastjóra og landssímastjóra. —
Hjer lilaut því að vmra um ein-
i’alda reikningsfölsun að ræða, ef
ráðherrann giit ekki gert grein
fyrir misfærslunni.
Og hver var svo greinargerð
hans?
Hann segir svo:
„Ymsar upphæðir sem standa
í fjárlögum næsta árs, eru greidd-
ar á næsta ári á undan, en ekld
reikningsfærðar endanlega fyrr en
á því ári, er viðkomandi fjárlög
giJda fyrir,“
Þetta er nú góci byrjuiv, en nú
var bara eftir að sanna, að þetta
Jvefði verið gert. Hvaða upphæðir
gat nú ráðlierrann Jvent á. er sv n i
stæði á ineðf Ilanu s-vgði ;aö svon
Jiefði verið farið að með vegagerð
í DalasýsJn og Skaftafellssýslu.
Fjárveitingar til vega \ þessum
sýslum á árinvt 1931 er um 5"
þús. kIin ef tillag til. sýsluvega
og því um líks er talið með, reikn-
aðist J.: Þ. svo, að þetta gæti náð
72 þús. kr. Spurði liann fjármála-
váðlierra hvort hann ætti að ganga
vit frá því, að ráðherrann gæti
ekki gert grein fyrir öðru en
þesisu. Ráðherraiuv þagði. Sú þiign
þýðir, að háiúi verður að viður-
kenna að hafa falsað-reiknings
yfirlit sitt unv -nálægt (4 miljón
króna á .þessuúi v'tv'j jið.
2—3. spuiniivg Þ. mn þ:ið'
hvers vegna ráclv • r-r; mi lvefði fclí
vvndan að te’ju rÝ»-- • h u u
4y2 iniljón kr„ er farið hefðu til
ýmissa verklegra framkvæmda rík-
issjáðs og 1J4 milj. kr. Sem keypt
lvefðáv verið fyrir hlutabrjef v Ut-
Yogsbanka- íslands, svaraði ráð-
herrftnn enn með því, að þetta
væri fyrirkomulagsatriði. — Um
skýrslu sína sagði hann: „Átti hún
að sýna tekjuhalla eða tekjuafgang
þjóðarbivsivts'1. Þetta er alveg rjett.
En ivvers vegna sýndi liún þá að
eins rúmlega 17 nviljónir kr. vvt-
gjöld og þar með tekjuafgang,
þegar vitgjöldin samkvænvt ríkis-
liókhaldinu lvafa orðið nær 24 milj.
kr. og tekjuhalli unv 6(4 milj. kr.
Fyrir þvi gerði ráðherrann grein
á þennan hátt:
„Á rekstrarreikningi ríltisins
hafa hingað til verið færð útgjöld
og fekjur samkvæmt fjárlögum,
svo og þau útgjöld önnur, er sam-
kvæmt eðli sínu hljóta að teljast
með beinurn útgjöldum ríkissjóðs,
enda þótt þau hafi ekki verið
greidd af beinum tekjum ríkisins,
eða verið álrveðin í fjárlögum.“
i(Leturbr. hjer).
Það er nú einmitt þetta, sem
verið er að fará fram á við ráð-
herrann, að hann telji rneð ríkis-
gjöldum, það sem greitt hefir ver-
ið úr rtkissjóði, þótt ekki hafi ver-
ið fyrir hendi ríkissjóðstekjur til
greiðshinnar og gjöldin ekki verið
á fjárlögum.
Ráðherrann viðurkennir, að þetta
hafi verið venja 0g þetta eigi að
gera, en hann lvefir breytt þver-
öfugt við venjur, og sínar eigin
kenningar. Hann talar um, að
venja hafi verið, að telja með
ríkisútgjöldum eins þær fjárhæð-
ir, setn’ gfeivldár - ervv ý utau fjár-
laga, því áuðvítað eru þær greiðsl-
ur Ivka ríkisútgjöld. En stjómin
lvans hefir leikið þann ljóta. leik,
I , . '
| að nota rikissjóðinn eins og
I flokkssjóð, og þegar svo langt var
| komið að útgjöldin væru orðin
i ná kvæmlega helmingi hærri en
fjárlög heimiluðu, varð Einar frá
Litla-Eyrarlandi hræddur. Þá fór
lvann að reyna að fela. Hann bar
eina og eina nviljón gjaldanna út
í tóptarbrot og gróf niður, uns
konvinn var tekjviafgangur 82 þús.
króntvr!
Frá Noregi.
Kjör sjómanna.
NRP. 11. apríl FB.
Sáttasemjari hefir borið fram
málamiðlunartillögu um k.jör
sjómanna á skipum, sem eru í
förum milli Noregs og annara
landa. Tillagan verður lögð
fyrir báða aðila til atkvæða-
greiðsJu. Svarfrestur til 30. apr.
Ríkislögr''-?la.
I ríkisráðinu hefir komið fram
iiliaga um. stækkun og endur-
skipulagningu á ríkislögregl-
unni. Ráðgert er, að í hinu nýja
íúkislögregluliði verði 72 meim
undir stjórn rlkislögreglustjóra.
Meginhluti lögreglunnar verð-
ur í Oslo og grend. Ráðgert er,
að breytingin gangi í gildi frá
ársbyrjun 1932. Útgjöld vegna
þessa áætluð 50.000 kr.
i
Verðlæklsun. V
Samkvæmt skýrslum Jrá Stá-
tistiske .Centralbyraa“ hefir dýr
iíðin minkað um eitt stig í mars
frá því, sem var í febrúar, eða
um sjö ság (.poÍBts) frá því á
sama tíma í íyrra.
Fjánnálakreppan og hernað-
arskaðabætumar.
Washington, 9. apríl..
United Press. FB.
Montagu Norman, aðalbanka-
stjóri Englandsbanka, er hjfer
stadduv og hefir hjer þriggja daga
viðdvöl. Samkvæmt góðvun heim-
ildum mun Mr. Norman hafa látið
, M -
uppi þá skoðun við fjármálameúni
hjer, að það mundi hafa góð áhrif,.
ef óþvingaðri fjármálastefna væi’i
tekin upp, að því er Mið-Evrójm-
ríkin snertir. Ennfremur kvað lár.
Norman lvafa rætt um möguleik-
ana til þess að fara vægara í sak-
irnar, að því er snertir ófriðar-
kvaðir Austurrvkis og Þýskalands,
með það fyrir augum, að af leiðí
batnandi ástand í Evrópu. Ef tií
kæmi með frekari framkvæmdir í
þessa átt er talið líklegt. að Banda
ríkin hefði forgöngu um að veita
tveggja ára gjaldfrest á ófriðar-
skuldum. — Hins vegar er al-
ment ætlað, að Bandaríkin muiú
bíða átekta uns sjeð verður til
hvers ráðgerðar umræður stjóru-
málamanna í Evrópu leiða, en
þær umræður eiga aðallega að
verða um almenna ráðstefnu um
ófriðarskuldir og ófriðarskaðabœt-
ur. Fyrr en svo sje komið muni
ekki að vænta samvinnu frá Band»
ríkjunum um þessar ráðagerðir.
Uppreisn og óspektir.
NRP., 11. apríl FB.
í sambandi við uppreisn her-
liðs á Madeira hafa brotist
óeirðir í Lissabon. Borgin hefir
verið lýst í umsátursástandi.