Morgunblaðið - 14.05.1931, Síða 7
MOKGUNBLAÐIÐ
7
lengi þekt Th. J. og aldrei kynst
betri manni. Þegar, hún átti erfitt,
<og Th. J. var lítt efnum búinn,
reyndist hann henni sem besti vin-
ur og mikið athvarf. tííðar, þegar
eitt af börnum hennar þurfti á
að halda, bauðst hann til að
hlaupa undir baggann. Þeir eru
•eflaust ekki fáir sem gætu sagt
svipaða sögu.
(Til fróðleiks eru eftirfarandi
tölur:
Lengd Korpúlfsstaða 80 m.
Breidd, þar sem mest er 30 m.
Til samanburðar má taka Lands-
bókasafnið. Lengd þess er 36 m.,
breidd 19 metrar.
Tún, fullræktað um dagsl. 400,
hálfræktað dagsl. 70—80.
Heyfengur af töðu talinn í þurra
handshestum um 6000.
Verð á öllum mjólkurvinsluvjel-
um og útbúnaði þeirra um kr.
100.000.
Búskap rekur Th. J. alls á 5
jörðum. Kýrnar eru alls 300).
G. H.
Gunnlausur Ssors'einsson
á Kiðjabergi
áttræður.
Á morgun (15. maí) verður átt-
ræður einn af merkustu bændun-
sum í Ámess. á síðasta mannsaldr-
inum, Gunnl. hreppstj. Þorsteins-
scn á Kiðjabergi. Fyrir 80 árum
fæddist hann þennan dag austur í
Norður-Múlasýslu á Ketilsstöðum
á Völlum, fluttist þaðan 11 ára
til Húsavíkur og 6 árum síðar suð-
ur á land og hefir nú í 62 ár átt
heimili á Kiðjabergi.
Island liefir átt og á enn í dag
marga bændur vel ættaða og kyn-
stóra. Það hefir um aldaraðir verið
eitt af megineinkennum íslenskrar
bændastjettar, að eiga slíka menn
innan stjettarinnar. Binn þessara
velættuðu bænda er hreppstjórinn
ú Kiðjabergi.
Faðir Gunnlaugs var Þorsteinn
kanselliráð og sýslumaður, einn
|)eirra þriggja Stóra-Ármótsbræðra
(sem stundum hafa líka verið kend
ir við Dramboddsstaði), sona Jóns
umboðsmanns síðast í Stóra-Ár-
móti (t 1843), Jónssonar sýslu-
manns á Móeiðarhvoli (t 1788),
Jónssonar prófasts í Stafholti (t
1740), Jóns^onar sýslumanns í
Mýrasýslu Sigurðssonar. Bn syst-
ur Jóns umboðsmanns voru þær
Valgerður, tveggja biskupa liús-
íTeyja (fyrst Hannesar Finnsson-
ar, síðar Steingríms Jónssonar) og
Kagnheiður, sem átti Ilelga kon-
nektor Sigurðsson á Móeiðarhvoli.
Var því þremenningsfrændsemi
með Gunnl. hreppstj. og Ililmari
Finsen landshöfðingja og öðrum
sonarsonum Ilannesar biskups,
Árna landfógeta og Steingrimi
fikólameistara, dóttursonum hans,
•svo og með honum og frú Guðrúnu
Þorsteinsdóttur (Helgasonar kon-
rektors), er varð tengdamóðir
Gunnlaugs. Langamma Gunnlaugs
í föðurætt, Sigríður Þorsteinsdótt-
ir, kona Jóns sýslumanns á Mó-
eiðarhvoli var í 5. lið afkomandi
Guðbrands biskups, og langalang-
amma hans, Ragnheiður Gísladótt-
ir (frá Máfahlíð) kona Jóns pró-
fasts í Stafholti, en systir Magnús
ar amtmanns Gíslasonar, var sonar
dót.tir Jóns biskups Vigfússonar.
Br Gunnlaugur þannig 6. maður
frá Bauka-Jóni, sem svo margt
göfugra manna er komið af.
En einnig í móðurætt á Gunn-
laugur hreppstjóri til merkra
manna ætt sína að rekja. Móðir
hans (kona Þorsteins konselliráðs)
Gunnl. Þorsteinsson.
var Ingibj. Elísabet Gunnlaugsd.
(t 1898) konsistorialassessors
og dómkirkjuprests á Lambastöð-
um Oddssonar (+1835), er var af
bændaættum, en móðir frú Ingi-
bjargar, kona síra Gunnlaugs dóm
kirkjuprests, var Þórunn Bjöms-
dóttir, prófasts í Bólstaðarhlíð
Jónssonar, ein þeirra nafnkunnu
og kynsælu Bólstaðarhlíðarsystra.
En ættgöfgin ein út af fyrir sig,
stoðar ekki nema einstaklingurinn
sje öðrum þræði persónulegum
mannkostum búinn. Svo er þá líka
farið Gunnlaugi hreppstjóra. Um
móðurföður hans, síra Gunnlaug
Oddsson, látinn var þetta ritað (í
Fjölni) : „AUir, sem nutu
hans viðkynningar, geta borið um
hve ástúðlegur hann var og hvern-
ig hann vildi öllum vera til lið-
scmdar“. Slíkt hið sama mun mega
jsegja um dótturson hans Gunnlaug
á Kiðjabergi. Að ytra útliti og
andlitsfalli svipar Gunnlaugi að
vísu mjög í föðurætt, en að innra
manni sennilega meira í móðurætt.
Vegna mannkosta sinna hefir hann
haft mannhylli mikla um æfina,
notið óskorað virðingar og trausts
allra, sem honum hafa kynst og
eitthvað átt saman við hann að
sælda. Sjálfur hefir hann aldrei
hirt um að láta á sjer bera, svo
ríkur þáttur sem yfirlætisleysið er
í allri skapgerð hans. En alkunnur
áreiðanleiki hans og grandvarleiki,
ágætis vitsmunir og mikil hagsýni
befir að heita má gert hann sjálf-
kjörinn til að hafa á hendi ýmsar
trúnaðarstöður innan sveitarfje-
lags síns og sýslufjelags. Gunn-
laugur var að vísu ekki látinn
ganga mentaveginn, þótt nægar
hefði gáfur til þess, enda hefir
faðir hans sennilega ætlað honum
að taka við búi á Kiðjabergi er
hann fjelli frá. En góða mentun
fjekk Gunnlaugur í uppvextinum
engu að síður og ber hin fagra
rithönd hans m. a. þess vott fram
á þennan dag. Búnaðarskólar voru
þá enn ekki komnir á fót hjer á
landi. Fyrir því var hann ungur
sendur utan til verldegs búfræði-
náms og mun hafa dvalist ytra
nolckuð á annað ár, að nokkru
leyti á vegum föðurbróður sínS,
Jóns borgmeistara og etatsráðs í
Álaborg, en lengst af til heimilis
á búgarði sonar hans Pjeturs Arild
Johnsen, sjálfeignarbónda í Vest-
er Lvnderup á Jótlandi. Eftir
lieimkomu sína mun Gunnlaugur
hafa tekið að mestu við búsforráð-
um á Kiðjabergi og algerlega ná-
lægt 1880. Hefir Gunnlaugur jafn-
an haft orð á sjer sem búhöldur í
besta lagi, setið föðurleifð sína
með prýði og rausn, svo að orð
fór af. En Gunnlaugur hefir þá
ekki heldur búið einhendur. Árið
1886 kvæntist hann frændkonu
sinni, frú Soffíu Skúladóttur (pró-
fasts Gíslasonar á Breiðabólstað),
sem í 45 ára sambúð þeirra hefir
reynst manni sínum ágætasta eig-
inkona í öllu tilliti og honum hin
gamhentasta í því að gera garð-
inn frægan. Eiga þau sex börn öll
uppkomin, eina dóttur: frú Guð-
rúnu, sem er gefin Jóni Steindórs-
syni Briem nú í Rvík, og fimm
sonu: Skúla búfræðing, Steindór
cand. jur., Jón ritara í stjórnar-
ráðinu, Inga bónda og Halldór
cand. theol. Hefir Kiðjabergsheim-
ilið jafnan verið orðlagt fyrir
myndarskap og gestrisni við alla,
sem þar hefir að garði borið, og
verið með rjettu talið með fremstu
bændaheimilum sýslunnar. Hátt á
tug ára hefir Gunnlaugur gegnt
hreppstjórastörfum í sveit sinni og
farist þau störf prýðilega úr hendi.
Og árum saman átti hann og
sæti í sýslunefnd og kynti sig þar
jafnan, sem hinn ráðhollasti
maður og tillögubesti. í allri um-
gengni hefir Gunnlaugur hrepp-
stflóri jafnan verið manna hæg-
látastur, fámáll og orðvar og fá-
skiftinn um annara hag, en í hóp
vina sinna skemtinn og gaman-
samur, en án allrar græsku, og
einstök prúðmenska og hispurs-
leysi jafnan prýtt feril hans sem
þess mannkostamanns er í engu
vildi vamm sitt sita.
Gunnlaugur á Kiðjabergi á yfir
langan og merkan æfiferil að líta á
80. fæðingardegi sínum, slíkur fyr-
irmyndarmaður sem hann hefir ver
ið og nytsemdamaður í sveitarfje-
lagi sínu. Mörg og hlý hugskeyti
fjarlægra og nálægra vina munu
berast honum á þessu afmæli hans
með samhuga óskum þess, að æfi-
kvöldið verði honum friðsælt og
indælt.
J.
„Va!nr«
20 ára afmæli.
Á mánudagskvöldið var tvitugs-
afmæli knattspyrnafjel. „Val?“
haldið hátíðlegt með samsæti í K.
F. U. M. húsinu og hófst það kl.
8y2. Salurinn var allur fánum
skreyttur og á veggjunum voru
skopmyndir af lrnattspyrnu, en á
borðum sigurlaun, sem fjelagið
hefir unnið.
Jón Sigurðsson, fyrverandi for-
maður Vals, setti samkomuna og
bauð gesti velkomna. Því næst
hjelt Guðb.jörn Guðmundsson
prentsmiðjustjóri í „Acta“, og
einn af aðalstofnendum fjelagsins,
ræðu fyrir minni þess og rakti
sögu þe£s frá upphafi. Síðan rak
liver ræðan aðra. Meðal ræðu-
manna má nefna Guðmund Ás-
b.jörnsson kaupmann, Jóhannes
Sigurðsson forstj. Sjómannastof-
unnar, síra Bjarna Jónsson, Bene-
dikt G. Waage forseta I. S. í.,
Erlend Ó. Pjetursson formann
knattspvrnuráðsins, Guðm. Kr.
Guðmundsson glímukappa og síra
Friðrik Friðriksson. Töluðu margir
Heiðruðu húsmæður!
leggið þetta á minnið: Reynsl-
an talar og segir það satt, að
Lillu-ger og Lillu-eggjaduftið
er þjóðfrægt.
Það besta er frá
H.f. Efnagerð Reykjavíkur.
Fiskísurstar 09 aðrar burstavðrur
fyrirliggíanni,
Ejfgert Kristjánsson & Go.
LillSRlllflllir.
Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins hefir boðað til lands-
málafundar í Búðardal, laugardaginn^ 16. þ. m. kl. 1 síðd.
Þeim flokkum sem hafa frambjóðendur í kjördæminu
við kosníngarnar 12. júní, er hjer með boðin þátttaka
á fundi þessum.
Hiðstjórnin.
Tíirhfúkmnarkonnstaðan
á heilsuhælinu á Vífilsstöðum er laus 1. ágúst þ. á. Laun
200 kr. á mánuði, húsnæði og fæði. Umsóknir, með venju-
legum vottorðum, sendist yfirlækni hælisins fyrir 15. júní.
Vífilsstöðum, 13. maí 1931.
Sig. Maguússon.
Fasteisnamal Revkiaviknr,
liggur frammi fasteignaeigendum til athugunar á skrif-
stofu nefndarinnar í Lækjargötu 10 B frá 15. maí til 15.
júní kl. 9—12 árd.
\ v. i
Reykjavík, 14. maí 1931.
Fosteignamatsnefudin.
þeirra oftár en um sinn. Milli ræð-
anna ljek þriggja manna hljóm-
sveit og var setið að borðum í 4
stundir. Skemtu menn sjer ágæt-
lega og fór samsætið hið besta
fram að öllu leyti.
Tveir menn voru kosnir heiðurs-
fjelagar, þeir síra Friðrik Friðriks-
son og Guðbjörn Guðmundsson.
Á 20 ára afmæli sínu á „Val-
ur“ því láni að fagna, að liafa tit-
ilinn „Besta knattspyrnufjelag ís-
lands“. I sumar er fjelagið boðið
til Kaupmannahafnar til þess að
keppa þar í knattspyrnu. Þeir, sem
vilja styðja fjelagið til þess að
geta • t-ekið boði þessu ætti að
kaupa skáldsöguna „Keppinautar“
eftir síra Friðrik Friðriksson.
Útvarpid.
FimitudagTir 14. maí.
Kl. 11 Messa í dómkirkjunni
(Sr. Friðrik Hallgrþmsson). Kl.
19,25 Hljómleikar (Grammófón).
|K1. 19,30 Veðurfregnir. Kl. 19,35
Upplestur (Ásm. Guðmundsson,
dósent). Kl. 19.55 Hljómleikar (E.
Th. slagharpa). Kl. 20 Þýsku-
kensla í 1. fl. (Jón Ófeigsson yf-
irkennari). Kl. 20,20 Hljómleikar:
(E. Th. slagharpa). Kl. 20,30
Erindi: Um sjómannaheimili (Jó-
hannes Sigurðsson). Kl. 20,50
Óákveðið. Kl. 21 Frjettir. Kl. 21,
20—25 Trombúsóli (Eggert Jó-
hannesson með aðstoð E. Th). —
Grammófón-hl j ómleikar.
Föstudagur 15. maí.
Kl. 16,15 Ræða (Ásg. Ásgeirsson)
Kl. 18,30 Erindi: Vatnsveitingar
(Ásgeir L. Jónsson, verkfræðing-
ur). Kl. 19 Erindi: Fóðurbirgða-
fjelög (Theódór Ambjarnarson
ráðunautur.) Kl. 19,25 Hljómleik-
ar (Grammófón). Kl. 19,30 Veð-
urfregnir. Kl. 19,35 Upplestur (Sr.
Fr. Hallgrímsson). Kl. 19,55 Óá-
kveðið. Kl. 20 Enskukensla í 1.