Morgunblaðið - 14.05.1931, Blaðsíða 8
MORGUNBLAÐIÐ
Þegar þið kaupið blautsápu
munið þá að biðja um Hreins
krystalsápu Hún fæst altaf
ný tilbúin, úr bestu efnum,
og hennar góðu þvottaeigin-
leikar eru löngu viðurkendir.
Islensk sápa fyrir Islendinga.
Þrent að athuga
*
Þegar þjer kaupið brent og mal-
að kaffi, er þrent að athuga:
Að kaffið sje brent úr bestu
tegundum af hráu kaffi.
Að kaffið sje jafnframt svo
að í brenslunni komi fram
allir þeir kostir, sem gott kaffi
á að hafa.
Að kaffið sje selt í umbúðum
sem eru sem best loftþjettar.
Alla þessi kosti hefir Rydens
kaffi, í það er aðeins notað besta
hrákaffi. Það er altaf jafnbrent og
það er pakkað í ljósgræna loft-
þjetta poka — með áletrun —
Rydens-Kaffi.
Auk þess er kaupbætir í hverjum
poka. —
fl. (A. Bjarnadóttir, kennari). Kl.
20,20 Einsöngur: (Frk. Guðrún
Pálsdóttir). Kl. 20,40 Erindi: Upp-
eldismál I. (Steingr. Arason, kenn-
ari). Kl. 21 Frjettir. Kl. 21,20—
25 (Grammófnóhljómleikar.) Kl.
21,40 Lesin upp dagskrá 22 út-
varpsviku.
Tfmamenn 09 myndir helrra
af „verlmnum“, sem ekki eru til.
H Laugavegi 41.
fáið þjer alt tilheyrandi
rafmagni og reiðhjðl,
herra og dðmn.
Sanngjarnt verð.
Góð vara.
Horðurliðslð.
Gnlrófnr.
Rabarbari.
Rauðbeður.
Gulrætur.
Versl. Foss.
Laugaveg 12. Sími 2031.
E6GEBT CLAESSEN
h æsta r jettarmálafl utningsmaður.
Skrifstota: Hafnarstræti 5.
^ími 871. Viðtalstími 10—12 f. h
DUsseldorfmorðinginn
Blaðamaðurinn Andreas Wind-
ing kom nýlega til fangahússins
Ulmerhöhe hjá Dússeldorf, þar
sem hinn alræmdi morðingi Kúrt-
en er geymdur. Segir blaðamað
urinn svo frá:
1 Dússeldorf segja menn í gamni
að Ulmerliöhe sje hæsta fjall
Evrópu; það sje fljótlegt að fara
þar upp, en mörg ár sjeu menn
að komast niður aftur.
Fangelsið er bygt af rauðum
múrsteini og stendur aðeins fá
skref frá hermannaskálunum, þar
sem rjettarhöldin fara fram. —
Fangelsið er gamalt, en því hefir
verið vel við haldið og þar er til
dæmis fyrirmyndar sjúkradeild
Þar er farið vel með fangana,
þeim er leyft að vera mikið undir
berum himni og iðka iþróttir.
Þarna er líka ágætt bókasafn
handa þeim.
Þegar Kúrten var fyrir rjettin-
um fjekk jeg að líta inn í klefa
hans, og sá þá, að hinn alræmdi
morðingi .býr þar ágætlega. Hann
er heimtufrekur. Hann hefir neit-
að að sofa á venjulegum bekk og
hefir því fengið fjaðradýnu. Á
hverjum morgni heimtar hann
rakara til sín, og lætur hann raka
sig, gefa sjer andlitsnudd og hand
snyrtingu. Þriðja hvem dag hefir
hann skyrtuskifti. Miðdagsmat
sinn heimtar hann að fá frá besta
veitingahúsinu. Hann styttir sjer
allar stundir með því að fá bækur
að láni úr bókasafni fangelsisins.
Fangelsisstjórnin hefir farið með
hann eins og brotið egg, í því
skyni að hann yrði fúsari til þess
að játa glæpi sína. Og hann hefir
hvergi verið feiminn við það.
í einhverjum fyrstu yfirheyrsl-
unum, meðan hann var forhertur,
sagði hann: Það var leiðinlegt, að
jeg skyldi handtekinn nií, því að
nú hafði jeg ákveðið að drýgja
tvö morð á dag.
Hvennagullið.
yðar að kenna, ásamt óvilja til
manns, sem yðar hátign heiðrið
með alt of miklu trausti, en hinni
svokölluðu óhlýðni minni.
— Eða þá, ef til vill hvoru
tveggja, sagði hann vingjarnlegar,
3Ó að í rauninni megi segja, að
>eir sjeu afar þefvísir á alla svik-
ara, ekki satt Bardeiys, og það
væri rjettara af yður að játa
strax, að það er það, sem þjer
eruð.
—- Jeg! Svikari?
Hann ypti öxlum og hló. Hlátur
hans var þó alveg gleðisnauður.
— Haldið þjer kannske að sá
maður sje ekki svikari sem ekki
hlýðnast boðum konungs síns. Þjer
getið þess vegna ekki neitað, að
>jer sjeuð svikari, hvort sem þjer
eruð kallaður Bardelys eða Lesper-
on. En sleppum því, mælti hann að
lokum ennþá blíðlegar og hlunkaði
sjer niður í einn af hinnm dún- J
mjúku stólum. Þjer getið ekki trú-
„Menn fá stundum vinstra megin, verk — sem talar“, seg-
ir skáldið Sigurður Z.
Þetta mun vel eiga heima við Framsóknarmenn á síðustu
tímum. „Verkin“ þeirra hafa talað í 3—4 ár, verk óstjómar,
fjáreyðslu, flokkskúgunar, skoðunarkúgunar — verk ribbalda-
háttar við mæta menn, verk ofstækisfullra og valdasjúkra ger-
ræðismanna.
Flokksmenn Framsóknar hafa nú hinn „talandi verk“ —
vinstra megin. Þeir eru mátulega hjartveikir orðnir og hræddir
við kosningarnar á Fánadaginn, 12. júní næstkomandi.
1 fyrra byrjuðu Tímamenn að birta myndir af „verkum“
sínum, þ. e. a. s. mannvirkjum þeim, sem skattborgarar landsins
hafa lagt fram fje til að unnin yrðu undanfarin ár, svo og mann-
virki þau, sem að meira eða minna leyti hafa reist verið fyrir
hið dýra lánsfje, er Framsókn hefir fengið hingað til landsins.
Sem lítið d,æmi um ráðvendi Tímamanna í þessum mynda-
tökum af ,,verkum“ sínum, er hjer tekin mynd úr Tímanum f. á.,
þar sem sagt er, að hús þetta sje eitt af þeim, sem reist hafi
verið fyrir fje úr Byggingar- og landnámssjóði.
Tvíbýlishús á Gljúírárholti í Giíusi.
(Siiðurhliði.
En byggingin í Gljúfrárholti í Ölfusi, eins og hún var í júní
í fyrra, og eins og hún er enn í dag, sjest á mynd þessari.
Snagabretti
og fatasnagar. Fjölbreytt
úrval.
Ludvig Storr.
Laugaveg 15.
'jpSEAHflflj
Hressingarskálinn,
Pósthússtræti 7.
ís, marg'ar tegfundir. Einnig-
í krúsum sem taka má með
sjer heim.
HLJÖÐFÆRI. grammofón-
ar, jazzáhöld til sölu —
ENST REINH. V0IGT,
Marxnsukircnen 906 (Þýskaland). Ókeypis
myndaverðlisti, einnig yfir orgel og piano.
•ðlfff*
Veggfóður.
nýkomið í f jölbreyttu úrvali.
J.borlðkssonsnorðmaiiD
Bankastræti 11.
Símar 103, 1903 0£ 2303.
Gljúfrárholt í ölfusi. (Raunveruleikinn).
Húsið, sem Tíminn státar af, hefir sem sje aldrei verið bygt,
og er alls ekki önnur bygging í Gljúfrárholti en þessi.
að því, hve líf mitt hefir verið
leiðigjarnt og gleðisnautt, síðan
þjer fóruð frá mjer, Marcel. Því
verður raunar ekki neitað að alt
gera þeir í besta tilgangi, þessi
hópur af húðarselum sem hanga í
kringum mig og á meðal þeirra
eru ef til vill nokkrir, sem í raun
og veru elska mig, en mjer leiðast
>eir allir saman. Jafnvel Chatell
erault er eins og allir aðrir. Þegar
hann loksins finnur upp á ein-
hverri glettni.— eins og núna t.
með yður — framkvæmir hann
bana með yndisþokka, bjartsýni
og lipurð æfagamalla fíla.
— Glettni 1 sagði jeg. *
— Þjer komið ef til vill ekki
auga á glettnislegu hliðina á þessu
atbæfi hans, Marcel. Jæja, já, það
veit hamingjan að jeg álasa yður
okki fyrir það.
— Sá maður hlyti að bera und-
arlegt skynbragð á glettni og
galsa, sem ljeti sjer vel falla að
heyra dauðadóminn kveðinn upp
yfir sjálfum sjer. En segið mjer
nú alt af ljetta frá upphafi til
enda, Marcel. Jeg hefi ekki heyrt
eitt einasta orð sem verið hefir
þess virði að á það væri lilustað
— síðan þjer fóruð.
— Náðugi herra, vilduð þjer
ekki gera svo vel og láta Chateller
ault koma hingað, áður en jeg hef
máls fspurði jeg.
— Chatellerault ? Nei, nei. Hann
hristi höfuðið í ákafa. Nú er Chat-
ellerault búinn að fá að hlæja
nógu mikið og auðvitað þurfti
bann, bannsettur dóninn, að njóta
ánægjunnar einn út af fyrir sig.
Nú finst mjer vera komið að okk-
ur að fá dálítið hláturskast Mar-
cel. Jeg gerði það af ásettu ráði
að gera Chatellerault út í sendi-
ferð til þess að hann væri vita
óviðbúinn að taka á móti þessum
óvæntu fregnum, að sjá yður hjer.
Því verður ekki neitað að þessi
ummæli komu mjer í afbragðs-
cott skap. Og þegar jeg að lokum
hóf máls og fór að segja frá öllu
því sem drifið hafði á daga mína,
gerði jeg það með þvílíku fjöri og
andríki, að hið venjulega dauflega ‘
Nýkomið:
Afar mifeið og
mjög iailegt
nrval af
Oarnapeysum
vorn tekuar npp
í gær.
iU.
Ui
skeytingarleysi livarf á meðan
burtu af andliti hans liátignarr
eins og dögg fyrir sólu. Hanrt
liallaði sjer ósjálfrátt fram í stóln-
um og fylgdist vel með, er jeg-
sagði honum frá viðureign minni
við riddarana í Mirepoix og með
bverjum hætti jeg befði í fyrsa
skifti gert mig sekan nm að kalla.
mig Lesperon.
Eftirtekt hans örvaði mig og jeg-
hjelt áfram og hljóp aðeins yfir
smámunina eins og alt það, sem
valdið gat nokkrnm efasemdum
um hollustu Lavédangreifa. Hann
hló oft og kinkaði ennþá oftar
kolli þegar honum líkaði eitthvað
vel og einstaka sinnum kom þaú
fyrir að hann Ijet hrifningu sína
í ljósi án þess að draga nokkra
,dul á tilfinningar sínar. Er leið að
endalokum í Toulouse og meðferð^
beirri sem mál mitt hafði hlot.ið í
höndum dómarans, ásamt hlutdeild
Chatelleraults í dauðadómnum,
varð andlit hans harðneskjulegt og"
alvarlegt.