Morgunblaðið - 23.06.1931, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 23.06.1931, Blaðsíða 3
• }j ■HiHHumiiuMiiiniininHiiiminmminiimiiiuiiuiiWE ^largunbta^íð Úteef.: H.f. Árvakur, Reykjavlk RlUtJörar: Jón KJartaneeon. Valtýr Steíknaaon. Kltstjörn og afgrelWsla: Austurstrœtl >. — Slml 609. ú AuKlfsXngastJórl: Et H&fbsrg. — Auglýslngaskrlístofa: i* Austurstrœtl 17. — Stral 700. — Helraaslmar: = Jón Kjartansson ar. 742. = Valtýr Stefánsson nr. 1220. E E. Hafberg nr. 770. = Askrlftagjald: E Innanlands kr. 2.00 á. ndnubl. S Utanlands kr. 2.50 & ra&nuttl. = 1 lausasölu 10 aura elntakltt. E 20 aura mett Lesbók. IwHuimiuuiiiiiiiiiiiiiiMiiiiniiiiiiiuiiimiiaimiuHHHiiiii fslandsgiiman. íslaiiclsglíman var háð á íþrótta- vellinum á snnnudagskvöldið og vrar sú 21. í röðinni. Glímustjóri vvax Jón Þorsteinsson. Kappglímu dómarar Guðm. Kr; Guðmundsson, Eggert Kristjánsson og Sigurjón Pjetursson. Pegurðarglímudómar- jar Halldór Hansen, Magnús Kjar- ,an og Sveinn Gunnarsson. Veður var bæði hvasst og kalt, «n tiltölulega margir komu þó til þess að horfa á glímuna og var ■spenningur mikill. Úrslit urðu þau, að Sigurður 'Thorarensen bar sigur af hólmi (feldi alla hina) og vann því ís- landsbeltið í 3. sinn í röð. Næstur honum gekk Georg Þorsteinsson með 4 vinninga, Lárus Salómons- son með 3, Ágúst Kristjánsson með 2, Tómas Guðmundsson með 1, en Marinó Norðkvist feklc «ngan vinning að þessu sinni. Glíman fór yfirleitt vel fram, stundum glímt af kröftum, en •isnildarlega á milli. Georg Þorsteinssyni var dæmt Stefnuhornið fyrir fegurstar glím- ur. Er það í fyrsta skifti, sem hann hlýtur það. Það horn þarf að vínnast 3 í röð, eða 5 sinnum alls til eigna-r. Handhafi þess var áður Þorsteinn Kristjánsson, en 'hann glímdi ekki að þessu sinni. Að lokum afhenti forseti 1. S. S. sigurlaunin, en áhorfendur hyltu asígurvegarana. Inn ní „MolbOasaga" firá útvarpinu. Úfevarpsráðið ákvað fyrir nokk- ituru ;að láta útvarpa tveim syno- dus-erindum. Annað þeirra lijelt síra Friðrik Hallgrímsson á fimtu- dagskvöldið. En hitt hjelt síra Ás- mundur Guðmundsson um kirkj- mna og verkamannafjelögin. Byrjað var að útvarpa erindi ;síra Fríðriks Hailgrímssonar. En *er kl. var 9, var erindi hans ekki 'lókið. En þá gerir starfsfólk út- varpsins sjer hægt um hönd og skrúfar fyrir útvarpið frá dóm- kirkjunni, og er eigi gerð nein grein fyrir ástæðum öðrum en þeim, að byrjað er þá á frjetta- lestri. Erindi síra Ásmundar Guð- mundssonar stóð yfir frá kl. 8% til 91/2- Skrifstofustjóri útvarpsins mun liafa spurt útvarpsstjóra að því, hvort leyfa ætti þessa útvörp- un, en fengið þvert nei. Þannig gerir útvarpsstjóri sjer leik að því, að virða ráðstáfanir útvarpsins vettugi, og er gengið svo langt í því, að stöðva fyrir- lestur fyrir einum útvarpsráðs- unanna. Áfeugiseitran. Málið upplyst. ------------- ; Lögreglan hefir undanfarið ver- ið að rannsaka með hvaða hætti mennirnip, sem dóu fyrir skemstu af áfengiseitrun hefði aflað sjer drykkjarins. Við rannsóknina kom í ljós ,a-ð dálitlar líkur voru til þess, að Rafnkell Bjamason, sem var loftskeytamaður á Hjlmi, hefði fengið áfengi fyrir tilstilli að- stoðarmatsveinsins þar. Hilmir kom í gærmorgun og áður en hann hefði samband við land. fór fulltrúi lögreglustjóra um borð, og var rannsókninni síðan hildið áfram í gær. Við rannsóknina skýrði aðstoðar natsveinn svo frá að hann ætti bróður, sendisvein í Reykjavíkup Apóteki. Rafnkeli heitnum var kunnugt um þetta og á leiðinni upp seinast, bað hann aðstoðar- matsvein að reyna að iitvega. sjer spíritus. » Fyrsta daginn er þeir þá voru í landi, bað matsveinninn því bróð- ur sinn um að ná í spíritus í Apó- tekinu. Sendisveinninn náði þar í fulla þriggja pela flösku og fekk bróður sínum, en hann gaf Rafn- keli flöskuna og svo drukku þeir Magnús og Rafnkell hana í fjelagi. Sendisveinninn hefir skýrt lög- reglunni svo frá, að hann hafi far- ið einn síns liðs niður í kjallara apóteksins, og án þess neinn vissi af, tekjð þar brúsa, sem hann hjelt að á væri spíritus og helt af honum á 3 pela flösku. En í þess- ari deild kjallarans er geymdur trjespíritus, sýnip og alls konar efni, og hafði hann lent á brúsa með „methylalkohor ‘. Er Morgunblaðið hafði fengið þetta að vita fór sá, sem þetta ritar út í kjallara Reykjavíkur apóteks, til þess að sjá, hvernig þa-r væri umhorfs. í stóru kjallara herbergi eru langar raðir þar af 30—40 potta brúsum með körfu- hylki utanum og í þeim eru ýms- ir vökvar, meira og minna ban- vænir margir hverjir. Er þetta forðageymsla apóteksins, en aldrei tekið lir brúsum þessum til með- alagerðar eða afgreiðslu, heldur eru sótt þangað ýmis efni í brús ana og þeim helt á minni og með- færilegri glös í afgreiðsluherbergi í kjallaranum. Lyfjafræðingar apó teksins hafa umsjón með því, að rjett sje miðlað úr stóru brús- unum í þessi afgreiðsluglös. Alt fram til þess tíma, að apó- tekið flutti í þetta húsnæði sem þa-ð hefir inú, hafa þessir stóru brúsar, með brennisteinssýrum o. þvíuml. að jafnaði verið geymdir undir beru lofti í húsagarði apó- teksins. Hefir það aldrei komið fyrir, svo sögur fari af, að menn hafi íglæpst á því að taka nokk- uð úr brúsum þessum til neyslu, enda eru þeir ekki þesslegir. En einu sinni verður alt fyrst. Á brúsunum með methylalkohol inu þarna niðri í kjallaranum, stpndur vitanlega hið rjetta nafn, og auk þess með stórum stöfum, að innihaldið sje eitrað og hættu- legt. En það útilokar vitanlega eklci að óvitar, sem í það komast, geti álitið að inniha-ldið sje alt. annað en það er. Veslings pilturinn, sem varð -fyrir því ólání að hnupla þessum M 0 R G UNBLAÐIÐ eitraða vökva úr kjallara apó- teksins, kvaðst hafa gert það í borðunartímanum, meðan fáir voru í apótekinu. Ekkert liefir um það vitnast að liann hafi glæpst á því, að taka oftar af kjallarabrúsunum, sem minna tjóni hefir valdið. Hann hefir verið sendisveinn í apótekinu síðan í fyrra. En birgða geymslu og afgreiðslu hefir hann verið svo ókunnugur, að hann hef ir ekki vitað, að allur sá spíritus sem geymdur er í apótekinu, er í sjerstökum skáp, sem alla daga er harðlæstur —- enda aldrei meira en svo sem 10 lítrar þar í einu. Sorgaratbnrðnr rifjast upp, að 30 árum liðnum. Lík Ólafs Þorleifssonar í Miðhús- um, sem vaj-ð úti í desember 1900, » fannst um helgina. Þann 20. desember 1900 vildi sá atburður tjl á Vatnsleysú_ strönd, að Ólafur bóndi Þorleifs- son í Miðhúsum gekk til kinda í Strandarheiði, en kom ekki aftur. Á hann skall blindbylur. Er veðr- inu slotaði, var hafin umfangs- mikil leit, er engan árangur bar. Síðan fyrndist yfir atburð þenna eins og gengur, og höfðu menn það nú orðið sjaldan i huga þar mn slóðir, hvar Óla-fur heitinn hefði borið beinin. Fundinn stafur Ólafs. Nokkru fyrir jól í vetur vildi það til, að nokkrir menn af Vatns leysuströnd voru að leita kinda í, Stranda.riieiði. Á lieimleiðinni mistu þeir kind eina niður í gjá. En mjög margar gjár eru í heið inni sem kunnug er. Var nú sigið í gjána eftir kindinni. Er þangað kom fannst þar göngustafur er lá þvert yfir gjársprungu, Þektu menn þegar, að þama var stafur Ólafs heitins Þorleifssonar. Tals- verður snjór var á jörð, er þetta gerðist. Þeir er stafinn fundu gerðu merki við gjána, svo stað urinn væri auðfundinn síðar. En er þeir komu til bygða, va-r á- kveðið að hafa lejmt um málið og gera enga frekari leit, fyrri en allir snjóar væru leystir. En nú um helgina var farið upp í gjána. Skamt frá, þar sem staf- urinn fannst, voru bein Ólafs heitins. Voru þau flutt til bæja. Stað- urinn þar sem þau fundust er um klukkustundar gangur frá veg ijium milli BrunnaStaðarhverflis og Vogar. Iþróttamútið. Síðasti dagur. Á laugardagskvöldið fór fram lokaþáttnr mótsins. Keppt var í þessum íþróttum; 400 metra hlaup. Þátttakendur 4. Úrslit þessi: 1. Stefán Bjarnason (Á.) 56.8 sek. 2. Stefán Gíslason (K. R.) 56.9 sek. 3. Robert Sehmidt og Sigurður Einarsson urðu jafnir 59.6 sek. 80 metia hlaup kvenna. Þátttakendur 7. IJrslit urðu þessi: 1. Heiðbjört Pjetursdóttir (K. R.) 11.1 sek. 2. Dagmar Bjarnason ,(Á.) 11.1 sek. 3. Hjördís Jónsdótt- ir (Á.) 11.4 sek. Hlaup þetta fór vel fram og var spennandi. Fimtarþraut. (Langstökk, spjótkast, 200 metra hlaup, kringlukast, 1500 metra Iilaup). Þátttakendur 3. Úr- slit urðu þessi; 1. Ingvar Ólafsson (K. R.). 2. Georg L. Sveinsson (K. R.). Sá þriðji hætti. 10000 metra hlaup. Þáttta-kendur voru aðeins 2. Úr-1 slit: 1. Magnús Guðbjörnsson ,(K. R.) I 37 mín. 39.5 sek. 2. Sigurður Run- j ólfsson (K. R.) 39 mín. 9.1 sek. Þar með var mótinu lokið. Flesta vinninga á mótinu hefir Ingvar Ólafsson (K. R.) 13 stig. Annar Stefán Bjarnason (Á.) 12 stig og þriðji Grímur Grímsson (Á.) 11 stig. iþróttaför. „K. R.“ sendir alt að 50 manna íþiróttahóp vestur og norður um land til Akureyrar. Knattspyrnufjelag Akureyrar hefir boðið „K. R.“ að senda 50 íþróttamenn og íþróttakonur norð ur þanga-ð til þess að keppa við íþróttalið þar. Þessi glæsilegi flokkur leggur á stað með Drotningunni í kvöld og verða í honum alls 12 stúlkur, er sýna leikfimi, taka þátt S boltaleikum, hlaupum o. fl., 14 hnattspyrnumenn, 11 glímumenn, 5 hlaupa-rar. í förinni verða auk þess kennararnir Unnur Jóns- dóttir. Þorgeir Jónsson frá Varma dal, Dídí Jakobsdóttir, píanóleik- ari og af hálfu stjórnar K. R. þeir Krilstján Gestsson og Er- iendur Pjetursson. Komið verður við í ísafirði og Siglufirði og sýnt á báðum stöð- um, og auk þess keppt í knatt- spyrnu og lilaupum í ísafirði. . Á Akureyri verður staðið við í 3—4 daga og verður farið heim leiðis með Goðafossi. Hann skrepp ur fyrst til Húsavíkur og verður máske hægt að hafa sýningu þar. Goðafoss er væntanlegur hingað 1. júlí. Stjórnarskiftin í Austurríki. Seipel misheppnast stjórnar- myndun. Vínarborg 10. júní. United Press. FB. Seipel fyrrverandi kanslari hefir myndað stjórn með til- styrk kristilegra jafnaðarmanna og bænda. Ráðherralistinn hef- ir ekki verið birtur ennþá. Vínarborg, 20. júní. United Press. FB. Vegna þess, að bændaþing- menn sem fylgja alþýska bænda flokknum, neituðu á seinustu stundu að vera þátttakendur í ráðuneyti Seipels, varð Seipel að tilkynna, að stjórnarmynd- unin hefði farið út um þúfur. Miklas hefir falið Karl Bu- resch að mynda samsteypuráðu- neyti. Fisknrí nmboðssöla til Miðjarðarbafslanda. Ár 1931, mánudaginn 22. júní hjeldu undirritaðir fískeigendur á Akureyri fund með sjer á Hótel Goðafoss til þess að ræða og taka. ályktun um símskeyti frá Fisk- sölu. Vilja fundarmenn stuðla að umkvörtunum um orðróm á, að fiskur sje sendur í umboðssöíu til Spánar. Fundurinn samþykti svo hljóðandi yfirlýsingu: Fundur fiskeigenda og fiskum- ráðenda á Akureyri lýsir hjer meo yfir því að hann td;.r rn.jög óheppilegt að fiskur til Miðjax-ð- arhafslanda- sje sendúr í umboðs- eöht. Vrlja fundarmexm stuðla að því að slíkt verði ekki gert enda ekki vitanlegt að nokkrar ráð- stafanir liafi verið gerðar hjer í þá átt. Fleira ekki fyrir tekið. Páll Einarsson, Erlingur Frið- jónsson (f. h. Kaupfjelags Verka- manna). F. h. Carl Höepfner H. F. Hallgrímur Davíðsson, .Axel Krjstjánsson. Jón Kristjánsson, Stefán Jónasson, F. h. Ragnars Ólafssonar Sv. Ragnars, He’jlgí Pálsson, Sig. Bjarnason, Ingvar Guðjónsson, Einar Einarsson. Finuar taka lán. Helsingfors 20. júní. United Press. FB. Þingið hefir veitt ríkisstjórn- inni heimild til þess að taka lán að upphæð þrjátíu miljón- ir marka. Dagbók. Veðrið (mánudagskv. kl. 5). N- átt xim alt land. Allhvass og þykk Viðri austau lands en golar eða kaldi og bjartviðri um alt Vestur og Norðurland. Hiti víðast 10— 13 st. nema í útsveitum Nyrðra og eystra aðeins 5—6 st. Yfir axxst- anverðu Grænlandshafi er há- þrýstisvæði eu lægð yfir Suður- Grænlandi. Færist hún hægt axxst- ur eftir og mxm valda S-átt og ún komu — þykni þegar líður á morg undaginn. Veðurútlit í Rvík í dag: Hæg- viðri og ljettskýjað fram eftir deginum en þykuar síðan upp með sxmnau-átt. D. H. Bookless. Hinn 4. þ. m. ljest að heimili sxnu í Aberdeen Mr. Douglas Howard Bookless fiskkaupmaður. Hann var um langt skeið búsettur í Ha-fnarfirði og var hann einn af hinum; stærstu fiskútflytjendxim frá ís- landi, í mörg ár. Hann var 47 ára að aldri. Lyra kom til Bergen kl. 11 árd. í gær. K. R. Knattspymxxæfing í 1. og 2 fl. í kvöld kl. 9. Mætið vel. Hjúskapxxr. 21. þ .m. vora gef- in saman í hjónaband af síra Bjarna Jónssjmi, xmgfrú Gxiðrún Eiuax-sdóttir og Sigurður Ingi- mmidax*son sjómaður frá Hnífe- dal. Heimili þeirra er á Öldu- götu 28. Brúarfoss kom frá útlöndum í fyrrinótt. Meðal farþega voru: Emil Nielsen forstjóri, Árai Frið riksson magister og frú, Morteu Ottesen, ungfrú Guðrún Ludvíga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.