Morgunblaðið - 25.06.1931, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 25.06.1931, Qupperneq 3
I ■mmsummiiiiiiiiiiimiiiiiiiimHiiiuniHuiutiuuiiiiiiiie ÍTtgaf.: H.Í. Árvakur, RajkJavIk RltatjArar: Jön Kjartanaaon. = Valtýr StafAnaaon. E Rltatjörn og afgrelOala: | Auaturatrœti S. — Blml 600. = Augl^sinKaatjörl: B. HafberK. i AuKlýalnKaekrifatofa: — Austuratrœtl 17. — Blml 700. = Helmaalmar: E Jön Kjartansaon nr. 741. = Valtýr StefAnason nr. 1220. = B. Hafberg nr. 770. E ÁakrlftaKjald: É Innanlands kr. 2.00 A mAnuBl. = Utanlands kr. 2.60 A mAnuOl. = f lausasölu 10 aura elntaklB. 20 aura meB Leabök. nsmiiimmimmimmimmmimmimmiimimmuuma Frá Vestmannaeyium. Símtal 24. júhí. Mikið mannvirki. Vestmannaeyjar hafa nú ráð- ist í það að gera voldugan sjó- geymi úti hjá „Skansinum“. A hann að taka 400 smál. af sjó, óg verða hafðar rafdælur til þess að dæla sjónum í hann. Geta ])ær fylt hann á 2 tímum. Sjórinn er tekinn utan hafnargarða og er því hreinn. Síðan verða lagðar pípur frá geyminúm til allra fiskþvotta- liúsa í hænum, því að sjóinn á aðallega að nota til fiskþvotta. Er „Skansinn“ svo hár, að nógur kraftur verður á sjónum þega'r inn, í "bæinn kemur. Sjóleiðsia þessi er þó ekki ein- göngu ætluð fiskhúsunum, held- ur einnig slökkviliðinu, ef elds- voða ber að höndum, og eins til þrifnaðar innanbæjar (til að þvo tfiskkrærnar og pallana). Það er nú um vika síðan að þyrjað var á verkinu. i Olíugeymar. Olíuverslun íslands er nú að láta gera uppfyllingu hjá Báta- skersbiyggjunni og ætlar síðan -að reisa þar mikla olíugeyma. Verður olían leidd í pípum niður ibryggjnna ,í báfa og skip. Vatnsból. er bæjarstjórnin að láta gera inn 1 Herjólfsdal. Er þar lind, sem aklrei þrytur og kemur hún fram úr gömln'holræsi, hlöðnu úr steini. Verður ækkert raskað við vatns- leið.slunni, heldnr gert stórt vatns rból fyrir framan lindina, sem á að verða til vara ef önnur eins vatínþvandræðfl ber að höndum <®ins <og verið hafa- í sumar. Fiskiskapnr. Tíu bátar róa nú úr Eyjum, ýmist með „snurrevaad“, eða á lúðu. Belja þeir aflann í enska togara, sem komnir eru hingað ;til kaupa. Reynt að bjarga báti. í vetur strandaði á Söndunum stór vjelbátur frá Danmörku. Var h ann s*vo 'boðinn upp og keyptu þéir hann Sighvatur Bjamason skipstjóri og Gunnar Jónsson hátaslhiður. í fyrradag lögðu þeir á stað hjeðan á stórum ibáti, með 8 menn, til þess að reyna að ná bátnum út. Vita menn <ekki enn hverhig ]>að gengnr, en hætt er við að slæmt sje orðið við Sandana núna. Ungbamavernd Líknar Bára- götu 2 (gengið inn frá Garða- stræti). Læknir til viðtals kl. 3— 4 á föstudögum. Zeppelíaspóstnriim. Einn af framtíðardraumum okk ar íslendinga nú á tímum er það, að flugpóstferðir komist á milli íslands og annara landa. Nú í fyrsta skifti er . von á póstferð lijeðan loftveg til út- landa, er lcftfarið mikla Graf Zeppelin kemur hingað eftir nokkra daga. Færi mjög vel á því, að Reykvíkingar sýndu hug sinn til loftpóstferðanna, með því að nota þessa fyrstu loftpóstferð, þó ekki væri nema til þess að senda kunningjum sínum og vinum sem í fjarlægð bria orðsendingu með Zeppelin greifa. Slíkar brjefa- sendingar munu lengi geymast til endurminningar um þessa fljót- ustu póstferð milli íslands og meginlandsins. Burðargjald undir álmenn brjef er 2 krónur, en undir brjefspjöld 1 króna. Sjerstök frímerki verða- notuð' í þessa férð, sem alls ekki verða notuð við annað tækifæri. Auka þau a<S sjálfsögðu mjög verðgildi þeirra póstsendinga, sem með loftfarinu verða sendar. Knattspyrnnkeppni Reykjaviknr. Knattspyrnuráð Reyk j avíkur hefir í ár breytt tilhögun liins svo- kallaða „Reykjavíkur-móts“ á þann veg að á mótinu keppa f je- lögin nú tvisvar hver við annað, í stað einu sinni áður. Kappleikum. fjölgar því um helming á þessu liaustmóti, en leilcunum verður þannig niður raðað, að í hverri viku verður aðeins liáður einn kappleikur, svo að mótið hefst nú að mun fyr en venja er til. Vinningar verða eins og við önn ur mót reikna-ðir í stigum, en fyrir hvern unninn leik fá fjelögin 2 stig, en 1 stig fyrir jafntefli. Það fjelag, er hæsta fær stigatöluna, vinnur mótið. Þessi tilhögun, sem tíðkast víð- ast. hvar erlendis er líkleg til að glæða áliuga knattspyrnumanna og almennings fyrir þessari góðu og skemtilegu íþrótt, því með þessari tilhögun standa fjelögin jafnara að vígi, tilviljunin má sín minna og knattspymumennirnir haldast í þjálfun alt sumarið. Keppt er um „Skotabikarinn" og nafnbótina „Besta knattspyrnu fjelag Reykjavíkur“. Þjóðverjar fá lán í U. S. A. * United Press. FB. Washington, 23. júní. Samkvæmt áreiðanlegum heim- ildum íhugar stjóm Federal Re- serve bankans lánveitingu til handa þýska ríkinu, en þess er ekki getið hve lánsupphæðin sje stór. Engar fullnaðarákvarðanir hafa enn verið teknar. V erksmiðjusprenging. Poole, Doreet, Engl. United Press. FB. Tíu raenn hiðu bana, en nítján meiddust, er sprenging varð í sprengiefnajverksmibju á Holton Heath, í sex mílna fjarlægð frá Poole. MORGUNBLAÐIÐ Belnagrind fnndin í Vestmannaeyjum. Þegar verið var að grafa fyrir grunni hins mikla sjógeymis í \restmannaeyjum, sem sagt er frá á öðrum stað í blaðinu, kómu menn niður á beinagrind af kari- manni, . Var hún feitthvað 1 y2 rnetra undii* yfirborði og lárjett austur og vestur. En sýnilegt var, að ékki hafði maðurinn verið graf- inn í kistu, heldur grjóti hlaðið utan að honum og helst- sú hleðsla enn greinilega. Beinin hafa verið flutt í kirkju og verða þar grafin. Beinagrind þessi fanst nyrst í svonefndu Miðhúsatúni. En fyrir tveim árum var verið að grafa fyrir húsgrunni syðst í því túni (og eru um 150 rnetrar á milli). Þar fundust þá margar beinagrind ur og lágu sumar óreglulega, eins líkin liefði verið dysjuð þar í einni lirúgu. Ekki er gott að segja hvað bein þessi muni gömul, en róstiisamt var oft í Eyjum hjer fyrram og bardagar við útlendinga. Mun þá ekki hafa verið hugsað um að fá kirkjuleg, þeim útlendingum er fellu. '••• •••• Tillögnr Hoovers. Rómaborg 24. júní. United Press. FB. ítalska stjórnin liefir fallist á tiRögii Hoovers í grundlvallar- atriðum. París, 24. júní. United Press. FB. Frakkneska stjórnin hefir fall- ist á ráðagerð Hoovers með þeini fyrirvara, að Youngsamþyktin verði ekki feld úr gildi. Lissabon, 24. júní. United Press. FB. Stjórnin í Lissabon fhefir fall- ist á tilboð Hoovers forseta. Rómaborg, 23. júní. United Press. FB. Stjórnin í Italíu hefir fallist á tilboð Hovers forseta, að því ti’lr skildu að Þýskaland og Austur- ríki hætti við tollhandalagsáform sín. Washington, 23. júuí. United Press. FB. Sendiherra Austurríkis liefir til- kynt utanríkismálaráðuneytinu, að stjórnin i Austurríki hafi fallist á tilboð Hoovers. Talið er, að ameríska stjómiu búist við gagn-tillögu frá frakk- nesku stjóminni, en Hoover sje reiðubúinn til þess að hafna henni, .eii kurteislega. Embættismenn Bandaríkjanna hjer leggja áherslu á. að innan viku verði að vera hú- ið að koma þessu í kring, svo til- legan verði framkvæmd frá 1. júlí n.k. eða byrjun fjárhagsársins. Ogden Mills, undir-utanríkis- málaráðherrann, hefir sent frakk- nesku stjórninni tilkynningu fyrir liöud amerísku stjórnarinnar, til þess að leggja að Frökkum að fallast á áform Hoovers. í tilkynn- ingu þessari er leitast við að sýna frani á, að Frakklandi sje það cinnig í hag, að fallast á tillögur Hoovers. i ' (þrðttafðrin. ísafirði, 24. júní. K. R. kom liingað í morgun kl. 10 eftir skemtilega ferð. Var flokknum boðið í bílum inn í skóg og stóð skátafjelagið Ein- lierjar fyrir risnu þar. Vegna sýningar flokkanna sem hófust kl. SVá á Iþróttavellinum, var öllum Búðum í kaupstaðnum lokað kl. 5 svo að se»i flestir gæti fengið að horfa á, enda var fjöldi áhorfenda á vellinum. Fyrst var sýnd fegurðarglíma- og þá bændaglíma. Þegar á eftir var fimíeikasýning kvenna og þótti hvort tveggja takast ágæt- lega. Kl. 8V2 í kvöld verður knatt- spyrnu ka-ppleikur við ,,Hörð“. Lagt á stað til Siglufjarðar kl. 11. HandMæði í mjðg fjðlbreyttn úrvali. Verslunin Egiil lacobsen. vinna bug á erfiðleikum og arui- streymi. B. G. HaimsflHgtð. Ilarbour Graee. 23. júní. United Press. FB. Flugmennirnir Gatty pg Post léntu hjer kl. 11.45 árd. (Eastem Standard tími). Síðai': Gatty og Post lögðu af stað lijéðan í áfangann yfir At- lantshaf kl. 2.27 síðd. (E. S. tírni). Stormur ð Mont Blanc heitir myndin, sem Nýja Bíó sýn- ir þessa dagana. Mynd þessi er alveg einstök í sinni röð, tekin af Aafa-fjelaginu í Berlín nieð aðstoð frægasta fluggarps þjóðr verja, Erns Udet, og eins frækn- asta fjallgöngumanns þeirra, Sepp Rist. Ank þeirra leikur hin heimsfræga- leikkona Leni Riefen- sthal, sem kunn er frá fyrri mynd um þýskum, er sýndar hafa ver- ið lijer. Óhætt er að fullyrða, að pngin mynd liefir vakið meiri at- hygli, af þeim, sem gerðar em þennan vetur. Var jeg viðstadd- ur frumsýningu liennar í Berlín og hefi jeg aldrei sjeð eða heyrt jafn-ótvíræðan fögnuð hjá bíó- gestum. Dómar hlajðanna vora líka á einn veg — að þetta< væri besta. talmynd, sem Þjóðverjar enn hefði tekið og jafnaðist hún fyllilega viú hinar bestu þöglu myndir Þjóðverja, sem heinsfræg ar voru orðnar, áður en talmynd- ir komu til. — Er það eftirtekt- arvert, þar sem fæst þýsk blöð hafa enn. viðurkent, að talmynd- ir ættu sjer annað eins listgildi og þöglu myndirnar vom búnar að ná á sínum tíma. Myndin lýsir á eftirminnileg- an hátt fegurð, Iirikaleik og grimd Alpafjallanna. Á smekk- legan hátt hefir höfundi liand- ritsins tekist, að fljetta inn í hin- ar hugnæmu náttúmlýsingar fögru ástaræfiutýri — milli stúlkunnar í stjömutuminum (Leni Riefensthal) glg vísinda- mannsins í rannsóknarkofanum uppi á Mont Blanc (Sepp Rist). — Steypt, er í fullkomna lieild, slysum vísindamannsins, tilra-un- um fjallgöngumanna til að bjarga honum, hinu aðdáanlega þrekvirki fluggarpsins og fórnfýsi stúlk- uqnar. iMyndin er snildarleg lýsing á bardaga mannsins við höfuðskepn úrnar og hún á mikið erindi til íslendinga — sem oft og tíðum eiga í samskonar baráttu. Sam- fara liinuni hrikalegu hamförum storrnsins sjest hin harðgerða hreysti og óbilandi hugrekki fjallagarpanna. Er það lærdóms- ríkt fyrir íslenska ferðamenn og íjiróttamenn. En niest er um vert liinn dásamlega lofsöng um karl- mensku, hugprýði og drengileik — sem gerir hana hugnæma öll- um, sem sækja fram og • þrá að London 24. júní kl. 14.10. TJnitéd Press. FB. Frjettst hefir, að Post og G atty liafi lent kl. 1. (breskur sumar- tími) nálægt Chester. Liverpool, 24. júní. United Press. FB. Fregnin um lendingu flug- mannanna Gatty og Post hefir verið staðfest. Eftir stutta við- dvöl hjeldu þeir áfram til niegin- landsins og bjuggust við að lenda annaðhvort í Berlín eða Moskwa. Liverpool 24. júní. United Press. FB. Post og Gatty ljetu ágætlega yfir sjer, e,r þeir höfðu lent,’en. kváðust ekki geta neitað því afi þeir væri dálítið þreyttir. Kváð- ust þeir hafa haft mikla ánægju af fluginu, nema 3—4 klukku- stundir, en þá var rigning. Afi þeim tíma liðnum glaðnaði tíl aft.ur. Þeir vom seytján stundir yfir hafið. Þeir kváðust gera sjer vonir um að ljúka. heimsfluginu á skemri tíma en ráðgert er. Þeg- ar þeir höfðu hvílt sig dálitla stund, neytt matar, og fengið bensínforða, hjeldu þeir áí'ram fluginu. London, kl. 19,55. Post og Gatty lentu í Hannovcr? kl. 6.20 og lijeldu áfram til Berlín kl. 7.10. London kl. 20.57. Post, og Gatty lentu á Tempelfc- lioferplatz í Berlín kl. 8.30. Síðar: Post, og Gatty leggja af stað á fiintudagsmorgun áleiðis til Moskwa. Eru þeir vongóðir um, að hika linattfluginu á skemra tíma en Graf Zeppelin. Nýtt Atlantshafsflug með viðkomu á íslandi? Harþour Grace 24. júní. United Press. FB. Flugmennirnir Hillig og Ho- iriis(?) lögðu af stað hjeðan í Atlantshafsflug kl. 3.24 f. h. (Ea- stern Standard tími). Þeir ráð- gerðu að lenda í Danmörku. Útvarpið í dag: Kl. 19.30 Veð- urfregnir. Kl. 20.30 Grammófón- hljómleikar Mosart: Quintett í Es-dúr. Kl. 21 Veðurspá. Frjettir. Kl. 21.25 Grammófónhljómleikar_ I (tvísöngur).

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.