Morgunblaðið - 28.06.1931, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.06.1931, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ GOODÁ^EAR TIRE & RUBBER EXPORT CO., Akran, Ohio, U. S. A. Gegn staðgreiðslu selst GOODYEAR-gúmmí — besta bílagúmmíið sem til landsins flytst — fyrst um sinn með þessu verði: D E K K: SLONGUR: 32 x 6 PF — HD — 10 laga kr. 120.50 13.65 33 x 5 AWT — HD — 10 — — 106.35 12.10 30 x 5 AWT — HD _ 10 — _ 96.00 m 45 30 x 5 PF — HD — 10 — — 72.80 30 x 3y2 AWT — HD — 6 — — 39.75 4.60 P9 x 5.00 — 19 AWT — HD 6 — 47.50 7.60 |29 x 5.50 — 19 AWT — HD — 6 — — 49.00 10.05 29 x 5.50 — 19 PF — HD _ 6 — — 50.10 28 x 4.75 — 19 AWT — HD — 6 — — 43.25 29 x 4.75 — 19 AWT — — 34.30 7.60 28 x 4.75 — 19 PF — — 29.25 30 x 5.00 — 20 AWT — HD _ 6 — — 48.90 8.20 29 x 4.50 — 20 AWT — HD — 6 — — 40.50 6.55 29 x 4.75 — 20 AWT — HD — 6 — — 44.60 30 x 4.50 — 21 AWT — HD _ 6 — — 41.90 6.55 Allar aðrar gúmmístærðir en þær, sem lijer eru upptaldar, má panta og geta þær fengist með nokkurra daga fyrirvara. Allar verðbreytingar áskildar án fyrirvara. Reykjavík, 18. júní 1931. P. STEFÁNSSON, aðalumboðsmaður Goodyear á Islandi. JTB. Goodyear er eina verksmiðjan, sem auglýsir verð, enda gildir sama verð fyrir alla. i : s Öllum þeim, er sýndu okkur hjónunum sóma og glöddu okkur á ýmsan hátt á gullbrúðkaupsafmœli okkar, 17. þ. m., fœrum við hjer með hjartans þakkir. Stykkishólmi. Arndis Jónsdóttir. Guðm. Guðmundsson, lceknir. \ 0 Aluðarþakkír til allra þeirra, sem á einn eða annan veg auðsýndu mjer vinarþel á sjötugs afmœli minu. Arnarnes, 27. júnl 1931. Jóhanna Jóhannesdóttir. Faðir minn, Hallgrímur Scheving Árnason, verður jarðsunginn hð Kálfatjöm, þriðjudaginn 30. þessa mánaðar. Athöfnin hefst með tiúskveðju að heímili hins látna, Austurkoti í VogUm, kl. 11% fyrir hádegL x Fyrir mína hönd, móður minnar og systkina. Egill Hallgrímsson. Maðurinn minn, faðir okkar og tengdafaðir, Eyjólfur Friðriks- «on, andaðist á Vífilsstaða-hæli að imiorgni hins 27. júní. Helga Guðmundsdóttir, böm og tengdaböm Jarðarför dóttur minnar, Guðfinnu Guðmundsdóttur, sean andaðist 15. þ.tn. fer fram miðvikudaginn 1. júlí n.k. Hefst athöfnin með bæh á Krosseyrarveg 1 í Hafnarfirði, kl. 4% síðd. Guðmundhr Einarsson. Dagbak. Veðrið (laugardagskv. kl. 5). Lægðin er nú að færast austur fyr ir landið og vindur orðinn all iivass af norðri með skúraveðri og 8 st. hita vestan lands. Á Norð- urlandi er N-kaldi og þykkviðri með 5—8 st. liita. Aðeins á Suð- austurlandi er áttin Suðvestan ennþá og hiti 12—13 st. (Norðan- kalsaveður á morgun). Veðurútlit í Rvík í dag: Mink- . andi N-átt. Úrkomulaust og senni lega ljettskýjað. JarðsÉjálftatrygging. Stjóra Eimskipafjelags íslands hefir vátrygt húseign fjelagsins við Pósthússtræti gegn liættu af jarð- skjálfta. Er það trygt h-já Lloyds í London fyrir 33.300 £ gegn l0/oo ársiðgjaldi. ) Bílfært mun verða yfir Vaðla- heiði viku . af júlí, segir vega- málastjóri. Um sama leyti má búast við að hægt verði að komast á bílum inn fyrir Hvalfjörð. Skjaldbreiðarförin. Um 30 roanns hafði gefið sig fram í gærkvöldi til þess að taka þátt í Skjaldbreiðarför Ferðafjelags ís- lands í dag. Fyrir 50 árum, Grasvöxtur, sjer í lagi á túnum og valllendi, er, eftir því, sem frjetst hefir alls staðar að, í lakasta lagi. Þó tíðin hafi verið kalsasöm, kemur gróð- urleysið mest af þeim mikla klaka, sem ennþá er í jörðunni (á Jónsmessu víðast hvar % alin). Má nú skilja, hvemig því er far- ið, að eftir harða vetur koma alla jafna, eins og annálir vorir skýra frá, gra.slej'sissumur (Isafold. 1881). Laxveiðin í Elliðaánum og Graf arvogi hefir verið með rýrasta móti það sem af er veiðitímanum. í Elliðaánum mun þáð miklu valda hvað þær eru vatnslitlar eftir hina langvarandi þurka. Álafoss. Að gefnu tilefni skal þess getið að það ©r ekki opinber íþróttasýníng að Álafossi í dag heldur einkasýning fyrir foreldra og aðsta-ndendur bamanna, sem ,verið hafa í íþróttaskólanum. Fundur verður haldinn í kvöld kl. 8% í K. F. U. M. húsinu í Hafnarfirði. Síra Sigurjón Áma- son í Vestmannaeyjum talar. Fimtugsafmæli á í dag Tryggvi Jóakimssen, breskur vice-konsúll á ísafirði. Pjetur Sigurðsson flytur fyrir- lestur í Varðarhúsinu í kvöld kl. 8y2, um sigursælt líf. Allir vel- komnir. Á eftir verður stuttur fundur fjelags þess, er nýlega hef- ii verið stofnað 'hjer í hæ og heit- ir: „Fjelag til eflingar kristilegri menningu'L Auk meðlima era þeir velkomnir, sem kynnast vilja þess- um fjelagsskap. Guðbjörg Bjarnadóttir, ekkja á Arnamúpi í Dýrafirði verður 80 ára á morgnn 29. þ. m. Á hún langan og dáðríkan æfiferil að bahi og munu nú Dýrfirðingar og margir vinir hugsa hlýtt til henn- a.r á þessum, tímamótum. K. Hjálpræðisherinn. Samkomur I dag: Helgunarsamkoma kl. 10% árd. Lautn. Hilmar Andrésen stjómar. Sunnudagaskóli kl. 2 síð- degis. Kapt. Spencer stjómar. Úti- samkoma. á Lækjartorgi kl. 4 ef veður leyfir. Hjálpræðissamkoma kl. 8%. Lautn. K. Kjærbo frá Ak- ureyri stjómar. Lúðraflokkurinn og strengjasveitin aðstoða. Allir velkomnir! Embættisprófi í læknisfræði hafy nýlega lokið: Bergsveinn Ólafsson II. eink. betri, Bjarni Sigurðsson, I. eink., Guðmundur K. Pjeturs- son, I. ág. eink., Högni Björnsson, I. eink., Jóhann Sæmundsson, I. Vörar til slfdnrútgerðar: NET NETASLÖNGUR NETABELGIR LÍNUR I LÍNUSKÍFUR LÍNUVINDUR LÍNUHRINGIR I N ÓTABÆTIG ARN NÓTABÁTA-HLIÐ ARRÚLLUR NÓTABÁTA-ÁRAR NÓTABÁTA-RÆÐI 1 N ÓT ABÁT A-BLAKKIR NÓTABÁTA-SLEFKRÓKAR MANILLA VÍRAR VÍRMANILLA j allar stærðir. ' VJELAOLÍUR fyrir gufuskip og vjelbáta, og margt fleira til síldarút- gerðarinnar, sem of langt yrði upp að telja, selur ÖDÍRAST og BEST. 0. ELLIN8SEN. eink., Júlíus Sigurjónsson, I. eink., Karl Guðmundsson, II. eink. betri, María Hallgrímsdóttir, II. eink betri. Kristileg samkoma á Njálsgötu 1 kl. 8 í kvöld. Allir vélkomnir. Að Álafossi flytur Nýja Bifröst (sími 406) íóllc í dag eftir kl. 1. Útvarpið í dag: Kl. 14 Messa í fríkirkjunni (síra Árni Sigurðs- son). Kl. 19.30 Veðurfregnir. Kl. 20.15 Orgelhljómleikar (Páll ís- ólfsson, organisti). Kl. 20.35 Upp- lestur (Halldór K. Laxness, rit- höfundur). Kl. 20.55 Óákveðið. Kl. 21 Veðurspá og frjettir. Kl. 21.25 Dansmúsík. Útvarpið á morgun: Kl. 19.30 Veðurfregnir. Kl. 20.30 Hljómleik- ar (Þórarinn Guðmundsson, Karl Matthíasson, Þórhallur Ámason, Emil Thoroddsen). Alþýðulög. Kl. 20.45 Erindi: (Vilhj. Þ. Gíslason, magister). Kl. 21 Veðurspá og frjettir. Kl. 21.25 Grammófón- hljómleikar: (Píanósóló). Sterkasti maður á íslandi segir Berl. Tidende að Jón frá Laug sje. Þótti þeim Dönum hann taka all- karlmannlcga á þegar hann var að koma íslensku hestunum um borð í skipið „Busaa“, sem flutti hann og Kurt Wegener til Grænlands, þegar skipið var að búast af stað frá Kaupmannahöfn. Goðafoss fór hjeðan í fyrra- kvöld vestur og norður uimi land. Meðal farþega vom: Þormóður Eyjólfsson og frú, frú Malmquist, Hallgrímur Stefánsson, J óhann Þorkelsson, Ó. G. Eyjólfsson, Stef- án Rafnar og síra Knútur Arn- grímsson. ■ Leikflokkur Leikfjelags Reykja víkur, sem ætlar að sýna „Hall- stein og Dóru“ á Akureyri, fór norður með Goðafossi í fyrrakvöld. í þeim hóp voru Haraldur Björns- son, frú Marta Kalmann, Gunn]). Halldórsdóttir og Friðfinnur Guð jónsson. Hinir leikendurnir voru farnir norður á undan. 50 dyraverðir. Sem dæmi þess hvemig Framsóknarmenn hafa dregið sjer atkvæði hjer í bæn- um við Alþingiskosninguna, segir Alþýðublaðið að ]>eir „hafi feng- ið atkvæði og aðstoð eitthvað 50 manna“, er þeir gáfu vilyrði fyr- ir að fá dyravarðarstöðuna við nýju símastöðina. Gríski aðalræðismaðurinn í Kaup mannahöfn óskar eftir upplýsing- um um Poul Capélidés frá Epims, selm talið er að hafi flutst hingað til lands fyrir mörgum árum. — Hver sá, sem kynni að geta gef- ið upplýsingar um mann þennan, er beðinn að snúa sjer til ráðuneyt is forsætisráðherra. (FB). Jarðarför jarðneskra leifa Ól- afs sál. Þorleifesonar, er fundust 21. júní í gjá á Strandarheiði eft- ir 30 ár, fer fram að Kálfatjamar- kirkju á morgun og hefst að Austurkoti á Vatnsleysuströnd kl. 1 e. h. Nýja öltegund er ÖlgerðJn Egill Skallagrímsson farin að framleiða. og nefnist Egils-hvítöl. Kom það á markaðinn í gær. Aðalfundur Fjelags íslenskra loftskeytamanna verður haldinn í dag í Hótel Borg kl. 14. Vjelstjórar fóru skemtiför upp á Akranes í gær með Suðuilandi. Enskur dráttarbátur kom hing- að í fyrradag til þess að sækja breska togarann Frobisher, sem strandaði norður á Melrakka- sljettu í vetur, en Ægir bjargaðí og kom með hingað. Reynt var að selja Frobisher hjer, en tókst jekki. Dráttarbáturiínn lagði aF stað með hann í gær. Ágætiseinkunn fjekk Guðm. Karl Pjetursson frá Akureyri við embættispróf í læknisfræði Hann er fyrsti kandídatinn, sem ágæt- iseinkunn hlýtur við Háskóla ís- lands. En árið 1897 tók Sigur- jón Jónsson lækjnir lá Dalylk embættispróf með ágætiseinkunnr frá læknaskólanum. — Guðm. Karl hlaut hæstu einkunn (16) S 6 prófgreinum: líffærafræði, líf- eðlisfræði, handlæknisfræði, yfir- setufræði, heilbrigðisfræði, og bandlæknisvitjun, en 15 í lyfja- fræði, handlæknisaðgerð og skrif- legri rjettarlæknisfræði. í engri prófgrein fjekk hann lægra en 1. einkunn. — Slíkir menn eiga það skilið að þeir sje. ríflega styrktir t.il framhaJdsnáms eða sjerfræði- náms. Þjóðin á að sjá sóma sinn í því að gera vel við slíka sonu sína, '■'ví að þeir eru manna líklegastir að verða henni til sóma og mikils gagns, ef þeir fá að njðta sín.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.