Morgunblaðið - 09.07.1931, Side 3

Morgunblaðið - 09.07.1931, Side 3
UORGUNBLAÐIÐ w i Öts«í,; M.f. Árvaknr, KarkjnTik = Rltatjörar: Jön KJnrtanMon. ValtSr titufkuaaon, = Stltítjörn og afgrelt!*!*: = Austuratræti 3. — Bíml 600. = AUKlýaingaatjöri: K. Kafberg. = knglýalngaakrifatofa: = Auaturatrsstl 17. — Simi 700. = Kelmaalmar: = Jön KJartanaaon nr. 74». Valtýr Stefánaaon nr. 1»Í0. = H. Hafberg nr. 770. = Áakrlftagjald: = Innanlands kr. 2.00 & má.nuSl. = IJtanlanða Kr. 2.50 á ooAnuöt. = 1! lauaaaölu 10 aura elntakiO. = 20 aura B>eO Uesbök. = 'llllllliniillllllllllllllllllllllllllllllllllllllilillilllllllilllllllllrn Framsóba ósamHindanna. Tíminn setur nýtt met. Sagt var frá því hjer í blaðinu um daginn, að landstjórnin hafi nýlega veitt Þorkatli Jóliannes- syni magister kennaraembætti við kennaraskólann nú í vor. Jafn- framt var frá því skýrt, að skóla- stjóri Kennaraskólans vissi ekki hverskonar veiting þetta væri, því engin staða væri laus við þann skóla, Sömu sögu var að segja frá fræðslumálastjóra. Hann vissi ekk- ert, um embættisveitingu þessa, hafði ekki verig spurður til ráða. Ásgeir Ásgeirsson fræðslumála- stjóri er víst sjaldan spurður til ráða. Nú leið nokkur tími og ekkert hljóð kom úr stjórnarhorninu. En á laugardaginn var birtist grein í Tímanum á þriðju síðu í 5 dálki, með undirskriftinni B. P., þar sopn sagt er að „Mbl. ætti að kynna sjer það, að við kenn- araskólann voru í vetur þrjár laus- ar stöður“. Morgunblaðið hefir „kynnt, sjer“ málið, á þann einfalda hátt -að spyrja skólastjórann um hverj- ar væru þessar „þrjár lausu stöð- ur“, og svaraði hann því, að þær liefðu engar verið. Þessum B. P. í Tímanum, (sem ■sennilega er einskonar misritun fyrir J. J.) hefir þótt, viðfeldnara, að skrökva því ekki blátt áfram að aðeins hefði verið ein laus staða við skólann, iheldur þrefald- ar hann ósannindin, og telur lausu stöðurnar þrjár. Við skólamn kendu í vetur auk skólastjórans og S. Arasonar, þeir Guðgeir Jóhannsson og sr. Sig. Einarsson, og voru þeir settir í kennarastöðurnar. En engum heil- vita manni getur dottið í hug að kalla þær stöður lausar, meðan þessir menn gegna embættunum og taka laun sín. Og hvaðan B. P. Tímans hefir heyrt um þriðju „lausu stöðuna“ er fullkomlega hulið. — Hitt er það, að eftir undirtektir kjósenda 12. júní und- ír Eramsóknaróstjórnina, er ekki nema eðlilegt, að þeir, sem í Tím- ann rita, stælist í meðvitundinni um það, að landsmenn þeir, sem Eramsókn fylgja, geri a-lls engan greinarmun á sönnu og lognu. Á sviði blaðalyga má því bú- ast við mikilli framsókn meðal stjórnarliðsins. Aflinn var talinn 370.968 þur skpd. hinn fyrsta júlí.Er það held- ur minna en í fyrra, en talsvert mikið meira heldur en árin þar á undan. Samtaá stofnað miUi fisksölnsamlaga á Aust- fjörðum. Norðfirði, 8. júlí. í gær og dag hefir staðið yfir hjer fulltrúafundur fisksölusam- laga á Austfjörðum. Fundurinn samþykti að stofna samband milli samlaganna og samþykti lög fyrir sambandið, Tilgangur samlagsins er aðallega sá, að annast útflutn- ing o.g sölu ísvarins fisks og sölu saltfisks fyrir samlögin. Stjórn- ina skipa Páll Þormar kaupmaður á Norðfirði, formaður, Ólafur Sveinsson kaupm. á Eskifirði, vara form., og meðstjómendur Sigurð- ur Guðmundsson framkvstjóri á Seyðisfirði, Gísli Kristjánsson út- vegsbóndi á Norðfirði. Þorgils Ingvarsson útbússtjóri á Eskifirði og Marteinn Þorsteinsson kaupm. á Fáskrúðsfirði. Formaður hefir prókúruumboð fyrir sambandið. — Fundurinn samþykti svohljóðandi áskorun: „Stofnfundur sambands fiskisamlaga Austfjarða skorar á Alþingi að heimila Skipaútgerð I ríkisins að taka á leigu alt að 4 skip til útflutnings á ísvörðum fiski frá Austfjörðum á næsta hausti, ekki síðar en frá 1. sept- ember.“ Sfldveíðar Dana \ hjá íslandi. Seint, í júní lagði af stað frá Danmörku síldarleiðangurinn, sem Andreas Godtfredsen hefir komið npp og stjórnar. Godtfredsen hafði hjer eitt skip til síldveiða í fyrrasumar, „FuIton“, sællar minningar, en það mun hafa ver- ið tap á þeirri útgerð. Nú hefir Godtfredsen fengið ýmissa danska stórlaxa í lið með sjer, svo sem sjálfan Stauning, Halfdan Henrik- sen þjóðþingmann, Lykkeberg stórkaupmann, Thygesen konsúl, Stahlschmidt skrifstofustjóra fisk- veiðastjórnarinnar o. fl. Skipin í leiðangrinum eru 14 alls. Aðalskipið (móðurskipið) heit ir „Hans Tausen“ og á því er Godtfredsen sjálfur. Veiðiskipin eru gufuskipið „Fulton“, nýsmíð- uð, fiskiskúta, sem heitir „Tih. Stauning“ og 11 færeyskir kútt- erar. Afvopnun. Bandaríkjastjórn ætlar að beitast fyrir því, að dregið verði stórum úr vígbúnaði. Washington, 8. júlí. United Press. FB. United Press liefir fregnað það frá áreiðanlegum heimildum, að vegna þess hve vel gekk með framgang gjaldfreststillögu Hoo- vers forseta, áformi ameríska stjórnin að sækja það af ekki minna kappi á afvopnunarstefn- unni í Genf í febrúar, að dregið verði úr vígbúnaði til stórmikilla muna. Mikil laxveiði í Noregi. NRP. 8. júlí. FB. Laxveiði í sumar hefir verið með mesta móti víða í Noregi. Þannig er nýfrjett, að tveir enskir sportveiðimenn hafi á tveim dög- um veitt laxa, sem vógu alls 700 pund. ReiaMið á Bjarmalandi. Á þinginu 1929 flutti Gunnar Sigurðsson frá Selalælc þingsálykt- unartillögu þar sem stjóminni var lieimilað að flytja inn nokkrar arð- berandi dýrategundir, þ. á. m. silfurrefi. Tillagan var samþykt. Strax sama ár fekk Emil Rokstad á Bjarmalandi heimild til að flytja inn fjóra silfurrefi, tvö karldýr og tvö kvendýr. Keypti hann dýr- in í Noregi og komu þau hingað haustið 1929. Næsta vor fekk hann 11 yrðlinga og hafði þá 15 refi alls í búi sínu. Haustið eftir seldi Rokstad nokkra ýrðlinga hjer lieima, en keypti nokkur ný pör í staðinn. Eru nú alls 10 pör í refabúinu á Bjarmalandi og á Rokstad meiri hlutann sjálfur. í vor var stofnað hjer í bæn- um ,Veiði- og loðdýrafjelag ís,- la.nds“, og var Gunnar Sigurðs- son aðal forgöngumaður þeirrar fjelagsstofnunar. Er tilgangur þessa fjelags m. a. sá, að stuðla að fjölgun dýrategunda á íslandi og stofnun hagsmunafjelaga til grávöruframleiðslu. Bráðabirgða- stjórn þessa fjelags bauð blaða- mönnum í gær að skoða refabúið á Bjanmalandi. Rokstad sýndi komumönnum búið. Fer þarna einkar vel um dýrin. Hvert par er -í sjergirðingu og hefir bústað út af fyrir sig; í girðingunum eru grenkassar og hefst grenlægj- an þar við með yrðlingunum. — Eigi líður langur tími þar til yrð- lingamir eru orðnir svo sprækir, að þeir fara út úr „greninu“. í gær voru flestir yrðlingamir 2— 3 mánaða gamlir og ljeku þeir sjer í girðingunni og klifruðu upp um vírnetið. 1 einni girðingunni var íslenskt refa-par (blárefir); eru það ársgamlir refir; voru þeir lang styggastir og hafa ekki tímg- ast enn. Sumir silfurrefimir eru svo spakir, að þeir átu iir lófa Rokstad, þótt margir ókunnugir væru þarna viðstaddir. Af reynslu þeirri, sem fengin er hjer á landi með ræktun silfur- refa, má telja fullvíst, að íslenskt loftslag og staðhættir eiga mjög vel við þessi dýr, enda liggur ís- land á sömu breiddarstigumoglönd þau, er best skilyrði hafa til loð- dýraræktunar. Þess ber og að geta, að í öðrum löndum hefir orðið vart við sjúkdóma í dýrun- um, en hjer hefir aldrei borið á neinu slíku. Islenskir bændur ættu vel að kynna sjer ræktun þessara dýra og loðdýra yfir höfuð. Hjer er um að ræða mjög arðsama atvinnu grein. Hjer á Suðurlandi munu nú þegar vera fjögur silfurrefabú að meðtöldu Bjarmalandsbúinu; á Ægissíðu, Gunnars'hólma (Gunnar í Von) og hjá Steingrími Pálssyni við Reykjavík; Bjarmalandsbúið er lang stærst. Einnig munu vera tvö bú á Austurlandi. Morgunblaðið mun síðar skýra ýtarlega frá þessu merkilega ínáli. Kappsigling. NRP. 8. júlí. FB. í kappsiglingunni um gullbikar- inn í Gautaborg í gær bára Ame- ríkumenn sigur úr býtum. Ríkin Notegur og Bandaríkin hafa nú sinn sigurinn hvort. GræHlaudsdeflan. (Tilkynning frá sendiherra Dana) Á fimtudaginn var Grænlands- deilan lögð fyrir utanríkismála- nefndina. Ritzaus frjettastofa kom þá fram með fyrirspurn um það, livort efni norsku orð- sendingarinnar 30. júní hefði ver- ið birt orðrjett. Því var svarað, að norska stjórnin hefði farið fram á það, að stjórnir beggja ríkja lýstu yfir því, að fra-m til 1944 skyldi hvorlti stofnað norskt nje danskt lögregluvald í Austur- Grænlandi og hvorugt ríkið skyldi helga sjer þar land, Eftir frekari fyrirspurnir hef- ir frjettastofan fengið það svar, að danska stjómin hafi svarað á þann hátt, að slíkur samningur kæmi í bág við samning þa-nn er danska löggjafarþingið hefði sam- þykt 1924, að hann væri að vísu í samræmi við það, sem Norðmenn hafa haldið fram, að Austur- Grænland væri einkis eign, en kæmi í bág við það sem Danir hefði allt af lialdið fram, að þeir hefði þar yfirráðarjett. Frjettastofan spurði þá hvort danska stjórnin hefði bent á nokkra leið til málamiðlunar og fjekk það svar, að ef norska stjórnin áliti að eigi gæti alt verið við hið sama og verið hefir þá liti danska stjórnin þannig á, að rjettast væri að stjórnir beggja ríkja vísuðu málinu til sátta- nefndar, eða gerðardómstólsins í Haag. Frá Svíum. 120 ára fyrirætlnn kemst í fram- kvæmd. Fyrir nær 120 árum fór ríkis- erfingi Svía, síðar Carl Johan XIV. konungur, með 20 þús. sænskra hermanna til Stralsund, á móti her Napoleons, sem þá var kominn að Saxelfi. Til þess að tryggja undanhald 'hers síns, ef til skyldi koma, ljet prinsinn gera bátabrú frá meginlandinu og út í eyna Rugen. Hann hafði einnig í huga að gera þarna varanlega brú, en úr því varð aldrei. En nú er hugmynd hans tekin upp og ætla Þjóðverjar nú með tilstyrk Svía, að smíða jámbrautarbrú á sundið, einmitt í sama stag og Carl Johan hafði ætlað að hafa sína brú. — Þegar þessi brú er fengin, verða samgöngur milli Stokk- hólms og Berlínar miklu hraðari heldur en áður, og er líklegt að viðskifti Svía og Þjóðverja auk- ist að miklum mun þegar hún er fengin. Ný sútunaraðferð. Tveir sænskir liugvitsmenn, Wrange og Friberg ihafa um mörg ár unnið að því að finna upp nýja siitunaraðferð, og hafa nú fyrir skemstu reist sútunarverksmiðju skamt frá Stokkhólmi. Þar hafa þeir þegar sútað 10.000 húðir, á miklu skemri tíma en áður hefir þekst, og auk þess er sútunin miklu vandaðri en venja er. Húð-' irnar eru fullsútaðar á einni viku, og að gæðum og styrkleika gefa þær ekkert eftir húðum, sem sút- aðar voru með hinni elstu aðferð, en ]iá tók sútunin 8—12 mánuði. Sútunarsjerfræðingar frá ýmiss- | •' um löndum streyma nú til Sví- þjóðar til þess að kynnast þessari nýju aðferð, sem allir segja að muni gjörbreyta allri sútun í framtíðinni. Nýr blendimálmur. Kunnur sænskur málmafræðing- ur, J. Hördén að nafni, hefir fund- ið upp nýja aluminium blöndu, sem hann nefnir „Cromal“. Er liún ljett eins og aluminium, en hörð og sterk eins og stál, en bráðnar við 700 stiga liita. Vegna þessara eiginleika er búist við því áð „CromaT! verði notað afar mik- ið til flugvjelasmíða, í skilvindur, eldhúsáhöld, skipaskrúfur o. m. m. fl. „Cromal“ er alúminíum, bland- að með 2—4% af Chromium og dálitlu af nikkel og manganese. En blöndunin er leyndarmál hug- t . ! vitsmannsms. V erndartollarriir. Wasliington 8. júlí. United Press. FB. Robinson, minnihlutaleiðtogi í Oldungadeild þjóðþingsins, hefir samið tilkynningu, sem birt hefir verið af miðstjórn demokratiska flokksins. í tilkynningunni kveður Robinson nauðsyn á því að Hoo- ver forseti leiti samvinnu við demokrata um endurskoðun laga um verndartolla og skorar á hann að hefja samvinnu þegar. Forset- anum sje nú gefið tækifæri að falla frá fyrri skoðunum sínum í verndartollamálunum, en sú stefna sem hafi orðið ofan á í þeim málum á síðari tímum, hafi að áliti hagfræðinga, haft þau áhrif, að kreppan liefir lagst langt um þyngra á Bandaríkin en ella myndi, utanríkisverslun þeirra hafi minkað stórmikið vegna tolla- stefnu stjórnarinnar og atvinnu- leysi aukigt. • Viðskiftaerfiðleikar og atvinnuleysi Ba-ndaríkjanna hafi og, segir Robinson, átt sinn mikla þátt í alheimS viðskiftaerf- iðleikum og atvinnuleysi. Digták. Bettifoss kom frá útlöndum í gær. Meðal farþega voru: Jón Guðbrandsson. Sigríður Claessen, Jean Claessen, Franz Siemsen, Daníel Þorkelsson og frú, Marta Björnsson, Björn Björnsson, Haukur Þorleifsson, Guðrún Skaftason, Pjetur Jónsson óperu- söngvari, Árni Haraldsson, Gunn- ar Hall, Sverrir Bernhöft, Sigurð- ur Einarsson frá Ameríku og margir útlendingar. Gullfoss ltom fiá útlöndum í gærmorgun. Meða.l farþega: Jakob Lárusson, Lárus H. Bjarnason, dómari, Gunnlaugur Briem verk- fræðingur, ungfrú Ellingsen. Brynjólfur Björnsson stúdent, Björn Fransson stúdent, ungfrú Anna Magnúsdóttir, Guðmundur Pálsson, Chr. Fr. Nielsen, Hildur Grímsdóttir, Jónas Thoroddsen stúdent, Ingibjörg Briem, Helgi Björnsson, Jón Björnsson, Gísli Halldórsson stúdent, Böðvar Guð- jónsson frá Hnífsdal, Agnar Norðfjörð stúdent, Stefán S. Franklin, Sigurður Pálsson og nokkrir útlendingar. Fljót ferð. í síðustu ferð Detti- foss fór skipið á fimm sólarhring- um, einum tíma og 25 mínútum frá

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.