Morgunblaðið - 16.08.1931, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 16.08.1931, Blaðsíða 5
Sunnudaginn 16. ágúst 1931. 5 Sisrid undset 09 island. „Varðveitið hið íslenska kjarngresi“. Hnu fjekk Flateyjarbók til aflestrar í nppvexlinum í staðinn fyrir barnabæknr. Sigrid Undset. Sú fregn hefir vakið athygli um gervalt Island, að norska skáld- konan, Sigrid Undset, væri kom- in hingað til lands, í fyrsta sinni á æfinni. Hún er, sem kunnugt er, meðal þeirra rithöfunda erlendra, sem mestum vinsældum á hjer að fagna. Hún hefir sitt yrkisefni úr auð- lindum sagna vorra. Hún hefir framar öðrum sýnt, hinn djúpsæj- asta skilning á íslenskri sögu og þjóðlífi. Er hún kom til Akureyrar, sá landsstjórnin henni fyrir leiðsögu- mönnum og farkosti. Þar tók Sig- urður Guðmundsson á móti henni, fór með henni inn í Eyjafjörð og um Hörgárdal. Á þeim stöðum kannaðist hún við hvern einasta sögustað. Svo vel er l^ún að sjer í sögu hjeraðsis, að Sigurður Guð- mundsson skólameistari, taldi sjer vissara að glöggva sig á Yíga- Glúmssögu, áður en hann færi með skáldkonunni um hjeraðið, svo hann gæti fremur talist gefa en þiggja, er þau ræddust við um fornar söguminningar. Svo sagði Sigurður sjálfur frá. Er Sigrid Undset liugsaði til suðurferðar kom Sigurður Nordal og frii hans norður, og urðu þau henni samferða suður á Þingvöll. Þau komu að Hólum í Hjaltadal í leiðinni. Nú er Sigrid Undset farin heim- leiðis. Áður en hún fór af stað hafði sá, er þetta ritar, tal af henni á Hótel Borg. Það er ekki vandala-ust í stuttu máli að gera lesendunum grein fyrir peísónuáhrifum- Sigrid Undset, svo lýsingin verði full- skýr. Hún er kona hæglát með afbrigðum, og óvenjulega ómann- blendin. Er sem hún liafi gerst staðbundin á áhorflendasviði manns iífsins og kunni því lítt að koma fram sem virkur þátttakandi. Yfir svip hennar er slæða inni- luktrar sálar, sem eigi ljettir af, nema endrum og eins. En þegar hún tekur til máls fylgir orði hverju andvari af inni- byrgðum hlýleik. Sigrid Undset situr í hæginda- stól á verönndinni á Hótel Borg. Hún býður mjer til sætis gegnt sjer. Situr hún síðan þögul nokk- ur augnablik, uns hún tekur til máls. — Jeg er því alsendis óvön, seg- ir him, að mjer sje sýnd slík um- önnun, og sú, sem jeg hefi notið síðan jeg kom hingað til íslands. Heima í Noregi umgengst jeg að jafnaði fáa. Fyrir þá gestrisni og það vinarþel, sem jeg hefi mætt hjer á landi, ber mjer að færa. öllum mínar bestu þakkir. — Því miður, heldur hún áfram, er vera mín á íslandi að þessu sinni alt of stutt. Jeg hefi að eins verið þjer þriggja vikna tíma. En jeg mun reyna að koma hingað aftur. — Hvar bafið þjer sjeð tilkomu- mesta náttúrufegurð hjer á landi? — Skagafjörðinn í skínandi sól. Þar var jeg heppin með veður. Hóla í Hjaltadal sá jeg í besta veðri. Jeð gekk líka upp í Gvend- arskál í Hólabyrðu og sá altari Guðmundar góða. í Skagafirði sá jeg líka blóma- garð, sem verður mjer ógleym- anlegur. Það va.r garðurinn á Víði- völlum. Þar hefir íslenskum jurt- um veriö safnað saman og þa;? gróðursettar í eðlilegu umhverfi, eu með þeim smekk fyrir fegui'5 biórna og litasamstilling ]> irrn sem sjaldgæft er að sjá. Best kaj n jeg við mig í dölum Norourlands. Þeir minna. mig svo á Noreg, að mjer finst jeg eiga ]»ar heima. Hraun, eins og ííl dæm- is á Þingvöllum eru mjer fram- andi. — Hvenær hafið þjer lært ís- lensku til fullnustu? — Sigrid Undset lítur á mig og gefur óvart til kynna, að henni komi slík spuming ókunn- uglega fyrir — rjett eins og hún væri að því spurð, hvenær hún hafi lært að stafa. — Sa-tt að segja, man jeg það ekki, segir hiin, jeg hefi lesið íslensku síðan jeg man eftir mjer. Faðir minn bannaði mjer að lesa venjulegar bamabækur. Hann sagði, að slíkar „bókmentir“ gerðu okkur krakkana að heimskingjum. Jeg tólc úr bókaskápnum lians hitt og annað í staðinn. Það var Flateyjarbók, sem jeg las fyrst. Síðan las jeg íslendingasögur hverja af annari, ýínist á frum- málinu eða í þýðingum. En jeg hefi aldrei reynt að tala íslensku. Málfræði kann jeg enga. Og fram- burðurinn er allur annar én jeg hefi gert mjer í hugarlund. Talið berst síðan að umróti og tíma.mótum íslenskra atvinnuvega og menningarmála. Hefir Sigrid Undset auðsjáanlega fengið mik- inn kunnleika á ýmsu því, sem lifir og hrærist nú í íslensku þjóð- lífi. Gleðst hún yfir ræktunarhug og úmbóta. En, bætið hún við, það væri óskandi, a-ð ykkur íslending- um tækist að hlúa að öllu því, s^m þjóðlegt er og íslenskt, og sjá um að það njóti sín, í skjólgóðu um- hverfi, eins og kja.rngróður sá, og ilmgrös, sem tekin eru úr íslensk- um fjallhögum og brosa mót veg- farendum í blómagarðinum á Víðivöllum. PABRIEKSMERK Munið að þetta erbesta 09 eftir gæðum ódýrasta súkkulaðið. f o „Góða frú Sigríður, hvernig fer þú að búa til svona góðar kökur?“ „J*eg skal kenna þjer galdurinn, Ólöf mín. Not- aðu aðeins Lillu-gerið og Lillu-eggjaduftið og hina makalaust góðu bökunardiropa, alt frá Efnagerð Reykjavíkur. En gæta verður þú þess, að telpan Lilla sje á öllum umbúðum. Þessar ágætu vörur fást hjá öllum helstu kaupmönnum og kaupfjelögum á landinu, en taktu það ákveðið fram, Ólöf mín, að þetta. sje frá Efnagerð Reykjavíkur“. „Þakka, góða frú Sigríður greiðann, þó galdur sje eí, því gott er að muna hana Lillu mey“. „Bláa bófein" Forsætisráðherrann skríður aftur í vasa Jónasar frá Hriflu. Þegar Afturhaldsflokkurinn sýndi þá rögg af sjer nokkum eftir þing- rofið í vor, að kasta fyrir borð þeim ráðherranum, sem mesta skömm hafði gert flokknum og þjóðinni í heild, var það fastur ásetningur ldnna gætnari manna innan flokksins, að láta mann þenna, Jónas Jónsson frá Hriflu, aldrei eiga afturkvæmt í stjórn landsins. Og það var einmitt með tilliti til þessa lofsverða ásetnings Afturhaldsmanna, að Tryggvi Þór- hallsson forsætisráðherra gaf ótil- kvaddur stjórnarandstæðingum yf- irlýsingu um það, að stjórnin skyldi ekki á neinn hátt mis- beita ríkisvaldinu í sambandi við kosningarnar. 1 sambandi við þessa yfirlýs- ingu forsætisráðherra, var hann spurðar, livað yrði um bókaútgáfu ríkisstjórnarinnar; en stjómin hafði þá tvær bækur í fórum sín- um, er ætlað var, að ríkissjóður yrði látinn kosta. Um bókina sem alment er nefnd Kaupmenn! Pet mjólkina þekkja allir, er reynt hafa einu sinni. — Kaupið hana * eingöngu. H. lenediktsson & Go. Sími 8 (fjórar línur). jScmisk fatahtcittsutt 0$ litutt |( £augave$34 ^únir 1300 ^etjfeiautfe. Hreinsnm nú gólfteppí af Bllnm stærðnm og gerðnm.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.