Morgunblaðið - 16.08.1931, Side 6

Morgunblaðið - 16.08.1931, Side 6
I V MORGUNBLAÐIÐ ---— 1 ...■■■ . "■■■ ' ".. 11. ■"—. ... .- Bakarar og kanpmenn! Nýkomiö: „Gilt Edge“ - hveitið. Hafið hufffast, að hveitikaup gerið þið hvergi betri en hjá okkur. Útl- skemtanir: Kópavognr, Hafnarfjðrðnr og Kollafjarðaroyrar, Aktð með hínnm þjððfrægn bifreiðnm Steindðrs. D ans á pöllnm. Fánm á morgnn: Epli í kössnm. — Appelsínsr 150 og 176 stk. Lank. — Kartöflnr. Eggert Krisfijánsson á Co. Allir mnna A. S. I. „Verkin tala“, sagði forsætisráð- kerra, að eigi væri enn ákveðið hvort ríkið yrði látið kosta útgáfu þeirrar bókar eða flokkssjóður Afturhaldsins. En ákvörðun um þetta liefir verið tekin skömmu síðar, því að ritið var fyrir og um kosningarnar sent út, og ríkis- sjóður látinn kosta útgáfima og útsendingu. Hin bókin, sem nefnd hefir verið „Bláa bókin“ hefir ekki enn kom- ið fyrir almennings sjónir. tieir, sem kunnugir eru þessari bók full- yrða ,að í henni sje óhróður, dylgjur, níð og persónulegar sví- virðingar um pólitíska andstæð- inga Afturhaldsins. Það er orðið æði langt síðan, að menn Jieyrðu nefnda þessa „Bláu bók‘ ‘. Hún mun Jiafa verið samin að tilhlutan fyrverandi dómsmála- ráðherra, Jónasar Jónssonar frá Hriflu, og máske af honum sjálf- um. En þótt menn hefðu fregnir af bók þessari gat þó engan órað fyrir, að stjórnin leyfði sjer að taka fje úr ríkissjóði til útgáfu hennar. En þegar landsreikning- urinn 1929 ltom til yfirskoðunar- nic.nna, fanst þar í 11. gr. B. 5 útgjaldauppliæð, 9450 krónur fyrir „útdrátt nokkurra mála“. Yfir- skoðunarmenn óskuðu eftir skýr- ingum á þessu, og svar þáverandi dómsmálaráðherra var, að hjer væri um að ræða „kostnað við prentun á mörgum þýðingarmikl- iim skjölum.“ Við nánari aðgæslu kom í ljós, að hjer var verið að reyna að fela prentunarkostnað „Bláu bókarinnair“ svonþfndu. — Ríkissjóður átti sem sje að kosta útgáfuna. Tryggvi Þórliallsson forsætis- ráðherra sagði stjórnarandstæð- ingum í vor, að liann hefði engan þátt átt í útgáfu þessarar bókar. Og hann lofa.ði því. ótilkvaddur, að bókin skykli alls ekki verða send út. Þessi yfirlýsing Tr. Þ. verður ekki skilin á annan veg en þann, að hann liafi talið innihald bókar þessarar þannig, að ósæmilegt væri að láta ríkið gefa hana út. Og til þess að bjarga sóma ríkisins hafi ráðherrann ákveðið, að senda bók- ina. ahlrei út. X’essa „Bláu bók“ bar talsvert á góma í neðri deild á dögunum, í sambandi við umræður um lands- reikninginn 1929. Var þá Tr. í>. mintur á loforðið og yfirlýsinguna, sem hann gaf í vor. En nú var komið annað hljóð í strokkinn. Nú þorði ráðherrann ekkert um það að segja, hvort bókin yrði send út eða ekki; hann kvaðst vera ólrunn- ugur innihaldinu! Er af þessu Ijóst, að Tryggvi Þórhallsson er nú aftur í þann veginn að skríða inn í buxnavasa Jónasa-r frá Hriflu, þar sem hann kúrði alt. síðasta kjörtímabil. Það fflun vera fastráðið hjá Aft.urhald- inu, að Jónas frá Hriflu taki aftur sæti í stjórn landsins. Og suinir segja, að liann sje þegar tekinn við, en það þyki hyggilegt. að fresta því að tilkynna þetta þang- að til ltomið er að þinglausnum. Aumt, er ástandið hjá Aftur- haldinu, að það skuli sjálft kjósa. að fela í lengstu lög fyrir Alþingi þann mann, sem það hefir valið til að veita forstöðu ábyrgðármestu stöðum í þjóðfjelaginu. Ábyrgðarleysi Afíurhaldsins. Afhending fjárveitingarvaldsins. Við aðra umræðu fjárlaganna í Nd. bar minni hluti -fjárveitinga- nefndar fram svo hljóðandi breyt- ingartillögu við þau: „Á eftir 24. gr. kemur ný grein sem verður 25. grein og hljóðar svo: Allar gjaldaheimildir laga þess- ara eru hámarksákvæði, og er ó- heimilt nema um óvænta og ber- sýnilega nauðsyn sje að ræða, að fara fram úr þeim, nema greiðsl- an fari fram samkvæmt öðrum heimildum eða fram sje tekið, að fjárhæðin sje áætluð.“ Það er ekki nema eðlilegt að menn spyrji um ástæður fyrir því, að nauðsynlegt þykir að taka þetta fram. Ástæður eru þessár: I stjórnarskrá ríkisýis er svo fyrir mælt, að ekkert gjald megi greiða úr ríkissjóði, nema fyrir því sje heimild í fjárlögum eða f j áraukalögum. Löggjafinn hefir með þessu á- kvæði, um leið og hann fær Al- þingi einu fjárveitingarvaldið, viljað. tryggja það, að aldrei yrði á þennan rjett gengið af fram- kvæmdarvaldinu. En hefir það þá verið gert? Allur landslýður veit að á síð- asta kjörtímabili hefir þetta verið gert svo freklega, að raunverulega er fjárveitingavaldið algerlega komið úr höndum Alþingis. Þrjú s.l. ár hefir á fjárlögum verið heimilað að greiða úr ríkis- sjóði samtals 33^4 miljóna króna. En þessi sömu ár hefir stjórnin eytt 54—55 milj. kr. Lengst gekk stjórnin í þessu s.l. ár. Þá voru lieimiluð gjöld á fjárlögum um 11,9 milj. kr., en útgjöldin urðu meira en tvöföld sú upphæð, eða eftir því sem næst verður komist yfir 24 milj. kr. Þegar nú það er athugað, að fjárlagaiitgjöldin eru nær því öll ákveðin í öðrum lögum, sjest strax, að hlutdeild Alþingis í fjár- veitingum er orðin lítil önnur en sú, að endurrita lögboðin gjöld. Ilið eiginlega fjárveitingavald hefir ríkisstjórnin hrifsað úr hönd- um þess. Það er eðli hvers manns að vilja halda þeim rjetti, sem hann á. En í þessu efni er það skylda að halda fast á rjettinum. Alþingis- mönnum, sem unnið hafa eið að stjórnarskránni er óheimilt að láta af hendi það vald sem hún fær þeim í hendur. Og sem fulltrúar þjóðarinnar eru þeir einnig skuld- bundnir til að vernda rjett þings- ins, og að fara sjálfir með það vald, sem þeim er fengið með þingmenskuumboðinu. Að öllu þessu athuguðu, verður það varla vefengt, að tillaga minni liluta fjárveitinganefndar hafi verið rjettmæt og nauðsynleg og að það liafi verið eiðbundin skylda þingmanna að samþykkja hana. En þetta fór á aðra leið. Allur ■stjórnarflokkurinn í neðri deild að einum þingmanni undanskild- um (Halldóri Stefánssyni) greiddi atkvæði móti henni og feldi hana. Hefir nd. Alþingis þar með fyrir sitt leyti afhent stjórninni fjár- veitingavaldið þvert ofan í fyrir- mæli stjórnarskrárinnar og þing- mannseiðinn. En stjórnin hefir ekki látið sjer nægja a.ð leggja undir sig fjár- veitingavaldið að því er umfram- greiðslur snertir. Hún hefir einnig virt að vettugi fyrirskipanir þings- ins um fjárgreiðslur. Þannig hefir hún alls ekki frainkvæmt þau verk sem þingið veitti fje til, ef and- stæðingar hennar áttu í hlut, en látið vinna samskonar verk hjá gæðingum sínum, þótt til þess væri enginn evrir veittur. Glögt. dæmi um þetta eru síma- lagningarnar. Þingið 1930 veitt-i fje til 7 nýrra símalína. Af þeim ljet stjórnin leggja aðeins eina. Hins vegar ljet hún leggja 3 símalínur, sem ekkert fje var veitt til, alt eftir því, hvort andstæðingar hennar eða fylgismenn áttu í hlut. T. d. veitti þetta þing fje til símalína vestan Arnarfjarðar — frá Bíldu- dal til Selárdals. Á þeirri línu eru 22 búendur og útræði á mörgum stöðum. Þessa símalínu ljet stjórn- in alls ekki leggja. Þar á móti ljet hún leggja dýra símalínu hinsvegar Arnarfjarðar, þótt ekk- ert fje væri til hennar veitt. — Þeirrar línu njóta fjórir bæir, en þar eru líka trvggar stjórnar- sálir. Þegar nú stjórnin sá live hund- fúsir flokksmenn hennar voru til þess að fá lienni f járveitinga- valdið, færði hún sig upp á skaft- ið. Hún vildi ekki aðeins fá heim- ild til fjáreyðslu utan fjárlaga, heldur vildi hún einnig fá þing- leyfi fyrir hinu síðartalda athæfi sínu: að láta óframkvæmd þau verk, er þingið fvrirskipar og veit- ir fje til. Forsætisráðherra bar því fram við 3. umr. fjárlaganna í Nd. svo hljóðandi breytingartillögu: „Á eftir 24. gr. ltemur ný gr.: Ef horfur eru á því, að tekjur ríkissjóðs á árinu hrökkvi ekki fyrir gjöldum, er ríkisstjórninni heimilt að draga af öllum fjár- veitingum fjárlaganna, sem ekki eru lögum eða samningum bundn- ar, 25%,»eftir því sem við verður komið.“ Ollum þingmönnum var eflaust ljóst, áð tekjur ríkissjóðs muni vel nægja til að framkvæma að öllu leyti fyrirmœli fjárlaganna. Og eins mun þeim hafa verið það ljóst, að þessum 25% frádrætti mundi „við verða komið“ aðeins þar, sem stjórnarandstæðingar eiga hlut að máli. En svo hund- flatir eru þingmenn stjórnarfl., að ekki einn einasti þeirra hafði mannrænu til að rísa gegn þessari ósvinnu. Var tillaga þessi samþykt með at-kv. þeirra allra 16 í Nd. Þessar tvær till. verða eflaust skráðar í sögu þingsins, og von- andi sýna þær dýpstu niðurlæg- ingu Alþingis íslendinga. Hjálpræðisherinn í Iíafnarfirði heldur hljómleikahátíð í dag kl. 81/2 síðdegis í bæjarþinghúsinu. Einnig útihljómleilca á Hamarkots- túni kl. 4 síðd. Lúðrasveit Hersins frá Reykja.vík spilar m. m. Stabs- kapteinn Ámi M. Jóhannesson stjórnar báðum liljómleikunum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.