Morgunblaðið - 30.08.1931, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 30.08.1931, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Hraisa a Á morgun byrjum við hraðsölu á neðar.greindum ¥örnm: Silkiundirföt Sokkar, allskonar Kjólaefni Gardínur Barnaföt Peysufatasilki Regnhlífar Með hálfvirði. Með 25, afslætti og allar aðrar vörur verslunarinnar seljast með 50°|o aislælti. Versiun Ingihiargar tohisan. Mjög eru -lapanar þjóðræknir menn, og er sterk kreyfing í land- inu í ])á átt, að halda fast við japanska þjóðsiðu, og þjóðlega menningu. Enn eru til í landinu hin upp- runalegu trúarbrögð, þa.r sem goð mörg eru tilbeðin, og þá ekki síst sólguðinn. En auk 'þess eru ýmsir liöfðingjar þjóðarinnar tilbeðnir og Játnir ættingjar, en framar öllum keisarinn. Samkvæmt óragamalli þjóð- venju, er keisarinn tilbeðinn í Ja.pan, og á hann þar í landi að skoðast sem guðleg vera. Menta- menn landsins eru því fráhverfir nú á dögum. En þeir hafa ekki bátt um það. Opinberlega má eng- inn láta í ljósi Iiinn minsta efa um guðdóm keisarans. Þeir sem hrófla við grundvalla-rkenningum hins japanska þjóðfjelags, sem þessari, eru skoðaðir liættulegir inenn þjóðfjelaginu, og hafa yfir- völdin vakandi auga á þeim mönn- um, sem líklegir eru til þess að útbreiða „hættulegar kenningar“. Eru slíkir menn að jafnaði taldir vera í tölu kommúnista, útsendir frá Rússum, sem mest ganga fram í því, að koma róti á liugi manna. í Japan. Lögregla er liðsterk í Japan, og er hlutverk hennar m. a. að hafa gát á stjómmálahreyfingum. Þegar lögregla. verður þess vör, að útlendingar dveljast á einhverju heimili um skeið, koma sendimenn hennar að jafnaði til húsráðanda, °g spyrjast fyrir um hvað hinn erlendi maður hafi fyrir sta.fni, hve lengi hann ætli að vera í landinu o. s. frv. Ef lögreglan i ær grun um, að einhver maður sje keisarastjórninni eitthvað and- víguri, þá heimsækig lögri^glan manninn, gerir húsrannsókn hjá honum, athugar t. d. Ihvaða bækur og blöð hann liefir í fórum sínum. Sjeu bækumar „grunsamlegar“ kemst maðurinn á „svarta list- ann“ hjá yfirvöldunum. Að nafninu til er almennur kosningarrjettur í Japan. En hann er ekki nema nafnið enn þá, enda ekki tímabært, að hann verði annað. I raun og veru er það þjóðrækni Japana, og hlýðni þeirra við hina keisa.ralegu stjórn, sem heldur þjóðinni saman, og forðar lienni frá byltingum og hörmungum þeim, sem dunið hafa yfir Kína. En það sem gert hefir gæfumuninn þar, er það, að Jap- anar eru ein þjóðarheild með sömu tungu, og sama menningar- arfi, en í Kína eru í raun og veru margar þjóðir, með svo ólíkum tungum, að þær skilja ekki hvor aðra. Talið berst síðan að staðháttum í Japan, jarðskjálftunum í Tókíó, þegar mikill hluti borgarinnar hrnndi og brann. — Jarðskjálftakippir eru svo tíðir í Tókíó, segir sr. Octavíus, að þau ár, sem við áttum þar heima, töldum við þá daglega viðburði. Yegna jarðskjálftahætt- unnar, verða Japanar að byggja hús sín úr timbri, og mega ekki hafa þau nema lág. Þess vegna þenjast borgimar yfir ákaflega mikið svæði. Kobe, t. d., þar sem við eigum heima, hefir 700.000 íbúa. Það er mikil verslunarborg við sjávarströnd. Borgin er 15 enskar mílur á lengd. Hverir eru eigi í Japan, neiq^a leirhverasvæði eitt, sem nefnt er Víti. Á einum stað er jarðhiti með þeim hætti, að sendin sjávarströnd er heit. Þar er skemtistaður með sf6- böðum. Að endingu sýnir sr. Octavíus mjer hvemig nafn hans er ritað á japönsku, og hvaða kínversk tákn hann notar til þess að merkja nafn sitt. Kínversku táknin/sem að hljóði til nálgast mest orðið Þorláksson, eru þrjú. En á kín- versku þýða þau orð: Gleði, staður, úr austri. Er það ein- kennileg tilviljun, að nafn þessa mæta manns, sem helgað liefir lí£ sitt því starfi, að vera vandalaus- um og munaðarlausum til gleði, harmaljettis og huggunar, skuli á þann hátt falla að merkingu inn hið flókna táknmál Austurlanda. Pisllar frá Htbingi. H.jer í blaðinu hefir verið skýrt frá merkustu atburðum, sem gerð- ust á síðasta þingi, en til þess að betra yfirlit fáist, þykir rjett að rifja a.ðalatriðin upp aftur og muru blaðið því smátt og smátt flytja pistla nokkra um það er á þingi gerðist. ! 1. Hin rangláta og úrelta kjör- dæmaskipun olli því, að Aftur- haldið, sem kallar sig Framsókn, fekk 21 þingsæti fyrir 13840 atkv., en Sjálfstæðisflokkurinn 12 þing- sæti fyrir 17171 atkvæði. Aftur- haldið hafði því nú á þinginu 23 þingmönnum á að skipa, að með- töldum 2 landskjörnum. Samheldn- um og samhuga stjómmálaflokki með slíkan meirihluta, hefði átt að vera innan handar að mynda stjórn á 2—3 dögum, en það tók flokkinn 40 daga og 40 nætur að fæða af sjer stjóm handa lands- lýðnum. Til þess að hafa forystu um störf þingsins var ekki öðm á að skipa en ópólitískri bráðabirgða stjórn. Það er öllum kunnugt, að ástæðan til hinnar erfiðu stjómar- myndunar var ósamlyndi innan stjórnarflokksins um hverjir ættu að taka sæti í stjórninni. Það er líka kunnugt, að það var Jónas frá Hriflu, sem um var deilt. Sumir flokksmenn vildu hafa hann í stjóminni, en aðrir ekki. Hvernig liðið skiftist er ekki alveg víst, en nærri mun það láta sanni, að þriðjungur flokksins hafi verið eindreginn á móti J. J., nokkrar lítilsigldar sálir, sem ljetu sig þetta litlu skifta, en a.fgangurinn hlynt- ur J. J. Hjer fór, sem jafnan áður í þessum flokki, að J. J. liafði sitt fram, en ýmsar sögur ganga um það, að J. J. liafi í þetta skifti mátt beygja nokkuð af og undir- ganga.st ýmis höft á einræði sínu, svo sem þaðr að hin stæmi mál skyldu ráðin á ráðherrafundum. Það mun áreiðanlegt, að Jón í Stóradal hafi verið fremstur í flokki ])eirra manna, sem gegn J. J. stóðu og var ekki nema eðlilegt, að andstaða gegn þessum einráða, eyðslusama, fyrverandi jafnaðar- mannaforkólfi og verkfallafröm- uði kæmi frá bónda. En bóndinn varð að beygja sig eins og áður var sagt og náttúrlega. verður hann einnig síðar að rjetta upp hendina á þingí til samþyktar hérmdarverkunum, því að enginn sem þekkir sálarásand J. J. mun láta sjer detta í hug, að hann fylgi ekki innræti sínu framvegis eins og hingað til, þrátt fyrir flckksfyrirmæli. 2. Það verður fróðlegt að vita hvernig samvinnan verður milli ráðherranna. Ólafur Thors lýsti hvernig samkomulagið hefði verið hingað til, þegar hann heilsaði stjórninni í Neðri deild og enginn varð til að andmæla því, að rjett væri frá skýrt. Hann ljet þess get- ið, að J. J. hefði fyrir síðustu kosningar látið í Ijós í brjefi til flokksmanns í Vestur-ísafjarðar- sýslu að best mundi flokknum, að Ásg. Ásg. kæmist ekki á þing. Hann gat þess einnig, að J. J. hefði ætlað sjer að verða forsætis- ráðherra nú og sent Jónas Dala- Nýjar birgðir fyrirliggjandi af Þakjárni 24 & 26. Allar stærðir. TUboð ðskast t hairaslæg|n 20—30 dagsláttur, í Þerney á Kollafirði. Tilboðin sendist til Bjarna Ásgeirssonar bankastjóra Búnaðarbankans. ^----------:-----------1 JStmw. Efnalaug -I /T' &tmhk fMktúmm $$ íittm 34 Jfríwx: 1500 Ireiasna nt géSStevFi SSlam ster&am •& |«rðnm. CEHENT væntanlegt á mánudag með E.s. S E L F O S S, selj- um frá skipshlið meðan á uppskipun stendur. Nánari upplýsingar á skrifstofu okkar, Thorvaldsensstræti 2. itsssn $ Ge. (sími 8, fjórar línur). Heimsfrægar kvikmTiiiUleikkeMir nola þessa anaflsleya krila sápn XLTS 5HO LOX Hand SÁPA RS LIMITED. PORT SUNLIGHT, ENGLAND- <ru~c Fagrar konur nota Lux handsápuna til að viðhalda fegurð sinni. Hið hvíta, mjúka löður mýkir húðina, gerir hana 1 hvíta og fallega-, ilmur hennar er dá- samlegur. Lux handsápan. Hvít sem mjöll — ilmar af angandi blómnm. Mjúk liúð er mikils virði, hvort heldur þjer eruð kvik- myndaleikkona eða ekki. Jeg nota Lux handsápuna. hún er dá- samleg, hrein og hressandi. Billie Dove 50 au. stk. First National-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.