Morgunblaðið - 15.09.1931, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 15.09.1931, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ B " Hiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiinimmniiiiiig | ^RorgtmHaMft | 1 Otccl.: H.1. Árrakor. KaykJsTlk 1 = JUtatJðr&r: Jðn KJnrtnnaaon. Valtýr Stalknaaon. = RltatJOrn o* afKralflala: ▲naturatraetl t. — Blaal 100. = = Aual^alnaaatJörl: Jk Halbarc. E| S Aualtalncaakrlfatofa: ▲uaturatraatl 17. — Hlml 700. |[ j= Halaaaalaaar: S Jðn KJartanaaon nr. 741. Valtýr Stefánaaon nr. 1110. = .S H. Hafberc nr. 770. = ÁakrlftacJald: Innanlanda kr. Z.00 á aaánuBl. S S Utanlanda kr. Z.50 á aaánndl. s S 1 lauaaaðlu 10 aura alntaklB. 10 aura aaaO Laabök. = luiimiimilliiiiiiiiiiiiiimiimiimiilliiimiluiimiimmiiiB Frá Siglnlirði. Siglufirði, 12. sept. Mótt. 13. sept. FB. Sfldveiðin. Stillur og blíðviðri. Ágætur Jiorskafli. Mikil síld, bæði í net <og herpinætur, en sárfá skip veiða. Heita má, að söltun sje hætt. — Verkað hefir verið hjer þangað til í dag 117.771 tunna, þar af saltað í 45.834 tn., fínsaltað og hreinsað í 34.071 tn., kryddað og sykur- saltað í 37.866 tn. Ríkisbræðslan liefir tekið á móti 122.890 mál- tunnum og tók á móti síld í dag, en annars eru flest skipin hætt. Allar þrær verksmiðjunnar fullar. Einkasalan sendir nú út hvern 'síldarfarminn eftir annan. Nokk- urar skemdir hafa komið fram, hæði af sólsuðu og þráa, en víðast ■smávægilegar. I Innbrotsþjófnaður. Nii í vikunni var brotist inn hjá Matthíasi kaupmanni Hallgríms- •syiíi og stolið veski með á þriðja hundrað krónum. Veskið fanst unorguhinn eftir lijá húsinu og hafðj það verið tæmt. Eigi hefir bafst upp á því hver valdur er að ’þjófnaðinum. Botnvörpungurinn Belgaum kom hingað inn í vikunni og keypti ■nokkuð af fiski til þess að fá full- fermi. Greiddi 7 aura fyrir kg. af þorski og 10 aura fyrir ýsu. 'Fór lijeðan beint til Englands. HeýjaSt hefir óvanalega vel hjer 'í sumar, enda spretta verið góð >og fíð hagstæð. Loknnarlími brauða- og mjólkurbúða gengur í gildi í dag. Hinn 20. ágúst- samþykti bæjar- stjórn breyting á reglugerð um lokunartíma sölubúða, og er sú ’breýting í því fólgin, að brauða- ■og mjólkurbúðum skal frá deg- inum í dag lokað á sama tíma og ‘öðrum búðum, með þeirri einu undantékningu. að þeim má halda opnum á almennum lielgidögum, •sumardaginn fyrsta og 2. ágúst kl. 9—11 fyrir hádegi. Stjórnarráðið hefir samþykt "þessa breytingu, og gengur hún í gildi í dag (15. sept.) Fellibylur. London, 14. sept. TTnited Press. FB. Frá Belize, British Honduras, liefir borist, sú fregn, að fellibylur hafi að kalla lagt Belize í eyði :á föstudagínn. Talið er, að 1500 —2000 manns hafi beðið bana. Happráðraimút íslands var háð úti hjá Örfirisey á sunnu- daginn, og hófst klukkan 2. — Kept var um „Kappróðrarhorn Is- lands“ og nafnbótina „Besta róðr- arsveit lslands“. Vegalengdin var 2000 metrar. í keppninni tóku þátt 4 sveitir, 2 frá Glímufjelaginu Ármann og 2 frá Knattspymufjelagi Reykja- víkur. Úrsíit urðu þau, að 1. sveit Ár- manns sigraði og setti nýtt ís- lenskt met í kappróðri á 8 mín. 9.6 sek. Næst var 2. sveit Ár< manns á 8 mín. 20.8 sek. Þá varð næst 1. sveit. K. R. á 8 mín. 30.2 sek. og nr. 4 varð önnur sveit K. R. Þetta er í þriðja sinn, sem mót þetta fer fram og hefir Ármann sigrað öll skiftin. 1 sambandi við mótið keptu tvær sveitir drengja innan 18 ára aldurs. Var önnur sveitin úr Ár- manni, en hin úr K. R. Vega- lengdin, sem þær reru var 1000 metrar, eða helmingi styttri heldur en vegalengd hinna. Þar sigraði sveit Ármanns á 3 mín. 3.8 sek., en K. R. sveitin var 3 mín. 12.1 sekúndu. Að mótinu loknu afhenti forseti Í.S.Í. sigurvegurunum verðlaunin. —-—--------------— Byltingartilraun í Austur- ríki. Vínarborjg, 14. sept. United Press. FB. Heimwehrliðið, sem er hluti af Fascistaflokknum, gerði tilraun til þess að steypa stjórninni og koma á einræði árla í gærmorgun. — Byltingartilraunin fór fram í hjer- aðínu Storia og munu heimvvehr- menn hafa ætlað, að tíminn væri vel valinn til þess að gera bylt- ingu, því sparnaðarráðstafanir stjórnarinnar eru ekki vinsælar. Heimwelirmenn náðu á sitt vald opinberum byggingum í Storia, m. a. ráðhúsinu, og vörpuðu æðstu embættismönnum hjeraðsins í fang elsi. Dr. Pfrimer var hyltur og út- nefndur einræðisherra. En hjeraðs- lögreglan og ríkislögreglan reynd- ist stjórnhollari en heimwehrmenn liugðu. Greip lögregluliðið til ráð- stafana gegn einræðissinnum og handtók 300 þeirra, þ. á. m. leið- togana. Þótt heimwehrmenn væri vopnaðir fjellu að eins tveir menn í bardaganum. Allmargir særðust. Dr. Pfrimeí' sendi nú boð til stjórn arinnar og kvaðst vera reiðubúinn til þess að semja frið, en stjórnin svaraði með því að birta opinbera tilkynningu þess efnis, að fram- koma borgaranna og lögregluliðs- ins í Storia hafi verið lofsverð, en uppreistarmönnum verði í engu hlíft. Eina-r Markan lieldur aðra söng- skemtun á morgun. Söngskráin verður að mestu leyti önrur, en a. söngskemtun Markans í Iðnó á sunnudaginn var. Hann ætlar þó að endurtaka nokknð af þeim lög- um, sem álieyrendur voru hrifn- astir af á sunnudaginn. svo sem ...Riddarinn og meyjan“, eftir Pál ísólfsson. ,,Mamma“, eftir Sigurð Þórðarson og „Hún kystj mig“, eftir Þórh. Árnáson. íslensknr iðnaðnr á Englandi. „Display“ nefnist enskt mánað- arrit, sem eingöngu fjallar um sýningar (display) í búðum og búðagluggum, en sú íþrótt, að auglýsa vörur, hverrar tegundar sem eru, í búðagluggum, er orð- in að hreinni list, eins og jafn- vel hafa sjest dæmi til í Reykja- vík. Fáir mundu þó hafa búist við, að rit þetta, sem eingöngu flytur myndir af þeim sýning- um, sem frábærar þykja, mundi birta mynd hjeðan úr nyrstu og og minstu höfuðborg heimsins. Þetta hefir nú eigi að síður gerst, því að í septemberheft- inu, sem er nýkomið hingað, er mynd af æðardúnssýningunni, sem var í skemmuglugga Har- alds Árnasonar í sumar. Verður því varla neitað, að hún sómir sjer vel innan um hinar mynd- irnar, <?nda fer blaðið sjálft lof- samlegum orðum um sýninguna. Það er ánægjulegt að sjá þess merki, að Islendingar geti stað- ið öðrum þjóðum á sporði í því, sem til frama má teljast, en sjer- stök ánægja er það, að sjá þessa mynd birta í víðlesnu riti fyrir þá sök, að sýningarvaran er ís- lensk, og fær með þessu hina bestu auglýsingu, því „Real Ice- landic Eiderdown“ ste.ndur með stóru og fallegu letri í gluggan- um. Sú auglýsing var fráleitt ó- þörf, því ekki eru nema þrettán ár síðan að deildarstjóri í heims þektri stórverslun í Lundúnum var greinilega mjög vantrúaður á þá staðhæfingu þess, er þess- ar línur ritar, að æðardúnn væri íslensk útflutningsvara. Sje sá maður enn á lífi, sem hann mætti vel vera fyrir aldurssakir, þá sjer hann nú alveg vafalaust mynd þessa, og væntanlega næg ir hún til þess að sannfæra hann hversu ríkt sem Tómasareðlið kann að vera í honum. Sveinbjörn Árnason, starfs- maður hjá Haraldi, mun hafa búið sýningargluggann, og má nærri geta, að honum muni hafa verið ánægja að sjá mynd- ina birta með lofsamlegum um- mælum blaðsins. Myndina geta menn sjeð í búðarglugga Snæ- bjarnar Jónssonar í dag. I öðru nýkomnu ensku blaði segir einhver ferðalangur frá komu sinni í tvær vefnaðar- vörubúðir hjer í sumar. Er ekki um að villast, að önnur er versl un Haralds Árnasonar, en hin virðist að vera verslun Guð- bjargar Bergþórsdóttur. — Er hann undrandi yfir því, sem hann sá og heyrði í báðum stöð unum, enda hefir hann senni- lega ekki verið tiltakanlega fróður um okkur, því mjög kom honum það á óvart, að í báð- um búðunum var talað við hann á prýðilegri ensku. S. Börn, sem eiga að vera í Mið- bæjarskólanum í vetur, en tóku ekki inntökupróf í vor, svo og þau börn, er þangað flytjast úr Aust- ni'bæjarskólanum (nýja barnaskól- anum) eiga að koma til innritunar í. skólann dagana 16.—25. þ. mán. kl. 4—6 áíðd. Dagbók. I. O. O. F. — O. b. 1. P. — 11391581,4 — V. st. *. Veðrjð í gær kl. 5: Yfir Bret- landseyjum er nú háþrýstisvæði, en lægðir fyrir norðan og vestan land á hreyfingu NA-eftir. Vindur er fremur hægur á SV hjer á landi, víðast gola eða kaldi. Á. S-landi hefir rignt dálítið í dag og einnig lítilsháttar á N- og V-landi. Hiti er 11—13 stig á S- og V- landi og í útsveitum nyrðra, en annars 15—20 stig á N- og A- landi og jafnvel 22 stig á Seyð- isfirði. Veðurútlit í Rvík í dag: SV- kaldi. Skúrir. Sjóntannastofan. Jóhannes Sig- 'urðsson forstm. Sjómannastofunn- ar hefir verið í Siglufirði í sumar ög haldið þar uppi Sjómannastofu, eins og undanfarin sumur. Nú er liann kominn í bæinn aftur og tekur því Sjómannastofan hjer til starfa. Verður almenn samkoma í kvöld kl. 8y2 og síðan verður Sjómannastofan opin alla daga eins og áður. Einkaritari bankastjórans, liin fræga kvikmynd, sem lengst var sýnd í Nýja Bíó, verður sýnd í Hafnarfjarðarbíó í kvöld og næstu kvöld. Úrslit kappleikanna í þriðja aldursflokki á sunnudaginn, urðu þessi: Valur vann K. R. með 1 marki gegn 0, og Víkingur vann Fram með 2:1. Urslitaleikur móts- ins á að verá á sunnudaginn kem- ur, á milli K. R. og Vals, er bæði hafa 4 stig. Innanfjelags sundmót Ápnanns var háð s.l. sunnudag að Alafossi í Mosfellssveit. Keppendur voru margir og verður síðar skýrt frá árangrinum, þegar mótinu er lokið. Vegamálastjóri er á eftirlitsferð norður í landi. Fór hann hjeðan á bíl fyrir nokkrum dögum vestur yfir Brattabrekku, yfir Dalj og Laxárdalsheiði til Borðeyrar. Mun það vera í fyrsta skifti að bíll fer þá leið. Mikið af Spánarvínum liefir ver- ið flutt í bílum til Akureyrar í sumar, vegna þess að verkamenn þar hafa neitað að flytja það í land úr skipum. Legst á það auka- kostnaður fyrir vikið, 50 aurar á liverja flösku, sem kaupendur verða að greiða, og er það kallað „burðargjald“. Þarf afgreiðslu- maðurinn að útskýra þetta í hvert skifti sem einhver biður um flösku af þessu víni, því að vínin, sem fyrir voru áður, eru seld „burðar- gjaldsfrítt“, og veldur þetta oft misskilningi og talsverðu stappi. Verslunarskólinn. í greininni um skólann í sunnudagsblaðinu hafði fallið niður nafn eins mannsins, sem sæti ,átti í fyrstu skólanefnd- inni. Það er Brynjólfur H. Bjarna- son kaupmaður, sem var einn af helstu hvatamönnum skólastofnun- arinnar og átti sæti í skólanefnd- inni kringum 20 ár og vann þá margt fyrir skólann og styrkti hann og ljet sjer ant um hann í hvívetna. Hlutaveltu og happdrætti hjelt K. R. í fyrrakvöld. Voru þrír mun- ir í happdrættinu: 1. Farmiði til •rndon, 2. Saltkjötstunna og 3. olíutunna. Dregið var hjá lög- manni í gær um þessa vinninga og komu upp númerin 1183, 3798 og 5647. Þéir, sem eiga þessa miða. geta vitjað vinninganna til Erl. Pjeturssonar hjá Sameinaða. Rýmingarsala Hljóðfærahússins I dag: Plötumar. Nokkur Linguaphone-sett, (frönsk) Kenslubækumar 33 °fo afsL Rýmingarsalan er líka í Úti- búinu, Laugavegi 38. ATH. Fónasýninguna. filæný llfur 00 blOrtu KfStbcðin Týsgötn L Slmi 1681. Roskilde Husholdningsskole Haraldsborg. ya Times Rejse frá Köbenhv. ' Nyt' Kursus beg. 4. Nov. og 4. Maj. Statsunderstött. kan söges. Program med TJnder- visningsplan sendes. Anna Bransager Nielson. Hykomið: Sængurveraefni, mislitt damask, Vetrarkjólar o. fl. Verslun Hólmfríðar Kristjðnsððttnr Þingholtsstræti 2. Hótel VaUtöll í ÞingvHUnu er lokað í dag. Með hestu óskum og bakklætí fyrir viðskiftin á sumrinu. )ón öuðmundsson. Isl. kartöflur og rófur, í heilum sekkjum og lausri vigt TtRiMNDl bnugmveg 83. Bfani 2898. Gefið börnunum SKEUAR.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.