Morgunblaðið - 15.09.1931, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 15.09.1931, Blaðsíða 5
Þriðjudagmn 15. sept. 1931. cv Bráðapestarrannsóknir Níelsar Dungals í París. Það er ekki sjerstakur gerill, sem bráðapestinni veldur. Hvernig sýkist sauðfje af bráðapest? Fyrir nokkru kom Níels Dungal læknir úr utanlandsferð sinni. — Hann fór að heiman í janúarlok. Hafði Rockefellerstofnunin boðið honum að kosta þriggja mánaða ferðalag hans um Bvrópu, til þess að hann fengi tækifæri til að kynn- ast mörgum helstu rannsóknastof- um sem fást við gerla- og sjúk- dómarannsóknir. En áður en að Dungal fór af landi burt, hafði atvinnumálaráðu- neytið ráðið hann til þess, að veita forstöðu rannsóknastofu þeirri, í þarfir atvinnuveganna, sem ákveð- ið var fyrir nokkurum árum, að setja skyldi hjer á stofn. Fól atvinnumálaráðherra Dungal lækni að undirbúa stofnun rannsóknar- stofunnar í ferð þessari. Hjeðan fór Dungal fyrst til Parísar, þaðan til Bnglands, Hol- lands, Þýskalands, Tjekkóslóvakíu og Budapest; en þaðan til Parísar aftur, og þar var hann í þrjá og háifan mánuð. Vann hann þar að rannsóknum viðvíkjandi bráðapest inni, fekk hann að vinna að þeim rannsóknum á hinni miklu og veg- legu gerlarannsóknastofnun, sem kend er við Pasteur. ísafold hefir hitt Níels Dungal að máli, og spurt hann um hinar síðustu rannsóknir hans. Jeg vann við Pasteurstofnunina, segir Dungal í 3% mánuð, að rann- sóknum mínum á bráðapestinni. Br ákaflega ánægjulegt a.ð vinna þar að vísindalegum rannsóknum, þar sem öll tæki og aðbúnaður er í sem allra ákjósanlegasta og full- komnasta lagi. Hjeðan að heiman tók jeg með mjer marga stofna af bráðapestar- gerlum, er jeg hafði tekið úr inn- ýflum pestarkinda víðsvegar að af landinu. Rannsóknir mínar í París lutu að því, að gera samanburð á stofn- um þessum. Bráðapestarsóttkveikj an. Eins og lcunnugt er, var það norskur maður, Ivar Nielsen, að nafni, sem fyrstur rannsakaði bráðapest á Norðurlöndum. Hann komst að þeirri niðurstöðu, að lijer væri um sjerstakan sóttgeril að ræða, er orsakaði þessa bráð- drepandi veiki. Prófessor C. 0. Jensen í Kaup- mannahöfn, er síðar tók að sjer að gera bóluefni gegn veikinni, samsinti þeirri niðíurstöðu Niel- sen, að hjer væri um sjerstaka.n sóttgeril að ræða, er hann kendi við bráðapestina. En árið 1924, kom skoskur vís- indamaður fram meg þá kenningu að bráðapestin orsakaðist ekki af sjerstökum svonefndum bráðapest- argerli, heldur sta.faði bráðapestin af gerli nokkrum, sem menn hafa lengi þekt, og Pasteur rannsakaði og heitir á vísindamáli „Yibrion septique1 ‘. Rannsóknir þær, sem jeg hafði gert á bráðapestarsóttkveikjum hjer heima, áður en jeg fór, studdu kenningu hins skoska vís- indamanns. En spurningin var þá, hvort alt Iþað, sem við köllum í daglegu tali 1 bráðapest, eigi rót sína að rekja til sömu gerlategundar. Rannsóknir mínár í París í sum- ar, leiddu það í ljós, að sóttkveikj- urnar úr öllumi pestarinnýflunum, sem jeg hafði safnað saman voru ein og sama gerlategund -— ekkert annað en hin löngu kunna tegund „vibrion septique". Þó fann jeg í einu tilfelli aðra sýklategund en alt bendir til að það sje hrein undantekning, að hún valdi hráða- pest. Sjerstakur bráðapestargerill er því ekki til. Þessi vitneskja hefir fyrst og fremst vísindalega þýðingu. En 'liún hefir ekki síður þýðingu fyrir j allar rannsóknir á bráðapestinni, því nú vita menn, að alt sem vís- indamenn hafa grafið upp um geril þenna, „vibrion septique", kemur 1 að notum við bráðapestarrann- sóknirnar. „Vibrion septique“. Gerill þessi er í þeim flokki geria, sem ekki þolir súrefni (anaearob). Hann mynda.r lífseiga „spora“, er lengi geta legið í dvala. Heimkynni gerilsins er allskonar jarðvegur, og hann er að fyrir- hitta um alt í moldarjarðvegi og ýmiskonar saur. Þar sem gerill þessi nær að þró- ast, rnyndar hann ákaflega sterk eiturefni, eins og menn þekkja af bráðapestinni. En að svona ger- ill, sem alls ekki þolir súrefni, getur lifað í líkama dýra yfirleitt, kemur til af því, að vefir líkam- ans taka til sín súrefni það, sem þeim berst. En því fer fjarri, að þessi skað- væni gerill, sje aðeins hættulegur sauðfje. Þegar viss skilyrði eru fyrir hendi, getur hann einnig orðið mönnum hættulegur. Það er t. d. vitað nú, að háskalegustu sárabólgur sem í ófriðnum hlutust af sprengikúlum, og mold komst í orsakast umfram alt af ,anaerob‘ sýklum, þar á meðal „vibrion septique“, er undir vissum ástæð- um getur orðið mönnum stór- hættuleg. — Getur það komið til mála, að menn sýkist af bráðapestarfje? — Eins og reynslan hefir sýnt, er ekki hægt að kalla það hættu- legt fyrir menn, a<ð umgangast pestarfjenað, eða pestarskrokka. En óvarlegt er það, því verður ekki neitað, að fara með pestar- skrokka, ef menn t. d. hafa sár á höndum, sem sóttkveikjan getur komist í. Þó að möguleikinn sje á hinn veginn altaf til, að menn geti hlotið hættulegar bólgur af þeim, ef skilyrðin eru fyrir hendi, hjá þeim sem smitast, nefnilega, ef aðrir sýklar komast í sárið, einkum moldargeriar og graftar- sýklar. Annars er það mjög á huldu, hvernig sauðfjeð smitast, hvernig það tekur bráðapestina. Þó menn gefi kindum inn hreinan gróður af bráðapestarsóttkveikjum, þá sýkjast þær að jafnaði ekki. Sótt- k\eikjan fer að jafnaði ekki úr meltingarveginum út í líkamann, í blóðið, nemar þegar einhver skil- yrði eru fyrir hendi. Og hver eru þau skilyrði? Það er ráðgátan. Hvað er það þá, sem veikir svo mótstöðuafl fjárins í sumum ár- um, eða eykur bolmagn sóttkveikj- unnar, svo fjeð, óbólusett, hrynur niður úr bráðapest? Þeirri spurningu er ekki svarað enn. En af reynslu manna og at- hugun, er hægt að gera sjer ýmsar tilgátur. Eins og kunnugt er, sýkist helst það fje af bráðapest, sem beitt er. Pestariíminn versti er, þegar jörð fer að frjósa, og grös að falla. Fjeð fer þá að ganga nær gróðr- inum og má gera ráð fyrir, að mold slæðist frekar upp í það með beitinni. Nú er það vitað, að sóttkveikj- an fyrirhittist í mold, í jarðveg- inum. Hugsum okkur, að talsvert af sóttkveikju mengaðri mold slæð- ist niður í kind, en jafnframt svelgi hún í sig mikið af ísköldu beitargrasinu, er liún rífur frosið af jörðinni. Hinsvegar vitum við það, að bráða.pestin kemur aðallega fram sem svæsin bólga í vinstrinni. Og einkennilega oft er það, sem þessi bólga er einmitt þeim megin í vinstrinni, þar sem hún liggur npp að vömbinni. Ilugsanlegt er því, að ef innihald vambarinnar er óvenjulega kalt, eins og t. d. ef kindin hefir etið af köldu eða frosnu fóðri, þá ofkælist sá hluti vinstrarinnar, er að vömbinni snýr, eu eins og alkunnugt er, dregur ofkæling ætíð úr mótstöðuafli líf- færanna. Þetta gæti verið orsök þess, að gróður þessa gerils, sem kominn er niður í vinstur, og annars ekki kemur að sök, nær að framkalla bólgu, og komast inn í blóðið. Rannsóknaáhöldin. Gjöf Þjóðverja. Á heimleiðinní kom Dungal við í Berlín, til þess að taka út verk- færi þau til vísindalegra rann- sókna, sem Þjóðverjar gefa ís- landj í tilefni af þúsund ára af- mæli Alþingis. Verkfæri þessi, sem ætluð eru í stofnun, sem á að rannsaka sjúkdóma, eru hin ágætustu. Þau verða send hingað í næsta mánuði. En hvar þau komast undir þak, er blaðinu ekki kunnugt. Heyrst hefir að komið hafi til orða, að koma hinni væntanlegu rannsóknastofu í þarfir atvinnu- veganna fyrir í gróðrarstöð Búnað- arfjelags íslands við Laufásveg, eða þar sem nú er gróðrarstöðin, því hana mun eiga ag flytja. Sýn- ist það að ýmsu leyti vel ráðið. —-----«<®» Á Hofsós er verið að reisa raf- magnsstöð fyrir þorpið. Er aflið . tekið iir Hofsá og verður stöðin 112 hesta til að byrja með, en sá kraftur nægir þorpinu til ljóss og ■hita. Bræðurnir Ormsson sjá um byggingu. stöðvarinnar, og eru ný- lega byrjaðir á verkinu. fást hjer eftir daglega, og verða send heim til kaupenda ef tekin eru 3 eða fleiri í senn. Enn fremur fást svið, mör, ristlar og lifur. Dragið ekki að senda oss pantanir yðar, því oft er ómögulegt að fullnægja eftirspurninni, þegar líður á slát- urtíðina. Verðið mikið lækkað frá því sem var síðast liðið ár. Slífuilielag Suðurlands. Sími 249 (3 línur). er komin af aesku Rinso HREINSAR virkilega þvottana, og heitir pví RINSO i-C«CN MKrTNIM UtttTU ttttHT •ONUttNT. e árunura,“ segir húsmóðirin. ,,0g >>ess vegna er jeg svo takklát Rinso fyrir hjálp með pvottana. Það sparar mér margra tíma vinnu ! Jeg parf ekki lengur a'S standa núandi og nuddandi yfir gufumii i pvottabalamun I Rinso gerir ljóinandi sápusudd, sem naer út óhreinindunum fyrir mig og gerir lökin og dúkana snjóhvít, án sterkra blei- kjuefna. Rinso fer vel með pvottana, >ó pað vinni þetta verk.“ Er aðeiiis selt i pökkum — aldrei umbúðalaust Lftill pakki—30 aura Stór pakki —55 aura W-R 20*04 7a ligjslioldnmgsskole Staísanerker.df med Barneplejeafdeling. Grundifí praktlsk og teoretisk Undervisning i alle Husmoilcrarbejdcr. Nyt 5 Manncders Kursus begyuder 4. Novbr. og 4. Maj. Pris 105 Kr. mnaned.i;-. Amfsundci slottclse kan sojfes til Vinterskolen inden 1. Juli, til Sommerskolen Ccntratvarnie, Bad, elektrisk Kokkcn. Program sendes. Indmeldelser modtages. & 442 E. Vestergaard, Forstanderinde.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.