Morgunblaðið - 02.10.1931, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.10.1931, Blaðsíða 2
\f (iR<;i'NBI A fl ) H 2 Tannlækningastofa í Hafnarfirði. Hefi opnað tannlækningastofu í Strandgötu 26, Hafnarfirði, Viðtalstími 4i/2—öýj daglega. Tannlækningastofan í Reykjavík verður opin á sama tíma og með sama vinnukrafti og áður. Lækkað verð á tilbúnum tönnum og öðrum tannlækn- isverkum, verður eins á báðum stöðum. Hallnr Hallsson. Enn stór anglýsingasala í IBHA. Frá deginum í dag, og eins lengi og birgðir endast, fær hver sá, er kaupir 2 pund af Irma A-smjörlíki, geiins fallegan, hvilan disk. Munið okkar háa peningaafslátt. Hafnarstræti 22. Heii flntt lækníngastofu mína í Pósthússtræti 7 (Reykjavíkur Apó- tek, (lækningastofa Matth. Einarssor.ar). Viðtalstími kl. 3—4. Sími 139. ðtafnr Helgason, læknir. Verslnn og vinnnstoia okkar er flutt frá Hverfisgötu 64 að Laugaveg 58. Jón Ölafsson & Áberg. Sími 1553. Reikningar á oss verða hjer eftir greiddir á mánndðgnm frá kf. 2-5 sfðd. H.L Kol & Salt. Kaffibætirinn G. S. er besti kaffibætirinn. Biðjið kaupmenn yðar um hanr.. ItaffivBrksmiðja fiunnlaugs Stnfðnssonar Sími 1290. Geymslupláss til leigu á ágætum stað við Laugaveg. Upplýsingar á Hjólhestaverkstæðinu Bald- ur, Laugaveg 28. Bak við Klöpp, eða í síma 1240. E.S. Hova fer hjeðan vestur og norður um land, samkvæmt áætlun, mánudaginn 5. okt. Tilkynningar um vörur komi sem fyrst. Farþegar sæki farseðla sem fyrst. Hic. Bjarnason & Smith. Segðu mjer hvað hð etur, pá skal jeg segja þjer hvað þú getur. Fyrir rúmu ári kom út á bókamarkaðinn íslenska bók eft- ir dr. Björgu C. Þorlákson með fyrirsögninni „Mataræði og þjóð þrif“. Er bók þessi fyrir ýmissa hluta sakir mjög merkileg og hefir slíkan fróðleik að geyma um efnisval og meðferð matar og gildi þessa fyrir táp og heil- brigði mannfólksins, að hún á á brýnt erindi inn á hvert heim- ili í landinu. Styðst höf. hvar- vetna við niðurstöður síðustu vísindarannsókna í þessum efn- um og verður einkum tíðrætt um fjörefnin (vitamin) og áhrif þeirra á líffærastarfið. — Jafn- framt varpar höf. bókarinnar skíru ljósi yfir þá óheillavænlegu stefnu, er tekin hefir verið hjer á landi hin síðari árin í þess- um efnum. Mál [iað sem hjer ræðir um er næsta mikilsvert og sætir undr- un, hversu tómlátir menn eru alment um þau efni. Enn sem komið er, lætur að eins lítill hluti landsmanna sanna þekkingu ráða efnisvali til matar. Og um meðferðina er það sama að segja. Menn líta alment svo á, að sá „borði vel“ sem safnar ístru, enda hefir ístran um langt skeið verið helsta- leiðarljósið á þessu sviði. En nú hafa vísindi síðari tíma leitt ótvírætt í ljós að ístr- an er að engu hafandi sem mæli- kvarði í þessum efnum. Þau hafa sannað að spikfeitir mat- goggar verða iðulega hungur- morða yfir borðum, hlöðnum af alls konar krásum, bara vegna þess að þeim hefir láðst að afla sjer þekkingar á því, hvaða efni líkama þeirra vanhagaði um og 'hver ekki. Líkami vor er gerður af ara- grúa efna og efnasambanda. Við- hald krefur í daglegri fæðu allra þessara efna í sömu hlutföllum og ]iau ganga til þurðar við líf- færastarfið. Sje þeirri kröfu ekki fullnægt, kemur fram hungur í vefjum líkamans, sem getur vald ið fjörleysi, sjúkdómum og dauða. Það er auðsætt hversu mikl- ar iíkur eru fyrir því, að matur valinn og tilreiddur af handa- hófi sje svo auðugur af efnum að hann fái fullnægt slíkum kröfum. — Þó er ekki efna- skortur ávalt aðal-ókostur slíkr- ar fæðu. Höfuð-meinið er oft efnasambönd, sem valdi hreinni og beinni eitrun í vefjum lík- amans og verða, í stað þess að endurnæra, til að veikja hann og skemma. Vjer unnum flestir lífinu, starfi þess, gleði og nautnum og erum jafnan reiðubúnir til að taka á oss þvers konar erfið- leika til að halda því við. í því skyni ver allur þorri manna, alt að því helmingi starfsorka sinnar til að afla sjer daglegrar fæðu, þjóna maganum. En hversu margir verða svo til að svifta sig og sína árangrin- um af öllu þessu starfi með því að vanrækja loka-atriði þjónust- unnar — auðveldasta atriðið — þetta, að afla sjer þekkingar á því, hvaða rjettir ]>urfi að standa á matborðinu og hverjir eiga þar alls ekki heima. Vjer unnum æskunni og vi 1 j- um fyrir hvern mun tefja fyr- ir burtför hennar. En oss hætt- ir um of við að líta svo á að vjer fáum þar litlu um þokað. Ellin hljóti óhjákvæmilega að nálgast oss eftir hljóðfalli stunda klukkunnar með jöfnum og þung um skrefum. En sarmleikurinn er sá, að í þeim efnum hafa lifnaðarhæil irnir oft meira að segja en árin. Verður mataræði þar er ekki hvað léttast á metun- um. Og vjer unnum fegurðinni — mest af öllu vorri eigin fegurð og verjum margir of fjár í alls konar fegurðarlyf til að reyna að halda henni við. En svo van- rækjum vjer flestir að verða oss úti um allra besta fegurðarlyfið, holla fæðu og rjett blandaða. Ótal margir af oss verða ljótir iöngu fyrir tímann vegna þess að vjer erum ár eftir ár að spranga um með magann fullan af alls konar efnum — sumum rándýrum —, sem eiga ekkert erindi þangað. Það er engum efa undirorpið, að vjer, með hirðulagi voru í ]>essum efnum, leiðum yfir oss margháttaðri ófarnað en oss gæti nokkurn tíma órað fyrir. Dr. Björg C. Þorlákson tekur á- reiðanlega ekki of djúpt í árinni, þar sem hún kemst svo að orði, að með því að hætta við harð- fiskinn og súra skyrið og suma aðra af vorum gömlu og góðu þjóðrjettum, sjeu landsmenn að kasta á glæ hreysti sinni, lífs- gleði og mannviti. Línur þessar éru ekki ritaðar í því skyni að fræða menn um matargerð, heldur einungis til að vekja athygli á þeirri merku bók, sem fyr er á minnst og hef- ir þennan fróðleik að geyma. Það væri vel, að ekki liði á löngu, að bók þessi yrði höfð að leiðar- vísi við matargerð um land alt . matsölustöðum og heimahúsum. íslenskar húsmæður verða að læra að skilja til fulls, hver á- byrgð fylgir matreiðslustarfinu og verða sjer úti um þá þekkingu sem gerir þær starfinu vaxnar. Einhleypt fólk gæti að sínu leyti stuðlað að þessu með því að veita einkum aðsókn matsölustöðum, sem störfuðu samkvæmt slíkri ]>ekkingu. Nú standa yfir stórfeldir krepputímar. Aldrei hefir vor fátæka þjóð mátt ver við ]>ví að verja fje sínu til framleiðslu fæðu, sem vinnur einungis að því að eyða fjöri hennar og fylla sjúkrghúsin. Kefas. Orustan hjá Breitenfeld. Hinn 6. september var haldin há- tíð mikil hjá Breitenfeld í Þýska- landi í 300 ára minningu sigursins scm Gustav Adolf vann þar á Tilly. Var þama margt stórmenni sáman komið, meðal annars sendi- herra Svia í Berlín og fulltrúar sænska og fínska hersins. Síðustu 2 dagar ern i dag 2. og 3. okt. Fðnar - Plötnr, Nötnr fyrir hðlfvirði. Hlióðfærahúsið, (Brannsvorslnn) og útibúið Langaveg 38. Silkolin er og verðnr besta ofnsvertau. Fyrirliggjandi. B. ]. Bertelsen s Co. Hafnarstræti 11. Sími 834. Henni stúlkum og unglingum broderi og undir- fatasaum. Kenslutímar fáanlegir livort heldur er á daginn eða kvöldin. Sauma heima eftir pönt- unum. ÓLÖF BJÖRNSON, Amtmannsstíg 1. Sími 18. Verslunarmannafjel. Hafnarfjarðar Aðaliundnr fjelagsins verður haldinn í kvöld k!. 8% síðd. í kaffihúsinu Drífandi DAGSKBÁ: S t j órn a rk osni n g. Lagabrevtíngar og fleira. STJÓRNIN. í ðag er slátrað dilknm úr Hrnnamaniiahreppi og á morgnn nr Klöslnni. Munið, að á laugardögum gerast bestu kaupin á slátri. Sláturf jelagið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.