Morgunblaðið - 02.10.1931, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 02.10.1931, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ 6 Atsftkknlaði. Snðnsftkknlaði, Cacao. Þegar þjer biðjið um ein- hverja af ofangreindum vörutegundum, þá takið fram að það eigi að vera frá C-I-D-A. Gardinnstengnr Fjölbreytt úrval, ýmsar nýjar tegundir nýkomnar. Ludvig Storr, Laugaveg 15. SPIL, Bridgespil (53 bl.), tvenn saman í laglegum kassa, ágæt tegund, gull- hyrnd. - Verð k.r 5.50. - Búkav. Sigfúsar Eymundssonai Heiðruðu húsmæður Litið sjálfar í lieimahúsum úr Citocol, sem er mjög einfalt og fyrirhafnarlaust. Ur Ciitocol má lita eins vel úr köldu vatni sem heitu. Citocol hefir hlotið mestu og bestu viðurkenningu og tekur öll- um öðrum litum fram. Citocol litar því næst alt sem litað verður. Leiðarvísir fylgir hverjum pakka Aðalumboð og heildsölubirgðir liefir. H,!. Efnagerö Reykjavíkur. Regnfrakkar eru bestir og ódýr- astir hjá okkur. Ný sending tekin upp fyrir nokkrum dög- um. — VðrohBsSð. Lifur. — Hjörtu. — Svið. Klein Baldursgötu 14. Sími 73. I slátrið þarf að nota íslenska rúgmjölið frá Mjólkurfjelagi Reykjavíkur. Ekkert annað rúgmjöl er jafn- gott til sláturgerðar. Biðjið kaup- mann yðar um íslenska rúgmjölið. Hafi hann það ekki til, þá pantið það beint frá Mjólkurfjelagi Reykjavíkur. Mjðlkurtjelag Reykjavfkur. Þann signaða dag vjer sjáum enn. Form. las upp Ef. 3, 14.— 21.. og flutti bæn. Var ]>á tekið fyrir: 7. Handbókarmálið. Formaður fiutti inngangserindi og kom með svohljóðandi tillögu: Fundur Prestafjelags Vestfjarða telur æskilegt: 1. að textaröðum verði fjölgað og pistlar og koliektur verði endurskoðuð og endursam- in og að meiri fjölbreytni komi í guðsþjónustuformið eftir því bvar og hvenær guðsþjónusta er flutt, og 2. að sjerstakt ritual verði samið fyrir guðsþjónustur þær, sem presturinn einn eða með örfáum safnaðarmeðlimum gengur í kirkju til guðsþjónustu Tillagan var borin undir atkv. í tvennu lagi og var fyrri liður hennar samþyktur með 9 atkv. og sá síðari með 8 atkv. Þá skýrði sr. Böðvar Bjarna- son frá ýmsum breytingartillög- um, sem hann hefir gert við ýmis atriði helgisiðabókarinnar, og sem hann ætlar sjer að senda nefnd þeirri, sem fjaliar um breytingar á helgisiðum kirkjunn ar, kosinni af synodus. Svohljóð- andi tillaga var borin fram: Fundur Prestafjelags Vest- fjarða beinir þeirri áskorun til helgisiðabókarnefndarinnar, að hún taki til rækilegrar yfirveg- unar breytingartillögur sr. Böðv- ars Bjarnasonar, Rafnseyri, og telur þær yfirleitt stefna í rjetta átt. Tillagan var borin undir at- kvæði og samþykt í einu hljóði. 8. Fundurinn samþykti í einu hljóði, að senda svohljóðandi sím skeyti: Formaður Prestafjelags íslands, vígslubiskup Sigurður Sívertsen, Reykjavík. Prestafjelag Vestfjarða þakk- ar yður, háæruverðugi hr. vígslu- biskup, fyrir hlýja kveðju og árnaðaróskir frá yður og Presta- fjelagi Islands og óskar yður heilla og blessunar í framtíðar- starfi yðar fyrir kirkju og krist- indómsmál með þjóð vorri. Sigurgeir Sigurðsson. 9. Stjórnarkosning. Stjórnin var endurkosin í einu hljóði. I varastjórn til eins árs voru kosn- r sr. Sigtryggur Guðlaugsson og r. Helgi Konráðsson. 10. Endurskoðandi var kosinn il eins árs sr. Páll Sigurðsson. 11. Kirkjan og útvarpið. Sr. Jón N. Jóhannesson flutti inn- gangserindi. Formaður taldi það æskiiegt, að allir prestar lands- ins flytji útvarpsguðsþjónustur, er skiftist þannig niður, a. m. k. 10 prestar utan Reykjavíkur flytji útvarpsguðsþjónustur á ári, þannig, að hver prestur messi a. m. k. 10. hvert ár fyrir útvarpið, og að hljóðtakar verði settir í sem flestar kirkjur þar, sem því verður við komið í sam- bandi við síma. Samþykti fund- urinn með öllum greiddum at- xvæðum að senda útvarpsráði Is- ands þessa ályktun. 12. Prestafjelagsstjórninni var falið að ræða við útvarpsstjóra um, hvort ekki væri tiltækilegt, ;ð útvarpið flytti bæn að lok- inni dagskrá á sunnudögum. Var þá sunginn sálmurinn: Þú Jesús ert vegur til himinsins heim, og síðan var fundi frestað. 13. Við miðdegisverðarborðið stóð formaður fjelagsins upp og þakkaði sr. Jóni N. Jóhannes- syni og frú hans fyrir hinar á- '.■ætu viðtökur, og tóku allir fund armenn undir það með því að standa upp. Pastor loci þakkaði fundarmönnum komuna og árn- aði þeim góðrar heimferðar. 14. Kl. 6.30 e. m. flutti sr. Böðvar Bjarnason erindi um ei- lífðarmálin í barnaskólahúsinu á Hólrnavík. Sungið var undan og eftir. Fjölmenni var viðstatt. Að því loknu var fundi haldið áfram. 15. Stjórninni var falið að á- kveða næsta fundarstað fyrir að- alfund fjelagsins. Að lokum sungu fundarmenn: Son guðs ertu með sanni. Fundargerð lesin upp og sam- þykt, og sagði formaður því næst fundi slitið. Sigurg. Sigurðsson. Helgi Konráðsson fundarritari. Til lesenda „Skðlholts". Bæði sakir fjarvista minna frá Islandi, og til þess að seinka ekki um of útgáfu „Skálliolts“ hefi jeg ekki átt kost á að lesa sjálfur próf- arkir að hinu nýútkomna 2. bindi. En hjer hefir íekist svo illa til, að lesmálið er á ekki fám stöðum ruglað á mjög meinlegan hátt, svo að jeg sje mjer ekki annað ráð vænna en að snúa mjer til blað- anna og biðja þau flytja eftirfar- andi lista yfir þær villur, sem valda misskilningi, er jeg get ekki unað ólagfærðum. Má jeg eiga vísa þá góðvild ís- lenskra blaða, að þau taki upp þessar leiðrjettingar — og lesenda „Skáiholts“, að þeir lagfærí text- ann samkvæmt þeim? Bls. 23. hvað þá í þessu augnabliki — á þessu augnabliki. 24. inspection — inspeetione. 26. klukkusveinn — kiukku- sveinninn. 31. Jón Jónsson sendi — sendir. 42. liafa mínir elskuðu foreldrar] . — elsku foreldrar. 1 57. þessi orð hafa áheyrn —1 áheyrn biskups. 59. var vísvitandi — er vísvitandi 60. leggja hana undir sinn vilja — beygja hana undir o.s.frv. 61. minni heimskulegu baráttu við holdsins syndugu fýsnir — minni heimulegu baráttu o. s. frv. 62. þótt hún hefði gull og hun- ang í tungu sinni — á tungu sinni. 69. halda áfram að ganga í þess- ari vímu — þessari pínu. 79. þau eru ung, og hann hefir langan vilja — hún hefir langan vdja. 97. í sínum fínlegu másaugum — pírulegu másaugum. 131. leggur hitastrókur út frá gló- andi ofnhúsinu — leggur hita- strokur o. s. frv. 133. gengur yfir altari — gengur fyrir altari. 134. Guðs verðugur þjónn — Guðs óverðugur þjónn. 165. Hálfri stundu síðar var hringt — er hringt. 199. Eina morgunstund — Ein morgunstund. 204. von miðjanna — von niðjanna 208. unglegur en með fjörutíu og sjö ár að baki — unglegur enn með o. s. frv. 217. blása til þings — láta blása til þings. 232. helzt því sem óbundið er — ófengið er. 312. hverfur fyrir næsta hólbarðið —hæst hólbarðið. S. st. Khöfn, í sept. 1931. Guðmundur Kamban. Lennart prins, sonarsonur Gústafs konungs í Sví- þjóð, mun ætla að giftast heitmey sinni, ungfrú Karen Nissvandt nú í haust. Hefir hann tekift þriggja herbergja íbúð á leigu í nýbygðu húsi í Stokkhólmi. — Hann missir við giftingu sína arfgengi sitt og lífeyri, en fær aftur á móti í heim- anmund með konu sinni langt yfir miljón króna. Myrtur í kofforti. Lögreglunni í Marsedle var bent á koffort, sem kona ein hafði tekið eftir að blóð rann úr. Lá koffortið á þjóðvegi utan vig bæinn. Kom í ljós þegar koffortið var opnað, að í því var lík kínversks götusala, illa útleikið mjög. — Er það talið víst að tveir samlandar Kínverjans hafi myrt hann til fjár, því að það upplýstist ag hann hafði að stað- aidri gengið með 20 þús. franka í peningum í vösum sínum. (20 þús. frankar = ca. 3600 kr. ísl.). Til œorðingjanna hafði sjest, þegar þeir voru að flytja koffortið, en síðan hafa þeir ekki sjest. Trjáviðarsala Norðmanna hefir brugðist í ár. Sjaldan eða aldrei hefir trjá- viðarsala Norðmanna brugðist svo hastarlega serti í ár. Eftirspurnin að timbri hefir engin verið, en verðið hefir haldist óbreytt frá því sem var síðast liðið ár. Búast skóg- eigendur ekki við því, að markað- urinn mimi lifna neitt fyrst um sinn. Þeir, sem mikið reykja og aldrei fá óþægindi í hálsinn eru þeirsemaltaf REYKJA TEOFANI ILMANDI EGYPTSKAR, Dívaaar, vel unnir úr vandaðasta efni. — Mjög ódýrir af mörgum gerðum. Húsgagnaverslun Reykjavíkur. Vatnsstíg 3. Sími 1940. HHslðtrað dilkakjfit, lægst verð í bænupi. Lifur og hjörtu. íslenskar gulrófur og ísl. kartöflur. Sviðin svið. Sent um alt. Versl. BJðrniun, Bergstaðastræti 35. Sími 1091. Week niðursuðuglösin eru best. — Allar stærðir og varahlutir fyrirliggj- andi í NB. Vergið lækkað!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.