Morgunblaðið - 02.10.1931, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 02.10.1931, Blaðsíða 5
Föstudaginn 2. okt. 1931. 5 H. E. Jesseu skólastjóri. 20 ára starfsafmæli. 1 gær voru 20 ár liðin frá því, er M. B. Jessen skólastjóri byrjaði starfsemi sína hjer á landi. Hann kom til Islands árið 1911 og hafði þá verið ráðinn kennari við vjel- fræðideild Stýrimannaskólans í Reykjavík. Skyldi deild þessi taka til starfa þá um haustið, og var tilætlunin sú, að þeir nemendur, sem þaðan útskrifuðust, hefðu heimild til að gæta gufuvjela, er M. E. Jessen. framleiddi alt að 700 hestöflum. Jessen byrjaði kensluna þ. 1. okt. 1911, og vorið 1913 komu fyrstu vjelst.jórarnir frá þessari deiid eða námskeiði, 6 að tölu. Vjelfræði- deildinni var hald-ið í iíku horfi fr,am á árið 1915, og útskrifaðist þaðan 21 vjelfræðinemi alls. Þá var greinilega komig í ljós, að ekki tjáði að draga það lengur, að skipa þessum fræðum í þann sess, sem þeim bar. Hjer þurfti Sjerstakan, sjálfstæðan vjelskóla, og var meh'a en nóg verkefni fyrir hann. Það var því ráðist í að setja á stofn Vjelstjóraskóla íslands, er veita skyldi þeim, sem þar lyki fullnað- arprófi, ótakmörkug rjettindi til vjelgætslu. M. E. Jessen tókst á hendur að veita skólanum forstöðu og rækti starf sitt prýðdega þá þegar og æ síðan. Vorið 1916 luku fyrstu 3 nemendurnir burtfarar- prófi frá skólanum. Alls hafa út- skrifast þaðan 145 vjelstjórar, og nú eru á öllum íslenska skipaflot- anum einir 4 vjelstjórar, sem lokið liafa prófi annars staðar. Eigi er þörf á, að gera hjer grein fyrir því, hve nauðsynleg stofnun vjelskólinn er, því að það liggur alveg í augurn, uppi. Um starf for- stöðumannsins mætti rita langt mál, en hjer skal að eins fátt eitt sagt. Það er áreiðanlegt, að hann hefir ekki legið á liði sínu, og að honum er það brennandi áhugamál, að nemendur sínir læri og læri vel. Hann er eftirgangssamur og dug- andi kennari, alvörumaður mikill, ]>egar við á, en alt af skemtdegur og gamansamur jafnframt, rjett- sýnn og blátt áfram við nemendur sína og velvdjaður þeim í hvívetna. Það lætur að líkindum, að þeir kunni að meta þessa kosti, enda er svo í raun og veru, að hann er vin- sæll og vel þokkaður meðal þeirra. Og ait af fjölgar vinum hans, eftir því sem tímar líða og fleiri nem- < ndur komast í kynni við hann og njóta tdsagnar hans. Það er óhætt að fullyrða, að .•ngum einum manni á vjelstjóra- stjett Islands meira að þakka en Jessen skólastjóra, enda er henni það vel ljóst. Þegar vjelstjóra- skólinn var settur í gær, kom þar stjórn Vjelstjórafjelagsins td þess að votta skólastjóra virðingu sína og óska honum allra hedla á kom- anda starfsárum. Stjórnin afhenti honum skrautritað þakkarávarp frá fjelaginu til viðurkenningar fyrir vel unnið starf í þágu stjett- arinnar. Það var að makleikum, því að um Jessen skólastjóra má vel segja, án þess oflof sje, að þar er rjettur máður á rjettum stað. Vjelstjóri. ------«<»»-------- Aðalfnudnr Prestafjelags Vestfjarða. Ár 1930, miðvikudaginn 2. sept., kom Prestafjelag Vest- fjarða saman á Stað í Stein- grímsfirði til að halda aðalfund fjelagsins, sem er 4. fundur þess. — Fundurinn hófst með guðsþjónustu í kirkjunni kl. 12,30 síðd. Síra Helgi Kon- ráðsson prjedikaði og í.agði út af Gal. 4, 4—7., en s: , Sigur- geir Einarsson þjónaði i yrir alt- ari. Allir prestarnir, s< m voru mættir, gengu til alt iris, en þeir voru þessir: Stjórn fjelagsins: Formaður sr. Sigurgeir Sigurðsson prófast ur Isafirði, sr. Böðvar Bjarna- son Rafnseyri, sr. Halldór Kol- beins Stað í Steingrímsfirði, og auk þeirra sr. Sigtryggur Guð- íaugsson Núpi prófastur, sr. Jón Brandsson Kollafjarðarnesi, prófastur, sr. Sveinn Guðmunds son Árnesi, sr. Jón N. Jóhannes- son pastor loci, sr. Þorsteinn Jó- hannesson Vatnsfirði, sr. Helgi Konráðsson, Bíldudal. Að lokinni guðsþjónustu flutti formaður erindi í kirkjunni, þar sem hann beindi þeirri ósk sinni til viðstadds safnaðar og um leið til safnaða yfirleitt að starfa betur en hingað til með prestum sínum að kirkju- og kristindómsmálum. Þörfin væri sennilega meiri nú en nokkru sinni fyr, þar sem erfiðleikar í kirkjumálum fara vaxandi og andúð gegn kristindómi eykst. Mundi vafalaust mega bæta úr þessu með meira samstarfi presta og safnaða, fegurri kirkjuhúsum o. fl. Gunnlaugur Magnússon ávarp aði fundarmenn nokkrum orð- um á eftir og þakkaði þeim fyr ir komuna. Fundur fjelagsins hófst síð- an í kirkjunni kl. 5 e. m. Setti formaður fundinn og stýrði hon um. Var þá gengið til dagskrár: 1. Formaður las upp endur- skoðaðan reikning Lindarinnar og skýrði frá hag ritsins. 2. Prestaskifti. Svo hljóðandi tillaga var samþykt í einu hljóði: Fundurinn telur æskilegt, að preátar messi hver hjá öðrum og felur próföstunum að beita sjer fyrir framkvæmdum þess meðal prestanna. 3. Svo hljóðandi símskeyti barst á fundinn: Formaður Prestáfjelags Vest- fjarða, Stað í Steingrímsfirði. Stjórn Prestafjelags Islands sendir fundinum kveðju og bið- ur guð að blessa gróanda og sam hug í kirkjulífi Vestfjarða. Sigurður Sívertsen. Eftir að formaður hafði lesið upp þetta símskeyti, fór hann nokkrum orðum um, hve mikils- virði okkur væri samhugur og skilningur formanns Prestafje- lags Islands, prófessors Sigurðar Sívertsen, og bað fundarmenn að standa upp í virðingarskyni við hann, og var svo gert. 4. Kristindómsfræðsla. Máls- hefjandi sr. Halldór Kolbeins. — Taldi hann æskilegt, að prestar hefðu á hendi kristindómsfræðslu í skólum, þó að til þess þyrfti að fjölga prestum, sem óhjákvæmi- iegt yrði, a. m. k. í stærri kaup- stöðunum. Kristindómsfræðsla væri ekki fullnægjandi sem sögu- legt nám að eins, heldur einnig trúfræðilegt og siðfræðilegt. Um kensluaðferðir var hann mótfall- inn þululærdómi, en hjelt fram mikilvægi endurtekningar þess, sem fegurst er og best. Sr. Sigurgeir Sigurðsson tók í sama strenginn og frummæl- andi og gat þess enn fremur, hve æskilegt það væri, að sameinað væri í framtíðinni prestsseturs- byggingar og heimavistarskóla fyrir börn í sveitum landsins, svo að prestar gætu haft fræðslu störf á hendi. Fleiri tóku til máls, og snerust umræður um þessar þrjár spurningar frum- mælanda: Hver á að kenna? — Hvað á að kenna? og hvernig á að kenna? Sr. Sigtryggur Guð- laugsson bætti við þessari spurn íngu: Hvenær á að byrja að kenna barninu kristinfræði? — Taldi hann, að það yrði aldrei of snemma byrjað, en þó væri nám ið þýðingarmest, er barnið væri komið um og yfir fermingarald- ur, þar af leiðandi væri aldrei rjett að sækja um fermingarleyfi fyrir ófullaldra börn. Sr. Hall- dór Kolbeins kom fram með svo hljóðandi tillögu, er samþykt var í einu hljóði: Fundurinn skorar á kenslu- málastjórn landsins að hlutast til um það, að kristinfræði sje kend í öllum þeim skólum, sem njóta opinbers styrks, og sjá um, að hæfar kenslubækur verði gefnar út á íslensku í kristinfræðum. 5. Um kirkjurækni flutti sr. Jón Brandsson erindi, og spunn- ust út af því umræður. Sr. Sigur geir Sigurðsson benti á, að prest- ar ættu jafnvel ekki að gera messufall, þótt enginn kæmi til kirkju. — Sr. Halldór Kolbeins skýrði frá, að hann hefði þegar tekið upp þann sið, að messa áv- allt, ef hann hefði auglýst messu. I sambandi við þetta var kosin nefnd til þess að gera til- lögur um helgisiðamálið og leggja fyrir fundinn næsta dag. I nefndina var stjórn fjelagsins kosin. 6. Sálmabókarmálið. Sr. Sveinn Guðmundsson flutti inngangser- indi um málið. Svo hljóðandi til- laga kom fram: Fundurinn skorar á kirkju- stjórn íslands að vinda sem bráð astan bug að endurskoðun sálma bókarinnar. Till. borin undir at- kvæði, og samþykt með 6:3 at- kv., sem að eins óska viðbætis við núverandi sálmabók. Var því næst fundi frestað til næsta dags. Fimtudaginn 3. sept. hófst fundur að nýju kl. 8 f. m., með því að sunginn var sálmurinn: Nýkontið: SAGÓGRJÓN HRÍSMJÖL KARTÖFLUMJÖL HRÍSGRJÓN BAUNIR „Victoria“ RÚGMJÖL. Skygðustu filutir skfna betur. V I2I-IO LtVtR bROTHfcRS LIMll'ED. PORT SUNLIGHT. Allir munir úr málmi skína skærar sjeu þeir fægðir úr Vim. Gluggar og gler sindra, steindir hlutir, eggjárn og postulín. Pottar og pönnur skína, sjeu þeir fægðir úr Vjm. Um leið og Vim hreinsar grómið gefur það gljáa. 'V’im sparar tíma og erfiði. Fngin v'r"arvera má Vim-laus vera. Pakkinn 25 aura. Bósin 60 aura. l,HeIios,i kemur. Aðalfnndnr Fasteisnalánafjelags fslands verður hakHnn á skrifstofu fjelagsins, Hafnarstræti 5, í Reykjavík, laugardaginn 31. október n.k. kl. 3 síðd. Dagskrá samkvæmt fjelagslögunum. AðgöngunHðar að fundinum verða afhentir á skrifstofu fjelagsins þrjá síðustu dagana fyrir fundinn. STJÓRNIN. Allt með íslenskniii skipnm! *pi|

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.