Morgunblaðið - 04.10.1931, Blaðsíða 2
Dvalarheimili sima-
fölksins við Elliðavatn.
Við vesturenda Elliðavatns hefir
verið reist toiyndarlegt hús í sumar.
Er það spá vor, að þegar fram líða
stundir, verði oft glatt á hjalla í
þessu húsi; þetta er sem sje dval-
arheimili símafólksins.
Eigi vitum vjer, hvaða nafn síma-
fólkið hefír gefið þessu nýja heim-
ili sínu; vafalaust minnir maínið
eitthvað á gleðina, því að þar sem
símafólkið er, þar ríkir jafnan
gleðin. En hiisið var vígt 29. sept.
s.l., á 25 ára afmæli landssímans og
5 ára afmæli byggingarejóðs síma-
manna.
Hús símafólksins
Á 20 ára afmæli símans — fyrir
5 árum — var stofnaður sjóður,
til þess að komia upp sumai'dvalar-
stað fyrir starfsfólk símans. Stofn-
fje sjóðsins voru 1000 kr. frá Fore
berg sál. landssímastjóra. Sjóður
þessi hefir síðan verið aukinn ár-
lega. Hefir starfsfólk símans lagt
skerf í sjóðinn mánaðarlega af
launum sínum, og einnig hafa ýms-
ir velvildarmenn símans styrkt
hann með framlögum. Á síðast-
líðnu vori var sjóðurinn orðinn
6000 krónur og við vígslu hússins
gaf Guðmundur Hlíðdal, settur
landssímastjóri 1000 kr. í hann.
í fyrstu var ætlunin sú, að
bygg.ja að eins sumardvalarstað
fyrir starfsfólk símans. Síðar var
horfíð frá þessu og ákveðið, að
bvggja vandað hús, þar sem síma-
fólkið getur dvalið í bæði sutnar og
vetur. Vafalaust var þetta vel ráð-
ið, því að símafólkinu er ekki síð-
ur þörf á úfíveru á vet.rum en á
sumrum.
Hið nýja hús vsímafólksins er
einkar vandað. Það er IOV2X614
metrar að stærð, ein hæð með risi
og kjallara und:r. Aðalhæðin er
nærri fullgerð. Þar eru 4 svefnher-
bergi, salur, stofa og eldhús. Uppi
eiga að vera 6 svefnherbergi, og
verða þá í húsinu rúm fyrir 20
manns. í kjallara verður eldhús og
borðstofa.
Útsýni er einkar fagurt frá hús-
inu, og umhverfis það er ákjósan-
legur staðin til þess að ko'ma upp
skrúðgarði og leikvölliun.
Húsið stendur rjett við ElHða-
vatn, og er ætlunin að hafa skemti
bát á vatninu, en á vetrum er þ^r
ágætt skautasvell. Skíðabrekkur
ern og þar ágætar.
Einar Erlendsson húsameistari
gerði teikningu af húsinu, en Einar
Einarsson sá um smíði þess. Húsið
hefri þegar kostað um 10 þús. krón-
ur, 0g símafólkið hefír ekki meiri
fjárráð. Verður liúsið ]iví að bíða
eins og komið er. uns meira fje
fæst
í sumar hafa simamenn unnið
kappsamlega að því að laga til
umhverfis húsið, og hafa margir
þeiirra. varið öllum sínum frístund-
um til þess. Þetta mikla kapp síma
Gesta- og sjómannaheim li Hiálpræðishersins.
Árið 1895 keypti Hjálpræðisher-
inn hús það og grunn við Kirkju-
stræti hjeir í bænum, þar sem nú
stendur h,ið myndarlega gesta- og
sjómannaheimili Hersins. Þá var
hjer enginn Hjálpræðisher ,en hús-
io fjekk þó strax nafnið ,,Her-
kastali“. Fjórum árum síðar, eða
1818 stofnaði Hjálpræðisherlnn
fyrsta gesta- og sjómannaheimili
sitt hjeir á landi, í gamla ..Iler-
kastalanum“ hjer í Reykjavík.
Bvrjunin var í smáum stýl. Heirn
ilið hafði 12 riim og eina setustofu.
Fimm fyrstu m:ssirin ve.itti það þó
8000 nætuigistingar. Tíu árum
seinna var tala næturgisfínga kom-
in yfir 5000 á ári, og þegar gamli
,,KastaHnn“ var rifínn fyirir 18 ár-
um höfðu 70 þús. manns haft þar
na turgisfíngu.
Árið 1916 var reistur fyrri hluti
liinnar nýju byggingar, og starf-
aði heimilið þannig í rúmlega 13
ár; fyrstu árin hafði jiað 23 rúm
og tvær setu stofur, og síðari árin
hafði það alt að 40 rúm og var þá
tala næturgesta nál. 10 þús. á ári.
Hið nýja hús Hjálpræðishersins
hefír verið starfrækt í nál. eitt ár.
Húsið er vandað að öllum frá-1
gangi. í því eru 38 gestaherbergi,
7 þriggja manna, 1 fjögra, 6 tvíbýl
is og 24 einbýlisstofur. Auk þess
em í húsinu 3 íbúðir, 4 skrifstof-
u'rur, 3 samkomusalir, 4 veifínga-
stofur, afgreiðslustofa, sölíibúð,
geymsla, eldhús o. fl.
Einai' Erlendsson byggingar-
meistari gerði teikningu af húsinu,
’ii Cuðjón Sæmnndsson sá um
smíði jiess.
Húsið hefír alls kostað um 170*
þús. krónur, auk þess hefír innbú
köstað um 24 þús. Alþingi veitti 1
10 þús. kr. styrk til byggingarinn-
ar og Reykjavíkurbær 12 þús. kr.
Hjálpræðisherinn hefir jafnan
selt gistingu ódýrt. Er verðið nú
2 kr. á sambýlisstofum og frá kr.
2.50 tíl 4.00 á einbýlisstofum.
Forstöðu heimilisins hefir Svava
Gísladóttir og eru sex manns henni
til aðstoðar.
Stjórn Hjálpræðishersins á þakk-
i'r skiHð fy,rir að hafa komið upp
þessu myndarlega húsi. Samskonar
heímilum hefir Herinn komið upp
á fsafírði, Akureyri, Hafnarfirði og
Seyðisfilrði, einnig sjómannas'tofú á
Siglufírði.
manna verður skiljanlegra, þegar
vitað er, að inni í húsinu voru
símastúlkumar önnum lcafnar við
að mála stofurnar. Segja fróðir
menn, að litaskrúðið þar sie líkast
því, sem listamannshönd Kjarvals
ha-fi verið þar að verki.
Við vígslu hússins voru um 100
manns, eða nálega alt starfsfólk
símans hjer í Reykjavík. Var settst
að tedrj-kkju, en að jiví loknu var
dansað og skémt sjer langt fraan á
nótt. Símafólkíð var jiar í essinu
sinu.
Karl Magnússon hjeraðslæknir í
Hólmavíkurhjeraði hefir verið sett-
ur til jiess að þjóna hjeraðslæknis-
embætfínu í Reykjafjarðarhjeraði,
ásamt sínu embætti, þangað til
öðru vísi verður ákveðið.
Morgunblaðið er 8 síður í dag
og Lesbók.
Skátar hafa fengið le.yfi til þess
að hafa merkjasölu í dag. Rennur
helm'ngurinn af ágóðanum til
ndalags Skáta, en hinn helming-
inn fá fjelögin hjer í bænum,
Væringjar og Ernir. Eru nú um
150 meðlimir í báðum fjelögunum
og selja þeir sjálfir merkin. Skáta-
hreyfingin er mjög vinsæl hjer og
láta menn sjálfsagt Skátana njóta
'“■s í dag með því að kaupa merk-
:n. Seinna verða merki jiessi einnig
-end út um land til sölu. Skátarniv
sem selja. eru beðnir að koma að
Bernhöftsbakaríi ld. D/ó—2 y2 í
dag. —
Svíar í Ameríku flytjast
heim.
Sænska hagstofan hefir nýlega
gefið út skýrslu, sem sýnir það,
að árið 1930 hefir fjöldi Svíia, sem
var erlendis, fluttst heim til fóst-
urjarðarinnar. Flesfír hafa komið
frá Norður-Ameríku. Ástæðan fíl
jiessa er talin vera fjármálakrepp-
an í hinum ýmsu löndum.
Alls fjölgaði fólki í Svíþjóð árið
sem leið um 20 þús. — Innflytj-
endur voru 7515 en útflytjendur
5682. Er það eins dæmí að fleiri
flytjist inn í landið heldur en flyt.j
ast þaðan fíl útlanda. Þess voru
dæmi, öldina sem leið, að 60 þús.
Sviar fluttust til útlanda á ári.
Leiðangur til Suðurpólsland-
anna.
London, 3. okt.
United Press. FB.
Rannsóknaskipið „Discovery
11“ lagði af stað í annan leið-
angur sinn til Suðurpólsland-
anna. — Stjórn Falklandseyja
hefir falið leiðangursmönnum að
athuga ýmislegt, er lýtur að
hvalveiðum í Suðurísafinu.
Bifreiðar í heilu lagi voru flutt-
ar inn 110 árið 1925, 148 árið 1926,
130 árið 1927, 240 árið 1928 og
462 árið 1929.
Versiun
Ben. S. Bórarlnssonar
leyfir sjer að minna sína kæru viðskiftavini á það, að hún
hefir fengið miklar birgðir og gott úrval af alls konar
varningi með síðustu skipum. Meðal annars má nefna
smámeyjavetrarkápur, með nýtísku litum og sniði. —
Regnkápur, matrósaföt, jakkaföt og vetrarfrakka. Kven-
undirfatnað úr silki, ull og baðmull. Lífstykki. Silki- ullar-
og baðmullarkvensokka, framúrskarandi að gæðum 0. fl.
o. fl. og meira. - Ullarbandið þjóðkunna í öllum
regnbogans litum.
VERÐIÐ MAKALAUST.
Húsgagnatan
Dansskóli
Sig. Guðmundssonar og Fríðar Guðmundsdóttur.
Fyrsta æfin þriðjudag 6. okt. í K. R. húsinu kl. 4,
fyrir smáböm og kl. 5—7 fyrir eldri börn og kl. 9—11
fyrir fullorðna. Upplýsingar í síma 1278.
Kennum alla nýtísku dansa. Einnig seinasta dansinn
Rumba. Mánaðargjald 2 kr. og 4 kr. fyrir börn og kr.
5 fyrir fullorðna,.
Gardínnstangir
af öllum gerðum.
Laagst warð.
Húsgagnaverslun Reykjavíkur.
Vatnsstíg 3. Sími 1940.
Lifur. — Hjörtu. — Svið.
Klein
Baldursgötu 14. Sími 73.
Tilkvnning.
Leyfi mjer að vekja athygli heiðraðra við-
skiftavina á, að þrátt fyrir lækkun íslensku
krónunnar, seljast allar hinar ágætu vörur
verslunarinnar með sama lága verðinu, svo lengi
sem núverandi birgðir endast.
I hverri deild er nú mikið úrval af nýjum
vörum, sem allar hafa verið verðlagðar án til-
lits til verðfalls krónunnar.
Gjörið því góð kaup og komið beint í
Haralðarbúð.