Morgunblaðið - 04.10.1931, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 04.10.1931, Blaðsíða 3
M ORGUNBLAE’IÐ 3 — = = Útgef.: H.f. Árvakur, Heykjavlk. f§ Ritstjórar: Jón Kjartansson. = Valtýr Stefánsson.. Ritstjórn og afgreiSsla: = — Austurstræti 8. — Slmi 600. n Auglýsingastjóri: B. Hafberg. |j = Auglýsingaskrifstofa: = Austurstræti 17. — Slmi 700. = = Heimasímar: = = Jón Kjartansson nr. 742. = = Valtýr Stefánsson nr. 1220. = = E. Hafberg nr. 770. = = Áskriftagjald: = = Innanlands kr. 2.00 á mánuöi. = = Utanlands kr. 2.50 á mánuSi. = = 1 lausasölu 10 aura eintakiS. = = 20 aura meS Lesbók. = 'lllllllllllllllllllimillllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllrH Gjaldeyrisverslun. Landsbankinn og Útvegsbank- inn hafa einkarjett á verslun með erlendan gjaldeyri. I Lögbirtingablaðinu, sem var borið út um bæinn í gær, er reglu gerð um gjaldeyrisverslun, frá fjármálaráðuneytinu. Er hún sett samkvæmt heimild í lögum nr. 48, 4. júní 1924, sbr. lög. nr. 9, 27. maí 1925. Þar er svo fyrir mælt, að Lands bankinn og Útvegsbankinn skuli • einir hafa á hendi gjaldeyris- verslunina, og sje hver sá, sem á útlendan gjaldeyri, eða kann að eignast hann síðar, skyldur til að láta hann af hendi við bankana íyrir skráð kaupgengi. öllum er bannað að selja til út- landa íslenskan gjaldeyri, hvort heldur seðla, inneignir í bönkum eða öðrum stofnunum, svo og kröfur á hendur einstökum mönn um hjer á landi, nema bankarnir .annist söluna. Öllum er gert að skyldu, að skýra Gengisnefnd frá inneignum sínum í erlendum gjaldeyri, ]>ar með talin verð- brjef, þegar þess er óskað, og skyldir að láta gjaldeyrinn af hendi við bankana, fyrir skráð kaupgengi, ef krafist er. Bankarnir eiga að takmarka sölu á gjaldeyri til kaupa á ó- nauðsynlegum varningi, eftir því isem við verður komið. Brot á reglugerð þessari varða frá 100—50.000 króna sektum. Skráning erlends gjaldeyris. í gær var gengisskráning bank- anna í Reykjavík eins og hjer •segir: iSterling............ - 22.15 Dollar............. 5.61% R.mark...............131.48 Fr. frc.............. 22.46 Belg................. 78.93 ;Sv. frc.............110.75 Líra................. 29.08 Peseta............... 50.12 'Gyllini............. 227.69 Tjekk.sl.kr.......... 17.01 ‘S. kr...............132.10 :N. kr...............124.98 D. kr................123.74 Sterllngspundið fellur. New York, 3. okt. United Press. FB. Sterlingspundið skráð hjer í «dag 3.85 dollara. Póstfingið nm ísland milli Ameríkn og Norðnrálfn. Það verður byrjað á því áður en varir, með 12 flug- vjelum og 20 flugmönnum. Hver flugmaður á að hafa sinn áfanga af leiðinni. OaibiL Preston (til hægri) og Collignon (í miðju). Myndin er tekin af þeim, er þeir dögðu af stað í tilraunaflug sitt til Evrópu, sem að vísu misheppnaðist, en verður haldið áfram. Peter Freuchen, Grænlandsfar- inn nafnkunni, hefir um langt skeið verið ráðunautur þeirra Bandaríkjamanna, sem ætla að gangast fýrir því að koma á reglu- bundnum póstflugferðum milli Ameríku og Norðurálfu með við- komu á Grænlandi og íslandi. Hef- ir frjettaritari norska blaðsins ,,Áftenposten“ nýlega haft tal af honum um þetta efni, og segist honum svo frá: — Það er æthinin að póstflugið byrjí í Detroit í Bandaríkjunum, og verði flogið þaðan um Roberts House og Great River á Labrador, þaðan til Wakham Bay á norður- strönd Labradors, yfir Hudsons- sundið og Cumberland-sundið Og svo til Grænlands. Fyrst var gert ráð fyrir * því, að hafa þar við- komustað í Holsteinsborg á vestur- ströndinni, en td þess fæst ekki leyfi Dana. Það má ekki koma nærx-i Eskimóunum, eins og þjer vit-ið. Staðurinn er auk þess ekki liinn heppilegasti, því að hann er umluktur háum fjöllum. — Þess vegna liefir nú verið kosinn annar staður, Nepiset, þar sem Hans Egede bygði vígi, hið eina, sem til hefir verið á Grænlandi. Þaðan verður flogið til Straumfjarðar, þar sem prófessor Hobbs hafðist við í fyrra, og þaðan þvert yfir landið til Angmagsalik. — Skamt þaðan er vatn, sem hægt er að lenda á. Þegar Cramer flaug til Angmagsalik, settist hann á sjóinn, vegna þess, að þá var íslaust þar í bili. Frá Angmagsalik á að fljúga tíl íslands og annað hvort. norðan eða snnnan við landið, eftír því hvernig veður er. Næsti lendingar- staður verður { Færeyjum, ef þok- an neyðir þá ekki flugmanninn til þess að halda til Hjaltlands í ein- um áfanga. Þaðan verður flogi? til Stafangurs í Noregi og svo til Kaupmannahafnar, sem verður önn ur endastöðin. Alls verða 12 flug- stöðvar á leiðinni þar sem flug- vjelarnar halda til. Tekur hver við áfanga. Með þessu móti kemur í mesta lagi sex tíma flug á hvern flugmann á dag. — Hvað er orðin um þá Preston og öollignon? — Þeir hafa flogið heim tíl Detroit aftur tíl þess að láta setja skíði á flugvjelina, vegna þess hvað nú er áliðið. En þeir halda áreiðanlega áfram fluginu milli heimsálfanna. Þeir fara sjer að engu óðslega, því að þeir eiga að rannsaka öll flugskilyrði sem best. Þeir, sem hafa lagt fram fje til fyrirtækisins, hafa lagt mikla á- liersiu á það, að engin óhöpp komi f'yriv á reynslufluginu, og þess \egna var það enn sárgrætilegra hvernig fór um öramer. Edwin L. Preston er maður um þrítugt og hefir í þrjú ár verið fiugmaður hjá Trans-american Airlines Corporatíon. Á þessum árum hefir hann flogið alis í 4400 klukkustundir, þar af 1200 stundir um nætur. Fjelagi hans, Robert H. Collignon er 33 ára gamall og hann er bæði leikinn flngmaður og ioftskeytamaður. — Hvemig eru annars horfumar með þetta póstflug? — Þegar þess er gætt, að dag- lega em sendar 4% miljón brjefa milli Ameríku og Norðurálfu, þá er auðskilið hverja þýðingu þetta póstflug hefir. En í hverri flug- ferð þarf að hafa 18 þús. brjefa póst, svo að hún borgi sig. Það er gert rág fyrir því að flugið taki alls 36 stundir. Næsta ár verður alt efni sent til allra lendingar- stöðvanna. Það verður byrjað með 12 flugvjelar og 20 flugmenn . Jeg hefi góða trú á þessu fyrir- tæki, og það kemst áreiðanlega í framkvæmd. Erindi fagnaðarboðans, orsök þess og takmark; heitir fyrirlest- ur, sem Pjetur Sigurðsson flytur í Yarðarhúsinu í kvöld ld. 8%, og verður þetta hans síðasti fyrirlest- ur hjer um tíma: Allir velkomnir. Siómannastofan. — Samkoma í af annari og annast. flugið ákveðna Ikvöld kl. 6. Allir velkomnir. □ Edda 59311067 — 1. I. O. O. F. 3 = 113958 = 8 /, II. V.eðrið í gær: í morgun var kyrt veður og bjart um alt land en víða 1—3 st. frost. Nú er hins vegar komin, S-átt um alt land með rigningu á S- og V-landi og 6—9 st. hita. Austanlands er veður enn þurt og 4—6 st. hiti. Lægðitn við S-Grænland, sú er getið var í gær, er nú komin norðaustur í Græn- landshaf og hreyfist áfram í NA. Lítur út fyrir SV-átt hjar á landi á morgun með skúrum á S- og V-landi. Veðurútlit í Rejkjavík í dag; SV-kaldi. Skúrir. Hjúskapur. Hinn 1. þ. m. gaf síra Ámi Sigurðsson saman í hjóna band Kristínu Helgadóttur og Þor- stein Jónsson. Heimili þeirra er á Laufásvegi 17. 1 gær voru gefin saman af dóm- kirkjupresti sr. Bjarna Jónssyni, verslunarmær Lilja Fjeldsted og Páll Andrjúesson bílstjóri hjá Shell. Ungu hjónin búa í Dal við Skerjafjörð. í gærkvöldi voru gefin saman af síra Bjarna .Jónssyni ungfrú Sveinsína Jónsdóttír og Magnús Guðbjartsson 1. vjelstjóri á Þór. Heimili þeirra verður á Bjargar- stíg 2. Aðalfundur Glímufjelagsins Ár- mann verður haldinn í Varðarhús- inu annað kvöld (mánudag) kl. 8 síðdegis. Fjelagar fjölmennið. 25 þúsund f jár hefir verið slátr- að hjá Sláturfjelagi Suðurlands, síðan slátrun hófst í sumar. Er búist við að eftir sje að slátra öðru eins í haust og verður þá 1 með mesta móti. Auk þess hefir fjelagið sláturhús bæði á Akranesi og í Vík í Mýrdal. Á ]jeim stöðum er búist við að slátr- að verði alls um 20 þús. fjár. Ríkisútvarpið er flutt í hið nýja hús landssímans við Thorvaldsens- strætí. Met í kúluvarpi. Á innanfjelags- mótí Ármanns í fyrrakvöld setti Þorsteilm Einarsson nýtt imet í kiiluvai’pi, kastaði 12.65 m. með betri liendi og 21.95 samanlagt beggja handa kast. Marínó Kristj- ánsson kastaði 11.54'm. með betri hendi og 21.64 með báðum. Eldra metíð í kúluvarpi var 21.62, beggja handa, og 12.40 betri hendi, og er ekki nema örstutt síðan að Þor- steinn Einarsson setti það á 1- þróttavellinum. Thorvaldsen fallinn. Nri hefir líknesi Thorvaldsens á Austurvelli verið rifið niður og á að flytja það suður í skemtigarðinn hjá Tjorninni. En líknesi Jóns Sigurðs- sonar verður aftur flutt á Austur- völl og var í gæi verig að steypa grundvöll undir það. En þar sem iíkneski Jóns Sigurðssonar stend- ur nú, fyrir framan Stjórnarráðið á að reisa líkneski Hannesar Haf- steins. Trúlofun. Nýlega hafa opinberað trúlofun sína. ungfrú Kristjana J Jónsdóttir, og Jóhann Ól. Jónsson Hafnarfirði. Hjálpræðisherinn. Samkomur dag: Helgunarsamkoma kl. 10% árd. SunnudagaskóÍiinn tekur aft ur til starfa kl. 2 síðd. Hjálpræð issamkoma. kl. 8. Kapt. Axel Olsen og frú stjóma. Lúðraflokkurinn og strengjasveitín aðstoða. Allir velkomnir. Heimilasambandið byrjar aftur á mánudaginn 5. okt. kl. 4 síðd Frú stabskapt. Á. Jóhannesson tal' ar. Dorkas fundur kl. 8 síðd. Gamanvísnasöngur. f kvöld kl Ekki veitir af að hressa upp á skapið í kreppunni RYDENS KA FFI er fyrirtaks hressing. í Fæst í næstu búð. Fermingarkjólar. Undirföt. Kjólar sanmaðir eftir máli. Verslun Þingholtsstræti 2. Remington. Ameaáskar vörur hljóta að hækka í verði. Nokkrar Remingtonvjelar fást með gamla verðinu. Heimsins sektustu ritvjelar. 8% ætlar Jón Norðfjörð að syngja Bðrn þan er eiga að ganga í skóla hjá okkur vetur, mæti í Bergstaðastíæti 2 mánudaginn 5. okt kl. 2 síðdegis. Vigdís G. Blöndal. Sigríðnr Magnúsdóttilr. Silvo silfurfægilögur er óviðjafnan- legur á silfur, plet, nickel og alumineum Fæst í öllum helstu verslun- um. með 10 bragi, sem fjalla nm dag- inn og veginn, menn og málefnii og sumt er um Reykj aví kurlífið. Má vænta. þama góðrar skemtunar, þegar dæmt ef eftir því hvað norðanhlöðin segja um hæfileika hans til þess að fá menn tíl að hlæja. Kristileg samkoma á Njálsgötu 1, í kvöld kl. 8. Allir velkomnir. Óvenju mikið kapp hefir verið lagt á að afla góðra mima á Vals- lilutaveltiina í K. R.-húsinu í dag og því trídegt að fjöldi fólks not-i þetta sjerstaka tækifæri til að freista gæfunnar. Hin góðkunna Reyk j a ví kur-h 1 j óms veit (-ba n d), mun skemta allan tímann. x. Perlur III. hefti 1931 er koniið út. Það hefst á sögu eftir Gunnar Gunnarsson. Hún heitir „Glaumur fíflsins“ og hefir Sigurður mag. Skúlason ]>ýtt hana. og skrifar auk >ess smágrein um Gunnar. Kvæði gamanvísur í Iðnó. Fer hann þar leru þarna eftir Stefán frá Hvíta-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.