Alþýðublaðið - 04.06.1920, Page 1
Alþýðublaðið
Grefið ut af A.lþýðuflokknum.
1920
[Föstudaginn 4. júní
124. tölubl.
Slésviknrmálin.
Khöfn 2. júní.
Slésvíkursanrningurinn var opin-
berlega afhentur Danmörku og
Þýzkalandi 31. maf, með xo daga
fresti til samþyktar.
Allir þeir, sem á kjörskrá voru
er atkvæðagréiðslan í 2. atkvæða-
svæði fór fram, hafa rétt til að
ákveða, hvort þeir vilji vera dansk-
ir eða þýzkir þegnar.
ftnnar og Svíar.
Khöfn 2. júní.
Símað frá Helsingfors, að æs-
ing nokkur sé í Finnum og Sví-
um vegna Álandseyjamálsins. Rætt
er mjög um móttökur þær, er
Álandseyjanefndin fékk f Stokk-
hólmi, og þeim hallmælt.
RanSnr ker.
Stórsöluverðfall
í Frakklandi.
Khöfn 2. júní.
Símað frá París, að geysiverðfall
sé á varningi í stórsölu.
Grunsamlegar tölur.
Orðsenðing pája.
Khöfn 2. júní.
Símað er frá Róm, að páfinn
tiafi sent kaþólskum biskupum
orðsendingu; hvetur hann þar
þjóðirnar til sátta og vill draga
úr skilyrðunum fyrir opinberum
Rómaferðum kaþólskra þjóðhöfð-
ingja.
ðrói í jforejL
Khöfn 2. júní.
Símað er frá Kristianíu, að á-
kvörðun stjórnarinnar um það, að
beita gerðardómslögunum í tii-
efni af kauplagsdeilunni, hafi í
íör með sér hótun um allherjar-
verkfall.
Bamöiapíikirs. vemda
ekki Amefflin.
Khöfn 2. júní.
Símfregn frá Washington herm-
ir, að Senatið hafi felt tillöguna
um það, að Bandaríkin gerðust
verndarar Armeníu.
Khöfn 2. júnf.
Símað frá Berlín, að verkalýðs-
félögin hafi krafist þess, að lýð-
veldissinnaður verkalýðsher (rauður
her) verði látinn koma í stað
hinna íhaldssömu hersveita.
fú sambaoðsríkinffi.
Khöfn 2. júní.
I dag samþykti aðalfundur
flutnin^sverkamanna að afferma
fyrir ríkið og bæinn.
DeschaneL -- faraíorseti.
Khöfn 2. júní.
'Þrá París er sfmað, að Desch-
anel forseti sé heilsutæpur, og
geti nokkurra mánaða hvíld hans
haft það í för með sér, að breyta
þurfi stjórnarskránni svo, að vara-
forseti verði kosinn.
Ingólfur, m.k. af Akranesi,
sem Ieggur upp f Sandgerði, er
búinn að afla 550 tn. síldar í
reknet,
Rannsóknar krafíst.
Maíhefti Hagtfðindanna 1920 er
nýútkomið, og vekur fyrsti iiður-
inn á skýrslunni, um innfluttar
tollvörur, vafalaust athygli, og
jafnframt gremju, allra hugsandi
og óspiltra manna í landinu. Þessi
liður sýnir, að 116,391 lítri af
kognac^og spiritus, reiknað í 8°,
hefir verið fluttur inn til Reykja-
víkur síðastliðið ár.
Athugið vel, að einungis af
sterkmn vínum er flutt til Heykja-
víkur ca. 1V2 lítri á mann á öllu
landinu, eða ca. 7,3 lítrar á sér-
hvern mann hér í bæ.
Auk þessa er flutt inn 23,301
lítri af léttari vínum og 16,527
lítrar af vfnanda til eldsneytis
eða iðnaðar.
Hvað verður nú af öllu þessu
víni og hvert er það flutt? Lyfja-
búðirnar fá það, að undanskildu
nokkru af vínanda til eldsneytis
og iðnaðar. Og engri átt nær að
faalda því fram, að það sé alt
notað til lækninga. T'ölurnar Ijúga
ekki. Hvað sem læknar segja, þá
eru þær talandi vottur þess, að
þeir eru sízt færir um það, að
mótmæla því, að eftirlit, og það
strangt, sé haft með gerðum þeirra
í þessu máli. Þeir ættu að vera
svo viti bornir, að blygðast sín
fyrir það, að ætla sér J>á dul, að
verða dómarar í sinni eigin sök.
Eða geta þeir fóðrað það,