Morgunblaðið - 01.11.1931, Blaðsíða 7
ilORG U N BLADID
7
Bfargráð rikisstiornarlnnar.
Háb jargræðistíminn,
heyskapartíminn um
landsins, er nú þegar
á þessu sumri. — Allur þorri
bænda mun hættur heyskap,
cn hinir um það bd að koma inn
.seinustu tuggunni. Allvíða úti
um landið hefir fjárleitum ver-
ið frestað um eina viku, einung-
is vegna þess, að bændur hafa
ekki þóttst vera búnir að birgja
sig nógu vel með fóður undir
veturinn.
Óvenjulega mikill útheyskap-
ur mun hafa átt sjer stað á
þessu sumri, sakir grasbrests
þess er á túnum var víða um
Jand. —
Engjar, sem víða hafa verið
dslegnar undanfarin ár, hafa
nú í sumar verið slegnar að
miklu leyti upp, og sumsstaðar
má svo að orði kveða, að hver
grasteigur hafi verið skafinn til
hlítar. Mjög hagstætt tíðarfar
til heyskapar á sumrinu, hvað
þurka snertir, hefir ítt undir
margan bóndann að halda sem
lengst til við heyskapinn. —
Markmið bænda hefir verið það
að heyja svo vel, að komist yrði
hjá að fækka af bústofninum á
komandi hausti. Hlöður bænda
munu líka all-víða um landið1
vera þegar fullar. Heyskapur
að vöxtunum til því víða lítt
minni eða svipaður og undan-
farin ár, eftir því sem frjettst
hefir. Að eins sá munurinn, að
í stað töðu hafa nú hlöðurnar
verið fylltar með sinubornum
útheyjum, er þurfa mikið rúm í
heystæðum, en eru eigi að sama
skapi kjarngott fóður.
Bændum mætti því verða
Ijóst, að eins og sakir standa,
foer sjerstaklega að viðhafa var
færni með ásetning búpenings
á komandi hausti.
Hins vegar veldur gífurlegt
verðhrun á búsafurðum því, að
því miður er ástæða til að
halda, að bændur freistist nú
frekar en enaranær til að „setja
á guð og gaddinn“, sem kallað
er. —
Að vísu getur það líka lánast
stundum, en enginn bóndi ætti
.slíku að treysta. Horfellirinn og
afleiðingar hans ættu að vera
<oss bændum í minni, og nægileg
viðvörun í því efni.
Að því er jeg hygg, mun fjár
hagsleg geta bænda yfirleitt
aldrei hafa staðið meir höllum
fæti en einmitt nú. Er þetta af-
ar skiljanlegt öllum þeim, er
um þetta hugsa.
Má vera, að kaupgjald í sveit
nm nú í sumar hafi sumsstaðar
verið eitthvað litlu lægra en
árið áður, en óvíða mun svo ver
ið hafa. — All-víðast mun það
hafa staðið í stað, og dæmi veit
ieg líka til að það hefir verið
hærra.
Um horfur á afurðasölu
bænda nú á komandi hausti
mun flestum eða öllum vera
kunnugt. Kjöt hefir stórlækkað
í verði frá því sem var í fyrra,
og gærur er mjer sagt að muni
verða óseljanlegar. Svipað er
að segja um aðrar búsafurðir.
Vorullina sína á margur bónd-
inn enn óselda heima í skemmu
í hendur fyrir óákveðið verð,
um óákveðinn tíma; nokkrir
bændur hafa selt hana fyrir 80
aura pr. kg.
Þannig er þessu varið hjer
við Djúp nú, og svo mun víðar
vera. —
Ofan á þetta bætist svo, að
bændur margir hverjir, er harð
ast hafa orðið úti hvað töðufall
snertir á sumrinu, verða óum-
flýjanlega að fækka stórum bú
stofninum.
Maður skyldi nú ætla, að rík-
isstjórnin, sem þykist bera hags
muni bænda og búaliðs fyrir
brjóstinu, gerði að einhverju
leyti ráðstafanir til þess að
bændur yrðu ekki neyddir til
þess að drepa niður bústofn
sinn, er svona standa sakir með
afurðasöluna.
Jú, víst hefir rikisstjórnin
cert nokkuð. Hún hefir, að því
er virðist, látið á þessu sumri
safna skýrslum um töðuafla
bænda á sumrinu, og hún hef-
ir orðið þess áskynja, að töðu-
aflinn er óvenjulega lítill yfir-
leitt, og hún veit, að sum hjer-
uð, og er þar á meðal Norður-
■ ísafjarðarsýsla, hafa orðið
hörmulega úti í þessu efni. —
Hún hefir líka gjört meira, og
væru afskifti ríkisstjórnarinnar
í þessu efni best skýrð með því
að birta í heilu lagi þau brjef,
er oddvitum hreppanna hjer i
hjeraði hafa borist nú fyrir
skömmu.
Hjer skal það ekki gjört; en
til þess að sýna umhyggju rík-
isstjórnarinnar fyrir okkur
bændunum í Norður-ísafjarðar-
sýslu (og sennilega fleiri bænd
um), þá get jeg ekki stilt mig
um að hafa upp hjer nokkrar
málsgreinar úr brjefum þess-
um, sem eru tvö, bæði dagsett
31. ágúst s. 1., og undirskrifuð
af Páli Zophoniassyni búnaðar-
ráðunaut.
I öðru brjefinu segir meðal
annars:
„Herra oddviti.
Eftir skýrslum, sem safnað
hefir verið, er nú víða að ræða
um óvenjulega lítinn töðuafla.
tJtlit um sölu sláturfjárafurða
er að hinu leytinu alt annað en
gott. Undir þessum kringum-
stæðum hefir ríkisstjórninni
þótt ástæða til að reyna að
ijálpa * mönnum þar sem töðu-
bresturinn er mestur, til að fá
sjer fóðurbætir, svo menn frek-
ar geti haldið bústofninum, og
'alið undirrituðum fiamkvæmd-
ir . . .“. „Þeir hreppar, sem
vilja láta útvega sjer fóðurbæti,
verða að senda pöntun hingað
fyrir lok septembermánaðar. —
Vidviti hreppsins verður fyrir
hönd hreppsbúa, að skuldbinda
sig til að sjá um greiðslu fóður-
bætisins strax eftir móttöku“.
. . „Umsókn um útvegun íóður-
bætisins sendist til Metúsnlems
Stefánssonar búnaðarmálastjóra
fyrir septembermánaðarlok og
* Allar leturbreytingar mín-
ar. B. S.
það er sinni, en aðrir hafa fengið hana
sveitir kaupmönnum og kaupfjelögum
liðinn
andvirðið sendist honum strax
og fóðurbætirinn er kominn til
viðtakanda“.
I brjefi þessu er einnig bent á
hinar og aðrar fóðurbætisteg-
undir, og gefnar reglur, að öíi-
um líkindum ábyggilegar, um
notkun þeirra sumra.
Um verð segir þar:
„Um verð á þessum fóðurbæt-
istegundum verður ekki hægi
að segja ákveðið um. Síldar-
mjölið verður selt með : fram-
leiðsluverði frá síldarverk-
smiðju ríkisins, og verður lík-
lega kringum kr. 22.00 pr. 100
kg. á Siglufirði.
Maísinn verður afgreiddur
hjeðan og kostar líklega um
17—19 kr. pr. 100 kg. Við
þetta bætist útskipun, fragt, vá-
trygging og uppskipun“.
í hinu brjefinu, sem er mun
efnisminna, er okkur oddvitum
bent á, að til sje svo kallaður
Bjargráðasjóður, er ætlast muni
til, að lán fáist úr í „tilfellum
líkum þessum“, jafnframt og
okkur er boðið upp á, að láta
búnaðarmálastjóra, Metúsalem
Stefánsson sækja um íánið fyr-
ir okkur og greiða fóðurbætir-
inn. —
Þessi eru þá bjargráð og
hjálp bændastjórnarinnar svo-
kölluðu til handa bændum á
þrengingartímum!!
Betra er nú, að jeg skal
halda, fyrir okkur bændurna,
að eiga ríkisstjórnina hlynta
okkur, þegar að þrengir!!
Hún felur einum búnaðar-
ráðunautnum að tilkynna okk-
ur þetta kostaboð, að hún vilji
útvega og selja okkur gegn pen
ingum út í hönd, jafn-dýran
eða jafnvel dýrari fóðurbæti,
en vjer eigum kost á að fá alls
staðar annarsstaðar.
Hún fræðir okkur oddvitana
um, að til sje Bjargráðasjóður,
og býður aðstoð sjálfs búnaðar-
málastjórans til þess að sækja
um lán úr sjóði þessum.
Það er engu líkara en að þess
ir háu herrar haldi, að bændur
standi nú uppi með fullar hend-
ur fjár, þar sem heimtað er
strax andvh'ði fóðurbætisins við
móttöku, vilji þeir annars nokk-
uð við ríkisstjórina skifta.
Það er óhætt að segja, að
þarna er gengið út frá öðru bú-
skaparlagi hjá bændunum en
átt hefir sjer stað hvað snertir
búskap sjálfrar stjórnarinnar
á þjóðarbúinu, sem nú situr
ráðalítil yfir ríkisfjárhirslunni
galtómri og ríkinu í óbotnandi
skuldafeni, eftir undanfarin ein
stök tekjuár.
Þá er það sannarlega að gera
lítið úr oddvitum hreppanna, að
ætla þá svo lítilsiglda, að þeir
sjeu ekki færir um að sækja um
lán úr Bjargráðasjóði án að-
stoðar ríkisstjórnarinnar eða
annara er hún bendir á.
Ekkert er líklegra, en að
margir verði til þess að leitai
lána úr sjóði þessum, er þá eft-
ir að vita, hvort tómahljóð muni
þar ekki fyrir, sem annarsstað-
ar í fórum ríkisstjórnarinnar.
Það hefir verið bent á af
mörgum, bæði í ræðu og riti,
og færð óhrekjandi rök fyrir,
að viðskiftakreppa sú, sem nú
er yfirstandandi, kæmi svo hart
niður á landsmönnum, sem raun
er á orðin, aðallega vegna frá-
munalega illrar fjármálastjórn-
ar undanfarin ár.
Hins vegar hefir ríkisstjórn-
.n og hennar fylgifiskar lagt
kapp á, að telja þjóðinni, þó
eínkum bændum, tfú um, að
meðferð fjármálanna í höndurn
stjórnar og þings væru að engu
leyti - orsök kréppunnar hjer;
jafnframt og því hefir verið
haldið fram í málgagni hennar
„Tímanum“, að aldrei hafi þjóð
n áður í heild sinni staðið jafn
vel að vígi til að mæta erfiðum
tímum.
Hvernig ríkisstjórninni tekst
að sýna þetta og sanna, er nú
þegar strax farið að sýna sig og
mun betur sjást áður en langt
um líður.
Fjáraustur ríkisstjórnarinnar
í þarft og óþarft á undanförn-
um árum bitnar nú strax og
kreppir að, hart á öllum lands-
lýð, svo hart, að augu alþjóðar
hljóta að opnast nú á næstunni
fyrir því, hve gjörsneiddir þeir
menn, sem með fjármálin hafa
íarið undanfarið, hafa verið
öllu því, sem gætni má kalla í
f jármálum.
Sorglegt er til þess að vita, að
bændurnir, sem lengst af hefir
mátt segja með sanni um, að
væri gætnari hluti þjóðarinnar,
einmitt þeir, eða óhætt að segja
mikill hluti þeirra, hefir gjört
sig sekan í að styðja með fylgi
sínu slíka óhappa stjórn, sem
hjer er um að ræða, og sem eng
in líkindi eru til að fái ráðið
fram úr þeim vanda, er hún
hefir steypt ríki og þjóð í.
Jeg efast ekki um, að heilla-
vænlegra hefði það verið þjóð-
inni í heild, að eiga nú eitthvað
af miljónum góðu áranna síð-
ustu, óeytt (sem sóað hefir ver-
ið í ráðleysi og heimildarleysi)
til þess að styrkja t. d. bænd-
ur með til fóðurbætiskaupa á
komandi hausti, heldur en eiga
nú (auðvitað í skuld) dýra
skóla, sem kastað hefir verið í
tugum og hundruðum þúsunda
króna í algerðu heimildarleysi,
skóla, sem ef til vill á næstu ár-
m standa tómir sakir fjárhags
legs getuleysis einstaklinganna,
er standa þrautpýndir undir
sköttum og álögum þeim, er
ríkisstjórnin hefir lagt þeim á
herðar með hneykslanlegri bruðl-
un á almanna fje.
Eða myndi máske ekki mörg-
um bóndanum, sem í haust er
neyddur til að stórskerða bú-
stofninn, koma betur nú að fá
með góðum kjörum, fyrir til-
verknað ríkisstjórnarinnar, einn
eður fleiri poka af fóðurbæti,
heldur en fá (um sláttinn) gef-
in pólitískt blekkingarit, er gef-
ið hefir verið út fyrir hnuplað
f je úr ríkissjóði, sem nemur tug-
um þús. króna?
Vei þeim er hneykslunum veld
j ur og ekki kunna að skamm-
ast sín.
Vigur, 25. sept. 1931.
Bjarni Sigurðsson.
Til Strandarkirkju frá ónefndri
lconu í Vestmannaeyjum 25 kr.
S. 100 kr.
Briefpapier
é'tin /Casa li:
ofyeil-averstun Cpatc/ar: C^rMaGona:.
Mjúlkuröú Flúamanna
selur nýmjolk, rjóma, skyr.
Týsgötu 1. Sími 1287.
Vesturgötn 17. Sími 864.
Karlmannaskúr
táhettulausir, mjúkir, og
þykkir, sterkir vetrarskór
og stígvjel.
Skóhúð Reykjaviknr.
Fvrirlestur
heldur Finnbogi Kr. Larsen í
Yarðarhúsinu, þriðjudaginn næst-
komandi kl. 9y2 síðdeg-is, um sið-
fræði. Aðgöngumiðar seklir í Bóka-
verslun Sigfúsar Eymundssonar
á 1 krónu.
„Brnarlosstc
fer á þriðjudagskvöld klukkan 8,
vestur og noður um land til Ham-
borgar og Kaupmannahafnar.
Vörur afhendist fyrir hádegi á
þriðjudag og farseðlar óskast
sóttir.
Allar viðgerðir á grammófónum
bestar og ódýrastar í reikhjóla-
verkstæðinu
„Balflur"
(Bak við Klöpp).
Laugavegi 28.
Nýslátrsð
oialdakjðt
höfnm við á morgnn.
Kjötbnð
Slátnrflelagsins.
Týsgötu 1.
Sími 1685.