Morgunblaðið - 17.12.1931, Síða 1

Morgunblaðið - 17.12.1931, Síða 1
Deficious heimsins bestu epli. Af ávöxtunum skiduð þjer þekkja þá Nú er kominn sá timi er bæjarbúar alment fara að búa sig undir jólahátíðina, og jafn- framt vaknar fyrir þeim, og þá sjerstaklega húsmæðrum, sú spurn- ing, hvert best verði að snúa sjer með jóla-innkaupin. í þetta sinn er líka sjerstök ástæða til þess, að athuga það spursmál vel, vegna þeirra tíma, sem nú eru. Það er kann ske ótrúlegt, en samt er það satt, að þrátt fyrir slæma aðstöðu í seinni tíð, að ná í jólavarning, erum við nú næst- um því jafn-vel bygir af vörum eins og nokkru sinni áður, veldur því fyrirhyggja okkar í því, að festa kaup á flestum jólavarningi að haustinu til. Þar af leiðandi getum við boðið bæjarbúum því sem ruest allar okkar vörur með gamla, lága verðinu. Sjerstaklega megum við prísa forsjónina að þessu sinni, þar sem, eins og allir vita, sterkar hömlur hafa verið lagðar á inn- flutning, og að mikil verðhækkun hefir átt sjer stað utanlands upp á síðkastið. Við munum nú, sem endrarnær, gera alt, sem í okkar valdi stendur, til þess að jóla-afgreiðslan geti farið sem best úr hendi. I öllum viðskiftum eru húsmæður þessa bæjar okkar hæsti- réttur; þeirra dómi verðum við að hlíta; þeirra dóm höfum við fengið; þann dóm erum við ánægðir með. Jóla-ávextir. í þetta sinn bjóðum við háttvirtum við- skiftavinum okkar aðallega þrjár tegundir af ávöxtum, Epli, Appelsínur og Banana og eitthvað af Vínberjum. Við hefðum gjarnan kosið að geta haft ýmislegt annað gott og fallegt, en innflutningshöftin hafa hamlað því, en birgðir okkar af þessum tegundum eru svo miklar að allir ættu að geta fengið nægju sína. Aðalstræti 10. Sími 2190. Laugaveg 43. Sími 1298. Vesturgötu 48. Sími 1916. Delicious-epH. Eftir reynslu okkar undanfarin ár, höf- um við afráðið að hafa nær eingöngu Deli- cious Epli, þar sem þau hafa ávalt reynst best, gómsæt, líkust Perum, mjúk, og þola best geymslu. Kaupið þau eingöngu! Jaffa-appelsinur. Fyrsta sendingin af þeim er nýkomin. í fyrstu virtist okkur þær vera nokkuð gular útlits, og væru ef til vill súrar, en það er ekki, þær eru afbragðsgóðar, óskemdar og bragðmiklar. Jaffa eru alt af bestar. Ðananar. komu núna með Lyra. Oft hefir staðið þann- ig á ferðum frá Noregi, að engir Bananar hafa verið um jólin. I þetta sinn hefir ferðin fallið svo vel, að allir ættu að geta haft nýja og góða Banana á jólaborðinu. Vínber. Það sem til er af þeim, er mjög gott. Það er blátt áfram ekki hægt að halda jól, án þess að hafa ávexti, en þeir verða að vera góðir. Þeir ættu að vera frá okkur. Svona Dvottavlel, er einhver sá ágætasti hlutur sem húsmóðirin ---- getur átt. ----- Gefðu konunni hana í Jólagjöf. iirfkur Hiartarson, Raftækjaverslun. Sími 1690. Orðsending til Hvftbekkinga. Samkvæmt samþykt aðalfundar Nemendasambands Hvítárbakka- skóla, Ijet stjórn þess brenna brjefafarg úr borðþykkum leir, tál minningar um 25 ára starfsemi skólans. Allir Hvítbekkingar, sem hafa pantað brjefafarg, og aðrir, sem vilja kaupa þau, eru vinsam- 3ega beðnir að vitja þeirra í Hljóðfæraverslun Helga Hallgrímssonar, 'helst eigi síðar en 20. þessa mánaðar, svo að unt verði að lúka greiðslu brenslukostnaðar. Brjefafargjð kostar kr. 8.00. ísafirði, 15. desember 1931. LÉSvIk Gnðmnndsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.