Morgunblaðið - 17.12.1931, Blaðsíða 3
3
iiimimmiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiinniiiiiig
JfllotgimMafóft
5 Öt*ef.: H.f. Arvakur, RejrkJarlk. |j
RltetJ'irar: Jðn Kjartanaaon.
Valtýr 'jtefá.naeon.
RJtetjðm og afftrelSala:
Aueturetrœtl 8. — Slaal 500. =
Auglýalngaatjðrl: B. HafberK.
AuKlýalngaskrlfatofa:
Austurstrœtl 17. — Slssl 700. E5
Helsaastmar: =
Jön KJartansson nr. 742.
Valtýr Stefánsson nr. 1220. =
H. Hafberg nr. 770.
Áskrlftagjald: =
Innanlands kr. 2.00 á mánuBl. =
Rtanlands kr. 2.60 á soánuOl. g
= 1 lausasHlu 10 aura elntaklS.
20 ura meO Leabök. =
luniniininniinHnnnininniniunnninninnnininHinnri
Bankar hcetta
útborgunum.
Oslo, 15. des.
„Den norske Kreditbank“, liluta
f je 33 milj. kr. og „Bergens Privat-
bank' ‘, hlutafje 30 rnilj. kr., stöðva
útborganir í dag.
Báðir bankarnir hafa fengið
þriggja mánaða skuldagreiðslu-
frest, samkvæmt bankagjaldþrots-
logunum.
Likur eru taldar til að ,,Den
norske kreditbank“ hafj nægilegt
fjérmagn til þess að hakla áfram
viðskiftum á öruggum grundvelli,
<en hins vegar er búist við, að
„Bergens privatbank“ muni af-
skrifa, núverandi hlutafje og reyna
að afla sjer nýs hlutafjár.
Norska aðalkonsúlatið. í Reykja-
vík hefir tilkynt PB. eftirfarandi,
samkvæmt simskeyti dagsettu 15.
jan. þ. á. frá utanríkismálaráðu-
neytinu í Oslo:
„Stöðvun „Den norske Credit-
bank“ og Bergens Privatbank“ á
greiðslum er liófst í gær, er ekki
venjvileg. greiðslustöðvun, en þessir
bankar hafa sótt um og fengið
þriggja mánaða greiðslufrest sam-
kvæmt norsku bankalögunum. —
dreiðslufresturinn var nauðsynleg-
ur til að koina í veg fyrir úttekt
á innstæðufje á méðan bankarnir
æru að undirbúa ráðstafanir til
J>ess að bankarnir geti haldið á-
fram að starfa á öruggum grund-
velli, en góðar horfur eru á því,
að það takist. Meginorsök til erf-
iðleika beggja bankanna má rekja
beint til álþjóðakreppunnar. Báðir
bankarnir halda áfram viðskiftum
við sín gömlu sambönd í meginat-
riðum með sama hætti og áður, og
var í dag g'éfin út bráðabirgðatil-
skipun um forkaupsrjett, að því
er snertir iniistæður og skuldbind-
ingar, sem fram koma við fram-
haldsrekstur bankans. Á hluta-
brjefakauphöllinni var frestað skrá
setningu á hlutabrjefum þessara
banka, en viðskifti fóru fram ró-
lega og engin veruleg breyting
varð á gangverði hlutabrjefa.
I loftskeytafregnum frá stöðinni
í Stavanger er sagt, að engrar ó-
kyrðar hafi orðið vart meðal kaup
sýslumanna eða almennings út af
greiðslustöðvun „Den norske
Creditbank“ og „Bergens Brivat-
bank“. Bnn fremur að Hönefoss og
Oplands Privatbank hafi stöðvað
útborganir, en að öðru leyti sje
engin ástæða til ótta vegna þess-
ara viðburða. Formaður „Den
norske bankforening’s“ befir til-
kynt, að viðskifti ihafi í dag farið
fiam yfirleitt mjög rólega. Bank-
arnir hafi yfirleitt engar takmark-
anir gert á útborgunum.
r
Rfengismálin.
Huencer hcetta leiðtogar stjórn-
málaflokkanna að hrcesna í
bannmálinu?
Pátt skaðar meir beilbrigt stjórn
málalíf í voru landi en það, hve
umræður um landsmál vilja oft
verða persónulegar. Þessa gætir
— því miður — að meira eða
minna leyti við flest mál, sem
verulegum ágreiningí valda milli
flokkanna eða stjórnmálablaðanna.
Ágætt dæmi þessamr spillingar
í stjórnmálalífi voru eru umræður
um áfengismálið eða bannmálið.
Þeir stjórnmálaflokkar eru til
hjer, sem láta heita svo, sem þeir
hafi banmnálið á stefnúskrá sinni
(Alþyðuflokkurinn, Kommúnistar
og sennilega Framsókn). Sjálf-
stæðisflokkurinn hefir ekki viljað
ganga eins langt og hinir flokk-
arnir í þessu efni; hann hefir látið
sjer nægja yfirlýsingu um stuðn-
ing við bindindisstarfsemina í
•landinu.
1 raun og yeru er það hlægilegt,
að nokkur stjórnmálaflokkur hjer
á landi skuli flagga með bann-
málinu, eins og því máli er háttað.
vAllir vita, að hjer er ekki lengur
neitt áfengisbann, þar sem sjálft
ríkið flytur árilega inn áféngi fyr-
ir hundruð þúsunda og selur í
landinu sjálfu fyrir miljónir króna.
Fndanþága sú, sem gerð var
með Spánarsamningunum 1922,
feldi bannlögin úr gildi. Síðan
hafa engin bannlög verið til i
landinu. Þetta vita allir. Þetta vita
einnig þeir stjórnmálaflokkar, sem
telja sig hafa bannmálið á stefnu-
skrá sinni. Þeir berjast ekki fyrir
afnámi Spánarsamninganna, enda
vafalaust öllum ljóst, að þar verð-
uí engu um þokað, eins og ástatt
er Iijá okkar fiskframleiðslu og
verslun.
Bannmálið getur því ekki verið
flokksmál lenguv. En í ötlluim
stjórnmálaflokkum eru menn,
sem eru eindregnir ög ákvéðnir
bindindismenn, sem vilja leggja alt
í sölurnar til þess að draga úr
áfengisbölinu.
Sennilega eru flestir hugsandi
menn í landinu sammála um það,
að áfengislög þau, sem nú gilda,
nái ekki tilgangi sínum.
Lög þessi hafa verið gerð strang
lari en flest önnur lög. Sjerstakar
V
ráðstafamr hafa verið gerðar til
1>ess að framfylgja áfengislögun-
um, og varið til þess miklu fje úr
'iíkissjóði.
En hver verður niðurstaðan?
Lögreglustjórinn í Reykjavík
hefir besta aðstöðu til að dæma
um árangur þann, sem orðið hefir
af áfengislöggjöfinni. Hann iljet
svo um mælt á bæjarstjórnarfundi
í septembermánuði síðast liðnum,
að þrátt fyrir liinar margvíslegu
tilraunir, sem gerðar hafa verið
með bannið, til þess að útrýma
víhnautninni, væri reynsla sín sú,
að allar bannráðstafanir hjer á
landi væru orðnar hlægilegatr og
til einskis gagns.
Þetta voru orð þess manns, sem
mesta hefir reynslu í þessum mál-
um. Ekki er minsti vafi á, að lög-
reglustjðrinn hefir lijer sagt sann-
leikann, þótt sumum finnist hann
Atviiuiuleysið í Englandi
London. 15. des.
United Press. PB.
Tala atv.innuleysingja í landinu
þ. 7. þ. m. 2.627.342. Aukning frá
því í viktuini á undan 5.297.
Stjórnarmyndun á Spáni.
e.t.v. beiskur.
Lögreglustjórinn í Reykjavík
gæti vafalaust sagt margt fieira
um áhrif áfengislaganna á borg-
arana í landinu. Enginn þekkir
betur en hann þá reginspillingu,
sem þróast í skjóli þessara ströngu
laga. Hann veit það, betur en
nokkur annar, hve siðspillandi er
að hafa lög i landi, sem hrotin
eru svo að segja daglega, en að
eins örfá brot komast upp.
Vafalaust er það einnig rjett,
sém Einar E. Kvaran sagði ný-
lega í grein hjer í hlaðinu, að
stór mikill meiri hluti allra upp-
kominna karlmanna í' landinu —
og margt kvenfölk líka — liefir
brotlð áfengislögin á einhvern
hátt. Þetta veit allur landslýður.
En að búa við slík lög, hlýtur
að hafa siðspillandi áhrif á þjóð-
ina; það „eitrar hugsunarhátt“
hennar, eins og Hannes Hafstein
komst að orði á Alþingi, þegar
bannlögin voru sett.
En ef sú Skoðun er að verða
ríkjandi meðal hugsandi manna i
landinu, að eigi sje lengur
unandi við ástandið eins og það
er, hví er þá verið að halda«dauða-
haldi í þetta ástand? Hvi eru
bannlögin eða áfengislögin ekki
afnumin og reynt að finna aðrar
leiðir til þess að draga úr vínnautn
inni ?
Heilbrigð lausn á þessu máli
hefir ihingað til strandað á hræsni
margra lrinna leiðandi stjórnmála-
manna. Þessir rnenn hafa tálið það
pólitískan ávinning fyrir sig, að
látast vera fylgjendur banns, þótt
þeir sjálfir viti sig' marg-brotlega
'við þau lög, sem þeir liafa verið
með í að setja. Og margir ein-
lægir templarar hafa litið svo á,
að þeir einir væri sannir vinir
bindindismálsins, sem hæst hafa
um það galað, í blöðum og á
gatnamótum.
| Sennilega eru margir í hóp
temþlara þeirrar skoðunar nú orð-
ið, að gera verði einhverja breyt-
ingu á því ástandi, sem nú ríkir.
Hitt ér skiljanlegt, að þeir sjeu
í vafa um, hvað best sje að gera.
| Ekki er ósennilegt að sá tími
nálgist óðum, að eittlivað verði
að gera til þess að bjarga þjóð-
iiini úr þeirri' spillingu, sem hún
nú er sókkin í, vegna siðspillandi
áhrifa frá áfengislögunum. En til
þess að þar verði eitthvað til bóta
gert, þurfa stjórnmálamenirimir
að leggja niður þann hræsnishjúp,
seni þeir liafa hingað til borið í
þessu máli. Þeir verða að horf-
ast beint í augu við veruleikann.
Þeir verða að finna ráð til þess
að ala upp þjóðina, skapa al-
menningsálit gegn misnotkun á-
fengis. Þáð gera þeir áreiðanlega
best með öflugum stuðningi við
bindindisstarfsemina og lieilbrigðri
löggjöf um meðferð áfengis. Hitt
er nægilega sýnt orðið, að nú-
gildandi áfengislög vinna á engan
liátt gagn heilbrigðri bindindis-
siarfsenii í landinu — heldur ihið
gagnstæða.
, Madrid, 1. des.
United Press. PB.
Azana liefir lokið stjórnarmynd-
.un. Hann er sjálfur forsætis- og
hermálaráðherra. Ealueta utanrík-
ismálaráðherra, Albornoz dóms-
málaráðheri'a og Carner fjármála-
ráðherra. — Eamora hefir fallist
á skipun stjórnarinnar.
Fallnir verklýðsmenn verða í
kjöri aftur.
London í des.
TTnited Press. PB.
Verkalýðsflokkurinn breski hef-
iir ákveðið að hafa þá flokksleið-
toga, sem fjellu í kosningunum í
haust, í kjöri þegar aukaþing-
kosningar fara fram í kjördæmum,
sem líkur eru til að verkamenn
•geti unnið. Meðal frambjóðenda
af hálfu verkalýðsflokksins í auka-
jeosningum þeim, sem að líkindum
ýfara fram á næstu mánuðum, verða
þeir Arthur Henderson, J. R. Cly-
nes og William Graham.
Gengi sterlingspunds.
London, 15. des.
United Press. PB.
Gengi sterlingspunds, er við-
skifti hófust, 3.47% miðað við
dollar, en 3.44%, er viðskiftum
lauk.
New York: Gengi sterlingspunds
$ 3.44—3.45%.
Tll Jóseps Húnfjðrð
Þyngjast brár en þrútnar kinn,
þessu tárin valda.
Kljúfðu í sárum svanurinn,
sorgarbárufalda.
Mænir ávalt minning hlý
múrvegg háan yfir.
Dveldur hjá þjer’heimi í
hún, sem dáin lifir.
Glæddu yrkisefni fín,
engum kyrking vanur,
þó hrynji virkin vona þín,
vængjastyrki svanur.
Gísli Olafsson
frá Eiríksstöðum.
Smaband íslenskra leikara. 14
maí 1931 (flutningsdaginn) gerðist
sá merkisatburður í sögu leiklistar
innar, að ísl. leikarar stofnuðu með
sjer fjelagsskap, sem þeir nefna
„Samband ísl. leikara“. Markmið
fjelagsins er að efla samtök og
samlyndi innan stjettarinnar í öllu
því er snertir starf þeirra, bæði
á leiksviði, við útvarp og skemtan
ir Á fjelagsfundum fá meðlimir
tækifæri til að ræða áhugamál
stjettarinnar og auk þess verða
haldnir nokkrir skemtifundir ár
lcga. Fjelagið mun reyna að koma
sjér upp bókasafni, þar sem fje-
lagsmenn hafa tækifæri til að
kynnast leikritum. bókum og tíma-
Llsa og Pétur
erfallegt æfintíri
og tiivalin jölglöf
jafnt fyrir telpur
og dtengi.
lólagiaiir.
Hvenveski
stærsta úrval.
Gott verð.
SEÐMVESKI
og BUDDUR.
Fleiri hundruðum úr að
velja.
Ferðaáhöld alls konar
fyrir karla og konur.
PERLUFESTI.
Parísar tíska.
Tækifærisverð.
Leðnrvörndeild
Hljóðfærabdsins
(Brauns-verelun),
ÚTBÚIÐ
Laugaveg 38.
Bestu
jólakökurnar hafa
ætíð verið bakað-
ar úr efnum frá
oLiöorpoo^
ritum, er fjalla um alt það er við-
víkur leiklist. Sjóði mun fjelagið
ma npp til að styrkja meðthmi
sína til náms og í veikindum. En
ti1 þess hefir fjelagið í hyggju að
halda mjög fjölbreytta og vand-
aða kvöldskemtun í febrúarmánuði
næstkomandi og óvenjulegt tæki-
færi til þess að lyfta sjer upp á
þessum krepputímnm. þegar þess
er gætt að hvert einasta viðvik,
sem unnið er við skemtunina, er
unnið af leikurum bæjarins. Stjórn
fjelagsins skipa: Prú Marta Kal-
man form., Har. Á. Sigurðsson,
gjaldkeri, Reinh. Riöhter, ritari.
Hjálpræðisherinn ihefir gefið út
tvö stór jólablöð. Er annað þeirra,
Herópið, í litprentaðri kápu, sem
prentuð hefir verið með þremur
litum í Isafoldarprentsmiðju, eu
myndina hefir Tryggvi Magnússon
gert.
Kristileg samkoma í Njálsgötu
1 kl. 8 í kvöld. Allir velkomnir.