Morgunblaðið - 22.12.1931, Blaðsíða 3
MORtiUNIfLAmf*
tiimiiiniiiiMininimiiiiiii!!iiiiiiiii!iii!iiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiui|
H Öt*ef.: H.f. Áryakur, Reykjaytk. =
= Rimj'ir&i : J6n KJartan»»on.
Valtýr ‘Jtefknason.
= KJt»tjúm og afgrelCala:
Auaturatrœtl 8. — Slml 100. =
Auelý»lngastjörl: B. Hafberg.
*.UBlý«lnga»krlf8tofa:
Auaturstræti 17. — Staal 700. s
Helaaalmar:
Jön Kjartamaon nr. 748.
Valtýr Stefánsaon nr. 1810. =
B. Hafberg nr. 770.
: Aaknftagjald:
Innanlanda kr. 8.00 & mánuOL =
Dtanlands kr. 8.50 á mánutsl. =
| 1 lausaaölu 10 aura eintaklB.
20 ura meO Liesbök. =
luuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiim
Frjettabrjef
úr Vestur-lsafjarðarsýslu.
12. desember.
(Frá frjettaritara FB.)
Frjettir hjeðan eru fáar. Tíð-
in óstöðug, en gott til jarðar
það sem af er vetrinum. Dauft
■er nú yfir atvinnulífi hjer og
litlar vonir um að einhleypir
menn hjeðan komist á vertíð í
vetur.
Línuveiðaskipið ,,Fróði“, eign
Þorsteins Eyfirðings, verður
gert hjeðan út í vetur með á-
höfn úr Dýrafirði. Flytur Þor-
steinn Eyfirðingur búferlum
hingað í vor og mun hann og
skipið eiga heimili á Þingeyri.
Skipshöfnin er ráðin fyrir hluti
og hefir Þorsteinn samið við
verklýðsfjelagið á Þingeyri, sem
hefir fallist á að vera ekki á
móti því fyrirkomulagi, sem á-
kveðið hefir verið. Þykir það
góðs viti, að verkamenn skilja
nauðsynina á friðsamlegri starf
semi slíks fyrirtækis á þessum
krepputímum, enda er útgerð
þessi áformuð á svo heppileg-
nm grundvelli, að allir mega vel
við una.
Hjer í firðinum ber all-mikið
■á blindu í sauðf je og verða sum-
ir bændur að ala megnið af fje
sínu inni þess vegna, ])ó jörð
Sje auð. Er kvilli ]>essi sjaldgæf
air hjer, en hefir þó ]>ekst áður.
Dæmi eru þess, að kindur hafi
gengið í sjóinn og drukknað.
Kreppan.
Ummæli tveggja nafnkunnra
hagspekinga urn gengið og
heimskreppuna.
John Rockefeller,
■oHukóngurinn er nú 92 ára að
raldri, en þrátt fyrir ])að fer hann
•enn langferðir, og er það siður
’hans að fara á hverju hausti til
Suðurríkjanna í Bandaríkjum og
•dvelja þar vetrarlangt. .Hjer á.
myndinni sjest gamli maðurinn á
Pennsylvaníu járnbrautarstöðinni,
,-ásanit syni sínum John D. Roeke
feller og stöðvarstjóranum.
í erindi, sem hinn nafnkunni
sænski hagspekingur, prófessor
Kassel, flutti í klúbb Norður-
iandabúa 19. f. m. í Genúa, að
viðstöddum fjármálasjerfræðing-
tim Þjóðabandalagsins, hjelt
hann því fram, að unt hefði ver-
ið að reisa rönd við kreppunni,
og gengishruninu, ef aðalbank-
arnir hefðu tekið nógu snemma
í taumana og neytt afls þess,
sem þeim væri ljeð. Það hefði
verið ófyrirgefanlegt glappa-
skot, er Þjóðverjar síðastliðið
sumar voru hvattir til að
taka upp eftirlit með gengi
og fjárgreiðslum. Öll ríki hefðu
farið að dæmi þeirra, og niður-
staðan hefði orðið sú, að versl-
unin hefði gengið saman, og
menn væri farnir að stinga sam-
an nefjum um, að heimsverslun-
in kynni að líða undir lok. Kas-
sel fetti meðal annars mjög fing-
ur út í sjertoll Frakka á vörum,
sem kæmi frá löndum, er hefðu
orðið fyrir gengishruni.
Kórvilla Englendinga væri
ekki, að þeir hefðu gert pundið
óinnleysanleg-t, heldur hitt, að
þeim hefði láðst að skýra mönn-
um frá gildi hins nýja punds. —
Það hefði komið viðskiftum
manna á glundroða og ringulreið.
Eina ráðið til þess að komast
úr þessum ógöngum væri, að
lönd með óinnleysanlegum seðl-
um, meðal þeirra Norðurlönd og
England, ynnu í sameiningu að
]>ví, að taka upp nýtt og fast
(stóðugt) brjefpeningagengi.
I Kaupmannahöfn, og við há-
skólann í Lundi, hefir frægur
enskur hagfræðingur, T. E. Gre-
gory að nafni, flutt nokkur er-
indi um f járhagsástand Breta og
heimskröppuna og „um gull-
gengi“ (The present position of
the Gold Standard). I viðtali við
danska og sænska blaðamenn hef
ir Gregory látið þess getið, að
hann sje ákveðinn fylgismaður
frjálsrar verslunar, og eigi því
ekki samleið með meiri hluta
breskra kjósenda, er virðist
sneigjast að tollverndun. En þó
muni þjóðin í heild sinni vera
lítt fylgjandi tolli á ma^vælum
Hins vegar megi búast við, að
tollur verði lagður á járn- og
stálvörur, vjelar og ef til vill á
varning, unninn úr ull. En búast
megi við, að þessir tollar sæti
>ar í landi öflugri mótspyrnu
og geti dregið illan dilk á eftir
sjer (tollastyrjöld?)
Um gullgengið fórust honum
svo orð, að Bretar mundu, áður
en langt um liði, hverfa aftur að
gullgengi. Allir fjármálamenn
befðu mikla óbeit á óinnleysan
legum brjefpeningum, og öll við
leitni þeirra hnigi að því, að fá
aftur gullgengi. Stóriðjuhöldarn
ir sættu sig að vísu mjög vel við
brjefpeningana, ... en þegar þar
að kæmi, að gengið skyldi ákveð
ið, mundu f jármálamennirnir
sennilega ráða málinu til lykta
Þó mundi vart koma til mála, að
pundið fengi sitt forna gul
gengi móts við dollar, en komið
gæti til greina, að 4 dollarar yrðu
í pundinu.
Hann kvað miklum erfiðleik-
um bundið, að segja fyrir hvað
ókomai tíminn bæri í skauti
s,ter. Nú væru margar blikur í
ofti, en það mundi fara að
rofa til, þegar liði fram á sum-
ar næsta ár. Þá yrði afvopnun-
arráðstefnan um garð gengin,
Hoovers-gjaldfresturinn útrunnn
inn, og loks yrði niðurstaðan af
bollaleggingum Frakka og Þjóð-
erja þá orðin mönnum heyrin
'umn.
Þegar Gregory var spurður,
íver væri, að dómi hans, aðal-
ástæðan til kreppunnar, kvað
hann hana að miklu leyti eiga
rót sína að rekja til hræðslu og
óðagots almennings. Hann hefði
ekki áræði til að kaupa, en af
>ví leiddi, að vöruverð fjelli nið-
ur úr öllu valdi, og af þessu verð
falli væri það svo sprottið, að
menn yrðu enn felmtraðri og
frestuðu kaupunum af einberu of
boði og kvíða yfir því, hvað tæki
ið. Menn mundu ná sjer aftur
og fara að treysta framtíðar-
horfunum, þegar hin miklu
vandamál, sem lömuðu nú meira
og minna bjargráð allra þjóða,
væri til lykta leidd.
Hann sagði, að menn legði,
einkum á Norðurlöndum, of mik-
io upp úr hættu þeirri, er staf-
aði af samkepni Rússa og komm-
únisma þeirra. Ef að auðvaldið
og auðvaldsstefnan (kapitalism-
inn), lyti í lægra haldi, þá væri
>að engan veginn af því sprott-
ið, að kommúnisminn yrði sig-
rsælli í viðskiftum þeirra, held-
ur eingöngu af því, að auðvaldið
lefði gert mikil axarsköft og
ekki haft getu eða mátt, til að
ráða fram úr sínum eigin við-
fangsmálum.
Senior.
&
DagbóÞ.
Veðrið í gærkv. kl. 5. Storm-
sveipur yfir Grænlandslxafi á
hreyfingu norður eftir. Hjer á
andi er aistaðar S eða SSV-
stormur eða rok (9—10 vindstig)
Sunnanlands og vestan hefir verið
stórrigning í dag og 8-^ÍL stiga
hiti. I Reykjavík hefir rignt 16
mm., í Stykkishólmi 20 o. s. frv.
Hinsvegar liefir verið þurt eða
rígningarlítið á Norður og Aust-
urlandi. Hiti er þar víða 10—11
stig og á Hraunum í Fljótum var
hitinn talinn 14 stig.
V Grænlandi er hinsvegar all
hvast á N og frostið 16 stig í
Júlíanehaab á Suðurgrænlandi.
Að líkindum kemur enn em
lægðin sunnan að áður en N-áttin
nær hingað til lands.
Veðurútlit í Reykjavík í dag
S eða SA-hvassviðri og rigning
fyrst- en síðan V eða NV-átt.
Afmæli. Gísli Jónasson kennari
Grettisgötu 53 A, á fertugsafmæli
í dag.
Skipafrjettir. Goðafoss kom til
Hull 19. þ. mán. og fer þaðan
dag. — Brúarfoss fór frá Fá-
skrúðsfirði 18. þ. m. og mun hafa
komið til Noregs í gær. — Detti
foss kom til Vestmannaeyja í gær
og var væntanlegur hingað í nótt
— Lagarfoss er á leið til Noregs
og Kaupmannahafnar. — Selfoss
fór frá Tálknafirði í gærmorgun
áleiðis hingað. Fer hjeðan bráð'
lega til Glasgow. — Gullfoss
liggur hjer enn, en fer 2. jóladag
að kvöldi áleiðis til Leith og Kaup
manuahafnar.
Bettifoss á að fara lijeðan um
jólin til Isafjarðar, Siglufjarðar
og Akureyrar og þaðan beint. til
Hamborgar.
Kjördæmamálið. Milliþinganefnd-
in hefir ekki enn getað komið sjer
saman í kjördæmamálinu. Þess
ar nýlega getið hjer í blaðinu,
Sjálfstæðismenn hefðu lagt
fram úrslitatillögur í málinu af
sinni hálfu. Síðan hafa nokkurir
fundir verið haldnir í nefndinni,
en endanleg ákvörðun ekki tekin.
Næst heldur nefndin fund þriðju-
daginn milli jóla og nýárs.
Heillaskeyti með jóla og nýárs-
óskum, er hægt að senda til allra
anda í Evrópu fyrir hálft gjald.
Tólaskeytin þurfa að vera komin
stöðina hjer eigi síðan en á Þor-
lák.smessu (sjá augl. frá Lands-
símanum).
Útvarpið í dag: 10,15 Veður-
fregnir. 16,10 Veðurfregnir. 19,05
Þýska, 2. fl. 19,30 Veðurfregnir.
19,35 Enska, 2 fl. 20,00 Klukku-
sláttur. Erindi: Skólaþættir VIII.
(Síra Ólafur Ólafsson). 20,30
Frjettir. 21.05 Grammófónhljóm-
leikar. Sígurður Skagfield syngur:
Tonerne, eftir Sjöberg: Ay, ay, ay
eftir Freire. Buldi við brestur,
eftir Helga Helgason. Já, láttu
gamminn geisa fram, eftir Arna
Thorsteinsson og Þú nafnkunna
mdið, eftir AVey.se. 21.15 Upplest-
ur. (Guðmundur Friðjónsson).
1,35 Grammófón liljómleikar.
Cello-sónata, eftir Grieg.
Herferðinni gegn heimabrugg-
urunum sem hafin var um daginn
með þeim árangri að gerð var
npptæk verksmiðja bóndans á
Laugabóli j Mosfellsdal, liefir nvi
erið haldið áfram (átti að leita
6 bæjum eins og áður er sagt)
og fundust bruggunaxáhöld og eitt
hvað af bruggi í Miðdal í Kjós
og í Norðurkoti á KjaTarnesi. ■—
Sýnir þetta livað heimabrugguiiin
er orðín algeng' hjer á landi. Er
)að og mál kunnugra manna, að
æri vel leitað í summn hreppum,
mundi koma í ljós að' heima-
brhggun væri á öðrum hverjum
bæ. Bruggunaraldan fer nú yfir
landið eins og t’araldur — og er
eitt af liinum glæsilegu afleiðing-
iim bannlaganná.
íþróttakvikmyndimar, sem í. S.
fekk frá Noregi, voru sýndar
seinasta sinn í gærkvöldi í Nýja
Bíó, því að þær eiga að sendast
út með Gullfossi á annan í jól-
um. Sýningin var ágætlega sótt,
og er vonandi að í. S: f. reyni
að ná í fleiri íþróttamyndir til
þess að sýna binni uppvaxandi
xþróttakynslóð bæjarins, því að
myndir þessar eru ágætar kenslu-
myndir og sýna mönnum vel hvað
íþróttamenn erlendis eru langt
komnir og við hvað er að keppa.
Kvikmyndir þessar hafa^ verið
sýndar víða um land (ísafirði,
Siglufirði, Akureyri, Vestmanna-
eyjum, Keflavík, Hafnarfirði, og
Borgarfirði.)
Silfurbrúðkaup eiga í dag, 22.
desember, frú Margrjet ísaksdóttir
og Pjetur Pálsson rithöfundur,
Grettisgötu 56A, Reykjavík.
Mötuneyti vetrarbjálpar safnað
anna. Daglega hefir borist tals-
vert af fatnaði, og er hjermeð
öllum hinum mörgn gefendum
þakkaður stuðningur þeirra. Hafa
fatagjafirnar, þegar komið mörg-
um heimilum að liði. Vonandi
munu margir vera enn til, sem
hafa eitthvað af fötum, eða öðru,
sem þeir vilja gefa til starfsins.
Þegar eru komnar nokkurar pen-
ingagjafir. Bestu þakkir!
Reykjavík 21. des. 1931.
Gísli Sigurbjörnsson.
i ifilmnstlflR:
Dilkalæri
Grísakjöt.
Nautabuff.
Hangikjöt, afbraðsgott og
Saltkjötið góða.
Munið að gera kaupin í
Hjöt &
Fiskmetisgerðinni.
Grettisgötu 64.
Sími 1467.
Kanpið
einungis innlendar sælgætis-
vörwr til jólanna.
BLÖNDAHLS
Kokosstengnr
eru uppáhalds sælgæti fidl-
orðinna og barna. Mjög
hentugt sælgæti á jólatt jc,
]>ar eð hver stöng er inn-
pökkuð í „Cellopan“-
pappír.
Súkkulaði
Karamellur
viðurkenna allir að sje bæj-
arins besta sælgæti.
Brjóstsykur
sjerstaklega vel blandaður
í Vz kíló dósum.
Magnús Th. S. Blöndahl h.f.
Húsmæður!
Gleymið ■ nú ekki að kaupa
til jólanna.
Álfadrotningarkökupakkanc
]>eir eru svo handhægir ao
grípa til, og fljótlegt að baka
úr ' þeim, þar sem hvorki
þarf sýkur, gerduft eða bök-
unardropa. Hver pakki inni-
heldur 20 pappírsöskjur, á-
samt súkkati til þess að
skreyta þær með.
Leiðarvísir á íslensku er
prentaður á hvern pakka.
Kaupmenn!
í dag fáúm við með Detti-
foss nýjar birgðir.
Magnús Th. S. Blöndahl h.f.
Hjónaband. Síðasta langardag
voru gefin saman af stra Friðrik
llallgrímssyni, ungfrxí Guðrún
Þórðardóttir og Einar Á. Scheving.
í síðasta blaði hefir misprent-
ast i jarðarfararauglýsingu, náfn
Sur,nefu Bjamadóttur frá Tutfgu-
felli.