Morgunblaðið - 10.01.1932, Blaðsíða 7
M 0 R G C 'J BLAÐIÐ
7
Til kaupenda
íifigrjettu.
Lögrjetta kemur iit sem tímarit
nú frá áramótunum, verður stærsta
timarit landsins og reynt að vanda
til þess sem best má verða. Fyrsta
hefti kemur út um næ&tu mán-
-aðamót. Yerð sama og áður.
Þorst. Gíslason.
að raska rjettu hlutfalli milli
fíokka í þinginu.
Kröfunni um.jafnan rjett kjós-
enda til áhrifa á þingkosning-
una, hvar sem kjósandinn er bú-
settur á landinu, hafa menn leit-
ast sjerstaklega við að fullnægja
í ýmsum löndum, með mismun-
andi heppilegum árangri. Sem
■dæmi skai jeg nefna Svíþjóð og
Bretland. í Svíþjóð eru hlut-
fallskosningar í 28 kjördæmum,
sem flest hafa 6 til 10 þing-
Wenn. Þingmannatala hvers kjör-
dæmis er ekki lögákveðin, heldur
-ákveðin fyrir hverjar kosningar
beinlínis eftir fólksfjölda kjör-
dæmanna við næsta manntal á
undan, svo að sem jöfnust verði
íbúatala á hvern þingmann hvar
■sem er í landinu. Samt sýnir
reynslan, að niðurstaða kosn-
inga í Svíþjóð verður ekki alveg
flokkslega rjettlát, af því að upp
bótarsæti vantar ofan á hlutfalls-
kosninguna í fleirmenningskjör-
dæmunum. I sjerhverju kjör-
•dæmi fá einn eða fleiri flokkar
afgangsatkvæði, sem fara til ó-
nýtis, og fámennu flokkana mun-
ar mest um missi þessara af-
ftangsatkvæða, og bera því venjul.
heldur skarðan hlut frá borði.
f Bretlandi er meirihlutakosn-
ing í einmenningskjördæmum,
með örfáum undantekningum. En
lögin um kjördæmaskiftinguna
æru nú orðið endurskoðuð mjög
•oft með það fyrir augum, að
gjöra mannfjölda kjördæmanna
sem jafnastan, og fór síðasta
■endurskoðun af því tægi fram
1928. En kosningarnar í lok nóv.
síðastl. fóru þannig, að bak við
hvern stjórnarandstæðing standa
yfir 130 þús. greidd atkvæði, en
bak við hvern stuðningsmann
stjórnarinnar neðan við 30 þús.
atkvæði. Um þriðjungur kjós-
endanna var í andstöðu við „þjóð-
stjórnina", en þeir fengu ekki
Vio hluta þingsætanna. Slíkri
tilhögun er naumast bót mæl-
andi, og þó verður ekki annað
sagt, en að rjettur kjósanda var
jafn, hvar sem þeir voru bú-
settir í landinu.
Krafan um flokkslegt jafn-
rjetti kjósenda er miklu þýðing-
armeiri en krafan um staSarlegt
jafnrjetti, og á því að ganga fyr-
ir, að svo miklu leyti sem þær
fara ekki saman. Þeirri stefnu er
fylgt í tillögum okkar.
IV.
Viðvikjandi tillögunum um
kjördæmaskipun og kosningatil-
högun eru menn fyrst beðnir að
hafa það í huga, að til þess að
gera þær ekki of óglöggar til yf-
irlits, höfum við sleppt úr þeim
ýmsum minni háttar ákvæðum
til útfyllingar, sem óhjákvæmi-
legt verður að taka upp í kosn-
íngalögin, en ættu ekki að geta
valdið neinum verulegum ágrein-
ingi, ef menn annars fallast á
grundvallartilhögun þá, sem kem
ur fram í tillögunum.
Fyrst er þá að gera grein fyr-
ir, hvers konar kosningatilhögun
þetta er. Er það hlutfallskosn-
.ng eða eitthvað annað. Er þetta
nokkur þeirra þriggja aðferða,
sem orðaðar voru á þinginu 1930
og getið er í I. kafla þessara
greina? Svarið verður:
Þetta er hlutfallskosning í sam
bandi við einmenningskjördæmi.
í tilhögunina eru tekin upp
og samræmd nokkur atriði úr
öllum þremur áðurnefndum að-
ferðum, svo sem nú skal sýnt.
Fyrst eru kosnir 30 þingmenn
á mjög svipaðan hátt og nú, í 26
einmenningskjördæmum og 4 í
Reykjavík. í þessum hluta kosn-
ingarinnar eru þó þau nýmæli,
að um leið og hver kjósandi læt-
ur í ljós, hvaða frambjóðanda
hann vilji kjósa, sýnir hann
einnig hvaða flokk hann vilji
styðja með atkvæði sínu. Fram-
boðin sjálf verða miklu frjáls-
legri en nú. Nú má það varla
koma fyrir, að tveir frambjóð-
endur af sama flokki keppi um
þingsæti við kosningu. Það verð-
ur að afgjöra bak viðtjöldinfyrir
kosningu, hver eigi að veraíkjöri,
þar sem um fleiri er að velja,
og kjósendur alment ráða oft
litlu um þetta. Eftir uppástung-
unum verða venjulega fleiri en
einn maður af sama flokki í fram
boði í hverju kjördæmi, án þess
að það skaði flokkinn neitt. Ef
þeir til samans fá nógu mörg at-
kvæði, þá hreppir flokkurinn
þingsætið. Sá af frambjóðendum
flokksins, sem fær flest atkvæð-
in, hlýtur þingmennskuna, sá
næsthæsti verður vara-þingmað-
ur, ef hann þá ekki hreppir upp-
bótarþingsæti, sem einnig getur
komið fyrir.
Næst er nú þessi atkvæða-
greiðsla í kjördæmunum notuð
sem undirstaða undir útreikningi
um það, hve marga þingmenn
hver flokkur skuli fá alls, og við
þann útreikning er Ixmdið alt
skoðað sem eitt kjördæmi. At-
kvæði allra kjósenda vega þar
jafn-mikið, hvar sem þeir eru
búsettir í landinu, hvort sem
þeir eru í fámennu eða fjöl-
mennu kjördæmi. Flokkarnir fá
þingmannatölu svo nákvæmlega
nærri rjettu hlutfalli við greidda
atkvæðatölu sem samrýmanlegt
er því, að þingmannatala hvers
flokks verður að standa á heil-
um, brot úr þingmanni er ekki
unt að nota. Þeir flokkar, sem
hafa borið skarðan hlut frá
borði við kjördæmakosninguna,
fá þarna uppbótarsæti. Stungið
er upp á, að þingmenn verði
aldrei færri en 42, og getur þetta
leitt til þess, að allir flokkar fái
uppbótarsæti, ef ekki hefir kom-
ið fram mjög mikið misræmi
milli flokkanna við kjördæma-
kosninguna.
Loks er landinu til úthlutunar
á uppbótarsætunum skift í 6
hlutfallskjördæmi (landshlutana,
eins og nú er orðin venja að að-
greina þá í Hagskýrslunum).
Með þessu vinnst það, að at-
kvæði hvers þess kjósanda, sem
verður gagnslaust við sjálfa kjör
dæmakosninguna, af því að kjós-
andinn lendir í minni hluta í
sínu kjördæmi, það sameinast at-
kvæðum annara kjósenda úr
sama flokki og sama landshluta
og fellur eða færist yfir á ein-
hvern af frambjóðendum flokks-
ins í þeim landshluta. Með þessu
er það trygt, að einnig uppbót-
arsætin dreifist meðal frambjóð-
enda um alt land.
Einhverjum kynni að detta í
hug, að með þessari tilhögun
væri sjerstaklega hallað á nú-
verandi tvímenningskjördæmi,
þar sem þau eru gjörð að ein-
menningskjördæmum í fyrstu
umferð. Svo er þó ekki. Að nokk-
uru leyti er núverandi sldfting
í einmennings- og tvímennings-
kjördæmi orðin úrelt, svo sem
sjá má af eftirfarandi yfirliti
um mannfjölda kjördæmanna
samkvæmt aðal-manntalinu 2.
des. 1930:
íbúar
Reykjavík................. 28182
Eyjafjarðarkjördæmi . . 7188
Suðurmúlakjördæmi . . . 5642
Cullbr. og Kjósarsýsla .. 5179
Árnessýsla................. 4910
Akureyri................... 4133
Skagafjarðarsýsla .. .. 4008
Suður-Þingeyjarsýsla . . 3976
Snæfellsnessýsla........... 3646
Hafnarfjörður.............. 3552
Rangárvallasýsla . . .. 3511
Vestmannaeyjar............. 3380
N.-ísafjarðarsýsla .. .. 3220
Barðastrandarsýsla .... 3115
Norðurmúlasýsla .. . . 2777
Borgarfjarðarsýsla . . . . 2688
ísafjörður................. 2511
V.-Isafjarðarsýsla . . . . 2358
A.-Húnavatnssýsla . . . . 2241
Strandasýsla............... 1840
Mýrasýsla.................. 1797
N.-Þingeyjarsýsla . . .. 1744
V.-Skaftafellssýsla . . . . 1725
Dalasýsla.................. 1639
V.-Húnavatnssýsla .. .. 1615
A.-Skaftafellssýsla .. ,. 1136
Seyðisfjörður............... 931
Landið alt 108644
Vjer sjáum af þessu, að tvö
af núverandi tvímenningskjör-
dæmum (Norðurmúlasýsla og
Rangárvallasýsla) eru að fólks-
f jölda orðin neðan við mörg ein-
menningskjördæmi. Af 30 kjör-
dæmakosnum þingmönnum koma
rúml. 3600 íbúar á hvern að með
altali. Af kjördæmunum utan
Reykjavíkur eru sem stendur
að eins tvö, sem hafa íbúatölu
fyrir fullan l1/^ þingmenn, eða
yfir 5400 íbúa, og ættu því frem
ur öðrum rjett á að fá fleiri en
einn þingmann. Eftir því ætti
Reykjavík líka að hafa 8 þing-
menn í kjördæmakosningunni, í
stað fjögurra. En þessum fjöl-
mennustu kjördæmum er samt
enginn órjettur ger með uppá-
stungunum, því að úthlutun upp-
bótarsætanna er þannig háttað,
að þau tilfalla fyrst og fremst
fjölmennustu kjördæmunum, af
því að mannfjöldi þeirra get-
ur lagt til atkvæðamagn það,
sem til þarf, ef menn sækja
ekki kjörfund þar miklu ver en
í öðrum kjördæmum. Til skýr-
ingar þessu skal þess getið, að
samkvæmt útreikningi á kosn-
ingunni 1931 eftir þessum regl-.
um, hefði Reykjavík fengið alls
10 þingmenn (af 43), Eyjaíjarð-
arkjördæmi 3 og Suðurmúla 2.
Hins vegar sýnir yfirlitið, að
7 fólkfæstu kjördæmin vantar
nokkuð til þess að eiga eftir
fólksfjölda !/2 þingsæti af 30.
En nú verða þingmenn eftir til-
lögunum 42 fæst, og verða lík-
Iega venjulega einhversstaðar
milli 42 og 45. Miðað við þann
þingm.fjölda eru það að eins tvö
lolksfæstu kjördæmin, sem eiga
ekki tilkall til meira en hálfs
þingsætis. En hlutfallskosningin
jafnar þetta allt, svo að misræmi
milli flokka hlítst ekki af.
Takmörk núverandi kjördæma
falla saman við ummörk sveitar-
stjórnarumdæmanna (sýslna og
kaupstaða), en þó er grundvöll-
ur skiftingarinnar ekki hreinn.
Ef hvert sýslufjelag og hver
kaupstaður ætti að vera kjör-
dæmi fyrir sig, þá mundi þeim
fjölga um 4 frá því, sem nú er:
Gullbr.- og Kjósarsýsla og Barða-
strandarsýsla eru hvor um sig
tvö sýslufjelög, og kaupstaðirn-
ir Siglufjörður og Norðfjörður
eru ekki kjördæmi út af fyrir
sig. Væri þessum fjórum kjör-
dæmum bætt í hópinn, mundi af
því leiða meiri fjölgun þing-
manna eftir tillögum okkar ó-
breyttum að öðru leyti, en við
viljum stinga upp á, ekki að
eins fjölgun um 4 þingmenn,
heldur getur líka þar af leitt
fjölgun uppbótarsæta. Og svo
eru sífelt uppi óskir um skift-
ingu sýslna og stofnun nýrra
kaupstaða, sem ætti þá að leiða
til sjálfkrafa fjölgunar á kjör-
dæmum og þingmönnum, ef
menn vildu halda þessum grund-
velli fyrir kjördæmaskiftingu
hreinum. Við teljum því ekki
fært að setja skiftinguna i sveit-
arstjórnarumdæmi sem fastan
grundvöll fyrir kjördæmaskift-
ingunni. Með því að í raun og
veru er ekki þörf á fjölgun
þingmanna nema að því leyti sem
leiðir beint af kröfunni, um að
þingið verði rjett mynd af skoð-
unum kjósendanna, þá lægi má-
ske alveg eins nærri að stinga
upp á að fækka kjördæmunum
með því t. d. að sameina fámenn
sýslufjelög, sem lúta sömu lög-
sögn. En við höfum talið rjett-
ast að draga engar deilur um
þetta inn í málið, og stingum
því upp á núverandi skiftingu í
kjördæmi óbreyttri.
V.
Þá kem jeg að því höfuðatriði
í tillögum okkar, sem menn frá
upphafi verða að gera sjer ljóst
til fulls, og það er að taia upp-
bótarsætanna má ekki vera tak-
mörkuð upp á við eða fyrirfram
ákveðin, og heildartala þing-
mann getur því ekki verið lög-
bundin eða fyrirfram ákveðin.
Þetta kann að þykja galli, en
það er ekki unt að bæta úr hon-
um. —
Jeg hefi reiknað úrslit tveggja
síðustu Alþingiskosninga, 1927
og 1931, eftir þeirri tilhögun,
sem við hjer stingum upp á, og
eftir atkvæðatölunum, sem Hag-
stofan hefir birt. I bæði skiftin
hefði tala þingmanna orðið 43,
ef þeir flokkar einir eru látnir
njóta uppbótarsæta, sem hafa
komið manni að einhversstaðar í
kjördæmi. Það hefði þurft 13
uppbótarsæti. Ef menn nú hugs-
uðu sjer að takmörkdn á tölu
uppbótarsætanna, t. d. við 12.
sæti, hefði ekki aðrar afleiðingar
en þær, að einhver einn flokk-
urinn fengi hálfu til heilu þing-
sæti minna en honum ber eftir
rjettasta hlutfalli, #þá mætti að
minsta kosti taka uppástungu
um slíka takmörkun til athugun-
ar og umræðu. En takmörkunin
hefir aðrar afleiðingar, miklu
alvarlegri, sem gjöra hana alveg
óhafandi við hlutfallskosningar í
sambandi við einmenningskjör-
dæmi. Til þess að gjöra grein
fyrir þessu, verð jeg fyrst að
rekja dálítið sögu þessarar kosn-
ingatilhögunar.
Hlutfallskosning í sambandi
yið einmenningskjördæmi er
hugsuð upp í Danmörku, og hef-
ir hvergi komið til framkvæmda
ennþá, svo vitað sé, nema þar.
Hún var lögleidd þar 1915 og
kosið var eftir henni 1918 til
fólksþingsins. Einmenningskjör-
dæmin voru þá 114 og uppbótar-
sætin 26.
Þessi kosning í Damnörku
1918 fór að öllu skaplega. Flokk-
arnir fengu þíngfylgi í dágóðu
samræmi við atkvæðamagn. En
eftir kosninguna birti einn af
vísindamönnum Dana, Fr. Zeuth
en hagfræðingur, ritgerð í Nati-
onalökonomisk Tidsskrift um
kosninguna og kosningaraðferð-
ina. Hann sýndi fram á að þol-
anleg hlutfallsniðurstaða þess-
ara kosninga hefði stafað fyrst
og fremst af því, að tveir flokk-
ar (sósíalistar og radikalir)
höfðu verið í kosningabandalagi
í mörgum kjördæmum. Ef sv«
hefði %kki verið, þá hefðí tala
uppbótarsætanna alls ekki nægt
til þess að fá þolanlega rétt hlut-
föll milli flokka í þinginu.
Og þó fann hann annan galla
ennþá verri á tilhöguninni, Hann
sýndi fram á, að undir eins og
menn væru búnir að átta sig
á þessari tilhögun, þá biði hún
flokkunum upp á að beita brögð-
um við kosninguna — öldungis
löglegum brögðum — til þess
að sumir þeirra gætu náð upp-
bótarsætum, án þess að eiga
réttmætt tilkall til þeirra. Þetta
sýnir hann að gjöra má aðallega
á tvennan hátt, annaðhvort meS
því að flokkur gengur til kosn-
inga undir einu nafni í sumum
kjördæmum, yfirleitt þar sem
hann á víst sæti við kjördæma-
kosninguna, og undir öðru nafni
í sumum kjördæmum, yfirleitt
þar sem hann veit sig í minni
hluta, ellegar með samvinnu
milli tveggja, sem beinist að því
að ná sem flestum þingsætum
handa þessum flokkum til sam-
ans, á kostnað annara þingflokka
(„illoyal Alliance“ kallar Zeuth-
er. þetta). Hann sýnir fram á,
að eftir atkvæðatölum, sem
flokkarnir í Danmörku höfðu
fengið við nýlega afstaðnar
landsþingskosningar, var sum-
um þeirra innan handar að mis-
nota kosningatilhögunina svo,
að minni hluti kjósenda fengi
töluverðan meiri hluta þingsæta,
og að þingið gat orðið alveg
skökk mynd af vilja kjósend-
anna.
Kosningin 1918, hafði ekki
vakið neina óánægju. En rit-
gerð Zeuthens hafði þau áhrif,
að ríkisþingið feldi þessi kosn-
ingalög þegar í stað úr gildi, og
lögleiddi hreinar hlutfallskosn-