Morgunblaðið - 20.01.1932, Side 3

Morgunblaðið - 20.01.1932, Side 3
MOBGUNBLAÐlf) S fl^í gRotgttttMttfttft Ötgref.: H.f. Árvakur, Reykjavlk. Rltstjörar: Jön KJartansaon. Valtýr Stef&naaon. Rltstjörn og afgreltJala: Austurstrœtl 8. — Slaal 800. Auglýslngastjöri: EJ. Hafberor. Aug-lýeinKaskrlfstofa: Austurstrætl 17. — Slaal 700. Helmaalmar: Jön KJartansaon nr. 741. Valtýr Stefánsson nr. 1810. E. Hafberg nr. 770. Áskrlftagjald: Innanlands kr. 8.00 á mánuCl. Utanlands kr. 1.60 * mánuOL t lausasölu 10 aura elntaklO. 20 aura meO Lesbök. íkueikjan l uið Skolastrœti. Tveir menn játa að hafa kveikt í. Lögreglufulltrúi Jónatan Hall- varðsson, skýrði Morgunblaðinu svo frá í gærkvöldi, að upplýst væri að fullu um íkveikjuna í papphúsinu við Skólastræti. Tveir menn voru teknir fastir, skömmu eftir að íkveikjan var gerð, grunaðir um að vera valdir að henni. En nokkur dráttur hefir urðið á, að þeir játuðu þetta til- tæki sitt. Merm þessir voru: Halldór Ste- fánsson, bakari, og Hjálmgeir Júl- íusson. Astæðurnar, sem þeir færa fyrir þessu tdtæki sínu, eru harla ein- kennilegar, að því er lögreglu- fúllt'rúinn sagði. Forsprakkinn var Halldór Ste- fánsson. Hann er nýskilinn við konu sína. ITún er bvísett hjá bróð- ur sínum. Bróðir hehnar hefir at- vinnu við bakstur ríkisins í hinu fyrra Bernhöftsbakaríi. Halldóri var uppsigað við þenna fyrverandj mág sinn. Til þess að ná sjer niðri á honum, ætlaðist hann til þess að bakaríið brynni, svo' þeir, stun þar. vjnna, yrðu at- vinnulausir. Halldór hefir undanfarið verið atvinnulaus. En fyrir nokkuru hafði hann atvinnu við brauðgerð. Þá hafði húsbóndi hans nokkur viðslúfti við ríkissjóð. Ef brauð- gerðahúsin við Skólastræti brynnu, táldi hann líklegt, að hann fengi hina fyrri atvinnu sína. Hann fekk Hjálmgeir Júlíusson í lið með sjer. Kvaðst Hjálmgeir eiga 150 krónur hjá Halldóri, en Halldór hefði haldið því fram, að leiðin til þess að fá þessa skuld, væri sú, að brauðgerðarlnísin brynnu. svo hann fengi atvinnu, og gæti þann vég greitt Hjálmgeir skuldina. í Afnám bannlaganna í binn- landi. Frumvarp lagt fyrir þingið. Helsingfors, 18. jan. TJnited Press. FB. Ríkisstjórnin hefir látið undir- búa frumvarp til laga um afnám bannlaganna. Er það lagabálkur •xnikill í eitt hundrað greinum. f frumvarpinu eru ýmis ákvæði til þess að takmai’ka framleiðslu og neytslu áfengra drykkja. Frumvarpið verður að öllum lík- indum iagt fyri-r þingið í dag. U.b. „5uanur“ strandar við Lóndranga. Mannbjörg. Arnarstapi, FB. 19. jan. Vjelbáturinn „Svanur“, á leið frá Akureyri til Vestmannaeyja með beitusíld, strandaði fyrir norð- an Lóndranga í fjurakvöld um kl. 9. Bylur var og rok, en brimlítið, og má þakka það hve brim- lítið var, að mennirnir, sjö álls, komust klakklaust af. Staðurinn er afar slæmur, sker við land, grjót og urð á ströndinni. Bátur- inn eyðilagðist alveg. — Komust mennirnir á land í öðrum bátnum, en fengu engu bjargað af eignum sínum, nema því, sem þeir stóðu í. Annar skipsbáturinn fórst með skipinu. Mennirnir eru allir lijer og líður þeim vel. Skipstjóri er Kristján Kristjánsson, sem var skipstjóri á Gottu í Grænlands- leiðangrinum. Svanur var vátrygður fyrir 40.000 krónur í Sjóvátryggingar- fjelagi Tslands. Hernaðarskaðabæturnar. Washington 19. jan. TJnited Press. FB. Samkvæmt upplýsingum frá á- reiðanlegum heimildum, sem Uni- ted Press hefir aflað sjer, hefir mótstaða þjóðþingsmanna gegn framlengingu skuldagreiðslufrests- ins ekki haft áhrif á stefnu og álit ríkisstjórnarinnar í þessum efnum. Er ríkisstjórnin, sem kunn- ugt er, þeirrar skoðunar, að óhjá- kvæmilegt, verði að veita frekari tilslakanir á afborgunum og vaxta greiðslum á ófriðarskuldum. Enn fremur er stjórnin þeirrar skoð- nnar, að skoðanir þjóðþingsmanna, sem andvígir eru frekari tilslökun- um, gefi ekki rjetta hugmynd um álit almennings í landinu í þessum málum. Telur stjórnin loks, að noklrrar líkur sjeu til, að Lau- sanneráðstefnan og það, sem á henni komi í Ijós, muni færa mót- stöðumönnum tilslakana þeim sann inn um það, að eigi tjáj annað en að slaka til eftir því sem þörf krefur vegna ástandsins í löndum skuldunautanna. Frá Siglnfirti. Siglufirði, 19. jan. FB. A fundi í Verkamannafjelagi Siglufjarðar var samþykt þann 16. þessa mánaðar: 1) Að skora á ríkisstjórnina að setja hjer sömu reglur um sölu Spánarvína og nú gilda á Isa- firði. Fáist þessu ekki fram- gengt telur fjelagið sig neytt til að grípa. til annara úrræða. 2) Stöðva vinnu hjá h.f. Bakki, ef áfallin vinnulaun væri ekki greidd þegar. 3) Mótmmæli gegn þrottrekstri þriggja manna úr Verkalýðs- fjelagi Norðfjarðar. 4) Mótmæli gegn neitun Verka- mannafjelagsins Dagsbrún, að Einar Olgeirsson fengi að inn- ritast í það fjelag. Ljrra kom til Bergan á mánu- daginn er var, kl. 12 síðcL Verðlagið í Reykiavlk. FB. 19. jan. í desembermánuði hækkaði smá- söluverð á matvörum í Reykjavík um tæplega 2% að meðaltali. — Munar þar mest um verðhækkun á brauðum (11%), sem varð ann- ars snemma í desember hjá öllum bökurum nema Alþýðubrauðgerð- ( inni. Var hækkunin 5 aurar á hálfu rúgbrauði og 5 aurar á hálfu fransbrauði og súrbrauði, og er það helmingurinn af þeirri verðlækk- un, sem varð á brauðunum í s-ept- embermánuði. A öðrum vörum hef- ir verðhækkun orðið mest á sveskj- um (8%) og rúsínum (5%) og nokkur á kaffi og kaffibæti. Hins vegar hafa nokkrar vörur heldur lækkað í verði, aðallega innlendar vörur, svo sem fiskur og smjör. Aðalvísitalan fyrir matvörur var 181 í janúarbyrjun, én 178 í des- emberbyrjun. 1 byrjun nóvember- mánaðar var hún aftur á móti heldur liærri, 183, en 180 í byrjun októbermánaðar. — Yfirleitt hefir þannig ekki orðið mikil hækkun á matvöruverði í Reykjavík síðan gengi íslensku krónunnar lækkaði í haust, Reildsöluverð á matvælum i Reykjavík hefir hækkað í desem- ber, en yfirleitt ekki mikið, nema á kaffi (um 10%), kaffi bæti (tæp lega 5%) og sykri (3—-4%). A kornvörum hefir veiðhækkun verið mjög lítil í þessum mánuði, og á sumum engin. Á öðrum vörum en matvörum hefir yfirleitt lítil breyt- ing orðið á heildsöluverði lijer síð- astliðinn mánuð. Síðari hluta nóvembermánaðar og fyrri liluta desembermánaðar varð mjög mikd verðhækkun er- lendis á Brasilíukaffi (um 20%) ofan á þá verðhækkun sem þegar var orðin í shillings og krónum vegna gengisfallsins. Þar sem síð- asta nþpskera var góð, er talið að hækkun þesái stafi einkum af bættu skipulagi á framboðinu. — Einnig varð enn á sama tímabili (öluverð verðhækkun á sykri í shill. (um 4—5%). Hins vegar lækkuðu komvörurnar aftur dálít- ið, einkum rúgmjöl, en á því var yerðhækkunin orðin lang mest. (Frá fjármálaráðuneytinu). Afengismálin. Afnám „bannsins“ án at- kvæðagreiðslu. Þó undarlegt sje, telja ýmsir að núgildandi áfengislöggjöf verði ekki afnumin nema með almennri atkvæðagreiðslu. Aðrir telja hana ástæðulausa með öllu og færa fyrir því þessar ástæður: „ 1. Bannið er fyrir ‘löngu af- numið og það án almennrar at- kvæðagreiðslu. Það var gert með Spánarsamningnum. Það nær engri átt að tala um áfengisbann í landi, )>ar sem ríkisstjórnin rekur stúrefl- is áfengisverslun. Alþiivgi hefir og sjeð þetta og breytt nafni laganna, sem heita nú „áfengislög". Hjer er því ekki um annað að tala en breytingu á einföldum lögum, sem reynst hafa óvenjulega ílla. 2. Með bannlögunum 1909 var persónulegt frelsi manna tilfinnan- lega skert og alvarleg skuldbind- ing lögð á almenning. Það var því sjálfsagt að spjn-ja hann hvort hann væri fús til þess að leggja á sig þennan fjötur, gangast undir slíka skuldbindingu. Með afnámi bannlaganna er fólkið leyst til fnlls og alls úr þes„um fjötri, sem reynst hefir hreinn gleypnir, og skuldbindingum Ijett af því. Það er engin ástæða til þess að spyrja fólkið um það. , 3. Það er ósiður, að þingmenn klíni þeirri ábyrgð sem löggjafar- starfi fylgir, á almenning og það að ástæðulausu. 4. Það stendur hvergi í áfengis- lögunum að þjóðaratkvæði þurfi til að afnema þau eða breyta þeim. ‘ % Áfengismálið í Bretlandi. Síðustu hagskýrslur Breta skýra frá þessu: 1. Veitingastaðir með leyfi til vínsölu út úr húsinu voru : 1920 83.432. 1924 80.987 1928 78.803 Þeim hefir þá fækkað að mun og mest síðai’i árin. 2. Veitingastaðir, sem ekki seldu vín út úr hvisinu voru: 19>20 22.198 1924 22.135 1928 22.189 Þessir veitingastaðir standa þá í stað, þó vitanlegt sje að drykkju- skapur hafi minkað stórum. Hins vegar má ganga að því vísu, að þeim fari fækkandi áður langt um líður. 3. Dæmdir fyrir drykkjuskap voru: Karlar Konur 1920 80.417 15.246 1924 66.139 12.943 1925 46.798 8.844 Hjer hefir orðið mikil breyting á. Afbrotunum hefir fækkað ná- lega um helming. Kemur þetta vel heim við samróma dóm flestra, að áfengisnautn og drykkjuskapur hafi þverrað stórkostlega þar í landi. Það er eftirtektarvert að Bretar hafa verið allra manna harðsnún- astir gegn banni. Þetta hafa þeir komist áleiðis, þó sála og nautn áfengis sje öllum frjáls. Dagbok. Veðrið (í gærkvöldi kl. 5 síðd.): Grunn lægð skamt út af Vest- fjörðum, veldur SV-átt hjer á landi með snjójeljum vestan lands. Norðan lands og austan er stilt og bjart veður. Suður af Grænlandi er djúp lægð sem mun vera á hreyfingu norð- austur eftir. Er sennilegt að hún fari norður fyrir vestan ísland og valdi klákuveðri af SA. Veðurútlit í Reyltjavík í dag: Vaxandi SA-átt, sennilega hvass- viðri og lilákuveður síðdegis. JarðaJför Baldurs Sveinssönar ritstjóra fór fram í gær, að við- stöddu miklu fjölmenui. — S;ra Bjarni Jóns. on dómkirkjuprestur flutti húskveðju, en Magnús Jóns- son prófessor talaði í kirkjunni. Starfsmenn Fjelagsprentsmiðjunn- a.r báru kistima inn í kirkju, skóla bræður hins látna út úr kirkju og ritstjórar og blaðamenn inn í kirkjugarði Maður bráðkvaddur á götu. Um klultkan 7 í gærkvöldi hneíg aldr- aður maður, Björn Eiríkss.on frá Karlsskála, niður á götu, móts við verslunina „Áfram“ á Lauga- vegi. Læknir var þegar sóttur og kom í ljós, að Björn liafði orðið bráðkvaddur. Hann hafði kerit hjartabilunar undanfarið. Hann var 67 ára að aldri. Leikhúsið. Leikið verður annað kvöld klukkan 8þ<> „Lagleg stúlka gefins“. Leikfjelagið æfir nú nýtt leikrit, sem farið verður að sýna á næstunni, er það eftir enska leikritaskáldið Galsworthy- og er talið meðal bestu leikrita hans. ísfisksalan. Maí seldi afla' sinn í Englandi í fyrradag, 2300 körfur, fyrir 1947 sterlingspund. — Ný- lega var skýrt frá því hjer í blað- inu, að Sviði hefði selt afla sinn fyrir 1959 sterlingspund; þetta er eltki rjett, haun seldi fyrir 1259 sterlingspund. Verslunarmannafjelag Reykja- víkur. Bókaútlán og spilakvöld í dag. Bannið í Bandaríkjum. Ameríkumenn eru nú að gefa út fræðibók mikla um þjóðfjelagsmál (Encyclopædia of social Sciences) og vanda mjög til Jiennar. Einn Tslendingur vinnur að henni: Leif- ur Magnússon í Washington. Þar er þessa getið: „Herra Dever, fyi’verandi borg- arstjóri í Ohieago heýir skýrt frá því, að árið 1926 hafi áfengi verið selt opinberlega á ekki færri en 15000—20000 stöðum í Chicago, og að um 60% af lögregluþjónum borgarinnar hafi þegið mútur af veitingamönnum. í Philadelphiu upplýstist, það fyrir kviðdómi 1928, að lögreglu- menn og leynilögregla safnaði ó- trúlegum auðæfum með því að vernda ólöglega veitingastaði. Eft- ir því sem menn komust, næs.t, græddi lögregluliðið í borginni 2.000.000 dollara á áari á. þennan hátt“. Þannig gengur það í Bandaríkj- unum, þó enginn Spánarsamftingur sje þar, og ærnu fje varið til þess að hafa hendur í hári smyglara og veitingamanna. Spilling og glæpir fylgja bann- inu hvarvetna eins og skugginn. G. H. Sundfjelagið Ægir hjelt aðal- fund sinn síðastliðinn sunnudag að Laufásvegi 2. Var fjölment, þrátt fyrir vont veður. Stjórnin var endurkosin og skipa hana þeir Eiríkur Magnússon formaður, Jón Pálsson varaform., Úlfar Þórðar_ son ritari, Þórður Guðmundsson gjaldkeri, og Jón I. Guðmundsson. Farfuglafundur verður í kvöld kl. 9 á Laugavegi 1 (bakhúsið). Þar verður til skemtunar ræður, upplestur, kaffidrykkja o. fl. Allir Úngmennafjelagar velkomnir. í Bethaníu. Samkoma kl. 8y2 í kvöld'. Lesinn upp kafli úr bók eftir Sadhu Sudar Sing. Allir hjart anlega velkomnir. Háskólafyrirlestrar. Próf. dr. Á. H. Bjarnason byrjar í dag kl. 6 háskólafyrirlestra sína fyrir al- menning um vísindalegar nýungar (í líffræði og sálarfræði), þar sem frá var horfið síðastliðinn vetur. Fyrirlestrarnir verða framvegis á miðvikudögum á sama tíma, í 1. kenslustofu Háskólans. QJhnn heimill aðgangur. Orla N. E. Juul hefir sótt. tim til bæjarstjórnar að mega hafa ■'’tingasölu hjer I bænum. Fjár- hagsnefnd hefir ekki sjeð sjer fært að mæla með því, að slíkt leyfi verði veitt.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.