Morgunblaðið - 17.03.1932, Síða 3

Morgunblaðið - 17.03.1932, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ j Útaref.: H.f. Arvakur, Reyklarlk. • HitetJOrar: Jön KJart&nason. Valtýr Stefáneeon. • Rltetjörn og afKreltlela: Austurstrœtl *. — Slml 100. ' - • Auglý»in*rastJ6ri: B. Hafbers. a AuKlýsingaskrlfstofa: • Austurstrœtl 17. — Sisst 700. "J Helsaaslmar: S Jön KJartansson nr. 741. k Valtýr Stefánsson nr. 1110. B. Hafber^ nr. 770. 2 Áskrlftagjald: • Innanlands kr. 1.00 A mknuOl. Utanlands kr. 1.50 *■ ssAnnBL • t lausasölu 10 aura elntaklB. a 10 aura meB I.ssbök. Deilurnar. Framsóknarmenu hafa borið fram þá óslt til þjóðarinnar, að stjórnarskrármálinu yrði slegið á frest. Þeir segjast engar deilur vilja á þessum tímum. Breytingar á kosningatilhögun hljóti að valda deilum, segja þeir. En á þessum alvarlegu krepputímum eigi menn að forðast þau mál, sem sundrung vekja og illdeilur. Skýrt kemur það í Ijós með þessu hjá Framsóknarmönnum, að þeir ganga að því vísu, að einhver hluti þjóðarinnar rísi öndverður gegn rjettjátum kosningalögum, og Tímaflokkurinn ætli sjer að berjast með hnúum og hnefum gegn jafnrjetti landsmanna. Því væru engir þeir menn í landinu, sem elskuðu órjettinn og ætluðu að berjast t lengstu lög fyrir því, að ranglát kosningalög hjeldust. þá væru engar harðvítugar deilur að óttast í þessu máli. Þeir eru ekki feimnir í sjer valdaránsmennirnir. En nístandi háðung er það, að sjá og heyra þessa menn nú biðja um frið, biðja um vægð, biðja um að þjóðin forðist allar deilur, menn ina, sem sjálfir hafa á undanförn- um árum efnt tiT þess ófriðar, sem nú logar um land alt, sem rægt Tiafa og rógborið stjett gegn stjett, landshluta gegn landshluta, svívirt hafa menn og- máiefni, í þeim eina tilgangi, að kveikja upp þær deil- ur og þann ófrið í landinu, sem hjálpað gæti nokkrum valdagír- ngum smásálum þeirra, til metorða og að ríkisfjárhirslunni. Svo blindir eru þessir vesalingar, "þessir pólitísku siðleysingjar, að þeir nota sömu tölublöð sín til þess að heimta frið af þjóðinni, og hera þar fram þær lúalegustu ásak anir og blekkingar á andstæðinga sína, til þess eins að bera enn olíu að þeim deilueldi er þeir sjálfir hafa kveikt með þjóð sinni. en þeir nú vilja að slöktur verði. Við heimtum frið; segja Tíma- menn. til þess að geta í næði vald- rænt þjóðina, sóað fje hennar, í ró og næði lagt síðustu hönd að TÍkisgjaldþrotinu. KaBphöllin í Stokkhólmi. Stokkhólmi 16. mars. Fnited Press. FB. Kauphöllin verður opnuð á ný á mánudaginn kemur. Rannsóknir til þess að gera ljóst hvernig ástatt er um hag Kreuger & Toll fer nú fram og er búist við, að þær standi yfir út þennan mánuð. Aður en Kreuger fór til Bandaríkjanna skipaði hann svo fyrir, að r-igi skyldi ganga frá ársreikningum Kreuger & Toll og nokkurra ann- ara fjelaga, fvr en hann væri heim líominn aftur. Þingtiðindi. „Litta þingrofið“ Tillaga Sjálfstæðis- manna, um fjármál- in, rædd í sameinuðu þingi. Þingsál.till. Sjálfstæðismanna um skipun 5 manna nefndar til að rannsaka möguleika á og gera till. um lækkun á útgjöldum ríkissjóðs. og ríkisstofnana, var til umræðu í sameinuðu þingi í gær. Jóh. Þ. Jósefsson hafði framsögu málsins. Hóf hann ræðu sína á þá leið, að ekki þyrfti að lýsa fyrir þingmönnum, hverjir örðugleikar væru nú á vegi atvinnurekenda í landinu og hver fádæma kreppa í atvinnulífi þjóðarinnar. Engum vafa væri bundið, að alþjóð vænti þess og teldi skylt, að Alþingi það sem nú situr, gerði alvarlegar ráð- stafanir og verulegar ráðstafanir til úrlausnar þessum vandamálum. Raddir þær, sem bærust úr liverju bygðarlagi á íslandi svo að segja daglega bæru það með sjer, að það sem vakið hefði mest- an og almennastan ugg og ótta væri fjárhagsástæður ríkissjóðs. — Það . leyndi sjer ekki heldur, að krafa þjóðarinnar í þessu efni væri sú, að dregið yrði til verulegra muna úr gjöldum ríkisins. Þessu til stuðnings vitnaði ræðumaður í fjölda fundasamþyktta úr flest- um hjeruðum, og las ýmsar þeirra upp. Þá gaf ræðumaður stutt yfirlit yfir hinar hóflausu greiðslur úr ríkissjóði undanfarin ár. Sagði að á árunum 1928—1930 hefðu tekur rikissjóðs orðið 15 milj. kr. hærri, eii Alþ. hefði gert ráð fyrir. Þessi upplræð hefði öll orðið að eyðslu- fje. Enn hefðu tekjur ríkissjóðs s.'l. ár farið meir en 2 milj .kr. frain úr því, sem þingið hefði gert ráð fyrir. Sú fjárhæð liefði enn orðið að eyðslufje. En þetta hefði þó ekki nægt stjórninni, því eins og kunnugt væri, hefðu raunveru- legar skuldir ríkissjóðs hækkað á þessum árum úr rúml. 11 mil. kr. kr. í 24—25 milj. Þá sagði ræðum. að þjóðin vildi ekki að lengra væri gengið á þess- ari braut. Það bæru hinar mjög svo sambljóða kröfur í fundarsam- þyktum um land alt órækt vitni um, lcröfur, sem allar gengju í þá átt, að dregið verði svo um munar úr gjöldum ríkissjóðs og ríkis- stofnana. Þá sýndi ræðum. fram á, að þessum kröfum um að draga úr gjöldum ríkissjóðs væri auðvelt að verða við að verulegu leyti. í því sambandi nefndi hann hið ó- hæfilega starfsmannahald, þar sem ýmsar hinar nýju stöður eru bein- línis bitlingar og greiðslur fyrir mörg störf í engu samræmi við það starf, sem í móti kemur. Taldi hann í þessu sambandi upp ríkis- stofnanirnar, og sýndi fram á, í hvert óhóf reksturskostnaður væri kominn í mörgum greinum að ó- þörfu og til engra nytja. Lauk ræðum. máli sínu með því, að þjóðin mundi dæma það hart, ef Alþ. tæki með ljettúð á þessu máli, er hún sjálf bvggi við slík vandræði og nú. Fjármálaráðh. svaraði framsögu manni. Sagðist lítið mundu ræða þetta mál að sinni, því í því mundi forseti fella úrskurð, er ráðh. gaf í skyn að verða mundi á þá leið, að vísa málinu frá. Annars sagðist hann hafa litla ti'ú á nefnd er svo væri skipuð. Sagðist mundu gera tillögu um að þingd. samþ. að stjórnin skipaði nefnd eftir till. flokkanna er starf- aði milli þinga til aðstoðar stjórn- inni. Sagðist hafa meiri trú á stjórnskipaðri nefnd, er starfaði með rjettu hugarfari. J. Balclv. talaði um hvort þessi fyrirhugaða nefnd gæti ekki jafn fram því verkefni, er henni væri ætlar í till. einnig rannsakað reksturskostnað hjá einkafyrir- tækjum. Forseti (E. Á.) stóð nú upp, og sagðist ekki mundu leyfa langar umr. (þá hafði J. Þ. beðið um orðið) því vafasamt væri livort. till. væri formlega fram komin. Kvaðst hann brátt mundu fella úrskurð í því máli . J. Þorl. tók því næst til máls. Sagði hann að sig furðaði stórlega á því, að forseti liefði gefið í skyn, að hann mundi vísa till. frá, því | sjálfur væri hann tvisvar búinn að staðfesta það, að málið bæri að afgreiða, þar sem það væri fram komið, fyrst er hann hefði tekið það á dagskrá og látið ákveða, að það skyldi tekið fyrir og þá að sjálfsögðu afgreitt. Hefði þá verið ákveðið, að um það skyldi vera ein umr. í öðru lagi með því ð taka það nú til umr. skv. samþ. nefnds fundar sam. þings. Vitanlegt væri það, að ef mál ekki ætti heima, þar sem það kæmi fram, bæri að vísa því frá. á fyrsta stigi meðferðar þess. Sagði hann, að ef máli þessu vrði vísað frá, væri það tvöfalt brot á þingsköp- nm og fullkomið gerræði. Síðan rakt.i ræðum. hvernig stjórnin hefði meir og meir tekið fjárveitingavaldið af þinginu og í sínar hendur, og hvernig þetta liefði leitt. til síaukinnar eyðslu ríkisfjár. Eftir að J. Þ. hafði lokið máli sínu, áttu þeir forseti og fjármrh. hljóðskraf. Skömmu síðar stóð for- seti upp og lýsti yfir að liann tæki málið út af dagskrá, og sleit síðan fundi mjög skyndilega og höfðu þá nokkrir þingmenn kvatt sjer hljóðs. Minti þessi framkoma stjórnarliðsins ónotalega á þing- rofið fræga, enda varð ýmsum að orði, að þetta væri „litla þing- rofið“. Fiármál Breta. Frá fyrsta sopa til síðasta dropa RYDENS KAFFI bragðast best. Fœst í öllum matvöruverslunum, Formaöur Sjómannafjelagsins. Væntan'iega gefst tækifæri til þess að ræða um það mál síðar. London, 15. rnars. Llnited Press. FB. Skýrslur fjármálaráðuneytisins loiða í 1 jós, að þ. 12. mars vantaði á. 24.2 milj. sterlingspunda til þess að jafna tekjuhalla fjárlaganna, en sextán skattgreiðsludagar eru eftir af skattgreiðslutímabilinu. — tfndanfarna viku greiddust 12.8 miþjónir sterlingspunda í sköttum. Gengi sterlingspunds. London, 15. mars. United Press. FB. fíengi sterlingspunds miðað við o’llar 3.63, er viðskift.i hófust, en .62%, er viðskiftum lauk. New York: Gengi sterlingspunds 1.62%. Óbreytt. er viðskiftum mk. Sigurjón Olafsson formaður Sjó- mannafjelagsins ritar alllangt mál í Alþýðublaðið um samanburð á kjörum sjómanna á Menskum tog- urum, og kaupi því, er þeir menn fá sem ráðist hafa á spönsku tog- j arana. Sigurjón endar grein sína með því, að' erfitt muni vera að banna nönnum að ráða sig á spönsku tog-1 arana, því þeir viþji að sjálfsögðu i heldur vinna þar, en ganga at- vinnulausir í landi. Kemur sú skoðun Sigurjóns al- veg- heim við skoðun þessa blaðs, sem lýst var hjer nýlega, Ekkert eðli'Iegra, en menn leiti sjer at- vinnu þar sem hana er að fá. En þegar Sigurjón talar um, að .erfitt sjer að banna“ sjómönnum að fara út í skip og vinna fvrir sjer, þá er eins og hann vilji gefa í skyn, að einhverjum hafi dottið í hug, að leggja slíkt bann á menn. En hver er það þá, sem frakk- astur hefir verið í því að leggja slík höft á athafnafrelsi manna? Enginn annar en Sigurjón sjálf- ur, formaður Sjómannafjelagsins. En nú er engu líkara en að hann hafi fundið til þess, hversu „erfitt“ og þá um leið sennilega hversu órjettmætt það er, að leggja slík bönd á athafnafrelsi sjó- manna og sjá.lfsbjargarhvöt þeirra. Er þess að vænta. úr því Sigur- jón liefir fengið opin augu fyrir ,.erfið'leikunum“ á þessu efni, þeg- ar Spánverjar eiga í hlut, að hann síái ekki síður. hve ,erfitt‘ það er. að banna mönnum að vinna í ís- lenskum skipum, er þeim býður svo við að horfa. Frá Akureyri. Akureyri, FB. 15. mars. Hjer er sæmilegur afli, þegar gefur á sjó. Atvinnulífið er dauft. Þó er unnið að nokkrum bæjar- framkvæmdum, viðbótarvatnsveitu o. fl., og er mönnum nokkur bót að því. — Bærinn er kolalítill. Á seinasta bæjarstjórnarfundi var bæjarstjórn falið að leita hófanna hjá Eimskipafjelaginu, sem á hjer um 250 smálestir af kolum, að fá af þeim handa bæjarbúum, sem búa. við kolaskort. Yon er á kola- fa.rmi hingað í næsta mánuði. Á natvöru og öðrum nauðsynjum er enginn skortur. Frá Keflavík, Keflavík, FB. 15. mars. Landburður af fiski og hefir sami ágætisaflinn verið undan- farna góðviðrisdaga eða á aðra viku. Bátar fá þetta 15—25 skpd. í róðri. Róðrar byrjuðu seinna í ár en venjulega ,en eins mikill fisk- ur mun ltominn á land nú og um jþetta leyti árs. Alls munu vera gerðir út hjer í Keflavík og Njarðvíkum að þessu sinni 27—28 bátar. Stærð 12—22 smálestir. Því var ltaldið frant hjer í blað- inu, að dagkaup háseta á ísl. togur- mn hefði í fvrra verið kr. 15.13. En Sigurjón telur ..rjettara muni að reikna þessa t.ölu auralausa“. — Þetta skiftir engum úrslitum í því sem hjer var sagt, að dagkaupið á spönsku togurunum væri lægra, en var á þeim íslensku. Sigurjón reikn ar mismuninn kr. 2.50. Hjer var hann reiknaður kr. 2.63. Sigurjón er því Mbl. í þessu efni næstum sammála. Ágreiningur getur aftur á móti orðið milli hans og Morgunblaðsins nm það, hvort sjómenn eða Sjó- mannafjelagið geti engin áhrif, bein eða óbein, haft á það. hvort togararnir hjerna verða lengur eða skemur við veiðar. Hýstárleg sýning. Hugvitsmaðurinn Sigurður Tóm- asson úrsmiður, opnaði merkilega sýningu í sýningarsalnum á Lauga- vegi 1 (bakhús, uppi) síðastliðið sunnudagskvöld og á hún að standa vfir þessa viku. kl. 8—10 á hverju kvöldi eða máske oftar. Myndirnar eru rúmsjá- myndir (stereoskop), með náttúrlegum litum, þannig, að eng- inn litur er borinn í þær, heldur koma þær fram á myndaplötunni sjálfri, nákvæmlega með sama lit og blæ, eins og staðurinn eða hlut- urinn, sem myndin var tekin af, bar fvrir aUgun, þegar mvndin var tekin. Myndirnar eru af ýmsum ein kenni’legnm stöðum og viðburðum, t. d. Alþingishátíðinni á Þingvöll- um; m. a. sýningarleiknum, þar sem fornmennirnir eru sýndir í lit- klæðum. mannfjöldinn og tjöldin. Þar gefur að líta margar rnyndir af Þórsmörk, Þingvöllum, Lándrjett-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.