Morgunblaðið - 27.03.1932, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 27.03.1932, Blaðsíða 5
Sunnudaginn 27. mars 1932. Htvinnurekstur bióðaiinnar. Á tand og horfur. Eítir Pál Ólafsson framkvæmdastjóra. Inngangur. Alþingi situr nú að störfum. FufKtrúar þjóðaæinnar isita þar alla daga . á ráðstefnu. Þjóðin situf hjá og hlustar. Alls staðar kveður við feami söng- urinn ,,kreppa, kreppa“. Allir draga þungt andann. Þjóðin veit hvað er að gerast, og hvert stefn- ir. Þjóðin veit nú, að. íslenska rík- ið hefir á ' undanförnum góðærum sokkið í skuldir. Htin ve.it að ríkisfjárhirslan er tóm, og getur ekki staðið straum af daglegum Sögboðnum greiðsl- um nema með hörmungum. Og hvernig eru bankar þjóðar- innar stæðtr. Við vitum að Ftvegs- bankinn tilkynti ríkisstjórninni ný- lega —■ eftir 2 ára starfsemi — að hann vrði að loka, ef hann ekki þá þegar fengi ríkisábyrgð á innstæðufje í bankanum, sem sagt er að nú sjeu aðeins 1—2 miljónir króna. Abyrgðina veitti þingið strax án nokkurrar rannsóknar á hag bankans. Sig. Eggerz segir í bók sinni „Brjef ttm bankamálin" að banka þessnm hafi fyrir tveim árum síðan verið aflíent til með- ferðar og reksturs 15,8 miljónir króna. Ekki veit jeg hvort þetta er rjett, en sje svo mirðist starf- semi barikans þessi 2 ár hafa gengið heldur báglega, þar sem hann nú hótar lokun ef hann ekki fái ríkisábyrgð fyrir jafn lítilli upphæð og hjer um ræðir. —- Margar ljótar sögur hafa og heyrst og sjest á prenti um það, Því er þeirn ekki mótmælt? Því er verið að leika með þjóð- ina eins og fávita í þessu stóra málif t bankamálum á þjóðin fyrst og fremst þrjár kröfur á Alþingi sem falin er yfirumsjón bank- anná. 1 fyrsta lagi þá kröfu, að það ekki hilmi misfellur eða afbrot sem innan bankanna kunna að gerast; í öðru lagi þá, að það opinbera kveði niður ósannan áburð og órjettmætar árásir sem bankarnir kunna að verða fyrir; og í þriðja lagi aö það segi þjóð- inni ekki hálfan, heldur allan sannleikann um þessar þýðingar- mestu stofnanir okkar. Og hvernig stendur nú til um verslun okkar við útlönd. Þar er ekki síður alvara á ferðum. Inn- flutningsbann á flestum vörum hingað, og nýjir innflutningstoll- ar iagðir á útflutningevörur okk- ar erlendis. íslenskum innflytjendum er nii unnvörpum neitað af erlendum verslunavhúsum um þær fáu vörn tegundir, icm inn má fiýtja, vegna þess a.ð ómogulégt er að gefa ákveðin loforð um greiðslu. (sbr. síðustu reglugerð um gjald- eijrisverslun.) Menskir innflytj- endur missa sambönd sín, margra ára gömul „erbditum“ er sagt upp, og greiðsla heimtuð. Á þenn- a*i hátt CT kippt burtu mörgum reiljónum af veitufje því, s«m landsanenn um langan aldur hafa liaft til notkunar, vegna trausts þtesá, sían fslensk verslunarstjett hefir áunnið sjer með skilsemi og heiðarleik í viðskiftum. Hafa nú bankar okkar bolmagn til þess á þessum erfiðu tímum að leggja fram veltufje í staðinn? Eða finst mönnum það geti igengið til léng'dar að rýra veltu- f.io landsmanna stórlega, draga að miklum mun úr framleiðslunni, en auka að sama skapi árleg. út- g'jöld ríkisins. Það eru áreiðanlega takmörk fyrir því, hvað lengi er hægt að drasla áfram atvinnuvegunúm með'. iirlega tapi. Þeir. hljóta að stöðvast, það er þegar komið í þjós. Og hvað á. svo að gera við atvinnulausa fólkið? Og hvað verður því næst um fjárhag rík- isins? — Og hvernig fer að síð- ustu um sjálfstæðið okkar? Framleiðslan. Þá kem jeg að aðalefninu í þessari grein, sem er, hugleiðing- ar um framleiðslu okkar, afkomu hennar, ástand og horfur. Mun jeg þó aðallega beina máli mínu að sjávarútveginum — togaraút- gerðinni — því þar þekki jeg best til hin síðari árin. Sammerkt hvað ástand og horfiur snertir, mun þó landbúnaður okkar, eins og nú stendui' eiga við sjávarútveginn, g get jeg ekki látið vera að minnást örfáum orðum á land- búnaðinn áður en jeg sný mjer að sjónum. Undanfarin 'ár hefir fjár- straumnum verið veitt til sveit- anna, styrkir og lán hafa flóð í stríðum straumum yfir sveit- irnar, bændur hafa. margir gleypt þessar gómsætu flugur, girt, rækt- að og bygt fyrir tugi þúsunda á meðal jörð. En svo áður en varir kemur kreppan, og verð- fallið á afurðunum, bændur vakna við það að þeir hafa reist sjer hurðarás um öxl, Jmargir hverjir. Lánin þurfa einhvem tíma að borgast, afiurðirnar hrökkva ekki til. Einn góður bóndi sagði mjer sfðastliðið haust, að hann fyrir tveim árum hefði átt ágætt bú. og jörð sína. skuldlausa, svo bauðst honum lán, hann þáði það cxg bygði vftb menn og skepnur. í haust. var hann vegna bygging- anna búinn að fækka bústofni sínum mikið, átti þá ekki nema 00 ær. Dilkunum varð hann að farga öllum og sagði hann að 65 dilkanna hefði þurft til að borga vexti og afborgun af byggingum sínum. Lengri sögu þarf ekki til þess að sjá hvert stefnir hjá bændum, sem svona eru komnir. pví miður munu mörg dæmi finn- anleg þesftu lík, í sveitum Ikmds- ins nú. Öll lánin og peninga- stranmurinn, sem síðustu á^in hefir verið veitt yfir sveitirnar eru í mö«gum tilfellum hermdar- gjöf. Meira. Sjómannakveðja. FB. 24. mars. Mótt. 25. mars. Gleðilega páska. Kærar kveðjur til vina og vanda- manna. Góð lfðan. fslendingar á Euskal Erria. Rnðsuar í Saurbæjarmálinu. Yið undirritaðir sóknarmenn úr Saúrbæjarsókn, sem hjer erum I gestkomandi, finnum ástæðu til jþess að svara nú þegar að nokkru athugasemdum þeim, er síra Einar Thorlacius byrjar í dag að birta í Morgunblaðinu í tilefni af grein í sama blaði 9. þ. m., þar sem sagt var frá viðskiftum hans og safnaða þeirra, sem liann er talinn að þjóna; en með því að við er- um á förum úr bænum, hefir rit- stjórn blaðsins góðfúslega leyft okkur að sjá hinn óprentaða hluta af athugasemdum prestsins. Er ýmislegt í frásögn hans þannig, að við teljum ekki rjett að láta andsvör við því dragast þangað tii við höfum átt kost á að ræða efni hennar við sveitunga okkar. En vel megum við í þessu sam- bandi geta þess, að' sumir okkar áttu engan þátt í birtingu hinnar fyrri greinar og að við höfum að nokkuru leyti hver sína skoðun á 1 ýmsum atriðum í henni, þótt ekki snerti sá skoðanamnnur kjarna málsins. Má og vera að á sínum tíma komi frá sóknarmönnum frekari mótmæli gegn frásögn prestsins en þau, sem hjer fara á eftir. Hinn reikningsglöggi prestur hefir tölusett athugasemdir sínar og nálega komist upp í boðorða- töluna. Munum við taka þær hjer í rjettri röð: 1. Það sem prestur segir um vinsældir sínar hjá söfnuðinum, sýnir berlega hve lítilþægur hann er í því efni. Annars mundi víst margur ætlai, að safnaðlarmenn gætu best borið um það sjálfir, hvert dálæti þeir höfðu á honum. Varla mun það verða sagt, að á milli prests og sumra nágranna hans væri ávalt um vinfengi að ræða, en í okkar tíð minnumst við ekki að hafa heyrt um aðrar ná- grannaerjur í sveitinni en þær, er prestur átti í, og ekki er okkur það heldur vitanlegt að þeir menn, sem hann átti þar við, hafi átt í útistöðum við aðra. Sókn- armenn eru, eins og áður liefir verið sagt, friðsamir í háttum, og sjálfur játar síra Einar hjálpfýsi þeirra. Vinsældir hans og álit þarna í nágrenninu má annars ei' til vill nokkuð marka á þeim 13 atkvæðum, sem lronum voru greidd á Altranesi, er hann sótti um það kall á móti síra Þorsteini Briem, eftir að hafa um stuadar- sakir þjónað þar. 2. Aldrei var af okkar hálfu neitt um það sagt, hve margt. fólk hafi vertð í Saurbæ sumarið 1930, en af einLverri ástæðu upp- lýsir nú síra Einar að þar hafi verið 10 manns. Þó að þar hefði yerið margföld sú tala, þá kemur það ekki málinu við, enda vanst það þá upp, er staðarhúsunum var með öllu lokað frá því að aflíð- andi rjettum, þaagað til um lok síðastliðið vor. En þegar hann segir, að jörðin liafi verið nýtt eins og vant var, þá er þetta því miður ekki sannleikanum sam- kvæmt. Eina kú, eða máske tvær mun prestur hafa haft um sum- arið • til þoee að hafa málnytu til heimilisþarfa, en annars hafði búpeningur verið seldur og hey- skap var þannig varið, að ekki var slegið nema túnið, sem eins og hann viðurkennir var „leigt til slægna“ og taðan flutt til Reykjavíkur. 3. Það hyggjum við, að ef leitað verður vitna um það, livort prestur mami ekki hafa látið í veðri.vaka að hann mundi segja a£ sjer, þá muni þau ekki ganga jhonum ívil. Vera má að til þessa komi og sjest þá einnig hjer, hvor aðilinn fer með rjett mál. 4. Ónei, ekki er það rangt, að síra Einar vildi eiga þau kaup við aðstoðarprest sinn, að selja hon- um gamlar gaddavírsgirðingar, enda talar hann sjálfur nokkurum línum neðar um að hafa að lokum selt girðinguna enn þá hærra verði. En. fyrir utan þetta slags- mál við sannleikann þá fatast nú guðsmanninum röksemdir þrátt fyrir alt. það lagavit, sem gera má ráð fyrir að hann styðjist við. Hann kveður það hafa verið í samningum, að aðstoðarpresturinn ke.ypti af honum (auk ýmislegs annars dýrmætis) girðingu um alt Saurbæjarland, því ella vildi hann ekki taka hann í þjónustu sína — þetta eina ár. Og í fimta boð- orðinu, sem við komum bráðum að, telur hann skóginn enn með landi staðarins. Nú er það vitan- legt, að ríkið en ekki síra Einar, á girðinguna um skóginn, því ekki er það beinlínis sennilegt, að hon- um líafi verið gefin hún til þess að kaupslaga með hana við a.ðstoð- arprestinn. Alt sem hann gat því se!lt, voru girðingarnar á merkj- um að austan og vestan, frá sjón- um norður í Vatnaskógargirðingu. Það er erfitt fyrir ókunnuga að þræða um götu sannleikans. En hvern trúnað sem menn vilja annars leggja á orð guðs- mannsins, þá verður nú líklega að taka, hann trúanlegan um það, að honum hafi tekist að selja íkinu þessar girðingar sínar, enda ótt þær sjeu staðnum gagnslitlar ða gagnslausar. Síra Einar kveðst hafa ráðið að- stoðarprestiun þannig, að um meira en eitt ár hafi ekki verið að tala,, en jafnframt samið við hánn um það, að hann keypti af sjer þessa, sem hann svo nefnir, frægu girðingu, vatnsveitu, mið- stöð, og hver veit hvað margt það verður áður en lýkur. Var það af kristilegri umhyggjusemi fvrir, þeseum unga manni ,að hann vildi fá liann til slíkrar verslunar? — Hvað átti svo aðstoðarpresturinn að gera við þetta þegar síra Einar kæmi aftur eftir eitt ár? Slíkum sögum sem þessum má vitanlega liver sá trúa, sem það getur, en um það getum v'ið fullvissað hinn virðulega guðsmann, að þá trú er ekki að finna í ísrael Saurbæj- arsóknar, jafnvel ekki á meðal þeirra, sem hann hefir „skírt og fermt“. Og við vonum að hann irði það einfeldmi okkar til vor- unnar, að elcki er otkkur heldur nögulegt að trúa því, að foreldrar aðstoðarprestsins liefðu farið að taka sig upp af ábúðarjörð sinni í fjarlægu hjeraði og flytja með búslóð sína vestur að Saurbæ, ef svo hefði verið í pottinn Mið. sem síra Einar vill vera láta. Annars má geta þess, að í byggingarbrjef- nu fyrir staðnum ,kveður síra Einar svo að orði, flð síra Sfgur- jón skuli svara tíl þess álags, er kunni að verða gert. á prestsetr- inu, er prestaskifti verða. Ekki Anksisatriði - eis þó. Eyðið ekki peningun- um í kaup á ódýrum smurningsolíum, sem þynnast í hita vjelar- innar og þar af leið- andi geta ekki vernd- að nægilega gegn sliti — og sem brenna svo ört, að vjelin hreint og beint „etur olí- una“. Biðjið um Gargoyle Mobiloil; hún sparar yður ónauðsynlegar viðgerðir. VACUfJM OlIiCOMFAIÍYArt. H. Benediktsson $ Go. I gs Svuntnr. Hsrgnnkjðlar. Sloppar. Nærfataaðnr. Sokkar. Ljereft. Trlsttan og aUskoosr metravara. Óáýrt og gott úrval. Versi. lik Sími 1485. Besta þorskalýsið í bænum fáið þjer í undirritaðiri versfun. — Sívaxandi sala sannar gæðin. Sent um alt. VersL Bjðrntnn. Bergstaðastræti 35. Sími 1091.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.