Morgunblaðið - 27.03.1932, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.03.1932, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIfc) Fyrirliggjandi: Yictoríu-baunir. Heilbaunir. Kaffibaunir. Hrísgrjón. Hrísmjöl. Sagogrjón. Kartöflumjöl. Haframjöl. Tanniœkninisstofa Jóns Benediktssonar e r f 1 b 11 á ðldngfitn 3. Hver einasta húsmóðir sem við vitum til, að notað hafi Lillu- og Fjallkonu-súkkulaði, hefir tjáð okkur, að aldrei hafi hún fengið betra og drýgra súkkulaði en það, sem er í þessum umbúðum. Hjartaas bestu þakkir og- kveðjur færum við hjer með öllum þeim, fjær og nær, sem tóku þátt í sorg okkar vegna andláts Ásu Jóhannesdóttur frá Fjalli, og í kærleika heiðruðu hana látna. Móðir hennar, systkini og eiginmaður. Hjer með tilkynnist að jarðarför móður og tengdamóður okkar, Ragnkeiðar Runólfsdóttur, fer fram þriðjudaginn 29. þ. m. kl. 1 e. m. og hefst með húskveðju frá heimili hinnar látnu, Framnesveg 1A. Helga Guðmundsdóttir. Guðmundur Einarsson. Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda hluttekningu við andiát og jarðarför Ingólfs Eyjólfssonar bróður okkar. Systkini hins látna. Ekkjan Guðrún Hjartardóttir andað.ist 26. þ. m. að heimili sínu, Reykjavíkurveg 19. Hafnarfirði. Jarðarförin ákveðin síðar. Marhta Magnúsdóttir. Jarðarför föður okkar, Ólafs Bjarnasonar söðlasmiðs frá Eyrar- bakka, fer fram miðvikudaginn 30. þ. m. kl. 1 síðd. frá Njálsgötu 37. Þuríður Ólafsdóttir. Lilja Ólafsdóttir. Skafti Ólafsson. Jóhann Kr. Ólafsson. Maðurinn minn elskulegur, faðir og tengdafaður, síra Árni Björns- son prófastur í Hafnarfirði, andaðist að heimilli sínu í morgun. Jarð- arförin ákveðin síðar. Hafnarfirði, 26. mars 1932. Líney SigiLrjónsdóttir, börn og tengdabörn. Hjer með tilkynnist vinum og vandamönnum, að maðurinn minn eiskulegur og faðir, Sigurgarður Sturluson frá Bíldudal, andaðist á Landakotsspítala 26. þ. m. eftir nærri tveggja ára legu á spítalanum. Jarðarförin verður ákveðin síðar. Yictoría Bjarnadóttir og börn. 5parisjóður Reyhjauíhur og nógrennis. Tildrögin til stofnunar spari- sjóðsins voru þau, að á fundi Iðnaðarmannafjelagsins í Reykja vík 27. febr. 1930 hreifði gjald- keri fjelagsins, Sigurður Hall- dórsson trjesmíðameistari, uppá- stungu um það, hvort fjelagið vildi ekki beita sjer fyrir um- bótum á peningamálum iðnaðar- mannastjettarinnar og annara, með stofnun sparisjóðs í bæn- um eða á annan hátt. Var málið rætt talsvert á þeim fundi, og -'Ö endingu kosin nefnd innan fjelagsins til þess að athuga mál- ið og bera fram tillögur um það. Undirbúningsnefndin hjelt fyrsta fund sinn 15. maí 1930, en þá voru nýafstaðnir viðburð- ir þeir, sem leiddu til þess, að íslandsbanki var ummyndaður þannig, að úr honum varð Út- vegsbankinn. Nefndin vildi ekki að stofnun sparisjóðs í bænum yrði á nokkurn hátt sett í sam- band við neinn óróa út af fjár- málum bankanna, og vann því að undirbúningi málsins í kyr- þey, en þótti ekki tímabært að leggja tillögur sínar fyrir Iðn- aðarmannafjelagið fyr en um síðustu áramót. Komu þær til umræðu á fjölsóttum fundi í fje- laginu hinn 13. jan. þ. á., og sam- þykti fjelagið á þeim fundi svo- felda ályktun: „Iðnaðarmannafjelagið í Reykjavík telur nauðsynlegt, að stofnaður verði sparisjóður hjer í bænum, og vill hvetja meðlimi sína, þá sem hafa á- stæður til, til þess að gjörast stofnendur og ábyrgðarmenn slíks sparisjóðs á þann hátt, sem lögin frá 3. nóv. 1915 um sparisjóði mæla fyrir. Felur fjelagið nefndinni, sem kosin var á fundi 27. febr. 1930, framhaldandi forgöngu í þessu máli. Jafnframt leyfir fjelagið sjer virðingarfylst að beina þeirri áskorun til fjármála- ráðherra, að hann veiti lögum sparisj óðsins stj órnarstaðfest- ingu jafnskjótt og þess verður beiðst“. Hinn 23. jan. boðaði undirbún- ingsnefndin á fund alla þáfjelags menn í Iðnaðarmannafjelaginu, sem kynnu að vilja gjörast stofn- endur og ábyrgðarmenn sjóðsins. Voru á þeim fundi rædd og sam þykt lög fyrir sjóðinn og við- staddir fundarmenn undirskrif- uðu skuldbindingu um ábyrgð sína fyrir sjóðnum. Því næst var haldið áfram söfnun ábyrgðar- manna, meðal iðnaðarmanna og annara. Nokkur hreyfing um sparisjóðsstofnun var samtímis komin upp meðal kaupmanna í bænum, fyrir forgöngu Sigurðar Skjaldbergs kaupmanns, og var þetta sameinað á þann hátt, að nokkrir áhugamenn úr kaup- mannastjett gerðust ábyrgðat- menn. Einnig gerðust nokkrir mentamenn bæjarins þátttakend- ur í stofnun sjóðsins. Hinn 16. febr. sendi undirbúningsnefndin lög sjóðsins fjármálaráðuneytinu til staðfestingar, og var staðfest- ingin veitt viðstöðulaust hinn 5. mars af fjármálaráðherra Ásg. Ásgeirssyni. Ábyrgðarmenn sjóðsins eru 63 að tölu, og ábyrgist hver alt að 500 kr., og þar af innborgast þegar 250 kr. á hvern sem stofn- fje sjóðsins. Af þessum 63 stofn- endum eru eitthvað 46 beinlínis starfandi iðnaðarmenn, flest iðn meistarar, hjer í bænum. Af hin- um eru ýmsir, sem standa sjer- staklega nærri iðnaðarstjettinni, svo sem kaupmenn, er lært hafa handiðn, og verkfræðingar úr Iðnaðarmannafjelaginu. Stjórn sjóðsins skipa: Jón Þor láksson, verkfræðingur, form., Gústaf Sveinsson, lögfræðingur, , ritari, Jón Halldórsson, hús- gagnameistari, Guðm. Ásbjörns- son, bæjarstjórnarforseti og Helgi Hermann Eiríksson, skóla- stjóri Iðnskólans. Húsnæði hefir sjóðurinn fengið í húsi frú Þóru Magnússon, Hverfisgötu 21, vest- urendanum, þar sem bæjarfó- getaskrifstofurnar voru, þegar Jón heitinn Magnússon og Sig. Eggerz voru hjer bæjarfógetar. Er inngangurinn rjett hjá suð- austurhorni Þjóðleikhússins, sem nú er í smíðum. Mun sjóðurinn taka til starfa í þessu húsnæði í næsta mánuði. Það er tilætlun stofnendanna og stjórnarinnar að reka stofn- un þessa algjörlega eftir full- komlega heilbrigðum reglum fyr- ir sparisjóði, með því að leggja sjerstaka áherslu á að hvetja börn, unglinga og fullorðna til þess að spara og leggja smá- upphæðir sínar jafnóðum til geymslu og ávöxtunar í sjóðinn, og með því að ávaxta það fje, sem innborgast, á fullkomlega tryggilegan hátt. J. Þ. Fjórveldastefna ráðgerð um skuldamálin o. fl. París, 26. mars. United Press. FB. Tardieu hefir tilkynt, að brjefaskifti hafi farið fram milli hans og Mac-Donalds, forsæt- isráðherra Bretlands, um ýms stórmál, sem nú eru á döfinni í Evrópu, svo sem ófriðarskulda- málin og Danube-tollabandalag- ið fyrirhugaða. Hafa brjefavið- skifti þessi leitt til þess, að meira samræmi hefir komist á skoðanir Breta og Frakka um þessi mál. Ráðgert er að halda fjórveldastefnu um mál þessi og taka ítalir og Þjóðverjar þátt í henni, auk Frakka og Breta. Tardieu ráðgerir þó að hitta Mac-Donald og fjármálaráð- herra Breta að máli áður en fjórveldaráðstefnan verður hald in, en hvenær hún hefst, er óá- kveðið enn. Hún hefst þó senni- lega laust fyrir miðbik apríl- mánaðar, ef til vill 11. apríl. > Verður enginn friður? Sáttaumleitanir Kína og Japans bera lítinn árangur. Shanghai, 25. mars. United Press. FB. Fullyrt er, eftir góðum heim- ildum, að friðarumleitanafund- inum miði lítið áfram í áttina til varanlegs friðar. St jórnardeilan £ Japan. Tokio, 25. mars United Press. FB. Aukaráðuneytis-fundur verð- ur haldinn seinni hluta dags, og er búist við, að þá verði fallist á breytingar á skipun stjórnar- innar. Suzunki verður sennilega innanríkisráðherra, Kawamura dómsmálaráðherra. — Búist er við, að breytingarnar á skipun stjórnarinnar þyki fullnægjandi til bráðabirgða. Frá Noregi. Rússar kaupa „Íslands-síld“ af N orSmönnum. NRP. — FB., 25. mars. Samkomulag hefir náðst milli Norðmanna og fulltrúa Rússa- stjórnar um sölu á „íslands- síld“ (þ. e. síld veiddri af Norð- mönnum við ísland). frá því í fyrra. Verðið er fastákveðið 11 krónur á tunnu (90 kg. lág- marksþyngd). Saltfisksverslun NorSmanna. NRP. — FB., 26. mars. Fregn frá Kristiansund herm- ir, að mikill útflutningur salt- fisks hafi átt sjer stað upp á síðkastið. Verðið er 8 kr. pr. „vikt“ (þ. e. 20 kg.). Horfur eru á, að fiskbirgðir síðasta árs verði seldar, þegar þessa árs framleiðsla kemur á markað- inn. Hollustueiður íra. Englendingar heimta aS írar vinni konungi eið, en De Valera vill þaS ekki. Dublin, 24. mars. United Press. FB. De Valera kvaddi stjórnina á fund í morgun. Stóð fundur- inn lengi. Til umræðu var orð- sending Bretastjórnar út af holl ustueiðnum. Undirbýr fríríkis- stjórnin svar sitt. Það kvað hafa komið fríríkisstjórninni mjög á óvænt, hve ákveðin Bretastjórn var í svari sínu, og hve hreint og beint hún ræddi málið, og hefir svarið gert fríríkisstjórn- ina órólega, en hún mun þó ekki láta neinn bilbug á sjer finna í því, að láta þingið ráða, hvort afnema skuli hollustueiðinn eða ekki. — I orðsendingu Breta ei að sögn ekki um neinar hót- anir að ræða, nje vikið að, hvaða ráðstafana Bretar grípi til, ef fríríkisstjórnin haldi fram til streitu afnámi hollustueiðs- ins. — De Valera mun ekki kalla þingið saman til funda fyrr en 20 apríl. Frá Aknreyri. Maður hverfur. Akureyri, FB. 25. mars. Fyrir tveimur dögum hvarf maður að nafni Gunnlaugur Ól- afsson hjeðan úr bænum. Hefir hann ekki fundist, en hattur hans fanst í gær við Oddeyr- artanga. Er álitið, að Gunnlaug- ur hafi drekkt sjer. Var hann fyrir nokkru síðan kominn hing að frá Vesturheimi, hafði orðið þar fyrir þungbærri sorg, og ver ið mjög þunglyndur síðan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.