Morgunblaðið - 27.03.1932, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 27.03.1932, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ bendir þetta til þess, að síra Ein- ar hafi þá ætlað að setjast aftur á staðinn, eða láta síra Sigurjón fara úr þjónustu sinni. 5. Ekki vill síra Einar telja staðinn illa hýstan og húsabótum sínum lætur hann vel yfir. Tveim- ur okkar undirritaðra ætti að vera sæmilega kunnugt um ástand húsa- kynna í Saurbæ, eftir að hafa síð- astliðið vor unnið þar heilan dag að úttekt, óg einn okkar fluttist þaðan, eftir 14 ára dvöl, þegar sjera Einar kom þangað árið 1900. Þá mun íbúðarhúsið hafa verið sjö ára gamalt eða þar um bil, og ef það er nú, meira en 30 áxum síðar, „miklu betra“, mikil töfrahöll hlyti það þá að verða ef_ síra Einar gæti enn sje um það önnur 30 árin. Tvennar „höfuðviðgerðir“ kveðst hann hafa framkvæmt á því, án þess að hann skýri það hugtak nánar, en grunur er okkur á, að stórfeldar liafi þær höfuð- viðgerðir ekki verið. Pappa ljet hann að vísu innan á veggina, svo nú er erfitt að ganga úr skugga um fúa án þess að skemma þá fóðrun, og þar sem járn var ilátið útan á, má nú í sumum stöðum lyfta plötunum frá með hendinni, því naglar hafa ekki hald. Mun það sýna sig, að bráðlega þurfi að gera stórlega mikið við húsið — ef það þá reynist viðgerðarhæft. TTm hlýindin í því er það til marks að ekki meiri hörkur en verið hafa í vetur, hefir þó orðið að lileypa vatni af miðstöðinni að kvöldi, til þess að ekki frysi í leiðslum. Eru það ekki lítil óþæg- indi, því bera verður vatnið upp á loft, Um útihús er það að segja, að Saurbær er nú á meðal þeirra fáu bæja í sókninni, þar sem hvergi er járnplata á peningshúsi, að nndanteknum hestaskúr þeim, er síra Einar vitnar í, og f jóskofan- um. GHettinn náungi sagði um peningshúsin þar, að þau færu að leka þegar þykknaði í lofti. Öfgar eru það, en lítið regn munu þau þola lekalaust. Einn kofinn var orðinn svo þreyttur á að hanga uppi, að hann tók það fyrir í haust að lirynja sjálfkrafa. Síra Sigurjón hefir látið dytta að pen- ingshúsum eftir því sem óumflýj- anlegt var, en alveg eru slíkar viðgerðir ófullnægjandi. Um safn- þró þá, er síra Einar setur góð- rðamegin á reikning sinn, er best að tala sem fæst, en vera má að henni og húsunum verði lýst nánar næst, er við eigum orðastað við hann um þetta mál. Fjáhús- hlaðan, sem hann tdlur sig gert. liafa og bygð var upp úr annari minni, er nú skásta húsið á staðn- um og ásamt áminstum hestaskúr (ekki tiltakanlega vönduðum) er hún og fjóskofinn, nú að falli kominn, allar þær húsabætur, sem um hefir verið áð ræða í Saurbæ í tíð síra Einars, ef það orð á ekki að skiljast í alveg nýrri merkingu. Túnið græddi hann talsvert út. fvrstu ár sín á staðnum, en í nokkuð á annan tug ára liafa nú einnig jarðabæturnar að mestu legið niðri, þótt annars staðar í sveitinni hafi mikið verið unnið á þeim tíma. Aftur á mót.i fekk síra Sigurjón þangað traktor í haust og ljet plægja nokkrar dag- sláttur af kargaþýfi. Af þeim bletti sleptum mun nú lítið í tún- inu. svo sljett að vjeiltækt s.je og eru slíks fá dæmi þar í sveitinni. Si. Einar segir það einnig rangt, að ríkið sje búið að taka undir sig helming Saurbæjar, heldur leigi hann því opinbera Vatnaskóg- inn. Ekki vitum við hann vill sjálfur nefna þessa röksemda- l'ærslu, en sumir mrnidu kalla hana blekkingartilraun. Sannleik- urinn er sá, að síra Einari tókst að koma því svo fyrir, að meðan hann heldur staðinn, fær hann þá leigu fyrir skóginn að nokkurn veginn vegur salt á móti því, sem honum er reikhað afgjald stað- arins upp í iaun sín, en hins vegar svo um búið, að þessi leiga eftir skóginn felhir niður þegar prestaskifti verða. Sá er enginn allheimskur, sem þegja kann. 6. Um grát og gnístran tanna á heimili aðstoðarprestsins vitum við ekkert, en við höfum sótt kirkju hjá síra Einari og eitt- hvað heyrt um það, hvar slíkt ætti sjer stað. Þykjumst vjer af þessu skilja, hvar hann telji að- stoðarprestinn og skyldulið hans eiga heima. Það mál látum við Jiggja á milli hluta, því það hyggjum við, að hvorki muni síra Einar nje heldur við ráða endan- legum náttstað þess fólks eða ann ara. En að svo miklu leyti sem við þekkjum heimili jaðstöðarprests- ins, eða foreldra hans, er það að okkar dómi fyrirmyndar-heimili. Þar sem sr. Einair talar með nokkurri háðung um biskup, þá ætlum við að sá maður standi ómeiddur fyrir því hnútukasti, og ekki ólíklegt, að þeir sem báða þekkja, muni bera engu minna traust til dr. Jóns biskups Helga- sonar, heldur en sr. Einars, til þess að standa að jafnaði þeim megin, sem rjettlætið og heill kirkjunnar heimta. 7. Sr. Einar kveðst hafa bygt He'lga syni sínum staðinn meðan hann sje þar prestur, en mót- mælir öllu öðru tali um byggingu um uppspuna. Já, að bera sann- leikanum vitni — skelfing er það erfitt. Síðan Helgi var hjer á ferð ,á dögunum, hefir legið hjá Búnaðarfjelagi Islánds til um- sagnar sú umsókn að hann fái nokkuð af landi staðarins undir nýbýli, svo alger uppspuni er það ekki, að • um lengri dvöl kynni að vera að ræða. Hitt segir sig auðvitað sjálft, að sr. Einar hefir engin byggingarróð vfir staðnum lengur en um sína tíð. Ekki er það rjett, að sóknar- nefnd hafi ritað Heiga hótunar- brjef, þótt. faðir hans vilji svo vera láta. Helgi ólst ekki upp hjá föður sínum og er okkur að litlu kunnur.En óvildarhug hyggj um við að enginn í sókninni hafi borið til hans, heldur flestum verið sama um hann. Hrakspám höfum við engum spáð honum, hversu mikil fúlmenni og lubbar sem við kunnum að vera, svo að viðhaft sje hið prúðmannlegai orðalag vígða mannsins. En liitt væri ekki að undra. þÓtt einhverj- ar skapraunir og ó})ægindi kynnu að bíða hans í Saurbæ, því beran fjandskap hefir hann sýnt sókn- armönnum. Með öllu er okkur, sem undir þetta skrifum, ókunnugt um nokkrar sem helst tiiraunir til þess að sundra fjölskyldu prests- ins, og hafi slíkar tilraunir átt sjer stað, sem við efum stórlega, þá mun óhætt að fuliýrða, að af sveitungum okkar, hafa þær ekki verið gerðar, nje heldur fyrir þeirra tilstilli. Það mál er okkur því óviðkomandi. 8. Það, gleður okkur innilega að hafa nii yfirlýsingu sr. Einars um það, að hann hafi ekki kent aðstöðarprestinum um að hafa verið upphafsmaður að samtök- um þeim, er við höfum gert í þessu máli, enda er það sann- leikurinn, að liann hefir átt í þeim þann einn þátt, sem áður hefir verið frá skýrt. I augum þeirra, sem friðinn semja, mun hann því vaxa en ekki minka fyrir sín afskifti. Þó að lit'lu skifti um það atriði, má þó geta þess, að ekki fer sr. Einar með satt mál, er hann segir að brjef það, er við rituðum honum og hann nefnir hótunarbrjef, væri ritað á heimili aðstoðarprestsins. Þar var það ekki ritað. Okunnugt er okkur um það, hvort fólk austur í Rangárvalla- sýslu hefir, eins og sr. Einar orðar það „heldur viljað hálfan Sveinbjörn en heilan Sigurjón“. Ef til vill hafa þessir menn verið betra vanir en við, sem nú teljum síra Sigurjón nógu góðan handa okkur. 9. Um „ungiinga“ þá, sem í þessu máli hafa lent í andstöðu við síra Einar, má geta þess, að nokkrir þeirra eru á svipuðum a'dri og hann sjálfur og ekki örgrant að hærri aldur finnist á meðal þeirra. Og hvað því viðvíkur, að hann hafi vikið góðu að okkur á heimili sínu, þá er hann svo athugull maður í fjár- málum, að óhugsandi er það ekki að hann hefði einhver ráð með að gera reikning yfir þá kaffi- bolla, sem við höfum drukkið hjá honum. Væri ef til vill ekkert á móti því, að hann sendi okkur slíkan reikning áður en útsvör- um er jafnað niður næst. En ósköp er hætt við að allar tilraun- ’ir síra Einars til þess að gera sig að píslarvotti í þessu máli mis- takist með Ö'llu. Hjer höfum við nú bent á nokkrar skekkjur í frásögn prestsins. Það er eins og spek- ingurinn segir: öllum fær yfir- sjest — jafnvel þeim, sem helg- að hafa sig þjónustu sannleikans. Staddir í Reykjavík, 16. mars 1932. Helgi Jónsson, hreppstjóri. Helgi Jónsson, oddviti. Guðmundur Jónasson. Gísli Brynjólfsson. Jón Magnússon. Rússar undirbúa flugferðir yfir Pólhafið. Leningrad, 25. mars. United Press. FB. Tilkynt hefir verið, að unnið sje að undirbúningi leiðangurs til þess að athuga skilyrðin til þess að koma á flugferðum yfir pólsvæðin milli Rússlands og Norður-Ameríku. — Isbrjótur- inn Krassin, sem frægur varð fyrir björgun Nobile og manna hans, fer norður á bóginn í sum ar snemma, og hefir tvær flug- vjelar meðferðis. Verða þær notaðar til athuganaflugferða írá ísbrjótnum. Búist er við, að Krassin komist alt norður á 85. gr. í ráði er, að Krassin verði allan næsta vetur á pólsvæðinu. Ffnalaug"*! tautUnr iicmisfcfatalfMÍttstt!) cf fittttt Smj.wa 3+ JJOO Jtejlliaoili. Fullkomnar vjelar. Nýjustu og bestu efni. Þaulvant starfsfólk. — 10 ára reynsla. Hl lelgn 14. mai í húsi Garðars Gíslasonar, við Laufásveg 53, eru 2 eða 3 herbergi til leigu á neðstu hæð. Lítið eldhús gæti fylgt ef óskast. Reykjavíkurbrjef. 26. mars. Hafísinn. Veðurstofan hefir haft litl- ar fregnir af hafísnum undan- farna viku, þangað til í dag, að skeyti frá skipi segir talsverðan ís milli Horns og Steingríms- fjarðar, og eigi siglandi þar nema í björtu. Búast má við, að hafís sje skamt undan öllu Norð urlandi. Einmuna góð tíð um land alt, þetta 7—8 stiga hiti und- anfarna daga. Útgerðin. Um helmingur togaranna er nú kominn á veiðar. Afli þeirra hefir fram til þessa verið treg- ur og ufsablandinn. Kom nýlega hljóð úr Tímahorni út af því, að Morgunblaðið skyldi ekki hafa barist fyrir lækkun kaupgjalds, á sjó og landi. Kennir þar ann- arar tóntegundar en hjá lags- bræðrum Tímans, sósíalistum, sem jafnan hafa haldið fram, að Morgunblaðið vildi alt kaup- gjald í landinu niður fyrir alla sanngirni. Sannvirði vinnunnar. Sannleikurinn er augljós og einfaldur í því máli. Morgun- blaðið hefir alt af viljað, og vill enn, að hver sem vinnur, fái sannvirði fyrir vinnu sína. Þeg- ar verkamenn, eða forsprakkar þeirra, spenna bogann upp fyr- ir sannvirði, þá kemur það at- vinnurekstrinum á knje, og þeim sem vinna kemur það næst í koll, þegar yfirvofandi atvinnu leysi steðjar að. Heilbrigða rannsókn á sann- virði vinnunnar, á sanngjörnu kaupgjaldi á sjó og landi, hafa sósíalistar aldrei viljað, heldur æpt upp um sífeldar kauphækk anir jafnframt lækkun afurða- verðs. Styrktarmenn sósíalista í þessu kapphlaupi út í ófarnað atvinnuveganna hafa helstir ver ið þeir Tímamenn. Er skamt að minnast þess, er landsstjórnin hjelt uppi kaupinu við sjávar- síðuna, með því að láta ríkis- sjóðinn blæða. En í sveitum hefir kaupgjald haldist í háspennu, með upp- skrúfuðu vegavinnukaupi lands stjórnarinnar. Ætti það ekki að vera ofætl- un, að þeir Tímamenn hefðu vit á, að tala sem minst um kaup- gjaldsmálin. Eimskip. Sjaldan mun Eimskipafjelagi íslands hafa verið jafn-nauð- synleg samheldni landsmanna um velfarnað þess, eins og nú, er aðflutningur takmarkast mjög vegna hafta og gjaldeyr- isskorts, svo flutningsmagn til landsins fjarar niður í lágmark. Sýnist lítil hagsýni í því fyrir þjóðarheildina, að tildra upp við hlið fjelagsins rándýrri rík- isútgerð, en sletta í fjelagið fjár styrks-hungurlús, fyrir strand- ferðir, sem hvergi nærri ljettir byrði strandferða af fjelaginu. Svo er til skiftis lagt upp skipum fjelagsins og ríkisút- gerðarinnar. En skattborgarar landsins látnir borga í ríkisút- gerð sem notuð er í samkeppni við fjelagið. „Sameinaða“. Á hinn bóginn er samkeppn- in frá hinum erlendu keppinaut- um. Eimskipafjelagið rjeðst ný- lega í að hafa fastar hálfsmán- aðarferðir frá Höfn. Var brott- farardagur settur annan hvorn miðvikudag, þá miðvikudaga, sem Sameinaða gufuskipaf je- lagið sendi ekki skip sín hing- að. Lá þá beint vð að vænta þess, að reglubundnar vikulegar ferðir væru komnar á. En skömmu eftir að Eimskip hafði gefið út áætlun sína, til- kynti Sameinaða, að nú yrði fje- lagið að breyta brottfarardög- um skipa sinna, færu þá yfir á laugardagana, svo hraðferðun- um frá Höfn verður hagað þann ig, að skip Sameinaða fara ein- um 4 dögum á undan íslensku skipunum, en 10 dagar líða milli hraðferða ísl. skipanna uns skip Sameinaða fara. Leið- inleg mistök. Er ekki svo? Hlutverki lokið. Á Alþingi hafa menn enn rætt um síldareinkasöluna. Sósíalistar hafa spurt lands- stjórnina að því, hvað hún ætli sjer að láta koma í staðinn fyr- ir einkasöluna. Stjórnin hefir svarað því til, að ekkert ætti að koma í stað- inn, hún ætlaði að hætta af- skiftum af þeim málum. Er ekki sjálfhætt? Hvað gæti Tímastjórnin gert í þessum mál um, úr því sem komið er? Hefir hún ekki komið útgerð- inni nokkurn veginn fyrir katt- arnef? Þeir, sem áður keyptu síld af okkur íslendingum, veiða hana nú sjálfir, Svíar fyr-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.