Morgunblaðið - 07.04.1932, Side 5

Morgunblaðið - 07.04.1932, Side 5
Fimtuclaginn 7. apríl 1932. Ö ElðhúsumrcEður á þingi. 5tjórnarfarið og afkoma atuinnuueganna. Ræða Ólafs Thors mánudaginn 4. apríl. Mjer er ætlað að tala hjer í hálfa klukkustund. Ef jeg ætti nú að halda lík- ræðu yfir ríkisstjórninni, og þyrfti, eftir gamalli ísl. venju, að tína til alt hugsanlegt lof um hana, satt og logið, væri jeg því fegnastur að mjer yrði fremur skömtuð hálf stund en heil. En að halda dómsdag yfir stjórninni, og stefna henni til reikningsskila fyrir alt synda- registrið, það gerir enginn mað- ur, hvorki á hálfri stund nje á hálfum degi. Sumpart af þessu en einkum þó vegna hins ískyggilega útlits, ætla jeg að tala um stærstu málin: Fjármálin og atvinnumálin. Þó get jeg ekki stilt mig um að drepa á, hvernig J. J. svarar fyrir sig. M. G. gaf ítarlega skýrslu um fjárhag ríkissjóðs og sýndi fram á, hversu hrapalega stjórnin hef ir farið með fjármuni ríkisins. Til andsvara segir svo J. J.: H.f. Andvari er gjaldþrota, þar með er sannað, að fjárhag- ur ríkissjóðs er góður og stjórn- in vítalaus. Eða: Andvari og Copland eru gjaldþrota, þar af leiðir, að eðlilegt er og sjálfsagt, að ríkis- sjóður sje líka gjaldþrota. Ræða J. J. minnir á gamla sögu. Maður kom að heyrnar- lausum manni, sem var að smíða axarsköft. Góðan daginn, sagði komumaður. Axarskaft, svaraði sá heyrnarlausi: Annars gefur svar J. J. til- efni til að endurtaka það, sem Jón Þorl. nýlega sagði um J. J., en það var á þá leið, að J. J. gerði þá siðferðiskröfur til sjálfs sín, að vera altaf skör lægra en sá versti. I Fjárhagur ríkisins. Þm. Skagf. hefir nú gert ítar- lega grein fyrir fjárhag ríkis- sjóðs. Jeg læt því nægja, að stikla á stóru í þeim efnum, og minni aðeins á örfáar tölur. Þegar hinni fyrri fjármálastj. Frs.fl. lauk í ársbyrjun 1924, voru skuldir ríkissjóðs orðnar 18.1 milj. kr. í fjármálaráð- herratíð Jóns Þorl. minkuðu þær um 6.7 milj. kr., eða ofan í 11,3 milj. Samtímis óx sjóðseign rík- íssjóðs um 1.7 milj. Fjárhagur ríkissjóðs batnaði þannig á þess- um árum um 8.4 milj. Þetta kom m. a. fram í því, að vextir af ríkisskuldunum, sem 1924 voru 1239 þús. kr., voru 1927 komnir ofan í 701 þús. kr. Þjóðin er nú orðin sammála um, að fjármálastjórn J. Þorl. hafi verið með afhrigðum góð, en fyrir kosningarnar 1927, þær kosningar, sem lyftu núv. stjórn í valdasess, kvað við annan tón. Þá sagði hæstv. forsrh., sem þá var ritstjóri Tímans, í blaðí sínu : „Svo djúpt hefir aldrei sokk- ið í skuldafenið. Annaðhvi rt er nú að láta staðar numið og hætta að safna skuldum, eða þá að vonlaust eða vonlítið má kalla, að standa við að borga skuldirnar". Og þá sagði J. J. í sama blaði: ,,Hve lengi á að taka lán á lán ofan? Og hvenær verður þjóðin búin að borga þessi lán? Og hvað verður um frelsi og full veldi þeirrar þjóðar, sem erlend- ir lánardrottnar geta hneppt í varanlega fjárhagsf jötra“. (Tíminn, 17. febr. 1927). Og ennfremur: „Mönnum finst mikið, að með hinum gífurlegu sköttum er bú- iö að endurborga liðugar 10 milj. kr. af skuldunum". Svona var dómur núverandi stjórnar um fyrirrennara sína. Þeir skopuðust að því, að fjár- hagur ríkissjóðs hafði batnað um 8.4 milj., sem þeir í ein- feldni sinni töldu 10 milj. Og skuldirnar, 11 milj., blæddu þeim í augum. Sjálfir lofuðu þeir að stýra úr voðanum, eins og sjá má af þessum orðum J. J. í 25. tbl. Tímans 1927: „Hvenær sem á reynir, mun Frs. grípa stór og lítil tækifæri til þess að gera íslensku þjóð- ina óháða öllu erlendu valdi. Um stund varða mestu átökin í fjármálaefnunum. Framsókn verst skuldum og veit, að skuld irnar við útlönd eru þræls- band á landið og þjóðina“. Þjóðin festi trúnað á hinn þunga áfellisdóm um fyrverandi stjórn, og hin gullnu loforð andstæðinganna, og Tímaliðið settist í öndvegi eftir kosning- arnar 1927. Mennirnir sem skopuðust að því, að fjárhagur ríkisins batn- aði um 8.4 milj. þau 3 (4 árin, sem J. Þ. fór með fjármálin, hafa sýnilega ætlað sjer að gera betur, og verða stórvirk- ari í skuldagreiðslunum. A.m.k. brugðust þeir því loforði, sem þeir þó gáfu í kosningunum, að ljetta af sköttum, og lögðu í þess stað nýja skatta á þjóðina, sem reynst hafa milli 1 og 2 milj. kr. á ári eftir árferðinu. Það liggja nú fyrir opinber- ar skýrslur um fjármálaefndir ríkisstjórnarinnar. Á fjórum árum, árunum 1928 —’31, að báðum meðtöldum, urðu tekjur ríkissjóðs um 62Vsj milj. kr., eða milli 16 og 17 milj. umfram áætlun. Fjögra ára ríkistekjur í tíð fyrv. stjórnar Ul'ðu 53.4 milj. Af þeirri upphæð varði sú stj. 8.4 milj. kr. til þess að greiða skuldir og auka sjóðseign rík- issjóðs. 1927 þótti núverandi stjórn það illa og slælega að verið. Hvað hefir hún þá sjálf gert? Fjögra ára tekjurnar hafa orðið tæpl. 9 milj. kr. meiri en í tið fyrv. stj. Fyrv. stj. gat greitt 8.4 milj. kr. af skuldun- unum. Með samskonar verkl. framkvæmdum og voru hjer á landi 1924—’27 hefði því ríkis- Athngið vel sýningn okkarí glnggnm Brannsverslunar. Allar okkar viðurkendu tegundir af ostum eru þar til sýnis. Vörurnar eru seldar í útsölum okkar á Sími 1287, Sími 864. Ennfremur eru þar seldar allskonar mjólkurvörur svo sem: MJÓLK, RJÓMI, SKYR, SMJÖR. í heildsölu hjá Slátnrfjelagi Snðnrlands stjórnin átt að geta greitt skuld- ir og aukið sjóðseign ríkissjóðs um nær 21 milj. kr„ og er þá tekið tillit til minkandi vaxta- byrði ríkissjóðs. Með þessu hefði stjórnin þó ekki komist lengra en að jafn- ast á við þann, sem hún skop- aðist mest að 1927, fyrir að hafa ekki greitt meira en 8.4 milj. kr. Nú, en hvað hefir nú stjórn- in gert? Hún hefir ekki greitt 21 milj. kr. Hún hefir enga milj. greitt. Hún hefir enga krónu greitt. Hún hefir ekki staðið í stað. Hún hefir safnað skuldum, há- um skuldum, miljónum, tug miljóna, já, og hálfum betur. í stað þess að bæta fjárhag ríkissjóðs um 21 milj. kr„ en það hefði verið samsvarandi fjármálastjórn Jóns Þorl., hef- ir Framsóknarstjórnin aukið skuldirnar um nær 14 miljónir. Mismunurinn er 35 milj. kr. Með þeirri fjárfúlgu gæti for- sætisráðh. gullhúðað brynju á hvern einasta bónda í liði sínu. Jeg leiði hjá mjer að tala um, hvernig þessu fje hefir ver- ið varið. Það hefir M. G. gert. Mörgu hefir verið illa varið, og fjármálastjórnin hefir verið í mesta máta óvitur og gálaus. Framsókn sá rjett 1927, að „skuldirnar við útlönd eru þræls band á landið og þjóðina“. Góð- ærið gaf stjórninni alla ákjós- anlegustu aðstöðu til þess að stýra hjá þessari hættu. En svo gersamlega hefir stjórnin haft að engu hinn rjettmæta kvíð- Eftirtektaveri elussasýnins * a Svana-smlðrlíKí er i Pósthásstrætl 7 (þar sem áðnr var Hressingarskálinn). Við höfnina, bíisknr með hálfyfirbygðu porti til leign. Upplýsiugar i sfma 31. H.f. Sleipnlr.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.